Morgunblaðið - 29.04.1986, Síða 28

Morgunblaðið - 29.04.1986, Síða 28
28 MORGUNBLAÐIÐ, ÞRIÐJUDAGUR 29. APRÍL1986 Ítalía: 700 manns f luttir á brott vegna snj óflóðahættu Trento, Ítalíu. AP. VEGNA yfirvofandi snjóflóða- hættu hafa stjórnvöld fyrirskip- að brottflutning a.m.k. 700 íbúa þriggja smáþorpa í ítölsku Olp- unum, að því er fréttir hermdu á sunnudag. Hitastigshækkun og stöðugar rigningar hafa stóraukið hættu á snjóflóðum. Smáþorpin þijú eru í héruðunum Sondrio og Trento. Stjórnvöld fyrir- skipuðu, að íbúar þeirra skyldu fluttir brott í varúðarskyni, að sögn ítölsku fréttastofunnar ANSA. Onnur ítölsk fréttastofa, AGI, sagði, að í Trento-héraði hefðu þijú gripahús, þríbýlishús og skrúðhús kirkju gereyðilagst í snjóflóði. Nokkrir nautgripir drápust í hamförunum, en engin slys urðu á mönnum, samkvæmt frétt AGI. Indland: Gandhi gerir andstæðing brottrækann Nýju Delhi, Indlandi. AP. RAJIV Gandhi, forsætisráðherra Indlands og leiðtogi Kongress- flokksins, gerði á sunnudag ráð- stafanir til að stemma stigu við vaxandi óánægju og andspyrnu innan flokksins við forystuna. Gerði hann foringja andspyrnu- manna brottrækan úr flokknum í sex ár og rak þijá til viðbótar um stundarsakir. Pranab Mukheijee, sá brottrekni, var einn helsti ráðgjafi Indiru Gandhi allt þar til er hún féll fyrir morðingjahendi og sonur hennar tók við. Stjómmálaskýrendur leiða að því getum að Mukheijee sækist eftir leiðtogasæti flokksins og sé þar skýringuna á andspymu hans að finna. Jafnframt hefúr Gandhi sett unga menn við hlið sér í forystu flokksins, við litla hrifningu eldri manna, sem finnst stöðu sinni ógn- að. Fregnir frá Punjab herma að þingmaður hógværra sikha, hafi verið drepinn í fyrirsát um helgina og þingmaður hindúa hafi naum- lega komist undan er honum voru ætluð sömu örlög. Suður-Kórea: Námsmenn reyndu að brenna sig til bana Seoul. AP. TVEIR háskólanemar hlutu alvarleg brunasár er þeir báru eld að klæðum sínum til þess að mótmæla herþjálfun, sem háskólastúdent- ar þurfa að ganga í gegnum. Námsmennirnir tveir klifm upp á þak þriggja hæða byggingar, ötuðu föt sín þar í steinolíu og kveiktu síðan í. Tókst að koma þeim til bjargar og em þeir í lífs- hættu í sjúkrahúsi. Atvikið átti sér stað undir lok mótmælagöngu rúmlega 200 há- skólanema á lóð eins háskóla Seoul í útjaðri borgarinnar. Mótmælin beindust gegn þeirri ákvörðun stjórnvalda, sem skyldar alla há- skólastúdenta til vikulangrar dval- ar í þjálfunarbúðum hersins nálægt landamæmm kóresku ríkjanna. Methalli á viðskipt- um Breta í marzmánuði London. AP. VIÐSKIPTAHALLI Breta í marzmánuði nam 538 milljónum sterl- ingspunda, eða um 34 milljörðum ísl. króna, og hefur aldrei verið meiri. Hallinn í febrúar nam 262 milljónum punda. Útflutningur Breta í marz nam ur hafí þó minnnkað um 300 millj- 5.733 milljónum punda, miðað við 6.186 milljónir punda í febrúar. Innflutningur hækkaði hins vegar milli mánaða, úr 6.524 milljónum punda í febrúar í 6.871 milljón punda í marz. Fulltrúar í brezka viðskiptaráðu- neytinu hafa enga haldbæra skýr- ingu á viðskiptahallanum. Olíutekj- AP/Símamynd Stærstu sandkastalar í heimi Mannfólkið er agnarsmátt í samanburði við þessa risavöxnu sandkastala, sem baðstrandargestir hafa dundað sér við að byggja á Fjársjóðseyjunni í Flórída, enda eru þeir sagðir hinir stærstu í heimi. Sandkastalarnir eru á hæð við fimm hæða hús og að sögn hafa 35 þúsund tonn af sandi farið í byggingu þeirra. Frakkar handtaka leiðtojara baska Bavonne. Frakklandi. AP. Bayonne, Frakklandi. AP. FRANSKIR Iandamæraverðir handtóku á sunnudagskvöld Domingo Iturbe Abasolo, sem talinn er foringi skæruliðasam- taka baska á Spáni, ETA. Iturbe var ásamt bróður sínum á ferð milli borganna St. Jean de Luz og Biarritz, skammt frá spænsku landamærunum, er bifreið þeirra var stöðvuð við reglubundið eftirlit franskrar lögreglu í landamærahér- uðum. Bræðurnir voru ekki vopnað- ir. Búist var við að Iturbe yrði ákærður fyrir að yfírgefa vistarver- ur sínar í borginni Tours í Loire- valley, þar sem hann var í stofu- fangelsi. Hann hvarf þaðan í febrú- ar 1985 og hefur farið huldu höfði í baskahéruðum Suðvestur-Frakk- lands. Ríkisstjóm Spánar hefur ekki óskað framsals Iturbes en talið er að svo verði gert þar sem hann er nú í fangelsi. Frakkar hafa verið tregir til að senda baska til Spánar og venjulegast flutt þá úr landi til Afríkuríkja, t.d. Gabon. Tvisvar hefur Iturbe verið sýnt banatilræði, 1975 og 1979, en hann slapp í báðum tilvikum. Talið er að þar hafí verið að verki öfgasinnaðir spænskir hægrimenn, sem andvígir eru því að böskum verði veitt sjálfs- forræði. „Ollum til góðs að vakna af Þyrnirósarsvefnimim“ — segir Svíakonungur, sem verður fertugur á morgun Stokkhólmi. Frá Erik Liden, fréttaritara Morgunbladsins. „ÞAÐ HLJÓMAR ef til vill heimskulega, en það var okkur öllum til góðs að vakna af Þymirósarsvefninum og komast að því að við búum ekki í afmörkuðu samfélagi. Við búum ekki við einangr- un. Við erum forréttindaþjóð, sem hefur lifað í fölsku öryggi.“ Þetta segir Svíakonungur, Karl veldi. Þetta hefur haft jafnvægi í Gústaf XVI, um morðið á Olof Palme í löngu viðtali við frétta- stofuna TT. Viðtalið var tekið í tilefni þess að konungurinn verður fertugur á miðvikudag. Sænskir konungar hafa ætíð látið slagorð falla þegar þeir hafa tekið við krúnunni. Þegar núver- andi konungur settist í hásætið 1972 var slagorð hans „Með Sví- þjóð í takt við tímann". Þetta fínnst honum að hafí tekist ákjós- anlega. Traust til konungsins hefur aukist síðan hann tók við krúnunni. „Um langan aldur höfum við sameinað lýðræði og konungs- landinu í för með sér.“ Hann telur að samband sitt við stjórn jafnaðarmanna og Jafnað- armannaflokkinn hafí þróast í rétta átt 1 valdatíð sinni og víkur aftur að Palme. „Jafnaðarmenn fóru þess á leit við mig að ég talaði fyrir minni Palmes, forsætisráðherra, við út- för hans. Það var mér heiður og ég legg mikið upp úr því trausti, sem mér var sýnt.“ Karl Gústaf vill ekki þeyta herlúðra þótt fertugasti afínælis- dagurinn standi fyrir dyrum. Hann vill ekki gera of mikið úr afmælinu. Hann ætlar sér ekki heldur að ganga út á hallarsval- imar og veifa til fólksins eins og forveri hans gerði: „Eg er heldur ekki níræður." Hann er tregur til að tala mikið um sjálfan sig. Hlutverk hans í þjóðfélaginu skiptir meira máli. Honum er það að skapi að um- stangið og móðursýkin kringum konungsijölskylduna hefur minnkað. Konungnum er tekið af meiri alvöru á vorum dögum en áður fyrr og hann segist hættur að líta í götublöðin fyrir margt löngu. Konungurinn er eini Svíinn, sem ekki hefur málfrelsi í eigin landi. En hann kvartar ekki: „Það væri skyssa, ef ég segði skoðun mína á pólitískum málum. Þá myndi ég skipa sjálfum mér á bás og jafnvel leggjast á sveif með . ■ < jVi i.. ’i. Karl Gústaf XVI. stórum þrýstihópum í samfélag- inu.“ Hann fellst ekki á það að hann njóti mikilla forréttinda. „Ég er fulltrúi Svíþjóðar og sænsku þjóðarinnar, ekki sjálfs mín. Það er nauðsynlegt að ég geti tekið veglega á móti gestum í opinberri heimsókn. Forréttindi er úrelt hugtak neikvæðrar merk- ingar,“ segir konungurinn ákveð- inn. ónir punda og útflutningur efna- blöndu ýmiss konar, skipa, flugvéla og flugvélavarahluta, og demanta hafí dregist saman. Þeir segja allt benda til þess að brezkur útflutn- ingur hafi ekki notið góðs af verð- lækkun sterlingspundsins. Pundið er að styrkjast aftur og mun það líklega gera útflutningsfyrirtækj- um erfiðara fyrir. Fyrstu þijá mánuði ársins er greiðslujöfnuður Breta við útlönd þó betri en tölur marzmánaðar gefa til kynna. Var hann hagstæð- ur um 863 milljónir punda og munar þar mikið um 400 milljóna punda endurgreiðslu úr sjóðum Evrópubandalagsins. A síðasta Qórðungi fyrra árs var greiðslu- jöfnuðurinn hagstæður um 921 milljón punda. 1 marzmánuði varð 600 milljóna punda hagnaður í svokölluðum „duldum viðskiptum", svosem ferða- og fjármálaþjónustu, og samtals er hagnaður Breta af við- skiptum af þessu tagi fyrstu þijá mánuðina 2,2 milljarðar punda, eða jafnvirði 138,6 milljarða ísl. króna. Paragnay: Mótmælafólk beitt kylfum og táragasi Asuncion, Paragnuay. AP. LÖGREGLAN í Asuncion beitti kylfum og táragasi til að leysa upp mótmælafund, sem haldinn var fyrir framan heimili útlægs stjórnarandstöðuleiðtoga á sunnudag. Fimm manns, vestur- þýskur sendiráðsmaður og fjórir starfsmenn vestur-þýska sjón- varpsins, voru teknir höndum og hafðir í haldi um stundarsakir. Mótmælafundir eru bannaðir í Paraguay. Vitni sögðu, að mótmælafundur- inn, sem um 1000 manns sóttu, hefði verið haldinn fyrir framan heimili Domingo Laino, hins útlæga leiðtoga Frjálslynda flokksins, í því skyni að styðja framboð Juan Carlos Zaldivar í embætti forseta í komandi kosning- um. Lögreglan réðst til atlögu við mannsöfnuðinn og beitti kylfum og táragassprengjum, að sögn vitna. Nokkrir urðu fyrir barsmíðum, þar á meðal Armin Steuer, blaðafulltrúi vestur-þýska sendiráðsins, svo og tveir landar hans og tveir Argentínu- menn, starfsmenn vestur-þýska sjónvarpsins. Fjórmenningamir voru að kvikmynda mótmælafundinn. Annar Argentínumannanna sagði í símaviðtali, að þeir hefðu verið færðir til aðalstöðva lögreglunnar, þar sem þeim hefði verið haldið í hálftíma og skilríki þeirra skoðuð. Öllum fimm var sleppt, eftir að þeir höfðu fengið gert að meiðslum sínum á spítala.

x

Morgunblaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.