Morgunblaðið - 29.04.1986, Page 25

Morgunblaðið - 29.04.1986, Page 25
MORGUNBLAÐIÐ, ÞRIÐJUDAGUR 29. APRIL 1986 25 Helga Björk Stefánsdóttir Sólrún Sigurðardóttir Guðbjörn Arnórsson litli bestur,“ segja þær báðar. Sólrún Signrðardóttir, 13 ára, ber út í Skipholti, Hjálmholti og Vatnsholti. „BJaðburður er ekki sem verstur. Ég hefði ekki enst í heilt ár ef mér fyndist hann voðalega leiðinlegur, en þó er ég að hugsa um að hætta í haust. En það er gott að fá vasaspeninga. Mér finnst kaupið alveg þokkalegt miðað við hvað ég er fljót að þessu, 15—20 mínútur. Henni fannst Laddi „bara nokk- uð góður. Það er frábært hvað hann er fljótur að skipta um gervi. Ætli Bjarni Fel hafi ekki verið einna bestur hjá honum,“ sagði Sólrún að lokum. Ásta Hallsdóttir, 13 ára, ber út í sama hverfi og Sólrún og hefur verið í þessu jafnlengi. „Mér finnst bara gaman að bera út og svo er náttúrulega gott að fá peningana — þetta er góður vasa- peningur. Það er bara einn ókost- ur og það er að þurfa að bera út í sjónvarpshúsið. Það er svo stór krókur." Henni finnst Laddi „stór- skemmtilegur. Og þessi sýning er alveg frábær — atriðin hvert öðru betra og erfitt að gera upp á milli þeirra," segir Ásta Hallsdóttir. Guðbjörn Arnórsson, 27 ára, ber út í Kópavoginum, nánar til- Málfríður Gísladóttir Ásta Hallsdóttir Marteinn Skúlason tekið á Digranesveginum og hlið- argötum út frá honum, „og er eldsnöggur að þessu. Faðir minn hjálpar mér oft,“ segir hann, „og stundum nota ég bíl.“ Guðbjöm lætur af því, að honum gangi vel að rukka, „stundum er ég annar eða þriðji að skila af mér.“ Honum líst þó vel á nýju greiðslukorta- þjónustuna. Hann hefur borið út í tvö ár, „og ég held því áfram svo lengi sem ég tóri. Skemmtunin var aldeilis frábær og Bjami Fel má fara að vara sig því Laddi stóð sig svo vel sem íþróttafréttaritari," sagði Guð- björn Arnórsson. Marteinn Skúlason er 14 ára og hefur borið Morgunblaðið út í Álftamýrinni í hálft ár. „Þetta er ágætt — tekur mig ekki nema tuttugu mínútur á hverjum morgni og mér fínnst það bara gaman og hressandi. Það er ekk- ert mál að vakna klukkan sjö á morgnana, ég er orðinn svo vanur því.“ Marteini finnst kaupið viðun- andi og alveg bráðnauðsynlegt að geta unnið sér inn einhverja vasa- peninga. „Laddi var rosalega skemmti- legur og kínverski kokkurinn var toppurinn þó matreiðslan væri dálítið hrikaleg,“ segir Marteinn að lokum. „Dýrabær“ Orwells í nýrri útgáfu HIÐ íslenzka bókmenntafélag hefur gefið út bókina; „Dýra- bær“ eftir George Orwell í þýð- ingu Jóns Sigurðssonar frá Kaldaðarnesi með formála og skýringum eftir Þorstein Gylfason. Þessi bók kom fyrst út á íslensku 1949 og hét þá Félagi Napóleon. í eftirmála nú segir Þorsteinn Gylfason, að sá hængur hafi verið á þeirri þýðingu Jóns Sigurðssonar frá Kaldaðarnesi, að hún hafi verið gerð úr dönsku, en ekki frummál- inu, og hafi í dönsku þýðingunni verið margar villur, sem Jón hafi ekki vitað af. Fyrir þessa útgáfu hafi þýðing Jóns verið borin saman við enska texta Orwells og lagfærð í ljósi hans. „Dýrabær" er bók í ritröðinni Lærdómsrit Bókmenntafélagsins. I fréttatilkynningu útgefandans segir m.a.: „Dýrabær (Animal Farm) er ein af máttugustu bókum tuttugustu aldar. Hún er ævintýri sem hvert barn getur notið, en líka dæmisaga og þar með lærdómsrit. Það má skipa henni á bekk með perlum slíkra bókmennta: til að mynda Birtíngi Voltaires eða Ferðum Gúllívers eftir Jonathan Swift. Uppistaðan í Dýrabæ er saga rússnesku byltingarinnar og síðan Ráðstjórnarríkjanna frá 1917 til 1939 eða svo. Þessi saga verður ekki einungis að ævintýri í höndum Orwells, heldur á endanum að harmleik um draum og veruleika. George Orwell (1903—1950) samdi einkum ritgerðir og frásagnir af öllu tæi, þar á meðal áhrifamikla frásögn af borgarastyijöldinni á George Orwell Spáni. En hann skrifaði skáldsögur líka, aðrar en Dýrabæ, og af þeim er 1984 frægust." FLUTNINGA- TÆKNI^- Loqistics - vörustvrinq „Logistics" er samheiti yfir verkefni viö stjórnun flutninga, birgðahalds og meöhöndlunar á vöru. Logistic sem fræðigrein bendir á aðferðir til hagræðingar og kostnað- aráætlunar við ofangreind verkefni. Þessar aðferðir fel- ast aðallega í samræmingu á áætlunum, stýringu og eftirliti með vöruflæði í fyrirtækjum allt frá innkaup- um yfir framleiðslu og til dreifingar á fullunni vöru. Til að geta unnið slík hagræðingarverkefni þarf að hafa til hliðsjónar ýmiss atriði úr logistic, kunnáttu og þekkingu á nýjustu tækni í þessari grein. Markmið: Markmið þessa námskeiðs er að gera þátttakendum grein fyrir grundvallaratriðum í logistic, að ná tökum á nýjustu flutningatækni. Að undir- búa þátttakendur við að setja í gang átak til hagræðingar í logistic-málum í fyrir- tækjum þeirra, undirbúa verkefnið, gera tillögur að stjórnun slíks verkefnis, framkvæmd, áætlun, tímasetningu og einstökum verkþáttum. Efni: — Ágrip af flutningahagfrædi, flutnlngakeðja, logistics: uppruni og markmið. — Heildarflutningskostnaður, greining hans og möguleikar tll kostnaðarlækkunar. — Flutningaþjónusta á íslandl, umfang hennar og þjónustuþættir. — Flutnlngatæknl, þróun og nýjungar, flutnlngastaðlar og umbúðatækni. — Aðferðlr við skipulagningu á vörumóttöku, Innanhúsflutningum og birgðastýringu. — Sklpulag og tæknl í dreifingarkerfum. — Val á lyfturum, hlllukerfi og önnur flutnlngatækni. — Birgðastýring, nýjar aðferðir. — Athugun á vöruflæðl í þeim fyrlrtækjum sem þátttakendur starfa í og gerð áætlunar um hagræðlngu I logistic. Þátttakendur: Námskeiðið er ætlað öllum sem starfa að skipulagningu eða framkvæmd á innkaupum, birgðahaldi, vörudreifingu og vörumeðferð hjá fyrir- tækjum og stofnunum. Einnig ætlað öllum þeim, sem vilja tileinka sér þekkingu á fræðigrein sem skilar arði; Flutningatækni-Logistic. Leiðbeinandi; Thomas Möller, hagverkfræðingur. Lauk prófi í hagverkfræði frá tækniskólanum í Vestur-Berlín. Er forstöðumaður vöruafgreiðslu Eimskips í Sundahöfn. Tími: 12.-14. mai kl. 13.30-17.30. Stiórnunarfélaa islands Ánanaustum 15 Sími: 6210 66 Thomas Möller

x

Morgunblaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.