Morgunblaðið - 29.04.1986, Blaðsíða 23
MORGUNBLAÐIÐ, ÞRIÐJUDAGUR 29. APRÍL 1986
23
Hver vegnr að sjó-
mannastéttinni?
Svar til Guðmundar Hallvarðssonar
formanns Sj ómannaf élag-s Reykjavíkur
mötuðust, ræddu saman og má vera
að bóndinn hafi verið fremur fáorð-
ari en hin, ef talið beindist að
samdrættinum í landbúnaðinum
eyddi hann því. Eftir matinn sótti
heildsalinn vodkaflösku í skottið á
BMW-inum og þeir fundu á sér og
heildsalinn sagði að bregðast þyrfti
við hverjum vanda á réttan hátt.
Ef eitthvað gæfí ekki góða raun
yrði að reyna annað. Það er nú
ekki eins auðvelt með landbúnað-
inn, sagði bóndinn, þetta er nú í
fastari skorðum þar. Við höfum
verið hvattir til að halda áfram að
auka við okkur og nú er allt komið
úr böndunum. Þetta var fyrirtaks
nautakjöt sem við borðuðum í kvöld,
sagði heildsalinn og hagræddi sér
í sófanum. Þú ættir að framleiða
meira af því. Það er alltaf hægt
að selja það. Hefurðu nokkurn tíma
reynt að setja niður kartöflur. Nei,
sagði bóndinn, er ekki til meira en
nóg af þeim. Það eru alltaf til leið-
ir, ef rétt er staðið að hlutunum,
sagði heildsalinn. Innflutningur er
fijáls á kartöflum og þá er sama
hvort ég kaupi þær frá Hollandi eða
úr Húnavatnssýslu ef þær eru góð-
ar, jafnvel frá Grímsey. Þeir fengu
sér aftur í glösin og töluðu meira
en þeir höfðu lengi gert.
A eftir þegar björt nóttin var
skollin á og fólkið gengið til náða
iá bóndinn á bakinu og horfði upp
í hvítmálað loftið. Hann hafði ekki
getað sofnað. Konan leit upp og sá
að hann var vakandi. Er ekki allt
í lagi, spurði hún og settist upp. Ég
er bara að hugsa, sagði bóndinn
og konan lyfti náttserknum upp
yfír höfuðið, lagði hann frá sér á
náttborðið og laut yfir mann sinn.
Á eftir þegar konan var sofnuð
náttserkslaus klæddi bóndinn sig í
gallabuxur og peysu og gekk út.
Hann gekk niður á túnið og settist
á lítið barð. Hann horfði yfir landar-
eignina og ána fyrir neðan sem var
mórauð og vatnsmiki) í júníhitan-
um. Ég gæti haft meira en 40 kálfa
á þessu landi. Siðan leit hann upp
í brekkurnar fyrir norðan túnið og
sá að þar mætti rækta eitthvað af
kartöflum og taka þær upp með
ekki miklum tilkostnaði. Og fyrir
neðan væri ágætt svæði fyrir sum-
arhús. Það þyrfti aðeins að leggja
veg frá aðalveginum og koma upp
girðingu. Hann gæti ábyggilega
selt nokkrar lóðir og fjárfest í
skuldabréfum. Hann þekkti menn
fyrir sunnan og e.t.v hefðu hann
og heildsalinn um meira að tala og
saman að sælda en hingað til hefði
virst. En hann yrði að verða á undan
öðrum að hefjast handa og ná
markaði. Hvernig færi ef allir
mjólkurframleiðendur væru að
hugsa um það sama núna ...
Höfundur starfar við útgáfumálí
Reykja vík og tekur þátt í búskap
fjölskyldu sinnar í Eyjafirði.
eftir Sigurjón Valdimarsson
Fyrir nokkrum áratugum voru
geðveilir menn, fjölfatlaðir, jafnvel
áfengissjúklingar og sjálfsagt fólk
haldið ýmsum öðrum sjúkdómum,
kallaðir einu nafni aumingjar. Um
þá og þeirra fötlun mátti ekki tala
eða skrifa, vegna þess að það var
smán og niðurlæging fýrir aðstand-
endur. Síðar lærðist mönnum að
umfjöllun var aðeins til góðs, vegna
þess að umfjöllunin leiddi í ljós að
margt mátti gera til hjálpar „aum-
ingjunum", og sú hjálp kom að-
standendum þeirra ekki síður til
góða. Þar með skyldi maður ætla
að öll hugsun um pukur með
„smán“ heyrði fortíðinni til. En
eftirlegukindur geta leynst víða og
ein þeirra, Guðmundur Hallvarðs-
son formaður Sjómannafélags
Reykjavíkur, skrifaði grein, sem
birt var í Morgunblaðinu 22. apríl
sl. Grein sína kallar hann „Vegið
að sjómannastéttinni", og henni er
beint að Sjómannablaðinu Víkingi
og þrem viðtölum sem birt eru þar,
í 3. tbl. 1986, og er um fíkniefna-
smygl og neyslu þjóðarinnar á slík-
um efnum og sérstaklega þætti sjó-
manna í þeirri ósvinnu.
Heggur sá sem
hlífa skyldi
Guðmundur hefur nánast allt,
sem fram kemur í viðtölunum, á
hornum sér, en einkum virðist
tvennt fara fyrir brjóstið á honum;
að sjómannablað skuli fjalla um
þann smánarblett sem smyglarar
og neytendur eiturlyfja eru á sjó-
mannastéttinni og þó sérstaklega
þann hluta viðtalanna þar sem vikið
er að þeim möguleika að mikið
vinnuálag og fíkniefnaneysla geti
haft áhrif til aukningar á vinnuslys-
um til sjós.
Þar heggur sá er hlífa skyldi.
Formaður Sjómannafélags Reykja-
víkur ætti að fagna allri umræðu,
sem varpað getur einhvetju lósi á
alltof háa og síaukna slysatíðni um
borð í íslenskum skipum. En það
virðist hann ekki skilja, hvernig sem
á því kann að standa. Ég skal víkja
nánar að þessu atriði.
Meidsl og örkuml
lítið verð
Á árunum 1972—’81 urðu að
jafnaði 296,7 bótaskyld slys á sjó,
flest urðu þau 322 árið 1972 en
fæst 266 árið 1974. Árið 1982 urðu
bótaskyld slys um borð í skipum
287, 363 árið 1983, 437 árið 1984
og 459 árið 1985. Tala síðasta árs
gæti átt eftir að hækka enn, því
ekki er víst að öll kurl séu komin
til grafar. Þetta er uggvænleg þró-
un og það þrátt fyrir stöðugar og
stórstígar framfarir í öryggisbúnaði
skipa, mikla og góða umfjöllun og
fræðslu um öryggismál sjómanna
og þá staðreynd að skipum hefur
frekar fækkað hin síðari ár, eða úr
903 árið 1979 í 828 um síðustu
áramót. Þar er átt við þilfarsskip,
önnur en hvalveiðiskip. Skil ég
Guðmund rétt, að honum þyki
meiðsl og örkuml 459 íslenskra sjó-
manna á einu ári lítið verð fyrir
þögn um „smánina"? Sé svo, er
hann á rangri hillu sem verkalýðs-
leiðtogi.
Fúkyrði að blað-
inu og mér
Aldrei gerði ég ráð fyrir öðru en
að einhveijir menn mundu rísa upp
í nafni sjómannastéttarinnar og
hrópa fúkyrði að blaðinu og mér
fyrir að hefja umræðu um þá viður-
styggð sem eiturlyijasmygl og sala
er í hugum allra góðra manna. Ég
bjóst við að þar yrðu fiemstir í
flokki þeir sem hafa fjárhagslegra
hagsmuna að gæta og handbendi
þeirra. En aldrei hvarflaði að mér
að maður úr forystusveit sjómanna
mundi snúast gegn blaðinu fyrir að
það vill leggja þeim stóra hluta sjó-
mannastéttarinnar lið, sem vill
losna við allt eiturlyfjapakkið úr
stéttinni.
Kaupa lúxus fyrir
líf æskunnar
{ allri þeirri umræðu sem orðið
hefur síðan 3. tb. Víkingsins kom
út með þessum umræddu viðtölum,
hefur margt komið mér á óvart.
Það hefur t.d. komið mér mjög á
óvart hversu margir hafa haft
samband við mig, fólk sem skildi
hvert er stefnt með þessari umfjöll-
un, og hvatti mig til að fylgja fast
eftir þeirri umræðu sem fór í gang.
Þetta fólk veit að hundruð ung-
menna eru svo illa farin af neyslu
eiturlyfja að þeirra bíður ekkert
nema eymd og dauði á ungum
aldri. Þetta fólk hefur viðbjóð á
þeim lítilmennum sem kaupa sér
lúxus og óhóf fyrir líf æskunnar í
landinu. Þetta fólk veit að engin
starfsstétt getur þvegið hendur sín-
ar af slíkum ómennum, ekki heldur
sjómenn. Þetta fólk metur mikils
að blað sjómanna skuli hrinda af
stað umræðu, sem gæti orðið lög-
gæslunni mikil hjálp og uppörvun,
ef vel er á haldið, í baráttunni við
ófögnuðinn, og þar með sjómönnum
eins og öllum öðrum landsmönnum
til góðs í framtíðinni.
*
Eg þakka þér
Guð...
Mér komu þó á óvart viðbrögð
svokallaðra „forystumanna". Full-
trúi í fíkniefnadeild lögreglunnar,
nokkrir skipstjórar og nú formaður
Sjómannafélags Reykjavíkur hafa
fyllst steigurlæti og benda á að
ekkert mark sé takandi á mönnum
sem einu sinni hafa ánetjast fég-
ræðginni og fíkninni. Mér finnst
aldeilis með eindæmum ótrúlegt
hvað þessir ábyrgu „frammámenn"
geta lagst lágt þegar þeir slá á
framrétta hjálparhönd manna sem
gjörþekkja vandann sem við er að
fást, með þeim orðum að það sé
ekkert að marka þessa menn, þeir
séu bara að gera sig breiða. Mér
þykir ekki ótrúlegt að orsök slíkrar
lítilmennsku sé sú að þeim svíði
hvernig þessir brotamenn hafa leik-
ið á þá árum saman og þeir reyna
að breiða yfír þá smán með þótta.
Sé það rétt og þeir ráði ekki við
tilfinningar sínar, er ef til vill tíma-
bært fyrir þá að velta fyrir sér hvort
þeir séu í réttu starfí. Stundum
fínnst mér hálfpartinn ég heyri þá
segja: Ég þakka þér Guð að ég er
ekki eins og aðrir menn. En það
er auðvitað skynvilla.
Þú gerðir þig sekan
um ódreng’skap
Að lokum vil ég beina orðum
mínum beint til Guðmundar Hall-
varðssonar, formanns Sjómannafé-
lags Reykjavíkur og varaformanns
Sjómannasambands íslands.
Sigurjón Valdimarsson
„ ... aldrei hvarflaði að
mér að maður úr for-
ystusveit sjómanna
mundi snúast gegn
blaðinu fyrir að það vili
leggja þeim stóra hluta
sjómannastéttarinnar
lið, sem vill losna við
allt eiturlyfjapakkið úr
stéttinni.“
í grein þinni, „Vegið að sjó-
mannastéttinni“, gerir þú þig sekan
um svo mikinn ódrengskap, þar sem
þú notar viðtöl í Sjómannablaðinu
Víkingi um fíkniefnamál til að
reyna að egna til ófriðar milli háseta
og skipstjórnarmanna, að þér mun
veitast erfítt að bæta þar fyrir. Þú
veist jafn vel og ég að vinnuálag
er mikið á stundum um borð í físki-
skipum. Við vitum líka báðir að sjó-
menn eru kappsamir í miklu fiskiríi
og það er fullt samkomulag um það
milli áhafnarinnar að leggja hart
að sér við þær aðstæður, enda er
arðsvonin mikil fyrir alla. Slíkt
samkomulag breytir þó engu um
það að langar vökur við erfið störf
hljóta að draga úr varkárni manna
og auka slysahættu, að ekki sé nú
talað um ef einhvetjir freistast til
að halda sér vakandi með amfetam-
íni eða öðru slíku.
Eftir þetta afrek þitt á ritvellin-
um er ég ekki viss um að þú munir
græða mikið fé á umræðu um hver
hafí vegið harðast að sjómanna-
stéttinni í seinni tíð.
Höfundur er ritstjóri Sjómanna-
blaðsins Víkings.
Hm l,andl>man
(,011011.1 M*
°9 hraeriy.
KENWOOD
TRAUST MERRI MEÐ ÁRATUGA REYNSLU Á ÍSLANDI
Fullkomin varahluta- og viðgerðaþjónusta
BESTA
ELDHÚSHJÁLPm
RatmaS"5Pa"ji>
THORN
HEIMILIS OG RAFTÆKJADEILD
VISA
HF
LAUGAVEGI 170-172 SIMAR 11687 - 21240