Morgunblaðið - 08.04.1986, Síða 52

Morgunblaðið - 08.04.1986, Síða 52
52 Flugslysið í Ljósufjöllum MORGUNBLAÐIÐ, ÞRIÐJUDAGUR 8. APRÍL1986 TF-ORM ferst á Snæfellsnesi með 5 mönnum, 2 björguðust: Sátu fastir í flakinu í 1OV2 klukkustund Geysierfið björgunar- störf hundraða manna TVEIR komust lífs af en fimm létust er flugvélin TF-ORM fórst norðan til í Ljósufjöllum á Snæfellsnesi á laugardag. Þeir sem komust lífs af eru mikið slasaðir, en ekki taldir í lífshættu. Um- fangsmikil leit var hafin fljótlega eftir slysið, en leitarskilyrði voru afleit. Björgunarmenn komust að flakinu rétt fyrir miðnættið á laugardag, tíu og hálfri Idukkustund eftir að flugvélin brotlenti og voru þrír farþegar þá með lífsmarki, en fastir í flakinu. Einn lést fljótlega en hinir tveir voru fluttir í sjúkrahús í Reykjavík með snjóbU, þyrlu og sjúkraflugvél. Ekki er vitað um ástæður slyssins en rannsóknarnefnd flugslysa vinnur að rannsókn þess. Morgunblaðiö/RAX Hægri vængur TF-ORM hefur brotnað af vélinni og vinstri vængurinn hefur einnig brotnað og snúist við. Þá hefur nef flugvélarinnar brotnað af, gluggar og fleira. Einn farþeginn kastaðist út úr vélinni og er sæti hans við nef hennar. Síðast heyrðist í vélinni við Stykkishólm Flugvélin TF-ORM er af gerðinni Piper Aztec, tveggja hreyfla og sex sæta, í eigu Flugfélagsins Ernir hf. á ísafirði. Hún hóf sig á loft frá Isafirði klukkan 12.30 á laugardag. Um borð í vélinni voru flugmaður, Smári Ferdinandsson, og sex far- þegan Sigurður Auðunsson, Krist- ján Sigurðsson, Pálmar S. Gunnars- son, Auður Erla Albertsdóttir, Erla Björk Pálmarsdóttir og Kristján Guðmundsson. Erla Björk var tæp- lega árs gömul dóttir Pálmars og Auðar. Pálmar og Kristján Guð- mundsson komust lífs af. Vélinni var flogið blindflugi og gerði flugáætlun flugmannsins ráð fyrir lendingu í Reykjavík um klukkan 14. Flugmaðurinn tilkynnti stöðu vélarinnar við Stykkishólm, eins og reglur segja til um. Þá var klukkan 13.19 og komutími til Reykjavíkur þá áætlaður klukkan 13.55. Um þetta leyti var bytjað að fylgjast með flugvélinni á ratsjá aðflugsstjómar en skömmu eftir að flugmaðurinn tilkynnti sig við Stykkishólm hvarf vélin af rat- sjánni. Þegar flugmaðurinn svaraði ekki ítrekuðum köllum aðflugs- stjómar var farið að óttast um hana. Byijað var á því að grennslast fyrir um vélina og síðan kallaðir út leitarflokkar, flugvél og þyrlur. Flugvél Flugmálastjómar hóf sig á loft 20 mínútum eftir boðun og heyrði áhöfn hennar í sjálfvirkum neyðarsendi TF-ORM og staðsetti norðan til í Ljósufjöllum á Snæfells- nesi klukkan 14.29. Staðsetningin var mjög nákvæm, flakið reyndist vera innan við kílómetra frá þeim stað sem áhöfn Flugmálastjómar- vélarinnar gaf upp í upphafi. Þyrla Landhelgisgæslunnar TF-SIF og björgunarþyrla frá vamarliðinu með björgunarmenn og lækni frá Reykjavík héldu áleiðis til slysstað- aðarins en urðu frá að hverfa vegna aðstæðna og lentu við veitingaskál- ann á Vegamótum á sunnarverðu Snæfellsnesi. Lágskýjað var (innan við 200 metrar) en flakið var í 640 metra hæð. Leitarstöð var komið upp á Vegamótum og hafði sameiginleg leitarstjóm Flugbjörgunarsveit- anna, Slysavamafélags íslands og Hjálparsveita skáta aðsetur í stjóm- bíl Flugbjörgunarsveitarinnar. Yfir- stjóm leitarinnar var hjá lands- stjómum þessara samtaka í Reykja- vík. Flugvél Flugmálastjómar flaug yfir svæðinu mest allan daginn með radíóendurvarpa og auðveldaði það mjögöll fjarskipti. Berserkir urðu frá að snúa vegna veðurs Næstu björgunarsveitir, á Snæ- fellsnesi og í Borgarfirði, vom fyrst kallaðar út og hélt 30 manna sveit frá björgunarsveitinni Berserkjum í Stykkishólmi af stað úr Álftafirði, norðan til á nesinu, af stað upp í Ljósufjöll um klukkan 16.30. Veðrið var svo slæmt að þeir urðu að snúa við. Síðar kom í ljós að sumir þeirra höfðu komist nálægt slysstaðnum og einn hópurinn gekk hringinn í kring um flakið, án þess að sjá það enda sáu menn lítið frá sér og veðrið slæmt. Gunnar Atlason úr Stykkishólmi sagði að færðin upp hlíðina hefði verið mjög þung. Krapi, leðja og aur upp fyrir ökkla. Þeir hefðu þurft að fara á móti vindi allan tím- ann og orðið að leggjast niður í verstu vindhviðunum, enda 10-12 vindstig þegar verst var. „Aðdrátt- arafl jarðar dugði skammt við þess- ar aðstæður," sagði Gunnar. Hann sagði að þegar menn hefðu verið komnir upp undir Gullkistu hefði sama og ekkert sést fyrir dimmviðri þó bjart væri af degi. Þá hefði verið ákveðið að snúa við til að stofna mönnunum ekki í hættu. Friðrik Jónsson heilsugæslu- læknir í Stykkishólmi var við annan mann á snjósleða, þeim eina sem komst upp í snjó í Ljósufjöllum. Hann sagði að erfitt hefði verið að komst yfír drulluna og upp í snjóinn en það hefði tekist og eftir það hefði sleðinn fengið betri spymu. Þeir hefðu hins vegar ekki komist áleiðis upp í fjöllin vegna veðurs. Þarna hefði verið þoka, úrhelli og geysilegir sviptivindar. Friðrik sagði að þeir hefðu varla getað haldið sér á vélasleðanum vegna roks og stundum hefði sleðinn runnið til undan vindinum. Ekkert hefði verið hægt að gera og þeir því snúið við. Mörgum snjóbílum stefnt á slysstað Síðdegis á laugardag og um kvöldið dreif að björgunarsveitar- menn af öllu suðvesturlandi, með ýmsan útbúnað, svo sem snóbíla, fjallabíla og snjósleða. Ekki tókst að koma snjósleðunum upp í snjó en snjóbílunum var öllum stefnt í átt til slysstaðar eftir þeim leiðum sem taldar voru koma til greina, bæði sunnan fjalls og norðan. Tveir snjóbílar frá Hjálparsveit- um skáta í Reykjavík (Reykur) og Kópavogi (Kópur) fóm upp að sunnanverðu frá _ Svarfhólskoti. Aðrir fóm upp úr Álftafírði norðan fjalls. Snjóbíll Hjálparsveitar skáta í Hafnarfírði (Spori) fór upp frá Hrísum, snjóbíll björgunarsveitar- innar Heiðars í Borgarfirði fór upp frá Kársstöðum og snjóbíll Flug- björgunarsveitarinnar í Reykjavk (FBS) frá Örlygsstöðum. Einnig var snjóbíll frá björgunarsveitinni Ing- ólfí á fjallinu og gangandi og skíð- andi leitarmenn frá ýmsum sveit- um. FBS-bíllinn, Kópur og Reykur vom með Lóran C Ieiðsögutæki, sem þeir óku eftir. Kópur og Reykur stöðvuðust um 4 kílómetra frá slysstaðnum en sendu vana fjallamenn fótgangandi með stefnu á staðinn. Flugbjörgun- arsveitarbílnum gekk best, I honum vom 6 vanir fjallamenn og Friðrik Jónsson læknir í Stvkkishólmi sem Morgunblaðið/Júlíus SnjóbíII Flugbjörgunarsveitarinnar í Reykjavík komst fyrstur á slysstaðinn. Hann er búinn Lóran C-leið- sögutæki og miðunartæki fyrir neyðarsenda. Félagar úr Flugbjörgunarsveitinni standa við bílinn, en þeir eru frá vinstri: Páll Gíslason ökumaður snjóbílsins, Guðmundur Oddgeirsson siglingafræðingur bílsins og ArngrLmm H»rmannsson í leitarstjórn.

x

Morgunblaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.