Morgunblaðið - 29.04.1986, Side 24

Morgunblaðið - 29.04.1986, Side 24
24 MORGUNBLAÐIÐ, ÞRIÐJUDAGUR 29. APRÍL1986 Morgunblaðið/Bjami Móði gamli á útopnuðu. , Aldrei mætir hann þessi Laddi! Það ætti að rek’ann! jáN*> Sjöhundruð hamborgar- ar og glannafengið „gys“ glannafengnu „gysi“, fyndnasti fírinn á Fróni, Þórhallur Sigurðs- son Laddi, skyldi stíga á svið. Bróðir hans og hægri hönd í ára- raðir, Halli, sté fram og tilkynnti, að því miður yrðu menn af Ladda þar sem hann hefði ekki komist. Fór þung vonbrigðastuna um sal- inn. Brátt léttist þó brúnin á mönnum þegar Móði gamli, allra karla elstur á Islandi, skeiðaði í salinn sönglandi „Austurstræti" og reif kjaft. Síðan komu þeir hver af öðrum: kínverski kokkurinn, sem sýndi matreiðslu „kínahænsnahomma- borgara" (eins gott að allir voru búnir að borða), Tannsi úr Hryll- ingsbúðinni, Spánarfarinn „í sandölum og ermalausum bol“, aðaltöffarinn í bænum, Bjarni Fel með mergjaðar íþróttalýsingar, Gulli litli tveggja og enni, Þórður húsvörður, sem sagði farir sínar ekki sléttar í bílaviðskiptum við Halla, og allir hinir sem svo margir kannast við. Laddi fór á þvílíkum kostum í sérhverju þessu líki, að seint gleymist þeim sem sáu, og fagnaðarlætin eftir því. Ritstjóri Morgunblaðsins var á skemmtuninni og lét svo um mælt, að aðra eins frammistöðu hefði hann ekki séð síðan hann var á „Bláu stjörnunni" í gamla daga, og vissu þeir, sem sáu, að hún var á háu plani. Að skemmtun lokinni þakkaði Baldvin Jónsson auglýsingastjóri Morgunblaðsins gestum fyrir komuna. Nokkrir vaskir blaðberar létu svo lítið að skemmtun lokinni að segja fáein orð við Morgunblaðið. Helga Björk Stefánsdóttir og Málfríður ■ Gísladóttir vinna saman og bera út á Leifsgötunni. Þær eru báðar 12 ára. „Mér finnst ágætt að bera út,“ segir Helga Björk, „en ég neita því ekki, að það er svolítið leiðinlegt að vakna hálfsjö til sjö á morgnana. Ég er búin að vera í þessu í fimm mán- uði með hléum. Við Málfríður erum að safna fyrir Hollandsferð í sumar og það getur vel verið, að ég byrji aftur að bera út þegar ég kem heim frá Hollandi." Málfríði fínnst útburðurinn „ekkert æðislega skemmtilegur, en maður leggur þetta á sig fyrir Hollandsferðina og svo tekur það ekki nema 15—20 mínútur. Ég er bara búin að bera út í einn mánuð og reikna ekki með að halda því áfram eftir ferðina." Þær stöllur eru sammála um, að Laddi sé „alltaf æðislega skemmtilegur; okkur fannst Gulli Blaðberar Morgunblaðsins skemmta sér með Ladda á Hótel Sögu MORGUNBLAÐIÐ hyggst í framtíðinni gefa áskrifendum blaðsins kost á að greiða áskriftar- gjaldið með greiðslukort- um, fyrst íslenskra blaða, og hefur verið gengið frá samningum við Eurocard og Visa þar að lútandi. Verður hægt að greiða maíáskriftina með þess- um hætti. Með þessari nýju þjónustu vinnst tvennt: áskrifendur verða ekki fyrir ónæði vegna innheimtu og vinna blað- bera verður léttari. Þeir munu samt sem áður halda launum sínum óskertum. Nýja kerfið var kynnt blaðberum í hófi í Súlnasal Hótels Sögu sl. sunnudag. Ekki rúmaði Súlnasalurinn all- an blaðberaskarann í einu og þurfti því að halda hófíð í tvennu lagi. Alls komu um 550 manns til kynnis og flest blaðberar, en þó slæddist dálítið af ættingjum með. T.d. kom amma ein með bama- bömum sínum sem ekki er í frá- sögur færandi nema fyrir það, að amman var blaðberinn og bama- bömin fengu bara að fljóta með. Blaðberar eru sem sé á ýmsum aldri. Um 20 manns af auglýsinga- deild og afgreiðslu Morgunblaðs- ins sáu um að dreifa nauðsynlegr um plöggum til blaðberanna og voru til taks ef einhver þurfti nánari fræðslu. „Þessi var góður ...“ Hófíð hófst með því, að Daníel Lárusson skrifstofustjóri Morgun- blaðsins bauð blaðbera velkomna og kynnti fyrir þeim hina nýju innheimtuþjónustu. Var ekki ann- að að heyra en þeim litist vel á. Þá var borinn fram sá réttur, sem einna vinsælastur hefur orðið með yngri kynslóðinni undanfarin ár, hamborgarar með frönskum og kokkteilsósu, og öllu skolað niður með þjóðardrykknum í þijá- tíu ár, kóka kóla. Er ekki ofætlað, að 6—700 hamborgarar hafí verið hesthúsaðir við þetta tækifæri og jafnvel fleiri flöskur af kóki. Fór borðhaldið fram með stakri prýði og var öllum, sem átu, til sóma. Þá var komið að hámarkinu: Sjálfur íslandsmeistarinn í 700 hamborgarar og enn fleiri kók ...

x

Morgunblaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.