Morgunblaðið - 29.04.1986, Blaðsíða 15

Morgunblaðið - 29.04.1986, Blaðsíða 15
15 getið, voru Kristinn Sigmundsson, Viðar Gunnarsson og Garðar Cort- es, ásamt kórmönnum er sungu nokkur smærri hlutverk, en kórinn var eins og áður mjög góður. Krist- inn var góður í klaustursenunni og Garðar „ofsafenginn" í Di quella pira. Viðar Gunnarsson kom undir- rituðum mjög á óvart og þama er á ferðinni „þrumandi" bassi, sem á ekki nema skrefið að taka til að komast upp á það þrep, þar sem þeir bestu standa. Eitt atriði, sem ekki tilheyrir sýningunni beinlínis, og það er framklappið, þar sem áheyrendur em í aðalhlutverki. Þegar einsöngvarar koma fram, mega þeir ekki koma ofan í klapp annarra, sem á undan era. Slíkt tekur „orðið" af áheyrendum. Annað atriði, sem vel er gert og það er leikskráin, sem er bæði efnismikil og greinargóð. Sá ágæti hópur einsöngvara, sem margsinnis hefur sannað getu sína í að uppfæra óperar meistaranna af miklum glæsibrag, býr við að- stæður sem í raun gera starf þeirra allt mjög erfitt og fjárhagslega ótryggt, að ekki sé meira sagt. Þama þarf um að bæta og skapa þessum starfshópi viðunandi starfs- skilyrði. Þyrfti fyrsta kastið ekki meira en að stofna til svo sem tíu stöðugilda fyrir söngvara. Fyrst um sinn mætti vei nota Gamla bíó fyrir flutning á óperam og með því að binda ráðningu söngvara við ákveð- in hlutverk, hveiju sinni, væri hægt að kalla alla þá til, sem best væra í stakk búnir fyrir hvert hlutverk. að taka höndum saman á öðram vettvangi. Efnahagsleg ofstjórn Leikmaður, sem ver nær öllum sínum tíma í brauðstrit, getur að- eins skoðað efnahagssamhengi þessara máia úr fjarlægð. Því fer lítið fyrir nákvæmum lýsingum á röngum reikningskúnstum, eða vondum hagfræðiforsendum, en meira fyrir þeim tilfinningum, er bijótast út við að sjá afrakstur dagsverka sinna borinn á veisluborð þeirra, er veðsett hafa land og þjóð ium ókomin ár. Hárfín óvirðing og skeytingarleysið, sem æðstu ráða- og embættismenn þjóðarinnar sýna fyrirvinnu sinni í gegnum störf í sjóðum og stofnunum, er lúta að sjávarútvegi, er ekki hægt að láta afskiptalaus miklu lengur. Sjónar- spil með Fiskveiðasjóð, útreikningar þjóðhagsstofnunar og verðskráning íslensku krónunnar era dæmi um pólitiska ofstjóm af verstu gerð og á ekkert erindi í alvöra umræðum um réttláta efnahagsstefnu. Til- gangur og markmið þessara stofn- ana er annað og meira. Fólksflótti er frá landsbyggðinni og úr sjávar- útvegi. Stöðug ásókn er hjá hinu opin- bera, bönkum og öðram þjónustu- aðilum í fjármuni frá sjávarútvegin- um. Lélega nýtingu og litla fram- leiðni, sem gjaman er talað um og marga aðra óáran, sem atvinnuveg- inn hijáir má nær eingöngu skrifa á hina pólitísku ofstjóm. Með góðu eða illu þarf að taka á þessum málum. Tvö áhersluatriði Mig langar í lokin að drepa á tvö atriði, er nýir forystumenn ættu að skoða vel og leggja áherslu á að breyta í næstu framtíð. Hið fyrra er tilhögun gengisskráningar. Hugmynd Verslunarráðs íslands um að leggja niður ísl. krónuna og taka upp gjaldmiðil og gengisskrán- ingu frá annarri þjóð þarf að veita fulla athygli og frekari úrvinnsiu. Hið síðara snertir uppboðsmarkað fyrir landaðan fisk, er ráði verði í stað ákvarðana Verðlagssráðs sjáv- arútvegsins. Núverandi fyrirkomu- lag þessara tveggja þátta í þjóðar- búskapnum veldur því að margra dómi að sjávargull verður að kopar í íslensku efnahagslífi og rekstur sjávarútvegsfyrirtækja að óþörfum hildarleik. MORGUNBLAÐIÐ, ÞRIÐJUDAGUR 29. APRÍL1986 Enn er þó tóm Bókmenntir Jóhann Hjálmarsson Kristinn Reyr: Gneistar til grips Letur 1985 Kristinn Reyr hefur sent frá sér margar ljóðabækur um dagana. Hann hefur löngum verið í hópi þeirra skálda sem freista þess að brúa bilið milli hins gamla og nýja í ljóðlistinni, yrkir jöfnum höndum hefðbundið og óhefðbundið. Á sjötta áratugnum nálgaðist hann þó form- byltingarmenn í skáldskap með bók eins og til að mynda Tumar við torg (1954). Mörg Ijóða Kristins Reyrs era vel orðuð og lýsa þó nokkurri hug- kvæmni. Nýjasta bók hans, Gneist- ar til grips, er til marks um þetta. í þessari bók kynnumst við fullmót- uðu skáldi og manni sem er reynsl- unni ríkari. Þessi maður er gagn- rýninn og hefur margt á homum sér í samtíðinni, en kann þó að gera góðlátlegt grín að öllu saman. Samt era merki um beiskju hjá honum. Þannig stendur til dæmis í Eyðublaði: „Hafi mér hugkvæmst að yrkja/ hvergi komst það á blað/ forlögin útvöldu miklu færari penna/ að framkvæma það.“ Yfirsýn er eins konar eftirmæli aldarinnar: í hillingaljóma hófst þessi öld og hátíðarandinn fyrirheit gaf um frelsi ogfrið. En minningar vitna um myrka tíma og miður er rætt að vera en vera búinn aðvera Kristinn Reyr því hryðjuverk aldar af himni féll i herrans nafni og geimkrabbar skulu grúfa með tiltækt gjömingablek. Enn erþótóm aðelskaþig heitar af allrisálu guðmammon vor á grænum friðsælum grandum. Það er efasemdarmaður sem talar í þessu ljóði og á fleiri stöðum í Gneistum til grips. Ekki er Krist- inn Reyr einn um slíkar efasemdir. Það sem gildir er aftur á móti að orða þær með þeim hætti að eftir sé tekið. Þótt Kristinn Reyr sé skorinorður og víða hnyttinn er þó vafamál að orð hans nái til margra. Boðskapurinn er sjaldan í nógu listrænum búningi, orðinn nokkuð slitinn og framsetningin líka. Kristinn Reyr hefur ort vel, en Ijóð hans era ákaflega misjöfn að gæðum. Bókalisti hans er orðinn eins langur eins og fyrr segir. Gneistar til grips era á margan hátt geðfellt verk. En Ijóðin era sjaldan meira en laglega orðaður kveðskap- ur. Gott dæmi er að finna í Bijóst- mynd: „Hríðskjálfandi tek eg/ handfylli af þoku/ og fálma eftir fangi/ af þessari líka þoku/ og hnoða og móta/ úr hrímþokusátu/ og hafþokugalta/ bijóstmynd af þér/ sem betur værir/ í áfanga komin/ að ylja mér.“ Þessir bflar eru tilvalin lausn á flutn- ingaþörf flestra fyrirtækja og ein- staklinga. MAZDA „E" sendibílarnir hafa nú þegar sannað ágæti sitt við alls kyns aðstæður hérlendis. Þeir eru sérlega rúmgóð- ir, þýðir og léttir í akstri með1200—1700 kg.burðarþoliog fást í5 mismunandi útgáfum: Lokaðir sendibílar, sendibílar með gluggum og sætum fyrir 6 manns, fólksflutningabílar með sætum fyrir 9—12 manns, pallbílar með sætum fyrir 3 og pallbílar með tvöföldu húsi og sætum fyrir 6 manns. Vélargerðir eru 2: 2.2L dieselvél eða 2.0L bensínvél. Við eigum nú til afgreiðslu strax örfáa af þessum frábæru bíium á mjög hagstæðu verði: Lökaður bíll með bensínvél.....................Kr. 556.000 Bíll með gluggum, 6 sætum, dieselvél og vökvastýri ..................................... " 667.000 Pallbíll með 3 sætum og bensínvél........ " 532.000 Pallbíll með tvöföldu húsi, 6 sætum og dieselvél ...................................... " 666.000 gengisskr. 21.4.86 Sýningarbíll á staðnum. Opið laugardaga frá kl. 1—5. BILABORG HF. SMIÐSHÖFÐA 23 SÍMI 6812 99 Höfundur er framkvæmdastjóri fiskvinnslu í Vogum.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.