Morgunblaðið - 29.04.1986, Blaðsíða 9
MORGUNBLAÐIÐ, ÞRIÐJUDAGUR 29. APRÍL1986
9
Almennur félagsfundur:
Einkaframtak
og almenningsálit
Miðvikudaginn 30. apríl
heldur Verzlunarráð Is-
lands morgunverðarfund í
Átthagasal Hótels Sögu kl.
08:15—09:30. Gestur
fundarins verður Antony
Fisher, formaður „Atlas
Research Foundation" í
San Francisco.
Dagskrá:
8:15—8:30 Mæting — Morgunverður
8:30—9:00 Einkaframtak og almenningsálit.
Antony Fisher flytur erindi.
9:00—9:30 Almennar umræður.
Morgunverður kostar kr. 450.
Vinsamlegast tilkynnið þátttöku sem fyrst
í síma 83088.
Verzlunarráð íslands
TSíltamalka?ulLnn
K^-iattisqötu 12-18
Blár/grár. Ekinn aðeins 6 þ.km. Velti- og
aflstýri sóllúga o.fl. Verð 795 þús.
Mikil sala, vantar nýlega bíla
á staðinn. Höfum kaupendur
að:
Escort ’83-’86, Corolla '83-
'86, Honda Accord ’83-’86,
Honda Civic ’83-'86, Golf
'84-'86, Saab '83-86.
AMC Eagle 1982
Ekinn aðeins 44 þ.km. 6 oyl. sjálfskiptur.
Fallegur bíll.
Range Rover 4ra dyra 1983
Drappl. ekinn 37 þ.km. Gon eintak. Skipti
á ódýrari. Verð 1050 þús.
M. Bens 2501980
Rauður 6 cyl. beinskiptur, rafm. rúður o.fl.
Fallegur þíll. Verð 550 þús.
Nissan Patrol (styttri) 1984
Bensin ekinn 50 þ. km. Verð 650 þús.
Volvo 244 gl. 1979
Beinsk. m/aflstýri. Verð 240 þús.
Citroen CX 2400 GT11981
Ekinn 33 þ.km. Sóllúga o.fl. Tilboð.
Fiat Uno 45s 1984
Ekinn 12 þ.km. Verð 200 þús.
AMC Concord 1979
Ekinn 59 þ.km. Verð 195 þús.
Toyota Tercel 5 dyra 1984
5 gíra ekinn 42 þ. km. Verð 320 þús.
Mazda 626 (2000) 1985
5 dyra ekinn 8 þ.km. Verð 430 þús.
Citroen Reflex 1982
Gullfallegur bill. Verð 365 þús.
Nissan Cherry 1.51985
Sjálfsk. ekinn 14 þ.km. Verö 335 þús.
Peugeot305 GR
station 1982
Ekinn 67 þ.km. Verö 245 þús.
Subaru Hatcback 1983
Grásans. Ekinn 34 þ. km. Verð 340
þús.
Toyota Corolla
liftback 1984
Drappl. Góður bfll. Ekinn 42 þ. km.
VerÖ 350 þús.
stjórnmálin
Um tuttugu þúsund nýir kjósendur eru á
kjörskrá við sveitarstjórnarkosningarnar
í lok maí. Ein ástæðan fyrir þessari miklu
fjölgun er lækkun kosningaaldurs úr 20
árum í 18 ár. Stjórnmálaflokkarnir hljóta
smám saman að taka tillit til hins nýja
kjósendahóps og skipa ungu fólki í örugg
sæti á framboðslistum sínum. Á Akureyri
hefur ungt fólk tekið málin í sínar eigin
hendur og tryggt Tómasi Gunnarssyni,
sem er aðeins 21 árs, fimmta sætið á
lista Sjálfstæðisflokksins við bæjarstjórn-
arkosningarnar. Flokkurinn hefur nú fjóra
fulltrúa í bæjarstjórn og er talinn eiga
nokkra möguleika að fá fimmta manninn
kjörinn.
eyri). Það er þvi óhætt
Sjálfsagður
hlutur
f nýjasta hefti Varð-
ar, sem samnefnt félag-
ungra sjálfstæðismanna
á Akureyri gefur út, er
að finna viðtal við Tómas
Gunnarsson um komandi
bæjarstjómarkosningar
og viðhorf ungs fólks til
stjóramála, sem hér
verður vitnað í.
í upphafi viðtalsins er
spurt: Nú hefur það
vakið athygli að svo
ungur maður skuli skipa
5. sæti framboðslistans.
Heldurðu að ungt fólk
muni í auknum mæli láta
til sín taka i stjórnmál-
um? Tómas svaran „í
raun ætti það ekki að
þurfa að vekja neina
athygli. Það ætti að vera
sjálfsagður hlutur, að
ungt fólk taki þátt i
stjómun bæjarins. Þessi
bær er byggður fólki á
öllum aldri og ungt fólk
á skilyrðislaust að hafa
sinn fulltrúa í bæjar-
stjóra. Þvi held ég að
óhætt sé að fullyrða, að
þátttaka ungs fólks í
stjómmálum muni stór-
aukast. Ungu fólki hefur
oft þótt stjórnmál frá-
hrindandi, en það er að
breytast. Staðreyndin er
náttúrlega sú, að stjóra-
mál koma öUum við. Það
eru ekki einungis teknar
ákvarðanir um málefni
samtiðarinnar, heldur
einnig framtíðarinnar.
Framtíðarinnar sem
ungt fólk í dag, kemur
tíl með að lifa á komandi
árum. í þessu sambandi
er líka hægt að Uta á
félag ungra sjálfstæðis-
manna. Það hefur verið
sterkt og öflugt á undan-
föraum árum, þar starf-
ar mikiU fjöldi af ungu
fólki.“
Tómas er síðan spurð-
ur, hvernig þessu unga
fólki sé tekið. Er það
fært um að sinna þessum
störfum, er þvi treyst tíl
þess? „Ég hef ekki starf-
að nema í einu pólitísku
félagi, það er Verði, fé-
lagi ungra sjálfstæðis-
manna. Eg get fuUyrt að
þar er ungu fólki vel
tekið,“ svarar hann. „Það
er enginn vafi á þvi að
okkur er treyst. Ég gekk
í félagið 1981, var kosinn
formaður 1982 og gegndi
þvi embætti tíl 1984. Á
sama tima var ég gjald-
keri Fulltrúaráðs sjálf-
stæðisfélaganna (á Akur-
að fuUyrða að ungu fólki
er treyst. Það sannaði
prófkjörið. Sjálfstæðis-
flokkurinn hefur og mun
aUtaf treysta á mismun-
andi hópa, ungt fólk sem
annað.”
Málunga
fólksins
Þá er spurt: Nú eru sex
árgangar að ganga að
kjörboroinu i fyrsta sinn.
Heldurðu að það sé eitt-
hvert eitt mál öðrum
frekar, sem skiptir ungt
fólk máli? „Það er nátt-
úrlega það sama, sem er
aðaJatriðið fyrir ungt
fólk og aðra bæjarbúa,”
svarar Tómas. „Það eru
atvinnumálin. Það er
ekki hægt að skipta
bæjarbúum i neina hópa.
Það er hins vegar stað-
reynd, að við þurfum
miklu fleiri störf hingað
á svæðið. Við þurfum að
stöðva þann fólksflótta,
sem héðan hefur verið,
það hefur að mestu leyti
verið ungt fólk, sem héð-
an hefur flutt. Auðvitað
hljóta allir að sjá, að það
gengur ekki að það unga
fólk, sem framtíð bæjar-
ins byggist á, flytji á
brott.”
Og hann heldur áfram:
„Ég hef engar patent-
lausnir á þessum málum,
enda hefði ég ekki legið
á þeim. En ég held að
við Akureyringar verð-
um að breyta hugsunar-
hættinum. Gott dæmi um
rangan hugsunarhátt
var, þegar rætt var um
byggingu álvers við
Eyjafjörð. Fjöldi Akur-
eyringa var reiðubúinn
að hafna þeim kosti og
jafnvel niða hann niður
án þess að hann væri
kannaður neitt nánar.
Rannsóknir hafa síðan
leitt í Ijós, að flest ef
ekki öll þeirra rök voru
tilhæfulaus, þvi sem næst
hindurvitni. Ég vona svo
sannarlega, að stóriðja
eigi eftir að risa hér i
Eyjafirði, helst sem allra
fyrst. Svo eru miklir
möguleikar í ferða-
mannaiðnaði. Þar held
ég að geti orðið mikill
vöxtur, ef rétt er á mál-
um haldið. Sem dæmi
má nefna hugmyndina
um orlofsbúðir í ná-
grenni bæjarins. Ég held
að hún sé allrar athygli
verð. Einnig þarf að
huga að bættri aðstöðu í
Hlíðarfjalli og svo ótal
fleiri hlutum. En ég held
að það sé enginn vafi á
þvi, að Akureyri geti rétt
úr kútnum ef rétt er á
málum haldið. Svo er
hitaveitan náttúrlega
mikið mál. Hún er það
dýr að hún er orðin stór
liður í framfærslukostn-
aði hér á Akureyri. Nú-
verandi bæjarstjórnar-
meirihluti virðist varla
hafa hugsað um þetta
mál. í það minnsta er
eina tillagan, sem fram
hefur komið og tekur
virkilega á vandamálinu,
lögð fram af sjálfstæðis-
manni, Sigurði J. Sig-
urðssyni. Það verður líka
að gera sér grein fyrir
því, að vandanum verður
ekki endalaust slegið á
frest. Það þýðir ekki að
ætla sér að láta vanda-
málin bíða komandi kyn-
slóða. Nei, þessi mál
verður að leysa og mín
skoðun er að það sé mun
mikilvægara að leysa
vandræði hitaveitu Akur-
eyrar heldur en að eiga
einhver hlutabréf í
Landsvirkjun.”
Háskóla-
kennsla
í samtalinu við Tómas
er siðan vikið að öðrum
mikilvægum málum fyrir
kosningarnar. Hann seg-
ir: „Bæjarstjóra verður
að beita öllum þeim
þrýstingi sem hún ræður
yfir til að fá hingað há-
skólakennslu. Skólamál
era mjög mikilvæg, þar
vil ég líka nefna Verk-
menntaskólann. Það er
skóli sem þarf að drífa
áfram, eins og staðan er
í dag er það eini skólinn,
þar sem við stöndum upp
úr og við þurfum þess
með til þess að standa á
því orðspori að hér sé
skólabær. Hins vegar
verðum við að gera okk-
ur grein fyrir því, að laun
bæjarbúa hafa farið hlut-
fallslega lækkandi und-
anfarin ár, þar af leið-
andi hafa tekjur bæjar-
sjóðs lækkað lika. Þetta
þýðir að við verðum að
slá ýmsu á frest, sem ef
til vill hefði verið hægt
að framkvæma í góðæri.
En auðvitað eigum við
ekki að sætta okkur við
þetta heldur að snúa
okkur að grunnvandan-
um, það er atvinnumál-
unum, og bæta atvinnu-
og launaástand hér i bæ.“
( ÍTÚLÍA ísssív’- f Jf náttúrufegurðar
VE/ZLA S/C/LN/NGARV/TANNA/
Við bjóðum þér að velja milli 4 staða á Ítalíu eða dvelja á 2 af áfangastöðum Útsýnar í einni ferð! Baðstrandabæirnir vinsælu Lignano og og fjallafegurð við Gardavatnið. Heilsulindarbærinn Abano Terme. p- , —. Brottfarardaaar:
^ TREVISO Í \ f VICENZA \ / ^vVERONA S S y^UGNANO'^rNU C\ _jr mBIONE)^0 * ZriesTeVí/ i/ £ ' i 14-. maí Verð fra kr. 5 0g júní 25.700 í 2 vikur 17.. 24. og 31.júlí 7., 14., 21. og 28. ágúst 1—2—3 eða4vikur j^Fn-klubbs afsláttur f allar ferðir, 50% barnaafsláttur 5. júní. AUSTURSTRÆTI 17,