Morgunblaðið - 29.04.1986, Qupperneq 16
16
MORGUNBLAÐIÐ, ÞRIÐJUDAGUR 29. APRÍL1986
Könnun á umfangi skattsvika:
„Þessar niðurstöður
koma ekki á óvart“
— segir Friðrik Andrésson varaformað-
ur Meistarasambands byggingamanna
NIÐURSTÖÐUR könnunar
sem gerð var á vegum fjár-
málaráðherra þar sem með-
al annars er fjallað um
umfang skattsvika benda til
þess að mikið sé um nótulaus
viðskipti í vissum atvinnu-
greinum. Samkvæmt könn-
uninni er mest um þetta í
byggingagreinum og bíla-
þjónustugreinum.
„Við höfum reynt að beijast
gegn þessari svörtu starfsemi og
margoft ályktað um þessi mál á
þingum okkar," sagði Friðrik
Andrésson varaformaður Meist-
arasambands byggingarmanna
er Morgunblaðið spurði hann álits
á niðurstöðum könnunarinnar.
„Þessar niðurstöður koma ekki á
óvart og við teljum að hér þurfi
að verða breyting á. Við vitum
að í þessari atvinnugrein er viss
svört starfsemi á ferðinni. Hún
er ef til vill mest stunduð í við-
gerðaþjónustu, en minna í sam-
bandi við nýbyggingar.
Það er erfítt að hafa eftirlit
með þessu því hér er um svo
marga aðila að ræða. Ég held
að til dæmis sé mikið um skatt-
svikamál hjá þeim íjölda manna
sem taka að sér húsaviðgerðir,
en hafa engin réttindi til þess.“
„Því miður þrífst mikið af
svokölluðum skúraviðskiptum í
kringum bílaviðgerðir og það
virðist vera erfítt að stöðva
þetta,“ sagði Þórir Jensen for-
maður Bílgreinasambands ís-
lands. „Þetta hefur lengi verið
vandamál vegna þess að þeir sem
standa eðlilega að þessum við-
skiptum tapa vinnu til þeirra sem
stunda nótulaus viðskipti."
Þórir sagði að ekki væri hægt
að fullyrða neitt um þessar niður-
stöður. Það væri ef til vill verið
að ganga of langt ef persónuleg
greiðasemi er tekin með í dæmið,
það er að segja þegar gert er við
bíla fyrir vini og kunningja án
þess að það sé gefíð upp til skatts.
Arnfríður ísaksdóttir formaður
Hárgreiðslumeistarafélags Is-
lands sagði að það væri ótrúlegt
að nótulaus viðskipti færu fram
á hárgreiðslustofum. „Fyrir all-
mörgum árum voru hárgreiðslu-
stofur skyldaðar til að hafa kassa
með tvöfaldri rúllu. Viðskiptin
fara því fram á sama hátt og í
verslunum og því á ekki að vera
hægt að stunda skattsvik. Ég hef
aldrei heyrt um neitt slíkt, en
auðvitað er aldrei hægt að full-
yrða neitt um þetta," sagði Am-
fríður ísaksdóttir.
opnunin, sem er ættuð beint úr Power Vestur Norður Austur Suður
Precision. Þeir græddu vel á henni í — — Pass 2 lauf
spili 15. Austur gefur; A/V á hættu. Pass 2 tíglar Pass 2 hjörtu
Pass Pass 2 spaðar 4 spaðar Pass Pass 2grönd 5 lauf
Pass 5 grönd Pass 6grönd
Norður Pass 7 grönd Allirpass
Morgunblaðið/Gunnlaugur Rögnvaldsson
LANDSLIÐ íslands sem kemur til með að keppa á Norðurlandamótinu í júní nk. Frá vinstri: Sigurður,
Þórarinn, Valgerður Kristjánsdóttir kvennalandsliðskona, sem þama er til að skrásetja spil og sagnir,
Jón og Sigurður.
Þórarinn Sigþórsson og Þorlákur Jóns-
son Islandsmeistarar í tvímenningi
ÞÓRARINN Sigþórsson og Þor-
lákur Jónsson fóru með sigur af
hólmi í íslandsmótinu í tvímenn-
ingi, sem fram fór um síðustu
helgi á Hótel Loftleiðum. Sigur
þeirra félaga var nokkuð örugg-
ur; þeir tóku forystuna snemma
móts og héldu henni nær óslitið
til enda. Vinningsskorin var þó
ekki sérlega há í þetta sinn, eða
175 stig. I öðru sæti urðu Guð-
laugur R. Jóhannsson og Orn
Arnþórsson með 135 stig, en
Karl Logason og Svavar Bjöms-
son höfnuðu í þriðja sæti með
133 stig.
Þorlákur og Þórarinn spila mjög
flókið kerfi. Það er að mestu leyti
byggt á Power Precision-kerfínu, sem
Bandaríkjamennimir Alan Sontag og
Peter Weichsel gerðu frægt fyrir
nokkrum árum, en einstaka opnanir
eru þó frábrugðnar í kerfí íslands-
meistaranna. En þó ekki tveggja laufa
♦ ÁK83
V 732
♦ ÁG64
♦ ÁK
Vestur
♦ DG109
¥109
♦ 10952
♦ 972
Austur
♦ 7654
¥ G865
♦ KD8
♦ 85
Suður
♦ 2
¥ ÁKD4
♦ 73
♦ DG10643
Þórarinn hélt á spilum suðurs og
vakti á tveimur laufum, sem sýnir að
minnsta kosti sex lauf og venjulega
opnun, 12—16 punkta. Sagnir þróuð-
ust svo þannig:
ÆVINTYRAHEIMUR THAILANDS:
Allt
sem þér hefur dottið í hug
fyrir verð sem þér hefur
aldrei dottið í hug.
Vegna sérstakra samninga SAS og
Flugleiða er þér nú gert kleift að
kynnast ótrúlegum ævintýraheimi
Thailands í heila 17 daga fyrir enn
ótrúlegra verð; 52.249,- krónur per
mann í tveggja manna herbergi. Og
það er ekki eftir neinu að bíða;
brottfarir eru alla þriðjudaga a.m.k.
út maí. í september byrjar svo gaman-
ið aftur.
Aukavika
fyrir kr. 3.698,-
Gist er í 4 nætur í Bangkok og 10
nætur á óviðjafnanlegri Pattaya strönd-
inni. Þar er dvalið á fyrsta flokks hóteli
og aukavika kostar aðeins 3.698,-
krónur. Það er frábært verð fyrir allar
þær vellystingar sem í boði eru.
Einnig er hægt að gista á lúxushóteli
og verðið hækkar þá aðeins um litlar
5.994,- krónur. íburðurinn á þessum
hótelum er engu líkur.
Aukavika í Singapore
fyrir 9.828,- krónur.
Þú getur líka farið í sérferð til Singa-
pore. Þar er gist á enn einu lúxushótel-
inu og til að kóróna allt er þar boðið
uppá 3ja daga skipsferð til Indónesíu
og ógleymanlega siglingu með einka-
snekkju.
Allar nánari upplýsingar um þetta ein-
staka ævintýri eru veittar á næstu ferða-
skrifstofu og söluskrifstofum Flugleiða.
FLUGLEIÐIR
S4S
Tveir tíglar Þorláks voru spumar-
sögn, og tvö hjörtu Þórarins lofuðu
fjórlit í öðrum hvorum hálitnum. Tveir
spaðar spurðu hvor háliturinn það
væri og tvö grönd sögðu frá hjarta.
Stökk Þorláks í fjóra spaða spurði
um ása og Þórarinn sýndi einn með
fímm laufum. Þá komu fímm grönd,
sem í þessari stöðu er spuming um
gæði hjartalitarins. Svar Þórarins á
sex gröndum sýnir að minnsta kosti
tvo af þremur efstu. Þar með getur
Þorlákur talið af nokkru öryggi upp
í 12 slagi og séð óteljandi möguleika
á þeim 13. Hann lyfti því í sjö grönd.
Eins og við var að búast fékk Þórar-
inn út spaðadrottningu. Ef hjartað
fellur eru slagimir orðnir þrettán án
fýrirhafnar, en þótt það falli ekki er
Iiklegt að spilið vinnist á einfaldri eða
tvöfaldri kastþröng. Þórarinn drap á
spaðaás og tók strax spaðakóng. Síð-
an ás og kóng í laufi og spilaði sig
heim á hjarta til að renna laufunum.
Áður en hann tók siðasta laufíð var
staðan þessi:
Vestur Norður ♦ 83 ¥2 ♦ ÁG ♦ - Austur
♦ DG ♦ -
¥10 ¥ G86
♦ 109 ♦ KD
♦ - ♦ -
Suður ♦ - ¥ KD4 ♦ 7 ♦ 3
I siðasta laufíð kastaði Þórarinn
spaða úr blindum. Þrýstingurinn á
austur var nú orðinn of mikill, hann
var dæmdur til að henda frá öðmm
rauða litnum og gefa þar með 13.
slaginn. Það þarf ekki að taka það
fram að þetta spil gaf þeim Þórami
og Þorláki mjög góða skor.
Það sem kom kannski einna mest
á óvart á þessu íslandsmóti var að
Jón Baldursson og Sigurður Sverris-
son skyldu aldrei blanda sér alvarlega
i toppbaráttuna. Það er sjaldgæft að
þeir endi undir þriðja sæti í tvímenn-
ingsmótum, en í þetta sinn fóru þeir
illa af stað og náðu sér aldrei almenni-
lega á strik eftir það.
í lokin er hér listi jrfír 10 efstu
pörin í mótinu:
Þórarinn Sigþórsson
— Þoriákur Jónsson
Guðlaugur R. Jóhannsson
— öm Amþórsson
KarlLogason
Svavar Bjömsson
Jón Þorvarðarson
— Þórir Sigursteinsson
Ragnar Magnússon
— Valgarð Blöndal
Ingvar Hauksson
— Sverrir Kristinsson
Jón Baldursson
— Sigurður Sverrisson
Guðmundur Pétursson
—Jacqui McGreal
Rúnar Magnússon
— Stefán Pálsson
Stefán Guðjohnsen
— Þórir Sigurðsson
176
136
133
106
83
82
69
68
68
36