Morgunblaðið - 08.04.1986, Qupperneq 18

Morgunblaðið - 08.04.1986, Qupperneq 18
18 MORGUNBLAÐIÐ, ÞRIÐJUDAGUR 8.APRÍL1986 Innri öryggis- mál á Islandi eftir Þórð Ægi Oskarsson Erfitt er að skilgreina hvað felst í hugtakinu innra öryggi. Satt best að segja tel ég að enga fullnægjandi skilgreiningu sé að fínna á þessu hugtaki. Ein leið er þó að segja, að innra öryggi felist í þeim aðgerð- um, sem miða að því að tryggja tilvist þess lýðræðislega þjóðskipu- lags, sem við höfum kosið að búa við með því að berjast af fremsta megni gegn hvers kyns ógnum sem að því steðja. Þá komum við að öðru, ekki síðra vandamáli þ.e. að skilgreina þær ógnir sem að ríkinu steðja og síðan hvemig við þeim er bmgðist. Tök- um nú nokkur mismunandi dæmi um þær gagnvart innra öryggi ríkja. Bretar hafa búið við langvarandi vandamál í sínum innri öryggismál- um vegna sífelldra átaka og hryðju- verka á Norður-írlandi. Frumrót þessara átaka liggur í trúarlegri skiptingu íbúa Norður-írlands, þó aðrir þættir, einkum efnahagslegs eðlis, hafí þar einnig mikil áhrif. Tilvist franska ríkisins hefur oftar en einu sinni verið beint og óbeint ógnað vegna innri veikleika þess. Dæmi um þetta eru stúdenta- óeirðimar 1968 og niðurrifsstarf- semi OAS-sveitanna snemma á sjöunda áratugnum. Enda hafa Frakkar komið sér upp vel vopnuðu öryggisgæsluliði, Gendermarie, sem hefur víðtækt hlutverk í gæslu innra öryggis Frakklands á friðar- tímum. ítalir og þó sérstaklega Tyrkir hafa og em að ganga í gegnum innri öryggisvandamál sem fyrst og fremst stafa af pólitísku ójafn- vægi og efnahagslegum erfíðleik- um. Sögu ríkjanna fyrir botni Mið- jarðarhafs þarf ekki að tíunda í þessum efnum, hana þekkja allir. Loks má nefna Sovétríkin sem dæmi. Þar er um að ræða alræðis- ríki sem í reynd byggir tilvist sína í núverandi mynd að miklu leyti á þrælskipulögðu kerfí innri öryggis- gæslu, sem hefur fyrst og fremst það hlutverk að tryggja með öllum tiltækum ráðum hlýðni þegnanna við ráðandi fámennisstjóm. Yfír- gnæfandi meirihluti þegnanna er því mesta ógnunin við innra öryggi sovéska alræðiskerfisins. Það fínnast líka önnur dæmi um ógnun við innra öryggi ríkja, sem snerta okkur oft mun frekar en þær sem fyrr eru nefndar. í þessu sambandi er rétt að nefna fáein nöfn: John Kennedy, Robert Kenney, Martin Luther King, Anwar Sadat, Mountbatten lávarð- ur, Indira Gandhi, Aldo Moro og nú síðast Olof Palme. Ótal hryðju- og ofbeldisverk á forystumönnum einstakra ríkja og í enn meiri mæli á saklausu fólki em innri öryggisvandamál sem ís- lendingar þekkja ekki af eigin raun nema í gegnum fjölmiðla. Þó getur enginn sagt hvenær við reynum slíkt í okkar friðsæla landi. Markmið hryðjuverka Á aðeins 14 árum, 1968—1982, voru skráð dæmi um hryðjuverk í 117 ríkjum og flest þeirra voru reyndar framin í Vestur-Evrópu. Þetta gefur okkar sterka vísbend- ingu um hættuna. Dæmin hér að ofan sýna að orsakir hættunnar gegn innra ör- yggi eru sjaldnast einhlítar. Þær geta verið félagslegar, efnahagsleg- ar, landfræðilegar, trúarlegar, menningarlegar, hugmyndafræði- legar og ekki síst sálfræðilegar. Það er misskilningur, sem svo oft heyrist, að athygli fjölmiðla í sjálfu sér sé að öllu jöfnu markmið hryðjuverkamanna. Fjölmiðlun er fyrst og fremst besta leiðin fyrir þá til að koma ofbeldisboðskap sínum á framfæri og vekja jafnframt þann ótta og það öryggisleysi meðal almennings sem smám saman verður til þess að grafa undan trausti hans á því stjómskipulagi sem hann býr við. Sú ógn sem ríkjum samtímans stendur af ofbeldisverkum hryðju- verkamanna endurspeglast skil- merkilega 1 eftirfarandi ummælum manns sem þekkir eitt afbrigði hryðjuverka af eigin raun, Andrei Shakarovs. Honum mælist svo: „Það skiptir ekki máli hversu háleit markmið hryðjuverkamenn þykjast hafa, athafnir þeirra em alltaf glæpsamlegar og tortímandi. Þær leiða mannkynið aftur á vit lögleysu og ringulreiðar og skapa vandamál innan landamæra ríkja sem utan, sem eru í hróplegri andstöðu við þann frið og þær fram- farir sem við stefnum að“. Njósnir og undirróður En það eru til fágaðri leiðir til að grafa undan innra öryggi ríkja. Þessar leiðir felast í hvers kyns njósnum og undirróðurstarfsemi. Slíkar athafnir geta tekið á sig ótal myndir. Svo sem þekkingaröfl- un um veikleika viðkomandi ríkis á öllum sviðum; ráðning innlendra aðila til njósnastarfsemi, beinn og óbeinn áróður; fjármögnun á starf- semi hliðhollra einstaklinga, stjóm- málaflokka eða annarra samtaka; bein þjálfun og ráðgjöf við undirróð- ursmenn og efnahagslegar þving- anir, svo fátt eitt sé nefnt. Loks getur innra öryggi ríkis að sjálfsögðu stafað ógn af ýmiss konar andfélagslegum öflum, sem ekki hafa endilega tengsl við önnur ríki eða hópa. Andsvar ríkis við slíku hefur yfírleitt verið tvíþætt; annars vegar söfnur. upplýsinga og mat á hættunni og síðan aðgerðir, hrein öryggisgæsla ellegar uppræt- ing ógnunarinnar. Gildir þetta bæði um starfsemi hryðjuverkaafla og hina fágaðri njósna- og undirróðursstarfsemi, sem í eðli sínu hafa sama markmið- ið, það er að grafa undan viðkom- andi ríki eða nýta sér veikleika þess til skammtíma árangurs. Vidbrögd íslenska ríkisins Ég hef hér að framan stiklað á stóru varðandi helstu atriði sem koma til álita þegar rætt eru um hvað felst í innra öryggi og ógnun við það. En hvemig sinnir þá ís- lenska ríkið „innri" öryggsmálum íslands. Það felst í eðli slíkrar ör- yggisgæslu að opinber gögn um hana liggja ekki á lausu. Hér er því vart um annað að ræða en að draga ályktanir af opinberri vitn- eskju. Innra öryggi eða öryggis- gæsla eru ekki til sem hugtök í lögum eða reglugerðum. í þessu sambandi er rökrétt að vísa til stefnumarkandi ræðu Matt- híasar Á. Mathiesen, utanríkisráð- herra, á Varðbergsfundi 20. febr. sl. þar sem hann sagði að aukið fmmkvæði í öryggis- og vamarmál- um hlyti að taka til innra öryggis landsmanna og átti þá við eftirfar- andi þætti: 1. Almannavamir . Vamirgegn hryéjuverkamönnum 3. Viðbúnað gegn hvers kyns starf- semi sem miðar að því að grafa undan öryggi eða sjálfstæði lands- ins. Fyrsti þátturinn, almannavamir, liggur ljósastur fyrir enda hlutverk almannavama skýrt skilgreint í lögum. Felast þær í að skipuleggja og framkvæma ráðstafanir sem miða að því að koma í veg fyrir, eftir því sem unnt er, að almenning- ur verði fyrir líkams- eða eignatjóni ■ af völdum hemaðaraðgerða, nátt- úruhamfara eða annarri vá, og veita líkn og aðstoð vegna tjóns sem orðið hefur, enda falli þau störf ekki undir aðra samkvæmt lögum. Almannavarnir heyra undir dómsmálaráðherra og skipar hann almannavamaráð sem stýrir starf- semi almannavama og er til ráðu- neytis um framkvæmd laga um almannavamir. Á síðasta ári tók gildi 10 ára áætlun um uppbygg- ingu almannavama hér á landi. Ég tel ástæðulaust að fjölyrða hér um almannavamir, bæði vegna þess að þær miðast við mjög afger- andi aðstæður, og em þar fyrir utan óumdeilanleg skylduþjónusta hvers ríkis við þegna sína. Eina óskin er sú að við þessa 10 ára áætlun verði staðið af myndarskap. Varnir gegn hryðjuverkum Þegar athugað er annað atriðið í ræðu ráðherra, varnir gegn hryðjuverkamönnum, er erfiðara að gera grein fyrir ástandi mála. Fyrst ber að hafa í huga að hryðjuverka- menn geta bæði komið erlendis frá og ekki síður innan frá, úr hópi þegna viðkomandi ríkis, eins og mörg dæmi sanna. Við höfum enga formlega örygg- islögreglu eða öryggislögregludeild, samanber FBI í Bandaríkjunum og MI6 í Bretlandi, sem hefur skýrt og skorinort það hlutverk að gæta innra öryggis ríkisins. Það liggur því í skilgreiningu á hlutverki ís- lensku löggæslunnar að hún er eini aðilinn sem nú hefur það hlutverk að gæta innra öryggis íslenska rík- isins að svo miklu leyti sem slíkt öryggi er skilgreint. Það em ákveðin atriði sem stað- festa ofansagt. í fyrsta lagi em, ef svo má segja, okkar íslensku landamæraverðir, útlendingaeftir- litið, deild innan lögreglustjóraemb- ættisins í Reykjavík, sem vinnur sín störf í samvinnu við tollgæsluna ellegar lögregluyfirvöld á viðkom- andi stað. Má segja að öll lögreglan sé í eðli sínu útlendingaeftirlit. Virk og öflug starfsemi útlendinga- og vegabréfaeftirlits er talin ein, ef ekki mikilvægasta forvömin I bar- áttu við hryðjuverkaöfl. Samgöngur hafa gert fjarlægð og einangmn íslands frá atburðarás alþjóðastjómmálanna að engu. Festa í starfí útlendingaeftirlitsins hlýtur því að vera_ forsenda árang- ursríks starfs. En íslendingar verða að hafa í huga að strendur landsins em langar og óvarðar og því ekki erfítt að komast hér á land ef svo ber undir. Til dæmis koma hér mörg farþegaskip árlega sem em eftirlitslaus, en þá er það vandamál- ið hversu langt skal gengið í eftir- liti án þess að slíkt hafí öfug áhrif. Áætlanir um vamir vegna flug- rána em fyrir hendi á Keflavíkur- flugvelli. Þær em í verkahring löggæslu flugvallarins, sem lýtur stjóm vamarmálaskrifstofu utan- ríkisráðuneytisins. Þess má og geta í þessu sam- bandi að til er nefnd um vamir gegn flugránum. Nefndin heyrir undir samgönguráðuneytið og er ætlað það hlutverk að annast skipu- lag og samræmingu aðgerða. Er það í samræmi við samþykktir um alþjóðaflugmál. Hins vegar er engin öryggisgæsla á þeim flugvöllum sem þjóna innanlandsflugi. Reykja- víkurflugvöllur, sem þjónar inn- lendu og erlendu flugi, býr við afar lélega öryggisgæslu. Föst samskipti em síðan við alþjóðalögreglustofnunina, Inter- pol. En Interpol sendir hingað ýms- Þórður Ægir Óskarsson flytur erindi sitt á ráðstefnu Varðbergs og SVS. Við háborð sitja frá vinstri: Sigurður M. Magnússon, kjarneðlisfræðingur, Hreinn Loftsson, aðstoðarmaður utanríkisráðherra, og Gunnar Jóhann Birgisson, formaður Varðbergs. ar upplýsingar er varðað geta innra öryggi landsins. Síðast en ekki síst er rétt að ræða hér sérsveit lögregluembætt- isins í Reykjavík. Það er mikilvægt að hafa það í huga að sérsveit þessari var ekki beinlínis komið á fót í því augnamiði að gæta innra öryggis, nema þá í þeim skilningi sem lesa má í skilgreiningu á hlut- verki löggæslunnar almennt. Stofnun sveitarinnar má rekja til innra mats lögreglustjórans í Reykjavík á þörf þess að koma upp sérþjálfaðri sveit lögreglumanna til að fást við sérstaklega erfíða lög- gæslu, s.s. vopnaða menn og erfið björgunarstörf. í reynd segir þetta 'okkur að kæmi til hryðjuverka á íslandi þá yrði það augljóslega hlutverk sér- sveitarinnar að glíma við þann vanda. Að öllu jöfnu starfa félagar í sveitinni við almenn löggæslustörf. Fleiri atriði má tína til varðandi virkar aðgerðir sem miða að eflingu innra öryggis. Á allra vitorði er að komið hefur verið upp öryggiskerfi til vamar forsetabústaðnum á Bessastöðum, og raunar veit alþjóð hvemig það virkar, ef blaðafregnir af útköllum lögreglu í Hafnarfirði vegna bilunar í kerfínu em réttar. Ennfremur liggur fyrir að til hafa verið lengi einhveijar áætlanir um öryggisgæslu ráðamanna og lög- reglustjóra hefur verið falið af for- sætisráðherra að gera frekari tillög- ur um öryggisgæslu opinberra starfsmanna. Umsvif sendiráða Varðandi þriðja þáttinn sem utanríkisráðherra lagði áherslu á, þ.e. viðbúnaður gegn hvers kyns starfsemi sem miðar að því að grafa undan öryggi eða sjálfstæði lands- ins, þá er fátt sem benda má á sem staðfestingu á núverandi ástandi. Enga höfum við leyniþjónustuna né gagnnjósnadeildina. Umsvif erlendra sendiráða hafa um langan tíma verið ótakmörkuð. Á sl. ári, nánar tiltekið 13. júní 1985, samþykkti Alþingi þings- ályktunartillögu sem kveður á um að áhersla verði lögð á að umsvif erlendra sendiráða séu jafnan innan hæfílegra marka og þá í anda Vín- arsamningsins frá 1961 þar að lút- andi. En sá samningur fjallar um stjómmálasambönd ríkja. Enn- fremur hafði 1980 verið breytt eldri lögum um eignar- og afnotarétt fasteigna og sett sú regla um fast- eignakaup sendiráða að þau væru háð samþykki dómsmálaráðherra. Ofangreint em fyrstu tilburðimir til að koma á einhveiju eftirliti með starfsemi erlendra sendiráða. Efast enginn um nauðsyn þess, eins og samhljóða vilji alþingismanna sýnir. Útþensla sendiráða hérlendis, eins og þess sovéska, án þess að nokkur eðlileg skýring finnist þar á, og svo hins vegar takmarkanir á t.d. ferða- frelsi íslenskra sendiráðsmanna í Moskvu gefa okkur sterka vís- bendingu um þörfína á virku eftir- liti. Og til þess þarf óneitanlega þjálfaðan mannskap. Mjög lítið eftirlit hefur verið með skipaferðum hér við land, svo og starfsemi er- lendra rannsóknarleiðangra á landi og við landið. Vaxandi aðhald hefur þó verið í þessum málum á síðustu ámm. Það gildir sama um eftirlit með þessum þáttum og með umsvifum sendiráða og starfsmanna þeirra, að eftirlitið kallar á sérhæft starfs- lið og tæknibúnað. \ Stofnanir og tölvur Menn hafa einnig bent á nauðsyn skipulegrar gæslu á mikilvægum stofnunum og orkuvemm. Um slíka gæslu hefur ekkert verið hirt og því nauðsynlegt að bæta þar úr. Loks má leiða hugann að öðmm atriðum sem snerta innri öryggis- gæslu og varða tölvuvæðinguna hér á landi. Hvers kyns gagnavinnsla í tölvum hefur skapað enn eina vídd- ina í innri öryggsmálum. Óhemju magn af gögnum hins opinbera er þegar komið í véltækt form og mun það ömgglega margfaldast á kom-

x

Morgunblaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.