Morgunblaðið - 08.04.1986, Page 46

Morgunblaðið - 08.04.1986, Page 46
’ MO RÓUNBL A ÐID, ---------------------------------------- ----:-------------— -----1— .... 1— ---——————■— - — .......t-— Hættulegnr leikur Staðgenglar leikara í hættuleg- um atriðum lenda oft í erfíðleikum. Nýlega héldu kanadískir staðgengl- ar með sér keppni um það hver væri djarfastur. Einn þeirra, J.R. Beauregard, var hætt kominn þegar hann komst ekki út úr logandi bif- reið er hann ók. Áhorfendur héldu í fyrstu að neyðaróp hans væru aðeins leikur, en umsjónarmenn keppninnar gerðu sér sem betur fer grein fyrir að svo var ekki og hlupu til og tókst að ná honum út lifandi en töluvert brenndum. Fastur inni f logandi bílnum. Heill á húfi og ekki á því að breyta um starf. ERFÐAFRÆÐISÝNING Á NÁTTÚRUFRÆÐIDEGI: * „EG VISSI EKKERT“ Um erfðafræði þegar ég kom hingað en nú er þetta orðið svo forvitnilegt, að ég mun reyna að fylgjast með því sem er að gerast í þessum fræðum eins og kostur er,“ sagði einn sýningargesta á kynningu á erfðafræðinni sem áhugahópur um byggingu náttúru- fræðisafns stóð fyrir með tilstyrk Líffræðifélags íslands. Kynning þessi fór fram í salar- kynnum Líffræðistofnunar Háskóla íslands á Grensásvegi 12, hinn 23, mars sl. Sýningin vakti athygli og fuðuðu margir sig á því hve langt maðurinn er kominn í þekkingu sinni á erfðaefninu. Þá þótti fólki afar fróðlegt og skemmtilegt að fá sjálft að spreyta sig á ýmsu sem tengdist erfðafræðinni og njóta við það tilsagnar „safnvarða" sýningar- innar, sem að þessu sinni voru margir okkar fremstu vísindamenn á þessu sviði. Þetta var ellefti náttúrufræði- dagurinn en áhugahópurinn um byggingu náttúrufræðisafns hefur haldið náttúrufræðidag mánaðar- Fólki var gefinn kostur á að greina sjálft ABO-blóðflokka sína. Margir höfðu ekki vitað blóðflokk sinn. Þær Ingibjörg Pétursdóttir og Ragnheiður Fanndal líffræðingur, fjórða frá vinstri, aðstoða yngri kynslóðina við greininguna. Morgunblaðið/RAX Framhaldsnemendur 9—12 ára dansar katalónískan (spænskan) dans með ballet ívafi. F.v. Áslaug Gunnlaugsdóttir, Sigríður Guðmundsdóttir, Tryggvi Pétursson, Ragnhildur Scheving, Jóhanna Ingvarsdóttir og Vilborg Kristjánsdóttir. Danssýning í Austurbæjarbíói Nemendadagur Ball- etskóla Sigríðar Ár- mann var laugardaginn 22. mars sl. Þá sýndu nemendur skólans dans í Austurbæjarbíói við góðar undirtektir. Á dagskrá voru 13 dans- atriði og voru það allt misrnunandi dansar. Nemendadagurinn, er haldinn til að sýna ár- angurinn af starfi vetr- arins, jafnframt því sem það er gott fyrir nem- enduma að venjast við að koma fram á sviði. Þetta er í 5. skipti sem nemendadagurinn er haldinn hjá Ballettskóla Sigríðar Armann._____ F'ramhaldsnemendur 8—10 ára dansa fuglabúrsdans við músík eftir Strauss. F.v. Guðbjörg Hrönn Óskarsdóttir, Steinunn Vala Helgadóttir, Guðrún Sesilia Sigurðardóttir, Margrét Pétursdóttir og Sigríður Anna Ámadóttir._______________________ „Hef snúið baki við hinu ljúfa lífi,“ B segir Brigitte Bardot, eftirlætisgoð Frakka á árum áður RIGITTE BARDOT man sinn fífíl fegri. Hún sem áður var ætíð umkringd fólki, býr nú ásamt dýr- unum sínum mestan hluta ársins í St.-Tropez, bænum í Suður Frakk- landi sem hún átti stóran þátt í að gera að eftirsóttum ferðamannabæ. Liðin eru 12 ár síðan hún lék í kvikmynd og bömin í bænum þekkja hana ekki sem kvikmynda- stjömu, heldur sem konuna sem á öll dýrin. Bardot er einmana og viðurkenn- ir að þrjú hjónabönd og fjölmörg ástarsambönd hafí ekki fært henni þá hamingju sem hún hefði óskað sér. Nú eiga dýrin hug hennar og hún berst fyrir því sem hún kallar „hagsmuni og vellíðan“ þeirra. Manneskjumar vekja ekki samúð hennar á sama hátt og henni finnst ástandið í heirninum í dag ógn- vekjandi. Hún segist þó vera trúuð og vilja vera heiðarleg og sjálfri sér samkvæm. Hér áður fyrr hafí hún verið uppreisnarseggur og átt erfitt með að sætta sig við alla þá athygli sem einkalíf hennar vakti. Þegar hún var 22 ára gömul sýndu skoð- anakannanir að 47% samtala í Brígitte Bardot eftir alla at- hyglina — alein.

x

Morgunblaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.