Morgunblaðið - 11.04.1986, Page 55
MORGUNBLAÐIÐ, FÖSTUDAGUR 11. APRÍL1986
55
Reykjavíkurmétið:
_ Valurvann
ÍR í gærkvöldi
VALUR bar sigurorð af ÍR með
einu marki gegn engu á Reykja-
víkurmótinu í knattspyrnu í gær-
kvöldi.
Sigurjón Kristjánsson, fyrrum
leikmaður Keflvíkinga og Breiða-
bliks, skoraði eina mark leiksins á
35. mínútu. Valur Valsson lék þá
inn að endamörkum og gaf fyrir
markið. Jón Grétar Jónsson hálf
náði til knattarins, sem barst áfram
til Sigurjóns þar sem hann stóð
við fjarstöng, og hann náði að
teygja sig og pota honum með
tánni í mark IR. Þetta var nánast
það eina markverða sem gerðist í
leiknum.
Lið Vals var mun meira með
knöttinn í leiknum en sóknarleikur
þeirra var fremur hugmynda-
snauður, og með því að hafa vörn-
ina fjölmenna gátu ÍR-ingar varist
öllum áhlaupum þeirra. Nema
einu.
Barcelona
og Zaragoza
í úrslitum
Fré Tryggva HUbner fróttamanni Morgun-
blaösins á Spáni.
ÞAÐ verða lið Barcelona og Real
Zaragoza sem lelka til úrslita í
spönsku bikarkeppninni. í fyrra-
kvöld áttust við annars vegar
Real Madrid og Zaragoza og
hinsvegar Barcelona og Atletico
de Bilbao f undanúrslitunum.
Barcelona vann sinn leik á heima-
velli 2:1 og komst áfram, en Real
Madrid vann sinn heimaleik 3:2.
Það dugði hinsvegar ekki fyrir
liðið, þvf Zaragoza hafði unnið
fyrri leikinn 2:0.
• Lárus Guðmundsson hefur átt góða leiki með Uerdingen að undanförnu. Hann skorar hér glæsilegt
mark f leik gegn Hamborg á útivelli fyrir 2 vikum sem Uerdingen vann 4:1.
íslendingarnir
í sviðsljósinu
Frá Jóhanni Inga Gunnarssyni, fróttamanni
ÍSLENDINGALIÐIN í vestur-
þýsku knattspyrnunni leika í
deildarkeppninni f kvöld. Stutt-
gart leikur við Kaiserslautern á
úrtivelli en Bayer Uerdingen tekur
á móti toppliðinu Werder Brem-
en.
Leikur Bremen og Uerdingen er
geysilega mikilvægur fyrir bæði
liðin. Uerdingen, sem er í miklu
stuði þessa dagana, þarf helst að
vinna til að eiga möguleika á
Unglingameistaramótið
hefst á ísafirði í dag
Unglingameistaramót fslands
á skfðum hefst á ísafirði f dag,
föstudag og lýkur á sunnudag.
Þátttakendur eru um 160 talsins
frá átta héruðum.
Mikill viðbúnaður er á ísafirði til
að taka á móti þessum mikla fjölda
keppenda. Mötuneyti verður starf-
rækt í Húsmæöraskólanum Ósk
þar sem allir keppendur verða í
mat. Mótinu lýkur meö boði bæjar-
stjórnar Isafjarðar í Félagsheimil-
inu í Hnífsdal á sunnudag, þar sem
fjölbreyttar veitingar verða á boð-
stólum.
Þetta er eitt fjölmennasta skíða-
mót sem haldið hefur verið í ungl-
ingaflokkum skíðaíþrótta, þaö er
aðeins Andrésar Andar-leikarnir
sem slá þessu móti við hvaö fjölda
snertir.
nrrarmni
Morgunblaðsins í Þýskalandi.
UEFA-sæti, og Bremen gæti farið
langt með að tryggja sér meistara-
titilinn með sigri í kvöld. Bremen
hefur ekki tapað einum einasta
leik í síðari umferö deildarkeppn-
innar, og 10 ár eru síðan Uerding-
en vann Bremen á heimavelli,
þannig að hefðin stendur með
Bremen í leiknum.
Að sögn Kicker verður Lárus í
byrjunarliðinu í kvöld, en Atli verð-
urvaramaður.
Bikarkeppnin f handknattleik:
FH-Víkingur í
undanúrslitum
DREGIÐ var f undanúrslftum bik-
arkeppninnar f handknattleik f
gær. Ámnann og Stjarnan leika
saman og FH og Vfkingur f hinum
leiknum.
Liö Víkings er óneitanlega sigur-
stranglegast í keppninni, og lið FH
án Þorgils Óttars verður varla mikil
hindrun fyrir þá í undanúrslitunum.
Þó er aldrei aö vita. Þá er fyrstu-
deildarlið Stjörnunnar mun sigur-
stranglegra en Ármann í hinum
undanúrslitaleiknum. Það stefnir
því í úrsiitaleik milli Víkings og
Stjörnunnar, ef allt fer eftir áætlun.
Óvænt úrslit eru hinsvegar algeng
í bikarkeppnum, og allt getur enn
gerst. Báðir undanúrslitaleikirnir
fara fram mánudaginn 14. apríl.
I undanúrslitum í öðrum flokki
karla leika Valur-ÍBK/ÍR
HK/FH-Stjarnan/Afturelding.
og
Fjarstæðukennt
- Þór hefur ekki sóst
eftir leikmönnum
segir Árni Gunnarsson formaður knattspyrnudeildar Þórs
Akureyri.
„ÞETTA ER fjarstæðukennt hvað okkur varðar þvf það var Andri
sjálfur sem óskaði eftir þvf að koma hingað og kíkja á aðstæður
hjá okkur - langaði til að breyta til,“ sagði Árni Gunnarsson,
formaður knattspyrnudeildar Þórs á Akureyri f samtali við Morg-
unblaðið f gær, er blaðamaður bar undir hann ummæli Ólafs
Friðrikssonar, formanns knattspyrnudeiidar VÍkings í blaðinu f
gær.
„Við Þórsarar höfum ekki sóst gleyma - Olafur er greinilega
eftir leikmönnum til félagsins en búinn aö gleyma því sem Guðgeir
Leifsson, fyrrverandi formaöur
knattspyrnudeildar félagsins,
hafði við Bjarna Sveinbjörnsson
að segja í fyrra," sagði Árni.
Hann hólt áfram: “ef Andri
Marteinsson ber okkur þá sög-
þegar ungir og efnilegir leikmenn
sýna áhuga á að koma neitum
við þeim að sjálfsögðu ekki um
það. Það væri eitthvaö skrýtið
ef við geröum það. Mér þykir
Víkingar hins vegar fljótir áð
una að við höfum boðið honum
gull og græna skóga segir hann
ekki sannleikann en ég verö að
segja það að ég trúi því ekki upp
á Andra. Mín stefna er sú að það
sem ég get ekki gert fyrir mína
eigin leikmenn geri ég ekki fyrir
utanaðkomandi.
Sum félög stunda það eflaust
að fá til sín leikmenn en Þór er
ekki á meðal þeirra. Annars vil ég
nota þetta tækifæri til að óska
Víkingum alls góðs í framtíðinni,"
sagði Árni Gunnarsson að lokum.
Einar varði
ótrúlega
Frá Tryggva HUbner, fréttamanni Morgun-
blaösins á Spáni.
EINAR Þorvarðarson átti enn
einn stórleikinn með liði sfnu á
Kanaríeyjum f fyrrakvöld. Uð
Coronas gerði þá jafntefli við
Alicante 24:24 og var Einar talinn
langbesti leikmaður vallarins af
spænskum fjölmiðlum.
íþróttablaðið AS gefur Einari
hæstu mögulega einkunn fyrir leik-
inn, og kallar hann enn „girðing-
una", en það viðurnefni virðist
ætla að festast við hann. Einar
lokaði markinu á löngum köflum,
og varði meðal annars fjögur vita-
köst á nokkurra mínútna kafla í
síðari hálfleik. Sigurður Gunnars-
son lék einnig afar vel í fyrrakvöld,
skoraði átta mörk, og stóð fyrir
sínu í vörninni.
Mikið um að
vera hjá
fimleikafólki
Unglingameistaramót í frjálsum
æfingum f fimleikum fer fram í
Laugardalshöllinni í kvöld og
hefst mótið klukkan 19.30.
Á laugardaginn verður síðan í
Digranesi í Kópavogi mikil fimleika-
hátíð og hefst hún klukkan 14. Þar
munu um 370 ungir keppendur
taka þátt í móti sem kallast fimleik-
arfyriralla.
Venables
áfram á
Spáni?
Frá Bob Hennessy, fréttamanni
Morgunblaösins á Englandi.
BLIKUR eru nú á lofti í áformum
Terry Vernables um að snúa
aftur til Englands frá Spáni þar
sem hann hefur verið að þjálfa
Barcelona með ágætum
árangri. Aðalástæðan er sú að
hann og eiginkona hans, sem
aldrei hefur flutt til Spánar
heldur búið í Englandi, eru að
skilja. Talið var að fjölskylda
Venables væri helsta ástæðan
fyrir því að hann vildi fara frá
Spáni, en svo viröist ekki vera.
Önnur uppkomin dóttir hans
er flutt til hans og býr hjá
Venables í Barcelona. Slök
frammistaða Barcelona í
Gautaborg á dögunum er
meðal annars skýrð með því
að Venables hafi alls ekki getað
einbeitt sór að undirbúningnum
fyrir leikinn á sama tíma og
hann var að ganga frá hjóna-
skilnaði eftir 20 ára hjónaband.
Jennings
á Wembley?
Svo gæti farið að hinn gam-
alreyndi Pat Jennings leiki í
markinu hjá Everton í úrslita-
leiknum í ensku bikarkeppninni
i maí. Þannig er að Neville
Southall er meiddur, og Fred
Barber, sem Howard Kendall
keypti frá Darlington til aö
koma í hans stað, lék með fyrra
liði sínu í bikarkeppninni og er
því ólöglegur með Everton í
henni. Bobby Mimms, þriðji
markvörður liösins, er því lík-
legur í úrslitaleikinn, en ef eitt-
hvað kæmi fyrir hann, eða ef
Kendall treystir honum ekki i
slíkan stórleik sem úrslitaleik-
urinn er, þá er Pat Jennings
inni í myndinni. Kendall hefur
nefnilega gert samning við
hann um hann taki að sér að
leika með Everton í bikarnum
ef illa færi hjá öðrum markvörð-
um liðsins.
Olsen óánægöur
Jesper Olsen, hinn danski
leikmaður Manchester United,
hefur ekki verið ánægöur hjá
félaginu uppá síðkastið. Hann
hefur átt í erfiðleikum með að
vinna sér fast sæti í liðinu, en
eftir langar samræður við Ron
Atkinson, var ákveðið að hann
fengi ekki að fara fró félaginu
fyrr en samningur hans rennur
út, en það er eftir næsta keppn-
istímabil. í millitíðinni er vonast
til að Olsen nói sér aftur á strik.
MickeyThomas
enn á ferð
Velski landsliðsmaðurinn
Mickey Thomas var á dögunum
seldur frá WBA til Derby Co
unty. Derby er áttunda liðið
sem þessi óstaðfasti leikmaður
spilar með. Hann hefur átt í
stöðugum útistöðum við alla
sína þjálfara, einkum vegna
þess að hann hefur aldrei viljað
flytja til þeirra liða sem hann
leikur með. Hann hefur alla sína
tíð búið í smábæ í fjallahéruð-
um Wales og vill hvergi annars
staðar vera.
Bond hjá
Birmingham
Stjórn Birmingham hefur
boðið John Bond samning til
eins árs, en hann hefur verið
lausráðinn framkvæmdastjóri
liðsins í nokkrar vikur. Þetta
tilboð er óháð því hvort Birm
ingham tekst að hanga í fyrstu
deildinni.