Morgunblaðið - 29.04.1986, Síða 7
MORGUNBLAÐIÐ, ÞRIÐJUDAGUR 29. APRÍL 1986
7
Norskur vísindamaður á ráðstefnu hér:
Segir stofnblönd-
un eyðileg’gja
ratvísi laxa
ÍSLENDINGAR ættu að vara sig á því að halda áfram stofnblöndun
á laxi í íslcnskum veiðiám sem stunduð hefur verið í ríkum mæli á
undanförnum árum í formi seiðasleppinga. Það er orðsending til
okkar frá norska fiskifræðiprófessornum Hans Nordeng sem hélt
fyrirlestur hér á landi um helgina á vegum Landssambands stang-
veiðifélaga. Nordeng er höfundur „feromon-kenningarinnar" sem
útskýrir furðulega ratvísi laxfiska og hann fullyrðir með rökum að
stofnblöndun slævi og eyðileggi með tímanum ratvísi laxastofna sem
gangi í erfðir í einstökum stofnum.
Nordeng hefur stundað rann-
sóknir á þessu fyrirbæri og öðrum
ásamt Ásu konu sinni við ána Sal-
angen í Norður-Noregi síðustu 15
árin. Hann segir lykilinn vera
hormónið ferómon sem laxinn fram-
leiðir í lifrinni og setur í umhverfi
sitt með blóði og saur. Oft hefur
verið spurt í gegn um árin hvemig
laxinn rati frá hafinu í rétta á,
meira að segja í sama hylinn eða
strenginn sem hann sjálfur fæddist
í. Einnig hvemig hann viti hvenær
hann eigi að fara að ganga frá
hafinu upp að landi og fram í ána.
Skýringuna er að finna í umræddu
efni, laxinn þefi sig beinlínis á
heimaslóðimar. Það helst nefnilega
í hendur, að fyrstu laxarnir em
farnir að ganga í árnar um 15
dögum eftir að fyrstu gönguseiðin
halda til sjávar. Seiðin lóna um
hríð í þeim vog eða firði sem áin
rennur í og „menga“ vatnið þannig
af hinni „réttu" lykt. Þegar fyrstu
seiðin koma á uppvaxtarmiðin, em
þar fyrir laxar sem vita þá að tíminn
er kominn. Nordeng tók fyrst eftir
þessu er hann vann við rannsóknir
á hegðun sjóbleikju í Salangen og
er hann heimfærði rannsóknirnar
upp á laxinn kom í ljós að þetta
átti ekki síður við um hann. Hvemig
laxinn viti hvenær hann er kominn
í sinn fæðingarhyl svarar Nordeng
á þá leið, að þar séu fyrir ættingjar
laxins, kynþroska hængsíli sem
ekki gengu til sjávar eins^ig obbinn
af árganginum. Þessi hængsíli taka
þátt í hrygningunni og bera sig
digurlega.
Stofnblöndun hefur þegar gert
mikinn skaða í Noregi eftir því sem
Nordeng segir, í Noregi séu 1190
fiskeldistöðvar sem framleiði seiði
og fullvaxna laxa til neyslu í millj-
óna tali og ár hvert bæði sleppi
fiskar úr prísundinni og er sleppt í
laxveiðiár til að örva göngur í þeim.
Auk þess er mikil gróska í viðskipt-
um með laxaseiði sem enginn veit
um uppmnann á og talaði Nordeng
um allt að 2 milljónir slíkra seiða
á ári. Er talað um norsku „hörm-
ungarsöguna" sem aðrar þjóðir
ættu að læra af. í tölu Nordengs
kom hins vegar fram, að bjartar
horfí nú yfir þessum málum í Nor-
egi, umhverfismálaráðuneytið hafi
þessi mál til meðferðar og löggjöf
hafi verið samin til að stemma stigu
við óæskilegri starfsemi. „Aldrei
áður hefur verið tekið tillit til eins
eða neins í fiskræktarmálum og
árekstrar milli stjórnvalda og fisk-
ræktarmanna verið tíðir. Nú hefur
hins vegar tekist að skapa nýtingar-
stefnu sem byggist á vísindalegum
bakhjarli," sagði Nordeng.
Keflavík:
Skemmtistaðurinn
„Starlight“ verð-
ur Glaumberg
FYRIR nokkru var opnaður í Keflavik skemmtistaðurinn „Starlight"
og er hann i eigu Ragnars Arnar Péturssonar og fyrirtækis hans,
Veislu. Jón Eysteinsson bæjarfógeti í Keflavík gerði Ragnari, að
hann breytti nafni skemmtistaðarins til samræmis við löggjöf um
nöfn fyrirtækja eða staðnum yrði lokað ella. Fékk Ragnar frest til
miðnættis i gærkvöldi til þess að breyta nafninu. Hann sagði í
samtali við Morgunblaðið, að allar likur væru á því, að hann kallaði
staðinn Glaumberg.
Morgunblaðið spurði Jón Ey-
steinsson bæjarfógeta hvers vegna
hann hefði farið þess á leit við
Ragnar, að hann breytti nafninu.
Jón sagði, að í breytingu frá
1982 á lögum um leyfisveitingu
fyrir rekstri veitingahúsa væri gert
að skilyrði, að „nafn á fyrirtæki
og/eða atvinnustarfsemi félli að
hljóðkerfi og beygingum í íslensku
máli“. „Og/eða atvinnustarfsemi"
hefði verið sett inn í lögin til þess
að koma í veg fyrir, að menn rækju
starfsemi undir framandlegu nafni
í skjóli fyrirtækis með íslensku
nafni eins og hér hefði verið gert,
þar sem skemmtistaðurinn „Star-
light“ hefur verið rekinn á vegum
fyrirtækisins Veislu.
„Þetta er í fyrsta skipti sem
svona mál kemur upp í mínu um-
dæmi,“ sagði Jón, „og ég ætlaði
bara að stöðva þetta þar sem í til-
vitnuðum lögum segir, að lögreglu-
stjóra sé heimilt að afturkalla leyfi,
sem hann hefur veitt, sé skilyrðum
ekki fullnægt."
„Að mati lögfræðings míns er
ekkert vafamál, að skjóti ég málinu
til sérsLukrar nefndar í ráðuneytinu,
vinn ég það,“ sagði Ragnar Örn
Pétursson. „Fyrirtæki mitt heitir
Veisla, á því er enginn vafi. Það á
svo að vera mitt mál hvort ég nefni
einhvern sal, sem ég á, Bláa salinn,
„Starlight" eða eitthvað annað.
Þess eru allmörg dæmi eftir 1982,
að veitingastaðir hafi fengið erlend
nöfn í skjóli fyrirtækja undir ís-
lensku nafni. Ég get nefnt til dæmis
„American Style".
Það er hins vegar önnur hlið á
þessu máli. Almenningur hér í
Keflavík virðist vera andvígur
enska nafninu; heldur að þetta
dragi Bandaríkjamennina á vellin-
um að og þykir það heldur slæmt.
Bæjarstjómin skoraði líka á mig
að breyta þessu „ónefni", eins og
hún kallaði það, og í framhaldi af
þessum viðbrögðum hef ég ákveðið
að skipta um nafn á staðnum og
kalla hann að öllum líkindum
Glaumberg," sagði Ragnar Örn
Pétursson.
Þess má geta, að nafnið Broad-
way á Veitingahúsinu Álfabakka 8
kom til áður en áðumefndum lögum
var breytt.
Jónas Hvannberg, stofnandi verslunarinnar Hvannbergsbræður ásamt starfsfólki sínu, frá vinstri
i efri röð: Guðmundur Norðfjörð skósmiður, Guðfinna Guðmundsdóttir, Þórður Guðmundsson, en
hann er nýhættur störfum og vann í versluninni í um 60 ár, Valgeir Einarsson og Friðrik Welding
skósmiður. Fremri röð: Sigtryggur Árnason, Jónas Hvannberg og Frímann Ólafsson.
Verslunin Hvannbergsbræður 70 ára
VERSLUNIN Hvannbergsbræður á 70 ára af-
mæli i dag. Verslunin var stofnuð af bræðrunum
Jónasi og Erlendi Hvannberg, og hóf starfsemi
sina sem skóvinnustofa á Laugaveginum.
Hvannbergsbræður fluttu í Eimskipafélagshúsið
er það var byggt, en þaðan flutti verslunin á Lauga-
veg 24 áður en hún fór í núverandi húsnæði á
Laugavegi 71 árið 1982. Verslunin hefur alltaf verið
í eigu sömu fjölskyldunnar, núverandi eigendur eru
Gunnar Hvannberg, sonur Jónasar og Ebba Hvann-
berg.
Ebba Hvannberg, annar eigandinn, fyrir utan verslunina.
AÐALFUNDUR VINNU-
VEITENDASAMBANDS
ÍSLANDS 1986
verður haldinn í dag þriðjudaginn 29. apríl í Súlnasal
Hótel Sögu.
Dagskrá:
Kl. 11:00
Kl. 11:40
Kl. 12:15
Kl. 13:30
Kl. 14:00
KI. 16:00
Kl. 17:00
Fundarsetning. Ræða formanns, Gunnars J. Frið-
rikssonar.
Að ná árangri. Erindi: Magnús Gústafsson, for-
stjóri.
Hádegisverður aðalfundarfulltrúa og gesta.
Skýrsla framkvæmdastjóra.
Framleiðni og lífskjör. Erindi: Brynjólfur Bjarna-
son, framkv.stj. Hörður Sigurgestsson, forstjóri
Valur Valsson, bankastjóri og Elías Gunnarsson,
verkfræðingur.
Almennar umræður.
Framhald aðalfundarstarfa.
Fundarslit.