Morgunblaðið - 11.04.1986, Qupperneq 44
44
MORGUNBLAÐIÐ, FÖSTUDAGUR11. APRÍL1986
félk í
fréttum
„INTERNATIONAL
WOMEN
OF REYKJAVÍK
Þrjár
listakonur
kynntar
Á myndinni eru frá vinstri: Linda Stillman Zube, formaður félags-
ins International Women of Reykjavík, Margrét Birgis, Jóna S.
Jónsdóttir, Ingunn Erla Stefánsdóttir og Anna Birgis, sem bauð
þeim heim með sýninguna.
Intemational women of Reykjavík er klúbbur eiginkvenna sendiráðs-
manna í Reykjavík sem m.a. vinnur að því að kynna erlendum sendi-
ráðskonum menningarlíf hér á landi. Hinn 21. mars sl. voru þtjár listakon-
ur kynntar innan klúbbsins, þæn Margrét Birgis grafíklistamaður, Jóna
S. Jónsdóttir textílhönnuður og Inga Ema Stefánsdóttir keramiklistamað-
ur. Listakonumar þrjár efndu til sýningar á verkum sínum á heimili
Önnu Birgis og komu þangað rúmlega 30 konur að sjá sýninguna.
Jóna S. Jónsdóttir lauk námi í textíldeild Myndlista- og handíðaskólans
1985. Að námi loknu stofnaði hún verkstæðið V í Þingholtsstræti 28, og
hefur rekið það síðan ásamt 4 skólafélögum sínum. Margrét Birgis út-
skrifaðist úr grafíkdeild Myndlistaskólans 1985. Hún hefur m.a. tekið þátt
í 3 samsýningum í Gallerí Vesturgötu 3. Ingunn Ema Stefánsdóttir lauk
fyrst prófí frá Myndlistaskólanum 1968 en starfaði síðan sem kennari
þar til 1982 að hún fór í keramikdeild MHÍ og lauk þaðan prófí 1985.
Hún er nú að koma upp vinnustofu í Keilufelli 35 þar sem hún mun
starfa ásamt Áslaugu Höskuldsdóttur keramiker. Ingunn hefur tekið þátt
í nokkmm samsýningum m.a. í Gerðubergi í Breiðholti vorið 1985.
Stóri frændi sýnir þelm stutta.
og með henni í förinni voru sonur
hennar Vilhjálmur og vinkona
hennar Sara Fergusson. Öll at-
hyglin beindist þá að Söm og
Andrew en nú höfum við fengið
myndir af unga prinsinum og því
sem hann hafði mestan áhuga á
að skoða.
Mamman hjálpar til
kíkinn.
Vilhjálmur
Bretaprins
um borð
íherskipi 1
Flestir drengir hafa mikinn
áhuga á hvers kyns tækjum
er viðkoma hemaði og skiptir ekki
máli hvort viðkomandi drengur er
af kóngakyni eður ei. Fyrir skömmu
birtum við myndir er teknar vom
um borð í breska herskipinu HMS
Brazen, er Díana prinsessa af Wales
heimsótti mág sinn Andrew prins
BAUTINN Á AKUREYRI
Fjölmenni
í afmælisveislu
Akureyri.
VEITINGAHÚSIÐ Bautinn á
Akureyri varð 15 ára á
sunnudaginn eins og áður hefur
komið fram í blaðinu. Eigendur
Bautans buðu hveijum sem verða
vildi í afmælisveislu sem stóð frá
kl. 14-17.
Margir lögðu leið sína í Baut-
ann þennan dag, bæði fastagestir
og aðrir, aldnir sem ungir, brögð-
uðu á dýrindis ijómatertum sem
bakaðar höfðu verið í tilefni dags-
ins svo og snittum sem einnig var
boðið upp á.
Rjómatertumar vom af stærri
gerðinni og er víst að fáeinir fer-
metrar af tertum hafa mnnið
niður um hálsa svangra afmælis-
gesta á afmælisdaginn.
Eftir kl. 17 var Bautanum lokað
og Smiðjan, sem rekin er af sömu
aðilum, var einnig lokuð um
kvöldið. Þá var haldin afmælis-
veisla fyrir starfsfólk veitingahús-
anna og Bautabúrsins, kjöt-
vinnslufyrirtækis Bautans og
Smiðjunnar, í Lóni, húsnæði
Karlakórsins Geysis.
Um að gera
að klæða
sig vel
Þegar kalt er úti er sjálfsagt að klæða
sig og sína vel. Það fínnst Maríu að
minnsta kosti. Við sjáum hana hér á mótor-
hjólinu sínu með tíkina Sindy fyrir aftan
sig. María segir að Sindy, sem er 13 ára,
sé orðin dálítið kulsæl og fótafúin og ferðist
því ekki öðm vísi núorðið en klædd í sér-
hannaða yfirhöfn, sitjandi í körfu á hjólinu
og láti sér það bara vel jíka.
Morgunblaðið/Skapti Hallgrimsson
Gestir Baut-
ansásunnu-
daginn
kunnu vel að
meta veit-
ingarnar —
stórar af-
mælistertur
og snittur,
og var ekki
annað að sjá
en rjóma-
terturnar
rynnu Ijúf-
lega niður.
Þær hurf u
a.m.k. hver
af annarri.
AÐALEIGENDUR Bautans, Stefán Gunnlaugsson og Hallgrímur Arason, I afmælisskapi á
sunnudaginn við eina af þeim risastóru afmælisrjómatertum sem gestirnir sporðrenndu.