Morgunblaðið - 11.04.1986, Síða 41
41
MORGUNBLAÐIÐ, FÖSTUDAGUR 11. APRÍL 1986
Afmæliskveðja:
Guðmundur Guðmunds-
son útgerðarmaður
Einn forvígismanna íslenskra út-
vegsmanna og oddviti stéttar sinnar
á Vestfjörðum, Guðmundur Guð-
mundsson á ísafirði, er 70 ára í
dag. í tilefni þessara merku tíma-
móta vil ég færa honum hugheilar
ámaðaróskir, um leið og ég þakka
honum af alúð fyrir tryggð hans
og vináttu við mig og mína öll þau
ár, sem við höfum átt samleið.
Guðmundur Guðmundsson var
fæddur í Hnífsdal í Eyrarhreppi
hinn 11. apríl 1916 og voru foreldr-
ar hans Guðmundur Stefán Guð-
mundsson, formaður þar, og kona
hans, Jóna Salómonsdóttir. Foreldr-
um Guðmundar kynntist ég ekki,
en hins vegar föðurbróður hans,
tvíburabróður Guðmundar, Þorláki,
sem ég tengdist traustum böndum
ungur maður. Varð hann mér eink-
ar kær og hollur leiðbeinandi, er ég
sótti þing- og héraðsmálafundi
Norður-ísafjarðarsýslu á árunum
1932—35 sem fulltrúi hrepps míns.
Varð mér þá fljótt ljóst, að þar fór
maður, sem bar af öðrum um gáfur
og athygli á málefnum líðandi
stundar. Fór því þó fjarri, að hann
gerði minnstu tilraun til að láta á
sér bera eða trana sér fram, nema
síður væri. „Hrefnu-Láki“, eins og
hann var jafnan nefndur af vinum
og samferðamönnum, var fræg
hrefnuskytta, og var það mál
manna, að hann missti vart af
hrefnu, ef hún kæmist í sjónmál.
Guðmundur vinur minn hefur í
ýmsu minnt mig á þennan frænda
sinn, þótt ævistarf hans hafi orðið
allt annað og íjölþættara, svo sem
hér verður vikið að nokkrum orðum.
Að loknu námi í bamaskóla fór
Guðmundur í Héraðsskólann á
Laugarvatni og var þar við nám
vetuma 1931 til 1933. Að því búnu
lá leið hans á sjóinn eins og flestra
ungra manna á Vestfjörðum á
kreppuámnum. Hann tók síðan hið
minna fiskimannapróf í Stýri-
mannaskólanum í Reykjavík árið
1939 og síðan hið meira tíu árum
síðar. Guðmundur var skipstjóri á
fiskibátum frá Ísafírði frá 1939 til
1954, en hafnsögumaður á ísafirði
var hann frá 1955 til 1962.
Sama árið og Guðmundur hætti
skipstjóm, 1955, stofnaði hann út-
gerðarfélagið Hrönn hf. ásamt As-
geiri Guðbjartssyni og fleirum, og
hefur hann verið framkvæmdastjóri
þess félags æ síðan.
Allir þeir, sem em eitthvað kunn-
ugir íslenskum útvegsmálum, vita
að útgerð þeirra félaga hefur lánast
einstaklega vel, og er á engan hall-
að, þótt sagt sé, að fá fyrirtæki af
þessu tagi hérlendis hafa skilað
betri árangri í hvívetna. Þar hefur
allt farið saman — frábær skipstjórn
og aflasæld Ásgeirs skipstjóra og
nákvæm útgerðarstjórn Guðmund-
ar frá upphafi samstarfs þeirra fé-
laga.
Auk þess hafa þeir haft glögga
sýn til framtíðarinnar og endurnýj-
að skip sín með stærri og fullkomn-
ari skipum á vissu árabili. Þannig
hafa þeir á rúmum þrem áratugum
látið byggja fyrir sig sex skip, sem
öll hafa heitið happanafninu Guð-
björg. Síðustu tvö skip þeirra hafa
verið skuttogarar. Það em Guð-
björg, ÍS 46, byggð í Flckkefjord
1974 — rúm 400 tonn að stærð —
og síðan annar togari, tæp 500
tonn, á sama stað 1981.
Það lætur að líkum, að þeir félag-
ar hafa ekki aðeins fýlgt þróuninni
og kröfum tímans með því að
stækka skip sín. Þau hafa einnig
verið búin fullkomnustu fiskveiða-
og leitartækjum, sem völ hefur
verið á á hverjum tíma. Guðbjarg-
imar hafa líka að jafnaði borið
meiri afla að landi um árin en önnur
skip sambærileg.
Eg hef fyrir framan mig síðasta
tölublað Vestfirska fréttablaðsins
frá 3. þ.m. Þar segir, að í skýrslu
LÍÚ um aflabrögð á síðasta ári sé
þess getið að Guðbjörg var efst
togara með samtals 5.124 tonn og
var verðmæti aflans 288.000 krón-
ur á hvem úthaldsdag. Þama sem
annars staðar hefur útgerð þeirra
félaga verið sönnun þess, sem hægt
er að afreka og hve langt má ná,
þegar saman fara fyrirhyggja, út-
sjónarsemi og dugnaður.
En þótt þau störf, sem hér hafa
verið nefnd lítillega, muni teljast
ærið viðfangsefni hverjum meðal-
manni, hefur Guðmundur vinur
minn komið víðar við. Þannig var
hann um árabil forvígismaður í
slysavömum á Vestfjörðum, því að
hann var í stjóm slysavamadeildar
karla á ísafirði frá 1942 til 1974
og gegndi lengstum formennsku á
þessum vettvangi eða frá 1952. Þá
sat hann einnig í bæjarstjóm ísa-
fjarðar eitt kjörtímabil eða frá
1946-50.
Ekki er þó allt talið með þessu,
§arri því, þar eð hann hefur auk
þess verið í stjóm eftirtalinna fyrir-
tækja lengur eða skemur: Kaup-
félags ísfirðinga 1954—80, Útvegs-
mannafélags Vestfjarða frá 1956
og formaður þess félags frá 1963,
Tísku-
sýning
hjá Henson
Fataframleiðslufyrirtækið
Henson hélt tiskusýningu á
vörum sínum sl. laugardag auk
þess sem starfsemi fyrirtækis-
ins var kynnt.
Henson hefur nú verið fata-
framleiðandi hér á landi í tæp 17
ár og starfrækir nú þijú fyrirtæki
í jafn mörgum kjördæmum; f
Reykjavík, á Selfossi og Akranesi.
Starfsmannafjöldi er á annað
hundrað og auk markaðarins hér
heima eru vömr fyrirtækisins
fluttar út til Englands, Bandaríkj-
anna, Skotlands, Færeyja, Hol-
lands og Grænlands.
íshúsfélags ísfirðinga hf., formaður
frá 1960, Olíusamlags útvegs-
manna frá 1960, Vélbátaábyrgðar-
félags ísfirðinga, stjómarformaður
frá 1967, Lífeyrissjóðs Vestfirðinga
frá 1970, Landssambands ísl. út-
vegsmanna frá 1974 og Mjölvinnsl-
unnar hf. í Hnífsdal frá 1975.
Fyrir störf sín í þágu slysavarna
var hann kjörinn heiðursfélagi
Slysavarnafélags íslands á sínum
tíma, og árið 1980 var hann sæmd-
ur riddarakrossi Fálkaorðunnar
fyrir margvísleg störf í þágu sjávar-
útvegsins.
Guðmundur kvæntist hinn 8.
ágúst 1942 Guðrúnu Jónsdóttur
húsasmiðs á ísafirði og eignuðust
þau þijár dætur. Þær em Bryndís,
gift Kristjáni Olafssyni lögfræðingi,
Jóna Margrét gift Valdimar Jóns-
syni, loftskeytamanni hjá Land-
helgisgæslunni, og Ingibjörg sem
hefur BA-gráðu í þjóðfélagsfræð-
um. Bamabömin em sex.
Guðmundur missti konu sína eftir
farsælt hjónaband hinn 15. nóvem-
ber 1981.
Við Guðmundur höfðum þekkst
frá unga aldri, en kynnin urðu enn
nánari, þegar við störfuðum saman
að málefnum Slysavamafélagsins
um áratugi. Guðrún, kona Guð-
mundar, kom þar einnig mjög við
sögu, því að hún var lengi í stjóm
kvennadeildarinnar á ísafírði.
Gegndi hún þar störfum formanns
um árabil og var einnig fulltrúi
deildarinnar á landsþingum sam-
takanna ámm saman. Guðmundur
var einnig iðulega fulltrúi á þingun-
um og féll það oft í hans hlut að
gegna störfum fundarstjóra, sem
var mikið vandaverk, þar sem á
annað hundrað manns koma saman
úr öllum landshlutum til að ræða
hagsmunamál einstakra byggðar-
laga, héraða og landsins alls.
Engum blandast hugur um, að
framangreind störf hafí kostað
Guðmund ómælda vinnu, sem aldrei
var þó talin eftir, og við þetta
bættist svo mörg vökunóttin í ill-
viðrahrinum, þegar standa þurfti
fyrir aðstoð við sjóhrakta og veg-
villta.
Þegar ég leiði hugann að þessu,
undrar það mig og vekur um leið
óblandna aðdáun, yfír hvílíku
óhemju þreki og viljastyrk menn
verða að búa til þess að inna slík
hjálparstörf af hendi um langt ára-
bil. Þær fórnir verða aldrei tíund-
aðar og krafturinn til slíkra verka
kemur að innan. Það er innri þörf
á að koma bróður í nauð til hjálpar,
sem er kveikja slíkra afreka, og í
þessum hjálparstörfum voru þau
hjónin svo samhent, að þau voru
sem einn maður. Engin orð nægja
til að þakka slíkt, enda verða því
ekki gerð viðhlítandi skil í stuttri
afmælisgrein.
Heimili þeirra Guðrúnar og
Guðmundar á Silfurgötu 7 á
ísafírði, þar sem þau bjuggu allan
sinn búskap, var rómað fyrir mynd-
arskap og einlæga gestrisni húsráð-
enda. Þessa aðalsmerkis þeirra og
einstæðrar hlýju og vináttu naut ég
og mitt fólk í ríkum mæli, er við
áttum leið um Isaíjörð á leið til
æskustöðvanna og við mörg önnur
ógleymanleg tækifæri. Einnig átt-
um við saman ánægjustundir á
ferðalögum innanlands og utan.
Ekki má gleyma ferðum okkar
félaga á seinni árum á Strandir
norður, oftast í óvenjulega fögru
veðri, en stundum hefðu þó
Strandaþokan og ótíðarkaflar tafíð
ferðir okkar, ef ekki hefði komið
til óvenjuleg hæfni Guðmundar til
að stýra ævinlega hina réttu leið,
þótt ekki sæi fram fyrir stefnið á
bátnum. Gott er að hafa slíkan
stýrimann við stjórnvöl í slíkum
ferðum og reyni ég nú að þakka
það og annað á liðnum árum fátæk-
legum orðum.
Um leið og við Unnur flytjum
þér, Guðmundur, innilegar ámaðar-
óskir á þessum merku tímamótum
í lífí þínu, sem og allar aðrar góðar
óskir þér til handa, leyfum við okkur
að vona, að við megum hafa sam-
flot með þér sem lengst.
tíunnar Friðriksson
Viðskipti þín eru þitt
einkamál.
Djarfan leðurfatnað
frá „The Leather
mistress**.
Hjálpartæki ástalífs-
ins frá „House of
Pan“.
Meira úrval á staðn-
um en þig grunar.
Auglýsum daglega í
DV-smáauglýsingum.
Viðskiptatraust í fyr-
irrúmi.
Sendum i ómerktum
póstkröfum.
aðu, hjá okkur er
viðskiptavinurinn
númer eitt.
Litbæklingar yfir
alla vörutitla kr.
150 stk.
Hamingja þín er Tökum upp nýjar
okkarfag. vörur í viku hverri.
Sexý undirföt frá
„LadyofParis*4.
Post box 7088 — 127 Reykjavík
Brautarholti 4 — 105
Símar 144 48 og 15 14 5
opið frá 10.00 tíl 18.00.