Morgunblaðið - 11.04.1986, Blaðsíða 50

Morgunblaðið - 11.04.1986, Blaðsíða 50
50 MORGUNBLAÐID, FÖSTUDAGUR11. APRÍL1986 — / ................. | | © 1986 Universal Press Syndicate [smídatól I Hvoiícx ru*g\\ er bestur fciU && Kcngjo. ■frcUcka, cú?" TM Reg. U.S. Pat. Otf.—all rights reserved ®1985 Los Angeles Times Syndicate ... að gefa honum styrk. áster___ Því hefur verið spáð fyrir mér að ég muni giftast fljótlega og læknirinn minn hefur líka ráð- lagt mér það. HÖGNI HREKKVlSI „ ÉG \ZEP£> VÍST AE> (3A AP ÞESSOM ( BÓKlNNIí" Þessir hringdu . . . Hvar fást læstir öryggisskápar? Foreldri skrifar: Nýlega fékk ég sendan heim veglegan ritling frá Slysavamafé- laginu um slys í heimahúsum. Á blaðsíðu 7 stendur að á mörgum heimilum séu lyf og hættuleg hreinsiefni geymd í læstum skáp- um og reyndar sé kveðið á í byggingarreglugerðum að svo skuli vera. Ef rétt er að þessa sé getið í byggingarreglugerðum langar mig að vita hvortjjví sé framfylgt í nýbyggingum. Eg hef nefnilega hvergi séð þessa skápa í nýjum íbúðum. Einnig væri gott að frétta hvar svona læsta skápa væri að fá. Eru þeir sérsmíðaðir eða fást þeir í ákveðnum verslunum? Ég hef farið víða en hvergi fundið þá. Þá hef ég leitað mikið að hlíf- um fyrir eldavélar, sem algengar eru í Svíþjóð. Þær umlykja þijár af fjórum hliðum vélarinnar og vama því að litlar hendur geti gripið í heita potta og pönnur sem standa á eldavélinni. Sé hægt að fá þessi öryggistæki einhvers staðar væri gott að fá upplýsingar þar að lútandi. Sammála Ásgerði Ásgerður Jónsdóttir. Ég vil þakka þér fyrir grein þína í Morgunblaðinu sunnudag- inn 23. mars síðastliðinn. Hún hét „Hrokafullir spyq'endur í sjón- varpsþætti". Eg hafði álit á Páli Magnússyni sem fréttamanni og stjómanda í Kastljósi. En eftir þátt þeirra þremenninganna 3. mars missti ég álitið á Páli. Elías og sérstak- iega Helgi vom með þvflíkum endemum að síðan finnst mér óþægilegt að horfa og hlusta á Helga sem þul. Hefur sjónvarpsstjóri ekkert að segja við slíkri iágkúru sem hér er boðið upp á? Kristín Jónsdóttir Hvenær eru góu-páskar? Sveinbjöm Pétursson hringdi: Mig langar að fræðast örlítið meira um tímatal í framhaldi af frábærri grein Erlu Þórdísar Jóns- dóttur í Velvakanda á dögunum. Góu-páskar em á því ári sem fullt tungl er á jafndægmm á vori og sunnudagur tveimur dög- um seinna. Síðast held ég að góu- páskar hafi verið 1926, 1927 eða 1928. Sagt er að þeir sem lifa tvenna slíka verði gamlir. Mig langar að vita hvenær næst er von á góu-páskum. O sole mio á íslensku Ein rómantísk hringdi: Um daginn heyrði ég „O sole mio“ sungið á íslensku í útvarp- inu. Mig langar að sjá textann á prenti ef einhver býr svo vel að eiga hann. Flýtið barnatímanum Sjónvarpsáhorfandi hringdi: Það ætti að breyta sýningar- tíma bamaefnisins í sjónvarpinu. Allt venjulegt fólk borðar kvöld- verð klukkan 19.00 sem verður til þess að þeir yngri á heimilinu missa af bamatímanum. Það væri betra að senda efnið út fyrr á daginn svo sem klukkan 17.00 eða 18.00 síðdegis. Veski með röngn heimilisfangi Nýlega fannst seðlaveski merkt Ingibjörgu Gylfadóttur. Einnig var heimilisfang í veskinu, Eski- hlíð 10A. Þegar finnandi ætlaði að skila veskinu kom í ljós að Ingibjörg var flutt. Hún er því vinsamlega beðin að hafa sam- band í síma 687157. Víkverji skrifar Ríkisstjómin hefur á pijónun- um að gefa Reylq'avíkurborg hlut sinn í Viðey. Á þetta að verða afmælisgjöf ríkisins til borgarinn- ar í tilefni 200 ára afmælis hennar sem er í ár — nánar tiltekið hinn 18. ágúst. Þetta er vel við hæfí, því að auðvitað er Viðey nátengd sögu borgarinnar og þar bjó m.a. Skúli Magnússon landfógeti, sem nefndur hefur verið faðir Reykja- víkur. Það var fyrir nokkmm áratug- um, að Bjami Benediktsson for- sætisráðherra beitti sér fyrir því, að ríkissjóður keypti hluta af Viðey, nánar tiltekið Viðeyjar- stofu, kirkjuna og landspildu umhverfís þessi fomu mannvirki í eynni. Menn höfðu þá mörg og góð orð um það að endurbyggja Viðeyjarstofu og kirkjuna og var sú aðgerð faiin þjóðminjaverði. Skipt var um þak á stofunni, en sökum fjárskorts hefur endur- bygging húsanna legið að mestu niðri hin síðari ár. Víkveija er þessi frétt um að Reykjavíkurborg muni eignazt Viðey og húsin þar hið mesta ánægjuefni. Víst er að það með er endurreisn þessa staðar tryggð og Viðeyjarstofa og kirkjan í Viðey munu þá senn komast í það lag, sem Bjama Benediktsson dreymdi um, þegar hann beitti sér fyrir kaupunum hér á árum áður. XXX Tveir þingmenn Framsóknar- flokksins hafa lagt fram á Alþingi frumvarp, sem felur í sér að heimilt sé að flytja milli staða erfðaefni búíjár. Vilja þeir gera þá breytingu, að í stað sæðis sé heimilt að flytja fijóguð egg. verði þetta frumvarp að lögum má gera ráð fyrir að glasakálfum §ölgi til muna frá því sem nú er. Áhugi þingmannanna á þessu máli er vegna ræktunarstarfanna í Hrísey. Um 10 ár mun taka að hreinrækta þann stofn holda- nauta, sem er í Hrísey, noti menn sæði úr tuddunum þar, en verði heimilt að flytja frjóvguð egg, fæðist strax hreinræktaður ein- staklingur og þurfa því bændur ekki að halda áfram ræktunar- störfum heima hjá sér. Vissulega yrði þetta mikill tímaspamaður fyrir bændur og þeir næðu hrein- um stofni strax. En í þessum málum er nauðsyn- legt að fara með fyllstu gát og athyglisvert er að í fréttum af frumvarpinu, er það var lagt fram í þinginu, kom ekkert fram um álit yfirdýralæknis á þessari breytingu, sem þingmennimir leggja til. Páll A. Pálsson hefur verið manna varkárastur í öllum breytingum, sem gerðar hafa verið á búfjárræktunarlögum og fyrir hans tilstilli fyrst og fremst hefur Hrísey verið sóttkví, allt frá því er holdanautaræktunin þar hófst. íslendingar verða að vera minnugir þess, að mæðiveiki og fleiri búíjársjúkdómar fluttust til landsins með innfluttu karakúlfé hér á ámm áður og fullyrða má að þeir hrútar, sem þá fluttust til landsins hafí verið dýrustu hrútar í íslenzkum landbúnaði fyrr og síðar. Nú verður að sjá til þess að ekki verði flutt úr Hrísey egg, sem valdið gætu stórslysi og landsmönnum öllum óbætanlegu tjóni. XXX Nú fer stangveiðimenn að klæja í lófana, því að veiði- tíminn er framundan. Þegar er sjóbirtingsveiði hafín, en heimilt var að kasta fyrir sjóbirting hinn 1. apríl síðastliðinn og samkvæmt heimildum, sem lesa mátti í þætt- inum „Eru þeir að fá’ann" í Morg- unblaðinu í gær, virðist svo sem veiði fyrstu viku tímabilsins hafí verið dágóð. Kannski gefur þetta vonir um gott laxveiðisumar og væri það vel, því að undanfarin sumur hafa valdið laxveiðimönnum miklum vonbrigðum. Verð á veiðileyfum frá því í fyrra mun hafa hækkað um það bil um 15% að meðaltali, sem er nokkru minni hækkun en hækkun framfærsluvísitölunnar. Sú staðreynd segir aðeins, að verð veiðileyfa hafa verið of há í fyrra — og líklegast allt of há miðað við eftirtekjuna. XXX að er greinilegt, að það er betra fyrir hundaeigendur á höfuðborgarsvæðinu að gæta hunda sinna, en láta þá ekki hlaupa lausa á almannafæri. Það kom fram í Morgunblaðinu í gær, að hundeigandi í Kópavogi hafí þurft að greiða 2.014 krónur til þess að endurheimta hund sinn frá hundaeftirlitsmanni bæjarins. Að vísu mun þessi greiðsla hafa verið óvenju há vegna þess að hundurinn fannst á hátíðisdegi og því var útkall eftirlitsmannsins hærra en ella. Gjald sem þetta ætti að vera gott aðhald við hundaeigendur og brýna þá í að gæta hunda sinna.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.