Morgunblaðið - 29.04.1986, Blaðsíða 6

Morgunblaðið - 29.04.1986, Blaðsíða 6
6 MORGUNBLAÐIÐ, ÞRIÐJUDAGUR 29. APRÍL1986 Hollvinir ullorðin kona kom að máli við undirritaðan og bað um að skila því til forráðamanna sjónvarps að ýmsir bitastæðir dagskrárþættir væru allt of seint á dagskránni. Þessir þættir færðust sífellt aftar vegna poppsins og íþrótta. Ég hef heyrt svipaða gagnrýni úr annarri átt frá móður er þurfti að vakna eldsnema til bama sinna. Persónu- lega tel ég þessa gagnrýni réttmæta því fullorðið fólk hefír oft iitla ánægju af poppi og mætti að ósekju færa poppþætti aftar í dagskrána, um íþróttir nenni ég ekki að ijölyrða að sinni. Sáluhjálp Stundum nálgast menn sama hlutinn nánast á sama augnabliki í hinum tvíhöfða þurs ljósvakans. Þannig flutti Rúnar Vilhjálmsson félagsfræðingur erindi á rás 1 klukkan 16:20 er hann nefndi: Fé- lagslegar og sálrænar ástæður þunglyndis og skömmu síðar flutti séra Auður Eir Vilhjálmsdóttir Sunnudagshugvekju í sjónvarpinu þar sem hún ræddi við tvo einstakl- inga um hvemig kristinn maður getur mætt streitu daglegs lífs. Ég naut ríkulega samverunnar með Rúnari Vilhjálmssyni og séra Auði Eir. Ekki skaðar það manneskjuna að rýna lífsundrið frá fleiri en einni hlið, eða eins og Lord Russell segir í bókinni, Bertrand Russell Speaks his Mind: Lyfsali reyndi eitt sinn að selja mér lyf er léði hári mínu aftur svartan lit. Ég er ekki alveg viss um að ég yrði feginn slíkum umskiptum, því eftir því sem gráu hárunum fjölgar verður fólk trúaðra á orð mín, en vissulega ætti ekki nokkur maður að vera handviss um nokkum skapaðan hlut. AÖ ráða heilt í vissum skilningi var í fyrr- greindum þáttum þeirra Auðar Eir prests og Rúnars Vilhjálmssonar félagsfræðings veitt ákveðin ráð- gjöf á sviði sálgæslu. Ég hef oft velt því fyrir mér hvort ljósvakafjöl- miðlamir ættu ekki í ríkara mæli að veita hinum almenna borgara slíka ráðgjöf. Samfélag vort verður sífellt flóknara og hin mikla mið- stýring er hér ríkir, til dæmis á fjár- málasviðinu, kann að reynast sum- um einstaklingum skeinuhætt að ekki sé tekið dýpra í árinni. Hvað til dæmis um Húsnæðisstofnun rík- isins er til skamms tíma hefír haft það hlutverk helst á hendi að dæla fjármunum til almennings fyrir hönd stjómmálamannanna, án þess að ráðleggja mönnum nokkuð hvemig þeir gátu best ráðstafað þessum fjármunum. Síðan hefír hinn almenni húsbyggjandi átt allt sitt undir heiðarleika byggingarað- ilans og geðþóttaákvörðunum þeirra er stýra ríkisbúskapnum. Fyrir nokkrum mínútum barst inn um bréfalúguna mína tvíblöðungur frá ónefndu fyrirtæki er fæst við fjármálaráðgjöf. Ég gríp niðrí texta bæklingsins: Það þarf alls ekki að vera efíðara að kaupa húsnæði en leigja... Fjármálaráðgjöf annast ekki kaup og sölu á verðbréfum og fasteignum og er ekki með lána- starfsemi. Fjármálaráðgjöf veitir því algerlega hlutlausa ráðgjöf um ávöxtun spariQár. Hugsið ykkur hvað hefði verið hægt að komast hjá mörgum hjónaskilnuðum og sjálfsvígum ef hinn almenni borgari og stjómmálamenn hefðu notið slíkrar ráðgjafar á undanfömum árum. Ólafur M. Jóhannesson ÚTVARP/SJÓNVARP Hljómkviðan mikla ■■■■ Lestur nýrrar 1 A 00 miðdegissögu JLíx'~ hefst á rás eitt í dag og er það sagan Hljómkviðan eilífa eftir spænsku skáldkonuna Carmen Laforet. Sigurður Sigurmundsson þýddi úr frummálinu og les hann söguna. Carmen Laforet fæddist í Barcelona árið 1921 en fluttist tveggja ára gömul með foreldrum sínum til Kanaríeyja, þar sem heimili hennar var til 17 ára ald- urs. Þá fór hún aftur til Barcelona og stundaði þar nám í heimspeki og bók- menntum. Eftir það settist hún að í Madrid. Skáldsaga hennar Nada, sem hér hefur hlotið nafnið Hljóm- kviðan eilífa, kom út 1944 og hlaut bókmenntaverð- launin Premio Eugenio Nadal sama ár. Seldist bók- in í stórum upplögum í spænskumælandi löndum, og þótti framsetning sög- unnar einstæð og frumleg. Carmen Laforet kom til Barcelona um það leyti sem spænsku borgarastyijöld- inni lauk. Það sem við augum blasti var að vísu ekki borg í rústum en vonsvikið, ringlað fólk á barmi hungursneyðar. Sagan er sögð í fyrstu persónu og Andrea, unga stúlkan sem segjr frá, kemur utan af landi til móðurfólks síns sem býr í Barcelona. Allt er í kröm og niðumíðslu á heimilinu þar sem allt er mjög breytt frá því hún dvaldist þar sem bam. Sagan er víða með ívafí litríkra náttúru- lýsinga. í þættinum Neytendamál verður fjallað um bíla að þessu sinni. Sala notaðra bíla ■I Þátturinn Neyt- 00 endamál í umsjá — Sturlu Sigur- jónssonar er á dagskrá á rás eitt síðdegis í dag. Að þessu sinni mun Sturla ræða um sölu á notuðum bifreiðum og í framhaldi af því þjónustu bflasala við neytendur. Fjallað verður um þessi mál vítt og breitt og m.a. rætt við Finnboga Asgeirsson formann Fé- lags bifreiðasala. Heimildarmynd um Grænhöfðaeyjar ■i Frá Grænhöfða- 40 eyjum nefnist ný fslensk heim- ildamynd sem er á dagskrá sjónvarps í kvöld. Myndina Á túnfiskveiðum við Grænhöfðaeyjar. gerðu þeir Sigurður Gríms- son og Karl Sigtryggsson en framleiðandi er kvik- myndagerðin Þumall. Myndin sýnir starf Islend- inga á eyjunum og farið er á túnfískveiðar með fiskiskipinu Feng. Sagt er frá þjóðlífí, atvinnuháttum og rakin saga eyjanna. Þá er einnig brugðið upp myndum af mannlífínu á Grænhöfðaeyjum og sýnt hvernig lífskjörum eyja- skeggja er háttað. ÚTVARP ÞRIÐJUDAGUR 29. apríl 7.00 Veðurfregnir. Fréttir. Bæn. 7.16 Morgunvaktin 7.20 Morguntrimm. 7.30 Fréttir. Tilkynningar. 8.00 Fréttir. Tilkynningar. 8.15 Veðurfregnir. 9.00 Fréttir. 9.05 Morgunstund barn- anna: „Eyjan hans múmin- pabba'' eftir Tove Janson. Steinunn Briem þýddi. Kol- brún Pétursdóttir les (10). 9.20 Morguntrimm. Tilkynn- ingar. Tónleikar, þulur velur og kynnir. 10.00 Fréttir. 10.05 Daglegt mál. Endurtek- inn þáttur frá kvöldinu áður sem örn Ólafsson flytur. 10.10 Veðurfregnir. 10.25 Lesið úr forystugreinum dagblaðanna. 10.40 „Ég man þá tíð." Her- mann Ragnar Stefánsson kynnir lög frá liðnum árum. 11.10 Úr söguskjóöunni - „Háski íslenskrar menning- ar?“ Sigrún Ásta Jónsdóttir segir frá fraeðslulöggjöfinni frá 1946. Lesarar: Árni Daníel Júlíusson og Grétar Erlingsson. 11.40 Morguntónleikar. Þjóðleg tónlist frá ýmsum löndum. 12.00 Dagskrá. Tilkynningar. 12.20 Fréttir. 12.45 Veðurfregnir. Tilkynn- ingar. Tónleikar. 13.30 I dagsins önn - Heilsu- vernd. Umsjón: Jónína Benedikts- dóttir. 14.00 Miödegissagan: „Hljómkviðan eilífa'' eftir Carmen Laforet. Sigurður Sigurmundsson byrjar lest- urþýðingarsinnar. 14.30 Miðdegistónleikar. a. Flautusónata í G-dúr op. 11 nr. 4 eftir Georg Friedrich Hándel. William Bennett, Harold Lester og Denis Nesbitt leika á flautu, semb- al og víólu da gamba. b. Klarinettukvintett í A-dúr op. 146 eftir Max Reger. Karl Leister leikur með Drolc-kvartettinum. 15.15 Bariö að dyrum. Einar Georg Einarsson sér um þátt frá Austurlandi. 15.45 Tilkynningar. Tónleikar. 16.00 Fréttir. Dagskrá. 16.16 Veðurfregnir. 16.20 Hlustaöu með mér - Edvard Fredriksen. (Frá Akureyri.) 17.00 Barnaútvarpið. Stjórn- andi: Kristín Helgadóttir. 17.40 Úr atvinnulífinu - Iðnað- ur. Umsjón: Sverrir Alberts- 19.00 Aftanstund. Endursýndur þáttur frá ’10. mars. 19.20 Fjársjóösleitin Fjórði þáttur (The Story of the Treasure Seekers) Breskur myndaflokkur í sex þáttum, gerður eftir sigildri barna- og unglingabók eftir Edith Nesbit. Þýðandi Jó- hanna Jóhannsdóttir. 19.50 Fréttaágrip á táknmáli. 20.00 Fréttir og veður. 20.30 Auglýsingar og dag- skrá. 20.40 Frá Graenhöföaeyjum. son og Vilborg Harðardóttir. 18.00 Neytendamál. Umsjón: Sturla Sigurjónsson. 18.15 Tónleikar. Tilkynningar. 18.45 Veöurfregnir. Dagskrá kvöldsins. 19.00 Fréttir. 19.40 Tilkynningar. 19.45 Daglegt mál. Sigurður G. Tómasson flytur þáttinn. 19.50 Fjölmiðlarabb Margrét S. Björnsdóttir flyt- ur. 20.00 Milli tektar og tvítugs. Þáttur fyrir unglinga í umsjá Sólveigar Pálsdóttur. 20.30 Grúsk. Umsjón: Lárus Jón Guðmundsson (Frá Akureyri) 21.00 „Borgarljóð 1986”. Knútur R. Magnússon les Ijóð eftirGunnarDal. 21.05 Islensk tónlist. Tríó í a-moll eftir Sveinbjörn Sveinbjörnsson. Rut Ing- 29. apríl Grænhöfðaeyjar eru eyja- klasi í Atlantshafi beint suður af Islandi skammt fyrir norðan miðbaug. íbúar eyj- anna eru um 330.000. Þær hafa verið sjálfstætt riki sið- an 1975. Undanfarin fimm ár hafa íslendingar veitt eyjunum þróunaraðstoð við fiskveiðar og hafrannsóknir. Myndin sýnir starf Islend- inga á eyjunum og farið er á túnfiskveiöar með fiski- skipinu Feng en á því eru stundaöar veiðar og rann- sóknir. Sagt er frá þjóölifi, atvinnuháttum og sögu eyj- anna og brugöiö upp mynd- ólfsdóttir, Páll Gröndal og Guðrún Kristinsdóttir leika á fiðlu, sellóog píanó. 21.30 Útvarpssagan: „Ævi- saga Mikjáls'' eftir J.M. Coetzee. Sigurlína Daviðs- dóttir les þýðingu sína (11). 22.00 Fréttir. Dagskrá morg- undagsins. Orð kvöldsins. 22.16 Veðurfregnir. 22.20 Berlínarútvarpið kynnir ungt tónlistarfólk á tónleik- um sínum 10. október í fyrra. Sinfóníuhljómsveit Berlínarútvarpsins leikur. Stjórnandi: Donato Renzetti frá (talíu. Einleikari á fiðlu: Takumi Kubota frá Japan. Einsöngvari: Maria Russo frá Bandaríkjunum. a. Fiðlukonsert í D-dúr op. 77 eftir Johannes Brahms. b. Aríur úr óperum eftir Arrigo Boito og Giuseppe Verdi. um af lifskjörum eyja- skeggja. Myndina gerðu: Sigurður Grimsson og Karl Sigtryggsson. Þulur: Páll Magnússon. Framleiðandi: Þumall kvikmyndagerð. 21.30 Gjaldið (The Price) Annarþáttur. Bresk/írskur framhalds- myndaflokkur í sex þáttum. Aöalhlutverk Peter Bark- worth, Harriet Walter og Derek Thompson. Þýðandi Björn Baldursson. 22.20 Umræðuþáttur. 23.15 Fréttir í dagskrárlok. c. Eldfuglinn, ballettsvíta eftir Igor Stravinsky. Kynnir: Guðmundur Emilsson. 24.00 Fréttir. Dagskrárlok. ÞRIÐJUDAGUR 29. apríl 10.00 Kátirkrakkar Dagskrá fyrir yngstu hlust- endurna í umsjá Guðriðar Haraldsdóttur. 10.30 Morgunþáttur Stjórnandi: Páll Þorsteins- son. 12.00 Hlé 14.00 Blöndun á staðnum Stjórnandi: Sigurður Þór Salvarsson. 16.00 Söguraf sviðinu Þorsteinn G. Gunnarsson kynnir tónlist úr söngleikjum og kvikmyndum. 17.00 Hringiðan Þáttur í umsjá Ingibjargar Ingadóttur. 18.00 Dagskrárlok. Fréttir eru sagðar í þrjár mínútur kl. 11.00, 15.00, 16.00 og 17.00. SVÆÐISÚTVÖRP REYKJAVTK 17.03—18.00 Svæðisútvarp fyrir Reykjavík og nágrenni — FM 90,1 MHz. AKUREYRI 17.03—18.30 Svæöisútvarp fyrir Akureyri og nágrenni — FM 96,5 MHz. SJONVARP ÞRIÐJUDAGUR
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.