Morgunblaðið - 29.04.1986, Side 22
22
MORGUNBLAÐIÐ, ÞRIÐJUDAGUR 29. APRÍL1986
SIEMENS
jí
z
SIEMENS — hrærivélin MK 4500:
Verð
Fyrirferðarlítil og fjölhæf og
allir aukahlutir fylgja meö!
• þeytir, hrærir, hnoðar,
aðeins
stgr. 8.890.-
• rífur, sker, saxar, hakkar og blandar
bæði fljótt og vel.
Siemens — stendur ætíö fyrir sínu.
Siemens — einkaumboö:
SMITH & NORLAND HF.,
Nóatúni 4, 105 Reykjavík.
Sími28300.
MARKAÐS*
SETNING
Ferðamanna-
þjónustu
Senn llður aö þeim tlma árs sem feröamanna-
straumurinn til landsins er sem mestur. Til aó
aðstoöa þá sem aö þessum málum starfa, ætlar
Stjórnunarfélagió aö halda námskeiö sem gerir
grein fyrir markaössetningu feröaþjónustu á
íslenskum markaöi.
Námskeiö þetta er ætlaö öllum sem starfa viö
sölu- og markaösmál innan ferðamálafyrirtækja
s. s. hótela, ferðaskrifstofa, veitingastaða og
farþegaflutninga. Einnig þeim sem starfa innan
héraðssamtaka eóa opinberra stofnana sem
hafa meö feröamál aó gera.
EFNI:
- HVAÐ ER MARKAÐSSÓKN?
- FERÐAVENJUR
- VERÐLAGNING
- SALA
- ALMENNINGSTENGSL-AUGLÝSINGAR O.FL
- ÁÆTLANAGERÐ
LEIOBEINENDUR: Bjarni Sigtryggsson, viðskipta-
fræöingur frá Norska Markaösháskólanum I Osló
og Feröamáladeild Héraösháskólans I Lille-
hammer. Björn Lárusson, markaösfræöingur hjá
Skrifstofuvélum hf. Nam vió Héraösskólann I
Lillehammer markaös- og skipulagsmál
^ .1.
ÚTFLUTNING5 OG
MARKADSSKÓLIÍSLANDS
feróamála.
Ánanaustum 15■ 101 Reykjav(k-&91-621063-Tlx2085
Saga úr sveitinni
Hugleiðing um landbúnaðarmálin
eftirÞórð
Ingimarsson
í júní 1986.
Kvöldskuggarnir eru famir að
teygja sig sfkilkom austur af húsun-
um og vinnutíma flestra lands-
manna lokið, þegar bóndinn gengur
upp brekkuna í átt til fjósbygging-
arinnar. Þegar hann er kominn að
hlöðuveggnum snýr hann sér við
og horfir niður eftir túninu. Augun
stansa augnablik við íbúðarhúsið
með kvistunum tveim móti vestri,
en síðan horfír hann yfir grænt
túnið og punturinn stendur tein-
réttur í logninu. Sunnan girðingar-
innar kemur kúahópur neðan frá
neðstu spildunni við ána og stefnir
heim að hvítmáluðu fjósinu, sem
gnæfir yfir lautir og leiti. Bóndinn
virðir kýmar fyrir sér. Fallegur
hópur, flestar rauðar eða brúnkoll-
óttar. Það er búið að ieggja mikla
vinnu að kynbæta þennan stofn
undanfarin ár. Reikna út afurðir,
leita eftir sæði nauta sem getið
hafa af sér góða afurðagripi og í
fyrra keypti hann tölvu sem nú
geymir í minni sínu upplýsingar um
þessa gripi, svo sem fóðurkostnað,
kostnað við hýsingu og umhirðu og
svo afurð hverrar skepnu. Hann
getur á augabragði reiknað út
arðsemi hennar og sagt til um hvort
eigi að gefa henni og mjólka eða
hvort hún sé betur komin sem
„nautahakk" í einhvetju kæliborði.
Kýmar koma í nokkmm hópum.
Sumar em komnar á fjóshlaðið og
í síðasta hópnum em einar tíu kýr.
Þær em vorbærar og þung júgrin
aftra þeim frá léttri trimmgöngu
upp túnið. Bóndinn hallar sér upp
að veggnum og virðir þennan síð-
asta kúahóp fyrir sér. Þær em allar
brúnkolóttar og hver um sig gefur
af sér meira en 20 lítra af mjólk á
sólarhring. Ef þær væm famar
þessar gæti ég haldið mig við kvót-
ann. Og rétt sem snöggvast verður
bóndanum hugsað til þess, að þess-
ar tíu vorbæmr hnígi niður á slátur-
húsgólfið með gat í enni, blóðið
velli og kjötskrokkar verði halaðir
upp í gálga, bíðandi þess að verða
gúllas, fille og lundir á borðum með
ofnbökuðum kartöflum frá Hol-
landi, sósu frá Noregi og rauðvíni
frá Frakklandi. Bóndinn víkur
hugsuninni frá sér, kyngir munn-
vatninu sem farið var að minna
hann á hversu rauðvínslegið nauta-
kjöt er gómsætt og lítur upp. Þessar
tíu em komnar í hópinn. Það er
best að fara í fjósið og um leið og
hann gengur í áttina að fjósdymn-
um kemur konan í hlaðið á Subar-
únum. Yngri bömin em í aftursæt-
inu og fyrir aftan em kassar með
lífsnauðsynjum sem keyptar hafa
verið útí kaupfélagsreikning sem
ekkert kemur inná fyrr en í haust
að nýtt verðlagsár byijar. Hún
hefur verslað með meira móti fyrir
þessa helgi. Hún á von á gestum.
Bróðir hennar, sem er heildsali í
Reykjavik er væntanlegur í helgar-
heimsókn með íjölskylduna.
Gamall vandi
Konan fer að bera inn úr bílnum
og bóndinn tekur sloppinn sinn af
snaga í mjólkurhúsinu, klæðir sig
í hann, opnar fjósdymar og kýmar
taka að renna á bása sína. Mjalta-
vélin gengur og bóndinn fer með
spenahylkin kú af kú. Þau sjúga
mjólkina úr júgmnum og hún renn-
ur eftir vatnsrömm beint í mjólkur-
tankinn, þar sem hún endar ferð
sína á vegum bóndans. Hann er í
eðli sínu stoltur við mjaltimar.
Þama á hann mikið verk að baki.
Fyrir tólf ámm, þegar hann tók við
jörðinni eftir föður sinn og föður-
bróður, byggði hann ris ofan á íbúð-
arhúsið. Nú var það stórt og rúm-
gott fyrir eina fjölskyldu, þar sem
tvær fjölskyldur höfðu búið á neðri
Þórður Ingimarsson
„Hann vann nótt og dag
a.m.k. yfir vor- og
sumarmánuðina og þau
hjónin höfðu aðeins
tvisvar f arið í f rí á tólf
árum. En með því að
auka framieiðsluna
myndi hann hafa það.
Hann hafði stundum
heyrt minnst á smjör-
fjall og síðan var farið
að kalla það offram-
leiðslu, en raunveru-
lega hvarflaði aldrei að
honum að það ætti við
hann.“
hæðinni einni, þegar hann var að
alast upp. Svo hófst hann handa
við að byggja fjósið.
Hann hafði í fyrstu ætlað sér að
byggja yfír 40 kýr. Hann hafði talið
sig ráða sæmilega við það, þótt
gömlu mennimir hafi aldrei haft
meira en 30 en þeir bjuggu nú með
sauðkindina líka. En þá kom hann
að fyrsta vandamálinu. Það var
ekki unnt að fá teikningu af minna
fjósi en fyrir 60 kýr, hvort sem
honum líkaði betur eða verr. Hann
hugleiddi að láta sérteikna fjósið.
Fá arkitekt sem hann þekkti vel til
að gera það fyrir sig. Hann gæti
látið hann hafa nautakjöt í dálítinn
tíma í staðinn og það ættu ekki að
vera svo slæm skipti fyrir hann.
En þá kom næsta vandamál. Engin
lán fengust úr fjárfestingarsjóði
landbúnaðarins, stofnlánadeildinni
út á fjós undir lágmarksstærð.
Hann hugleiddi að leita til gamals
kunningja síns sem var orðinn
bankaútibússtjóri I héraðinu en sá
fljótt að þótt hann myndi eflaust
reynast sér vel dygði það ekki til
og þær lánveitingar sem hann réði
yfir væru alltof óhagkvæmar og til
of skamms tíma.
Hann hófst því handa við að
byggja 60 kúa íjósið með áburðar-
kjallara sem uppfyllti öll þau skil-
yrði sem ráðamenn í landbúnaði
töldu þurfa, svo að kúnum liði vel,
hann framleiddi nóg til að standa
undir stofnkostnaði og síðast en
ekki síst að eignin væri veðhæf.
Tengdamóðir hans í Reykjavík
gaf honum veðleyfi í tveggja her-
bergja íbúð sem hún átti og leigði
út og vinurinn í bankanum veitti
honum framkvæmdalán til að byija,
þótt bankinn sem hann stjómaði
héti ekki Búnaðarbanki. Jámbenti
mykjukjallarinn með steyptu hell-
unni reis upp á meðan veðið í íbúð-
inni fyrir sunnan kláraðist.
Sextíu kýr þurftu meira hey að
éta en 35 og 200 rollur. Túnið gaf
það ekki af sér eins og það var og
til að ná hámarksframleiðslu á
sumrin var æskilegt að beita kúnum
eingöngu á ræktað land. Það höfðu
gömlu mennimir aldrei gert. Það
varð því að rækta móana norðaust-
ur af bænum. Til að framkvæma
jarðvinnsluna vantaði stórvirkari
tæki. Gömlu Fergusonamir réðu
ekki við það verkefni þótt þeir væru
rauðir á litinn. Og bóndinn keypti
fjórhjóladrifinn traktor og jarð-
tætara. Til að spara og jafnframt
auka hin daglegu þægindi við vinnu
á dráttarvélinni valdi hann vél frá
Austur-Evrópu. En þegar stórtæk-
um aftanítækjum fjölgaði og Zetor-
inn gekk lengur og lengur vildi
hann taka sér pásur sem verkalýðs-
sinnaðri vél frá sósíalismanum
sæmdi og tók að bila annað slagið.
Bóndinn sá að við svo búið mætti
ekki standa. Kunninginn í bankan-
um kom nú aftur til bjargar og svo
kaupfélagið og að þessu sinni var
keyptur Ferguson með framdrifí og
húsi til að létta á vinnulúnum Zet-
ornum.
Afleiðingarnar
Ifyrsti kúahópurinn yfirgefur
flósið eftir mjaltir og bóndinn sér
úr fjósdyrunum að Reykjavíkurbíll
er kominn í hlaðið og háværar
krakkaraddir hljóma úr fjarska.
Auðvitað varð að auka framleiðsl-
una. Kostnaðurinn óx ár frá ári.
Vextir hækkuðu. Afborganir urðu
stærri og stærri hluti útgjaldanna.
Það varð að beita aðhaldi og hag-
ræðingu ef þetta ætti að takast.
Með stöðugum kynbótum, losa sig
við afurðaminni gripi, fóðurbætis-
gjöf í fullu samræmi við afurðagetu
hvers grips tókst honum að ná tölu-
verðum tökum á tilkostnaði og ná
hámarksframleiðslu miðað við
kostnaðareiningu. Samt var þungt
fyrir dyrum þótt honum tækist að
mestu að standa í skilum. Hann
vann nótt og dag a.m.k. yfir vor-
og sumarmánuðina og þau hjónin
höfðu aðeins tvisvar farið í frí á tólf
árum. En með því að auka fram-
leiðsfuna myndi hann hafa það.
Hann hafði stundum heyrt minnst
á smjörfjall og síðan var farið að
kalla það offramleiðslu, en raun-
verulega hvarflaði aldrei að honum
að það ætti við hann. Menn voru
enn þá hvattir til að byggja stór
fjós og auka við sig og takast
þannig á við vandann.
Síðustu kýmar yfirgáfu fjósið og
bóndinn hélt heim til fjölskyldunn-
ar. Meðan hann var í sturtu var
hann að hugsa um heildsalann. Þótt
þeir væru svona mikið tengdir höfðu
þeir eiginlega aldrei átt neitt sam-
eiginlegt. Þeir hugsuðu ekki eins,
álitu ólíka vegi liggja að markmið-
um sem í eðli sínu voru ekki alveg
eins ólík og ætla hefði mátt. Hann
hafði flutt inn smávöru og sælgæti
en fundist of lítið út úr því að hafa
miðað við fyrirhöfn að selja litlar
einingar. Svo að hann fór að flytja
inn vélar t.d. fyrir báta og súg-
þurrkanir. Þær voru stærri eining-
ar, meiri velta og færri færslur og
fyrirhafnir. En svo komu erfíðleikar
og kvótar hjá þessum undirstöðuat-
vinnugreinum og lítil endumýjun
átti sér stað þar og lítið út úr því
að hafa að selja þeim rekstrarvörur.
Og því fór með þær eins og svissn-
eska súkkulaðið og hann fór að
flytja inn vodka. Menn hætta þó
ekki að drekka þótt annað fari til
fjandans, hafði hann sagt.
Þegar bóndinn kom upp í stofu
var fólkið að setjast að snæðingi.
Konan hafði steikt nautalundir af
kálfínum sem slátrað var til heimil-
isnota og til að flýta fyrir og losna
við að flysja hafði hún keypt nokkr-
ar stórar hollenskar kartöflur og
bakað í ofninum. Á borðinu stóð
flaska af frönsku rauðvíni. Þau