Morgunblaðið - 29.04.1986, Page 14

Morgunblaðið - 29.04.1986, Page 14
14 MORGUNBLÁÐIÐ, ÞRIÐJUDAGUR 29. APRÍL1986 II trovatore _______Tónlist Jón Ásgeirsson Óperan II trovatore var frumsýnd fyrir nokkru og þá var fjallað um leikverkið í heild en einn megin- munurinn á lifandi leikhúsi og nið- ursoðnum myndbandsverkum er sá síbreytileiki sem einkennir hverja sýningu á leiksviði. Tilefni til skrifa að þessu sinni er, að í tveimur hlutverkum hefur verið skipt um söngvara og á sýningunni sl. laug- ardag söng Elísabet F. Eiríksdóttir hlutverk Leonóru og Hrönn Hafliða- dóttir Azucenu. Það skal tekið fram að undirritaður hefur ekki séð fyrri sýningar Islensku óperunnar af verkinu, svo að fráleitt er hér um samanburð að ræða. Elísabet F. Eiríksdóttir er farsæl söngkona og skilaði hlutverki Leonóru vel. Eink- um var hún góð í samsöngsatriðum. Sigurvegari kvöldsins var Hrönn Hafliðadóttir og er hlutverk Azu- cenu, sem er mikið og vandasamt, eins og sniðið fyrir hana. Azucena er hlutverk, þar sem víxlast einlæg og blíð móðurást og blindu slegið fordæðufullt hatur og ótti við ógn- vænlegan dauðdaga. Öllu þessu skilar Hrönn og nýtur þar feikna- legrar raddar sinnar, hvort sem hún syngur veikt eða sterkt. Þar sem hver sýning er í raun ný gerð verks- Hrönn Hafliðadóttir Úr II trovatore dýflissunni, voru tjöldin næst því að falla að, sem umgerð atburð- anna. Þetta tel ég misráðið, því í búningum og allri framsetningu verksins er ríkjandi ákveðinn „nat- úralismi" og því slær „kumbalda- gerð“ bárujámsins þar á móti. Það er í raun undarlegt, hversu neyðar- brauð fátæklinga í erfíðu land, sem áttu sér ekki annars úrkosta, ef hús þeirra áttu að halda vatni, er orðið viðhafnarlegt í vitund þeirra, sem gleymt hafa notagildi bárujámsins og nöturlegri hrömun þess. í heild var sýningin áhrifamikil og hljómsveitin undir stjóm Ger- hard Deckert mjög góð. Aðrir ein- söngvarar, en þeir sem áður var ins ætti það ekki að rýra fyrri umsagnir um verkið, þó sýningar- innar sé getið að nokkm. Fyrir undirritaðan orkaði bámjárnið nokkuð neikvætt sem rammi um þessa atburði, en það á vera vegna þess að bárujámsklæddar uppeldis- stöðvar og fískgeymsluhús æskuár- anna blasa þama við, þegar íbúamir eiga að vera^greifar og konungborið aðalsfólk. I síðasta atriðinu, í í tilefni leiðtogaskipta eftirSigurð Tómas Garðarsson Sú ákvörðun Eyjólfs ísfeld Eyj- ólfssonar, forstjóra Sölumiðstöðvar hraðfrystihúsanna að láta af störf- um um síðustu áramót, olli eins og vænta mátti breytingum á forystu hjá fleimm en okkur félögunum, sem stöndum að þessum samtökum. Reyndar má segja að nú hafi nýir menn tekið við forystu í hvom- tveggja, tekjuöflun og tekjuskipt- ingu þjóðarinnar. Þakkarorð til far- sæls leiðtoga Á stóm heimili er í mörg hom að líta. Ferðalög, fundarhöld, nefndarstörf og daglegur rekstur em afar krefjandi hjá stórfyrirtæki eins og Sölumiðstöð hraðfrystihús- anna. Þegar við bætist að áhrif ákvörðunar í söluferð, í símtali eða á fundi, um verð eða magn tiltek- innar vöm, getur skipt sköpum fyrir störf og afkomu þúsunda manna, er ljóst, að þeim, er leiðir slíka starfsemi í áratugi á farsælan hátt eins og Eyjólfur ísfeld Eyjólfsson hefur gert, af óeigingimi og elju, verður ekki nógsamlega þakkað í starfslok. Væntanlega hefur reynsla langr- ar og harðrar baráttu á stundum fyrir tilvemrétti SH sett mark sitt á skoðanir og störf Eyjólfs. Margt er umdeilt og oft em menn ósam- mála um stefnu og athafnir, en slíkt er aðeins eðlilegt hjá stóm fyrir- tæki. Frá því ég fór að fylgjast með hefur ávallt verið tekið á málefnum með festu og stjómsemi. Menn em látnir færa rök fyrir gagnrýni sinni og henni svarað málefnalega. Skörp viðbrögð þegar við á en jafnan sýnd sanngimi og tillitssemi. Greiðvikni og góð ráð hafa fylgt, ef leitað hefur verið eftir. Ég minnist sérstaklega umburð- arlyndis Eyjólfs á einum aðalfundi SH, þegar ég færði í tal, af fákunn- áttu störf og tengsi hans og félags- ins, við starfsemi Verðlagsráðs sjávarútvegsins. Eftir að hafa svar- að gagnrýni minni úr ræðustól með góðum orðum í minn garð, bauð hann mér til sætis hjá sér í kaffi- hléi, hváði frekar og fræddi svo um staðreyndir málsins. Eg lærði ekki aðeins að virða manninn, heldur einnig hvernig farsæll leiðtogi leiðir mál til lykta hávaðalaust. Samtök atvinnulífsins eiga hauk í homi þar sem Eyjólfur er og munu í framtíðinni njóta reynslu hans og víðtækrar þekkingar. Ég veit, að ég tala fyrir munn fleiri en okkar hjá Vogum hf. (H-49) er ég færi Eyjólfí Isfeld Eyjólfssyni, fráfarandi forstjóra Sölumiðstöðvar hraðfrystihúsanna, kærar þakkir fyrir vel unnin störf í okkar þágu og ósk um farsæld og góða daga í framtíðinni. Nýir forystumenn Maður kemur í manns stað. Frið- rik Pálsson, framkvæmdastjóri Sölusambands ísl. fískframleiðenda hefúr tekið við starfí forstjóra SH. Magnús Gunnarsson, fram- kvæmdastjóri Vinnuveitendasam- bands Islands, tók við starfí Friðriks og Þórarinn V. Þórarinsson, aðstoð- arframkvæmdastjóri VSÍ, við starfi Magnúsar. Allir em þessir menn þekktir af góðum verkum og því ástæða til að vera bjartsýnn og bjóða þá velkomna til nýrra starfa. Við væntum mikils af þeim, enda eru tímar mikilla breytinga fram- undan. Afkoman í sjávarútvegi Síðastliðið ár var hefðbundinni fíkvinnslu að mörgu leyti þungt í skauti og bati er ekki í sjónmáli. Nýir markaðir fískafurða hafa dregið úr hráefnisframboði. Fólks- ekla hefur komið í veg fyrir, að hægt sé að vinna físk í verðmætustu pakkningar. Minnkum birgða og hraðari afskipanir hafa ekki skilað sér nægjanlega vel í örara fjár- magnsstreymi eða minni birgða- kostnaði. Almennt hafa hefðbundin sjávarútvegsfyrirtæki átt undir högg að sækja hjá bankastofnunum og viðskiptaðilum. Launaskrið, fjár- lagagöt og erlendar skuldir hafa verið þungur baggi á þessari at- vinnugrein. Þáttur opinberra embættis- manna, ráðherra og annarra al- þingismanna er kapítuli út af fyrir sig í þessum einstæðu aðstæðum. Stjómmálamenn virðast líta á sig sem einhveija „guðfeður", sem, eins Sigurður Tómas Garðarsson „Stóru „efnahagsléns- herrarnir“ Seðlabanki og Þjóðhagsstofnun ganga fram fyrir skjöldu. Á þeirra veg- um beita menn reikn- ingskúnstum danskra einokunarkaupmanna og gera sjávargnll að kopar í efnahagslíf- inu.“ og mafíuforingjar í útlöndum, gera hvað sem er til að halda völdum Skikka menn til eignaafsals á einum stað, en nota eignimar síðan sem atkvæðagjaldmiðil á öðrum. Svo virðist sem hægt sé að hagræða á ótrúlegustu vegu ákvörðunum í sjóðum og stofnunum sjávarútvegs- ins, ef pólitísk völd eru í húfí. Embættismenn haga sér eins og lénsherrar í garði leiguliða. Stóru „efnahags- lénsherrarnir“ Seðlabanki og Þjóðhagsstofnun ganga fram fyrir skjöldu. Á þeirra vegum beita menn reikningskúnst- um danskra einokunarkaupmanna og gera sjávargull að kopar í efna- hagslífinu. í þrengingunum hafa ýmsir gert það gott, eins og sagt er. Svokallað- ir frystitogarar, gámafiskur og flugfískur, nýjar söluvömr hafa skilað eigendum sínum arði síðasta ár. Afkoman í loðnu og rækju tald- ist góð, og eflaust hafa einhveijir fleiri náð árangri, þrátt fyrir þau erfíðu skilyrði sem að framan er lýst. Á undanhaldi í hildarleik hagsmunagæslunnar Sölusamtökin hafa til þessa sinnt þeirri hagsmunagæslu, sem rekin hefur verið fyrir fiskvinnsluna. Fulltrúar kosnir af þeim skipa jafn- an framvarðasveitirnar í samnings- gerð um fiskverð og laun við störf í sjávarútvegi. Engin nefnd eða ráð á vegum hins opinbera er skipuð svo ekki sé beðið um tilnefningu sölusamtakanna, ef þar er fjallað um sjávarútvegsmál. Fyrir nokkr- um árum var Samband fískvinnslu- stöðvanna (SF) stofnað, sem deild innan VSÍ, til að sinna þessum hagsmunamálum. í dagsins önn hefur gengið hægt að færa verkefni frá sölusamtökunum yfir til SF, enda oft erfítt um vik. Fyrir bragðið hefur fískvinnslan orðið undir í hildarleik hagsmunagæslunnar. Friðrik, Magnús og Þórarinn hafa meira og minna unnið að þessum málum og þekkja því alla hnúta og hnökra í kerfínu. Á þess- um tímamótum er kjörið tækifæri, ekki aðeins fyrir þá, heldur einnig okkur sem stöndum að þessum samtökum að endurskoða afstöðu okkar til hinna ýmsu málaflokka. Hreinsa andrúmsloftið og markvisst snúa vöm í sókn. Hér skal minnst á nokkur atriði sem þarfnast breyt- inga. Samræming markaðs og framleiðslu Eins og fyrr segir þarf að skera á milli markaðsstarfa og hags- munagæslu. Það er yfrið starf hjá sölusamtökunum að sinna og sam- ræma markaðinn og framleiðsluna. Vöruskortur og lítið hráefnisfram- boð er að sumu leyti hægt að rekja beint til þeirrar misskildu hags- munagæslu sem samtökin beita sér fyrir í útflutningsmálum og með fjármunatilfærslum á milli markaða og vöruflokka bæði innan samtak- anna og með samþykktum í Verð- jöfnunarsjóði. Það sýndi mikla fyrir- hyggju og nútímaleg vinnubrögð, ef samtökin gæfu eftir sérréttindi sín í útflutningi frystra og saltaðra afurða og hættu að stunda milli- færslu á fjármunum. Á meðan meðlimir og stjórnendur sölusam- takanna geta ekki unnt öðrum en sjálfum sér að starfa við markaðs- mál, þá njóta þeir ekki sannmælis fyrir störf sín. Eins er víst að á meðan framleiðendur fá ekki tæki- færi til að skapa sér sjálfstæðan orðstír og njóta hans í markaðssetn- ingu framleiðslu sinnar, þá leita þeir annað þegar það býðst. Félagsfundir Reglulegir félagsfundir þekkjast ekki í þessari atvinnugrein. Það er ekkert vit í að jafn áhrifamikil samtök og hér um ræðir kalli félaga sína saman aðeins einu sinni á ári eins og nú er gert. Ég veit að aðalfundirnir eru ekki uppörvandi. Þrátt fyrir góðan undirbúning og athyglisverða dagskrá, eins og var á síðustu ársfundum SH, SÍF, og VSÍ, vorum við félagarnir þögulir og umræður með minnsta móti. En það breytist þegar hjólin fara að snúast. Almennir félagsfundir einu sinni á tveggja mánaða fresti væri hæfílegt til að byija með. Líta þarf yfír farinn veg og meta vinnubrögð og árangur í hveiju máli. Jafnframt þarf að leggja á ráðin og skipu- leggja næsta tímabil. Laun og vinnuálag Hlutverk og vægi Sambands físk- vinnslustöðvanna og Landssam- bands íslenskra útvegsmanna (SF og LÍÚ) innan VSÍ, er lítið. Félagar okkar úr öðrum atvinnugreinum hafa gengið óþarflega langt í að senda fjármagnskostnað sinn og launaskriðsreikninga til innheimtu hjá sjávarútveginum. Nýgerðir kjarasamningar verða haldlitlir, ef engin breyting verður á. Eðlilega fækkar þeim, sem fást til að leggja alla sína orku í að draga físk úr sjó og tilreiða hann í markaðsafurð, þegar á sama tíma er dregið úr vinnuálagi í öðrum atvinnugreinum og hverri krónu verðmætaaukning- ar frá vinnuafli í sjávarútvegi er skipulega ráðstafað til að greiða niður kaupgjaldsyfírboð annarra atvinnugreina. Ef menn átta sig ekki á þessari öfugþróun innan VSÍ, er jafn gott fyrir SF og LÍÚ

x

Morgunblaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.