Morgunblaðið - 11.04.1986, Side 32

Morgunblaðið - 11.04.1986, Side 32
32 MORGUNBLAÐIÐ, FÖSTUDAGUR11. APRÍL1986 Miklar ann- ir á Alþingi MIKLAR annir eru nú á Alþingi, enda mörg viðamikil mál óafgreidd og stefnt að þinglausnum síðasta vetrardag, sem er 23. apríl. í gær var fundur í sameinuðu þingi og að honum loknum fundir i báðum þingdeildum, sem er óvanalegt á fimmtudegi. í dag, föstudag, verða einnig fundir í efri og neðri deildum Alþingis, en yfirleitt eru ekki þingfundir á föstudegi. Á fundi sameinaðs þings voru tíu mái tekin fyrir. Stjómartillögum um Alþjóðahugverkastofnunina og al- þjóðasamþykkt um öryggi fiski- skipa var vísað til seinni umræðu og nefndar; þingsályktunartillögum um Rannsóknarstoftiun landbúnað- arins, tæknimat, innflutning búQár, þúsund ára afmæli kristnitökunnar, rétt launafólks til námsleyfa og kaupleiguíbúðir var einnig vísað til seinni umræðu og nefnda (að und- anskilinni tillögunni um kristnitöku- afmælið, sem aðeins var vísað til framhaldsumræðu). Þá lauk um- ræðu um framleiðni íslenskra at- vinnuvega og þjóðgarð við Gullfoss ogGeysi. f neðri deild voru tíu mál tekin fyrir og þeim öllum vísað til fram- haldsumræðu og nefnda. Þessi mál vora frv. til stjómskipunarlaga, frv. um umboðsmann Alþingis, frv. um Fiskveiðisjóð, stjómarfrv. um kostnaðarhlut útgerðar, stjfrv. um atvinnuleysistiyggingasjóð, stjfrv. um tollskrá, frv. um verðlag, sam- keppnishömlur og óréttmæta við- skiptahætti, frv. um heilbrigðis- fraeðsluráð og frv. um verslun ríkis- insmeð áfengi. í efri deild vora tekin fyrir fram- vörp menntamálaráðherra um þjóð- arátak til að Ijúka byggingu Þjóðar- bókhlöðu og gjöf á hlut ríkisins í Viðey til Reykjavíkurborgar. Vora þau bæði samþ. til 2. umræðu og nefnda. Síðan var tekið til við að ræða stjómarfrumvarp um skipta- verðmæti og greiðslumiðlun innan sjávarútvegsins og fylgdi sjávarút- vegsráðherra því úr hlaði, en þing- mennimir Eiður Guðnason (A.-Vl.), Skúli Alexandersson (Abl.-Vl.), Ámi Johnsen (S.-Sl.) og Bjöm Dagbjartsson (S.-Nv.) gerðu nokkr- ar efnislegar athugasemdir við framvarpið eða bára fram fyrir- spumir til ráðherra. Gagnrýndi Skúli m.a. að fjölmiðlar hefðu kynnt frumvarpið sem verk sjávarútvegs- ráðherra, en ekki einfaldlega sem stjómarframvarp, og benti á að það hefði verið lagt upp í hendur hans af nefnd þingmanna og hagsmuna- aðila í sjávarútvegi. Bjöm Dag- bjartsson sagðist staldra við ýmis- legt í frumvarpinu og kvaðst ekki vita hvort hann gæti samþykkt það óbreytt. Halldór Ásgrímsson lýsti því yfír aðspurður um einingu ríkis- stjómarinnar, að þegar frv. kom til umræðu í ríkisstjóm hefði Matthías Bjamason, samgönguráðherra, gert efnislegar athugasemdir og beint fyrirspumum til sín, en hann kvaðst ekki vita hver væri endanleg af- staða hans til framvarpsins. Að lokinni umræðu var framvarpinu vísað til 2. umr. og nefndar og síðan tekið til að ræða stjómarframvarp um breytingu á áfengislögum. Búist er við því, að á morgun verði reynt að taka framvarp til sveitastjómarlaga til afgreiðslu í efri deild, en enn ríkir nokkur óvissa um afdrif frumvarpsins, þar sem óeining hefur verið um nokkur atriði þess meðal stjómarliða. Stjórnarfrumvarp: Rannsóknardeild fisksjúkdóma Fram hefur verið lagt á Alþingi stjórnarfrumvarp um Rannsóknar- deild fisksjúkdóma. Tilgangur: „að efla innlendar rannsóknir á 1 fisksjúdómum og reglubundið eftirlit með heilbrigði hrogna, seiða og alifiska". Meginefni: „Við tilraunastöð Háskóla íslands í meina- fræði að Keldum skal starfa deild, Rannsóknardeild fisksjúkdóma, er hafi það hlutverk að annast rannsóknir á fisksjúkdómum, sjúk- dómsgreiningar á fiski, útgáfu heilbrigðisvottorða og aðra skylda starfsemi. Deildin lætur fiskeldisstöðvum í té vottorð um heilsufar fisks i stöðinni eftir því sem reglubundið eftirlit og rannsóknir deildarinnar gefa tilefni til“. Framvarpið er í fimm köflum: um tilgang laganna, um Rannsókn- ardeild fisksjúkdóma, um fisksjúk- dómarannsóknir, um kostnað, ýmis ákvæði og loks ákvæði til bráða- birgða: 1) Staða sérfræðings fisk- sjúkdóma skal samhliða gildistöku laganna breytt í stöðu deildarstjóra Rannsóknardeildar fisksjúkdóma 2) Lög þessi skulu endurskoðuð innan fimm ára frá gildistöku. Á sl. vori vóra samþykkt lög um sérstakan dýralækni í fisksjúk- dómum. í sömu lögum era ákvæði um að hann hafi starfsaðstöðu í tengslum við fisksjúkdómadeildina að Keldum. Rannsóknir á físksjúk- dómum og lækningar þeirra heyra því undir yfirstjóm tveggja ráðu- neyta. Framvarpið felur ekki í sér breytingar að þessu leyti. Fjölmenni á þingpöllum Það er ekki oft en þó stöku sinnum sem þingpallar eru þéttsetnir. Þangað má þó á stundum sækja bæði fróðleik og skemmtan. Meðfylgjandi mynd (Mbl./Ami Sæberg) sýnir góða aðsókn að lands- feðrum. Búast má við að þröngt megi sáttir sitja á þingpöllum þá lykilmál ber á góma á þeim u.þ.b. tveimur vikum sem eftir lifa þingtimans. Fjörkippur í tillöguflutningi: Húsnæðiskostnaður - einn lífeyrissjóður Fjöldi þingmála var lagður fram á Alþingi í gær. Meðal til- lagna til þingsályktunar, sem þá bættust við óafgreidd þingmál, vóru eftirfarandi: * l)Tillaga Kjartans Jóhannssonar og fleiri þingmanna Alþýðuflokks um jöfnun húsnæðiskostnaðar . Tillagan gerir ráð fyrir því að fé- lagsmálaráðherra skipi fimm manna nefnd til að setja reglur um endurgreiðslu á hluta af kostnaði við öflun íbúðarhúsnæðis til aðila sem keyptu eða byggðu íbúð á áran- um 1980-85. * 2) Tillaga Kjartans Jóhannssonar og fleiri þingmanna Alþýðuflokks um þjóðaratkvæði um sameigin- legan lifeyrissjóð allra lands- manna . Tillagan gerir ráð fyrir þjóðaratkvæði um, hvort koma eigi slfkum sameiginlegum lífeyrissjóði á fót, samkvæmt hugmyndum, er tillögunni fylgja. Þær fela m.a. i sér að greiða skuli 10% af öllum launatekjum hvers launþega og reiknuðum launatekjum atvinnu- rekenda til sjóðsins. Starfandi líf- eyrissjóðir „skulu eiga þess kost að flytja eigur sínar og skyldur til hins nýja sjóðs." * 3) Kristín Halldórsdóttir og fleiri þingmenn Kvennalista flytja tillögu um aðgerðir til úrbóta á högum hinna efnaminnstu í þjóðfélag- inu. Tillagan gerir ráð fyrir því að settur verði á stofn starfshópur, skipaður fulltrúum þingflokka og tilgreindra samtaka annarra, sem móti ákveðnar tillögur til úrbóta í þessu efrii. Starfshópurinn fjalli m.a. um hvemig fella megi skatta- kerfið að launakerfinu, t.d. með hækkun skattleysismarka, hækkun ýmissa bóta, verðlækkun matvæla og húsaleiguaðstoð. * 4) Kjartan Jóhannsson og Eiður Guðnason, þingmenn Alþýðuflokks, flytja tillögu sem felur heilbrigðis- ráðherra að hafa framkvæði um „sameiginlegt átak ríkis og sveitar- félaga á höfuðborgarsvæðinu til þess að bæta úr ófremdarástandi sem ríki í vistunarmálum aldraðra. * 5) Þingmenn Kvennalista flytja tillögu þessefnis að utanríkisráð- herra leiti samninga við eina eða fleiri Norðurlandaþjóðir þessefnis að íslenzk fyrirtæki fái aðgang að þeim „Qölbreyttu og markvissu upplýsingum, sem þær bjóða fyrir- tækjum landa sinna um markaði og markaðsaðstæður í einstökum þjóðlöndum". * 6) Guðrún Agnarsdóttir (Kl.-Rvk.) og þingmenn úr fimm þingflokkum flytja tillögu um friðarfræðslu „á dagvistarheimilum, í grannskólum og framhaldsskólum landsins. Marmkið fræðslunnar verði að glæða skjlning á mikilvægi friðar í samskiptum einstaklinga, hópa og þjóða". * 7) Guðmundur Bjamason og Stefán Guðmundsson, þingmenn Framsóknarflokks, vilja fela trygg- ingaráðherra að gera úttekt á möguleikum og hagkvæmni þess að nýta ónotað heimavistarhúsnæði í grannskólum, héraðsskólum og hússtjómarskólum sem dvalar- heimili fyrir aldraða. Jafnframt verði könnuð félagsleg viðhorf til sambýlis bama og unglinga annars vegar og aldraðra hinsvegar í heimavistum þessum". * 8) Helgi Seljan (Abl-Al.) og Karvel Pálmason (A.-V1.) leggja til að ríkisstjómin endurskoði lög og reglur um eftirgjöf bifreiðagjalda til öryrlq'a með það að leiðarljósi að þeir njóti áfram samsvarandi fyrirgreiðslu og þeir hafa haft. * 9) Steingrímur J. Sigfússon og fleiri þingmenn Alþýðubandalags flytja tillögu um að felld verði úr gildi breyting á reglugerð nr. 578/ 1982 um námslán o.fl., sem gerð var fyrr á árinu, þannig að eldri ákvæði taki gildi á nýjan leik. Til álita að leita umsagna sveitar- stjórna um útflutning „gámafisks“ HALLDÓR Ásgrímsson, sjvarút- vegsráðherra, lýsti því yfir á Alþingi i gær, að til greina kæmi j.að leita umsagna sveitarstjórna um leyfi til útflutnings á svo- nefndum „gámafiski." Kvað hann augljóst, að hér væri um mikið hagsmunamál ýmissa bæj- arfélaga að ræða, sem stæðu eða féllu með því hver þróun fisk- vinnsiu væri. Ráðherra lét þessi ummæli falla Aumræðu um stjómarfrumvarp um skiptaverðmæti og greiðslumiðlun í sjávarútvegi, en tilefnið var ummæli Áma Johnsen (S.-Sl.) um þær gífurlegu breytingar, sem era að verða á hlutfalli gámafisks og fískvinnslu hér á landi almennt og í Vestmannaeyjum sérstaklega. Þingmaðurinn nefndi til dæmis um þetta, að í mars 1984 hefði heildar- fiskaflinn í Eyjum verið 16.700 tonn og ekkert af honum hefði farið óunnið í gámum úr landi. Ári síðar, í mars 1985, hefði heildaraflinn verið um 12.800 tonn og þar af 130 tonn farið í gáma. I mars á þessu ári hefði heildaraflinn verið um 13.400 tonn, þar af rúmlega 2.500 tonri f gáma eða um 20% aflans. Ami Johnsen sagði, að hér væra að verða mjög alvarlegar breytingar á hlutum, sem lengi hefðu verið stöðugir. Minni atvinna í fiskvinnslu drægi úr margvíslegum möguleik- um í sjávarplássum, þ.á m. annarri atvinnu, og myndi ef ekkert yrði að gert leiða til vanda á öðram stöðum, s.s. á höfuðborgarsvæðinu. Hann vakti athygli á því, að í fyrra- dag hefði bæjarstjóm Vestmanna- eyja rætt þessa alvarlegu stöðu og kvað viðræður fyrirhugaðar milli hennar og hagsmunaaðila í sjávar- útvegi. Taldi þingmaðurinn að hér væri um að ræða mál, sem verð- skuldaði fyllstu athygli og könnun stjómvalda og tók Skúli Alexand- ersson (Abl.-Vl.) undir þai' orð, en taldi að vandann mætti rekja til núverandi fiskveiðistjómunar. Söfnunar- sjóði ís- lands slitið SÖFNUNARSJÓÐI íslands, sem er tæplega aldargamall, verður slitið 1. september næstkomandi, ef stjómarfrumvarp þar að lút- andi, sem fram er komið á Al- þingi, nær fram að ganga. Rökin fyrir því að slíta sjóðnum og fela ríkisviðskiptabanka að yfir- taka eignir hans og skuldir era þau, að hugmyndir þær, sem lágu að baki stofnunar hans, hafa ekki hlotið þann hljómgrann meðal al- mennings, sem búist var við. Um langt árabil hefur starfsemi sjóðsins nánast einvörðungu verið fólgin í því að halda utan um innistæður sem bundnar era í sjóðnum „að eilífu" og annast útborgun vaxta eftir þeim reglum sem um það gilda. Núgildandi lög um Söfnunarsjóð þykja ekki heppilegur rammi um starfsemi innlánsstofnunar og tíma- bært talið að starfsemin verði af- lögð og eignir og skuldir sjóðsins yfirteknar af viðskiptabanka.

x

Morgunblaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.