Morgunblaðið - 08.04.1986, Blaðsíða 24

Morgunblaðið - 08.04.1986, Blaðsíða 24
24 MORGUNBLAÐIÐ, ÞRIÐJUDAGUR 8. APRÍL1986 Afganistan: Stórsókn gegn skærulið- um hafin Islamabad. AP. UM PIMM þúsund sovéskir her- menn og afganskir stjómar- hermenn réðust í gær á bæki- stöðvar skæruliða víða í suðaust- urhluta Afganistan og höfðu til stuðnings orrustuþotur og þyrl- ur, að því er haft var eftir skæru- liðaforingjum í Pakistan. Að sögn voru a.m.k. 100 skæru- liðar vegnir og tugir særðir. Stór bækistöð skæruliða í héraðinu Kunar varð fyrir árás sprengjuþota og stórskotaliðs og var lífið murkað úr 50 skæruliðum. í héraðinu Pakt- ia létust 52 og var búist við fregnum af frekara mannfalli skæruliða annars staðar. Foringjar skæruliða sögðu að þeir hefðu fellt fjölda sovéskra og afganskra hermanna. Ríkisstjómin í Pakistan sakaði Afgana um að gera árásir yfír landamæri sín og krafðist þess að slíkum árásum yrði hætt. Einn skæruliðaforingi heldur því fram að Afganar hefji sókn svo snemma árs til þess að loka birgða- leiðum til skæruliða á þeim tíma, sem skæruliðar snúa aftur til Afg- anistan eftir að hafa haft vetursetu í Pakistan. ERLENT Mannránum mótmælt AP/Símamynd Starfsmenn Rauða krossins í Líbanon fóru í gær i sólarhringsverkfall tíl að mótmæla ráni á þremur starfsmönnum Rauða krossins, sem allir voru kristnir. Mynd þessi var tekin fyrir utan stöðvar Rauða krossins í Beirút í gær og sýnir hluta þeirra, sem tóku þátt í verkfallinu. En þetta voru ekki einu mannránin í Líbanon um helgina. Tveir brezkir kennarar við bandaríska háskólann i Beirút hurfu og er talið, að einnig þeim hafi verið rænt. Verkföll og -bönn vofa yfir í Svíþjóð Stokkhólmi. Frá Erik Liden, fréttaritara Morgunblaðsins. MIKIÐ verkfall er nú yfirvofandi í Sviþjóð og í gærkvöldi höfnuðu starfsmenn einkafyrirtækja sáttatillögu, sem lögð var fram fyrr um daginn. 18.000 starfs- menn einkafyrirtækja fara i verkfall á hádegi í dag takist samningar ekki. Á n.iðvikudag hefst verkbann, sem sænska vinnuveitendasam- „Sama þótt ég verði kölluð einræðisherra“ segir Corazon Aquino og hótar hörðu Manila. AP. CORAZON Aquino, forseti Filippseyja, sagði í viðtali, sem birt var í gær, að hún myndi sýna hverjum þeim ráðherra, er reyndi að misnota vald sitt, sömu hörku og karlmaður myndi gera. Hún kvaðst einnig ætla að upp- ræta allar leifar einræðis forvera síns, Marcosan „Þeir geta kallað mig hvað sem er og mér stendur á sama þótt ég verði kölluð einræðis- herra, en ég er ákveðin í að endur- reisa lýðræðið í landi okkar og ég er staðráðin í að láta það ekki mis- takast," sagði Aquino. Caspar Weinberger, vamarmála- ráðherra Bandaríkjanna, ræddi við Aquino á mánudag og sagði eftir fundinn að Bandaríkjamenn mjmdu leggja meiri áherslu á efnahags- en hemaðaraðstoð við Filippseyjar. Hinn nýi viðskiptaráðherra Filipps- eyja, Jaime Ongpin, sagði í dag að Filippseyingar þyrftu 100 milljónir dollara til viðbótar í fjárhagsaðstoð og 580 milljónir dollara að láni til að forðast kreppuástand. Salvador Laurel, varaforseti Filippseyja, sagði í gær að Ferdinand E. Marcos, fyrmrn forseta, yrði leyft að snúa aftur til Filippseyja þegar jafnvægi kæmist á stjómmála- ástandið í landinu. Marcos sagði á sunnudag að sín æðsta ósk væri að snúa heim. bandið setti á, og verða 300.000 starfsmenn frá vinnu vegna þess. Stéttarfélag starfsmanna einkafyr- irtækja ætlar að svara verkbanninu með verkfalli 50.000 félaga sinna. Sænska alþýðusambandið og sænska vinnuveitendasambandið munu að öllum líkindum bíða með að skrifa undir samning til tveggja ára þar til áðumefndum vinnudeil- um hefur verið skotið á frest eða þær leystar. Vinnuveitendasambandið heldur því fram að gangur efnahagsmála muni auka kaupmátt og það muni vega upp á móti litlum launahækk- unum. Alþýðusambandið hefur sýnt þessu skilning, en stéttarféiag starfsmanna einkafyrirtækja segir yfirlýsingar vinnuveitendsapia- bandsins út í hött. Stéttarfélag starfsmanna einkafyrirtækja hefur fordæmt áskorun vinnuveitenda- sambandsins til ófélagsbundinna starfsmanna sinna um að vinna þrátt fyrir verkfall og hefur krafist þess að sambandið biðjist afsökunar opinberiega til að samningaviðræð- ur geti hafist á ný. Líbýskur valdamaður vill átök við Bandaríkjamenn Aþena/Beirút/Trfpólí/Berlín/Washington. AP. NÆSTÆÐSTI embættismaður Líbýu, Abdul-Salam Jalloud, majór, skoraði á Libýumenn að halda áfram átökum við Bandaríkjamenn og sagði í ræðu yfir rúmlega 70 þúsund ungmennum: „Það er ekki nóg að segjast ætla að beijast við Bandaríkjamenn, við verðum að láta verkin tala. Við erum reiðubúnir til að deyja.“ Líbönsk öfgasamtök lýstu því yfir í gær að hefjast myndi sprengingafaraldur í ítölskum borgum, ef tveir Líbanir, sem eru i haldi á ítaliu fyrir hryðjuverk, yrðu ekki látnir lausir. Ronald Reagan, Bandaríkjafor- seti, íhugar nú hvort hann eigi að láta til skarar skríða gegn Líbýumönnum eftir sprengingarnar í diskóteki í Vestur-Berlín um helgina og í far- þegaflugvél bandaríska flugfélagsins Trans World Airlines. Sendiherra Bandaríkjamanna í Vestur-Þýska- landi, Richard Burt, sagði í gær að ýmislegt benti til aðildar Líbýumanna að sprengingunni í Vestur-Berlín, en helsti sérfræðingur bandaríska utan- ríkisráðuneytisins sagði að grun- semdir lægju fyrir en engar sannanir. Lögreglan í Berlín segir að sér hafi ekkert orðið ágengt í rannsókn- inni á hryðjuverkinu. Hún hefur nú yfirheyrt 145 manns og fengið vís- bendingar frá um 100 manns. Tveir létust í sprengingunni i diskótekinu og 193 særðust. Lögreglan útilokar ekki að hryðjuverkamenn frá araba- löndunum standi að baki sprengjutil- ræðinu þar sem bandarískir hermenn eru tíðir gestir á diskótekinu. Grísk yfírvöld vilja yfirheyra May Elias Manssour, libanska konu, sem grunuð er um að hafa komið fyrir sprengju um borð í TWA-farþegaþot- unni. Manssour sagði í viðtali í Trí- pólí í Líbanon að hún hefði hreinan skjöld, en haft er eftir grískum heim- ildarmönnum að grunur beinist fyrst og fremst að henni. William Casey, yfirmaður banda- rísku leyniþjónustunnar, CIA, sagði í ræðu á sunnudag að bandaríska leyniþjónustan væri nú að efla sam- starf við leyniþjónustur ísraela og hófsamra arabískra rlkja. Casey sakaði Sovétmenn einnig um að hafa átt þátt í að steypa Ali Nasser Mohammed, fyrrum forseta Suður- Jemen, af stóli á síðasta ári. Casey sagði einnig að hryðjuverk, sem Líbýumenn og Sýrlendingar styddu, tengdust víðtækri herferð Sovét- manna til að grafa undan banda- mönnum Bandaríkjamanna um heim allan. Olíufatið átæpa 14 dollara London. AP. VERÐ á oliufati af breska Brent-svæðinu í Norðursjó hækkaði S gær vegna þess að öll starfsemi á norskum olíuborpöll- um lá niðrí vegna verkfalls. Fatið af Brent-hráolíu kostaði seint í dag 13,85 dollara og hafði hækkað um 1,60 dollara síðan á föstudag. Verkfallið í Noregi hefur í för með sér að daglegt framboð hráolíu á mörkuðum minnkar um miljón föt. Sprenging í Stokkhólmi Stokkhólmi. AP. SPRENGJA sprakk fyrir utan skrif- stofu bandaríska flugfélagsins Northwest Orient Airlines í miðborg Stokkhólms klukkan 19:30 í gær- kvöldi. Engan sakaði og voru skemmdir litlar. Sprengjunni var komið fyrir í bakpoka að sögn lög- reglu og hefur enginn lýst yfir ábyrgð á verknaðinum. Slitnar upp ór Conta- dora-viðræðum Panamaborg. AP. FRIÐARFUNDUR utanríkisráð- herra þrettán ríkja rómönsku Ameríku í Panama fór út um þúfur í gærkvöldi. Ráðherrar E1 Salvador, Costa Rica, Honduras og Guate- mala kenndu Nicaragua um að slitnaði upp úr viðræðunum og sögðu að fulltrúi Nicaragua hefði neitað að sætta sig við að skrifa undir friðarsamninginn 6. júní í síð- asta lagi. Viðræður þessar er kenndar við Contadora-ríkin. Lögreglumenn slasast London. AP. TÍU lögreglumenn slösuðust, tveir alvarlega, í átökum við prentara, sem misstu vinnu er hafin var fram- leiðsla blaða Ruperts Murdoch í nýju blaðahúsi. Til átaka kom við blaðahúsið í gærmorgun og eru þau hinu verstu frá því starfsemi hófst þar. Þúsundir manna tóku þátt í mótmælum prentara. Tuttugu menn voru handteknir og verða 17 þeirra ákærðir. Ráðist á n-írska lögreglumcnn Belfast. AP. NORÐUR-írska lögreglan varð í gær fyrir árásum öfgamanna úr röðum kaþólskra íbúa og mót- mælatrúar. Er það sjöundi dagurinn í röð, sem öfgamenn á N-Irlandi leggja til atlögu gegn lögreglu- mönnum. Liðsmenn IRA særðu lögreglumann lífshættulega er þeir gerðu árás á leigubíl, sem lögreglu- þjónar voru í. Engan sakaði er menn úr röðum mótmælenda réðust á heimili sex lögreglumanna í dag, en mikið tjón var unnið á húsakynn- um. Bonner biður Kohl um aðstoð Bonn. AP. YELENA Bonner, eiginkona sovézka andófsmannsins Andreis Sakharov, hefur skrifað Helmut Kohl, kanzlara V-Þýzkalands, og beðið hann um aðstoð í máli Sakh- arovs. Bonner segir Sakharov þjak- aðan í útlegðinni í Gorkí, en þangað var hann sendur eftir að hafa gagnrýnt innrás Sovétmanna f Afganistan 1980. Hún segirástand- ið ekki muni batna er hún snýr aftur til Sovétríkjanna eftir læknis- meðferð í Bandaríkjunum nema til komi aðstoð útlendra ríkja.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.