Morgunblaðið - 29.04.1986, Side 30

Morgunblaðið - 29.04.1986, Side 30
30 MORGUNBLAÐIÐ, ÞRIÐJUDAGUR 29, APRÍL1986 fWmrgmi! Útgefandi Árvakur, Reykjavík Framkvæmdastjóri Haraldur Sveinsson. Ritstjórar Matthías Johannessen, Styrmir Gunnarsson. Aóstoöarritstjóri Björn Bjarnason. Fulltrúar ritstjóra Þorbjörn Guðmundsson, Björn Jóhannsson, Árni Jörgensen. Fréttastjórar Freysteinn Jóhannsson, Magnús Finnsson, Sigtryggur Sigtryggsson, Ágúst Ingi Jónsson. Auglýsingastjóri Baldvin Jónsson. Ritstjórn og skrifstofur: Aöalstræti 6, sími 10100. Auglýsingar: Aðalstræti 6, sími 22480. Afgreiðsla: Kringlan 1, sími 83033. Áskriftargjald 450 kr. á mánuöi innanlands. í lausasölu 40 kr. eintakiö. Vandi Land- helgisgæslunnar Eftir að fullnaðarsigur vannst í landhelgismálinu með út- færslunni í 200 sjómílur 1975 og samningnum um brotthvarf erlendra togara af fiskimiðunum við landið í árslok 1976 breyttust verkefni Landhelgisgæslunnar. Hér hefur áður verið vakið máls á því, að þörf sé endurskoðunar á starfi gæslunnar með hliðsjón af þessu. Þess hafa sést merki, að starfsemin hefur verið að drabbast niður meðal annars vegna verkefna- og fjárskorts. Jón Sveinsson, sjóliðsforingi, hefur vakið máls á vanda Land- helgisgæslunnar í Morgunblaðs- grein. Beinir hann athyglinni að innviðum hennar, þegar hann lýsir því, sem honum þótti miður fara um borð í því varðskipi, þar sem hann var stýrimaður um nokkurra mánaða skeið. Þar kemur ýmislegt ámælisvert fram, sem kanna á til hlítar, ef marka má orð Gunnars Berg- steinssonar, forstjóra gæslunnar, og Steingríms Hermannssonar, forsætisráðherra. Sé við aga- vandamál að etja innan gæslunn- ar, verður að taka það föstum tökum. í grein sinni kemst Jón Sveins- son þannig að orði: „Verkefna- skortur virtist hijá yfirstjóm gæsluframkvæmda jafnt sem skipverja sjálfa. Fundið var upp á allkyns snatti fýrir v/s [varð- skipið] og tilgangslausu dútli fyrir skipveija." Hér er kveðið fast að orði um starfsemi stofn- unar, sem nýtur mikillar virðing- ar meðal þjóðarinnar og gegnir veigamiklu hlutverki við að tryggja öryggi bæði á sjó og landi. Jón segist almennt hafa hlotið dræmar undirtektir, þegar hann vildi beita sér fyrir umbót- um en bætir við: „Það skal þó tekið fram, að í einstaka tilvikum mætti ég reyndar skilningi og hlaut jákvæðar undirtektir. Áhuga á því að knýja löggjafann til þess að endurskoða starfs- ramma stofnunarinnar, kynntist ég, þar er lykillinn að lausn vandans. Áhuga á að taka upp nýja starfshætti, breyta launa- kerfinu og byija að gera faglegar og siðferðilegar kröfur til starfs- mannanna.“ Morgunblaðið dregur ekki í efa, að með gagnrýni sinni vill Jón Sveinsson stuðla að málefna- legum umræðum um það, hvem- ig unnt er að styrkja og efla Landhelgisgæsluna. Það er hlut- verk stjómmálamanna að halda þannig á stjóm stofnana eins og Landhelgisgæslunnar, að þær hafi jafnan verðug verkefni og tæki og mannafla til að sinna þeim. Sé þessa ekki gætt, er skynsamlegra að leggja stofnan- ir niður en láta þær veslast upp. Eins og Jón Sveinsson bendir á er það í hendi Alþingis og dómsmálaráðuneytis að hlúa þannig að Landhelgisgæslunni, að hún haldi áfram að geta sinnt mikilvægu hlutverki sínu, sem tengist kröfu okkar um að vera talin í hópi sjálfstæðra þjóða. Geir Hallgrímsson, fyirum utan- ríkisráðherra, reifaði hugmyndir um að gæslan yrði virk í eftirlits- starfi umhverfis landið. Þá minnti hann á, að gæslan hefði það hlutverk lögum samkvæmt að ijarlægja og gera skaðlaus tundurdufl. Taldi hann brýnt, að gæslan hefði yfir að búa þekk- ingu og stjómkerfi, sem gerði kleift að nýta bæði skip gæslunn- ar og fiskiskip í þessu skyni eftir atvikum og þörfum. Taka verður afstöðu til hugmynda af þessu tagi. Margt bendir til þess að Morg- unblaðsgrein Jóns Sveinssonar verði til þess að ýta við ráða- mönnum vegna Landhelgisgæsl- unnar. Mestu skiptir, að litið verði á undirrót vandans en ekki einungis afleiðingar hans. Það þarf að taka til hendi innan Landhelgisgæslunnar og sjá til þess, að þeir, sem starfa á hennar vegum, hafí verðug verkefni við að fást. Morgunblaðið skorar á starfsmenn gæslunnar að taka réttmætum aðfinnslum með opnum huga og leggja sitt af mörkum til að bæta úr því, sem miður hefur farið. Sláturhúsið á Patreksf irði Aundanfömum ámm hefur miklu fé verið veitt úr sjóð- um landbúnaðarins til að reisa sláturhús á vegum kaupfélagsins á Patreksfirði. Hinn 1. desember síðastliðinn gerðist það svo, að kaupfélagið seldi sláturhúsið ný- legu fyrirtæki, Matvælavinnsl- unni hf., sem hefur hætt slátran í húsinu en rekur þar rækju- vinnslu. Það er kaupfélagið, sem er helsti eigandi Matvælavinnsl- unnar. Sjóðir landbúnaðarins hafa þannig í raun verið notaðir til að koma á fót rækjuvinnslu fyrir kaupfélagið, en bændur í nágrenni Patreksfjarðar standa hins vegar uppi sláturhússlausir. Gangur þessa einkennilega máls var rakinn í Morgunblaðinu á sumardaginn fyrsta. Hér er um ráðstöfun á opinbera fé að ræða og ber að gera grein fyrir því á opinberam vettvangi, hvemig haga á endurgreiðslukröfum á hendur Matvælavinnslunni, auk þess ætti kaupfélagið á Patreks- firði að svara því, á hvem hátt það ætlar að bregðast við vanda bænda, sem eru án sláturhúss. í HEIMSÓKN í TJARNARSKÓLA - segir Margrét Theodórsdóttir skólastjóri. Tjamarskóli er til húsa í gamla Miðbæjarskólanum, gamalli og rót- gróinni skólastofnun. Vesturbæjar- skólinn hefur afnot af hluta hússins, Námsflokkamir eru með starfsemi sína í húsinu svo og Skólasafnamið- stöðin, og einn íbúi er búsettur í þessari gömlu skólastofnun, auk húsvarðarhjónanna. Margrét bíður okkar í kennara- stofunni, en María, hinn skólastjór- inn, er að kenna. I Tjamarskóla er 71 nemandi í þremur bekkjardeild- um, sjöunda, áttunda og níunda bekk. Fimm nemendur hafa hætt frá því skólinn tók til starfa í haust og einn nýr bæst í hópinn. Við skól- ann starfa 13 kennarar í hluta- starfi, flestallt konur, aðeins tveir karlkennarar starfa við skólann. Margrét er spurð að hvaða leyti skólastarf í Tjamarskóla sé ólíkt starfsemi hinna grunnskólanna. „Ég held að smæð skólans hafi mikil áhrif á skólastarfíð. Andrúms- loftið hér er ólíkt því sem tíðkast í hinum skólunum, hér myndast nán- ara samband milli kennara og nemenda og engin hætta er á að nemendur gleymist hér eins og oft á sér stað í hinum skólunum. Við reynum að sinna þörfum hvers og eins innan ramma grunnskólalag- anna, skólastarf fer fram hér frá 8.15 fram yfír hádegi, en frá eitt til fjögur geta nemendur verið hér við heimavinnu og fengið aðstoð við námið, kennarar í hinum ýmsu greinum skiptast á að sitja yfír nemendum, og geta nemendur leit- að til þeirra eftir þörfum. Við reyn- um einnig að koma í veg fyrir skóla- leiða með því að útvega þeim sem auðveldast eiga með nám aukaverk- efni eftir þörfum hvers og eins.“ Nemendur koma úr öllum hverf- um borgarinnar, en auk þess úr Mosfellssveit, af Kjalamesi, úr Hafnarfírði og Kópavogi, tveir eru utan af landi, þeir nemendur eru að vísu búsettir í bænum í vetur. „Við tókum þá stefnu að taka inn nemendur úr öllum hverfum borg- arinnar til að raska starfsemi hinna skólanna sem minnst, þar sem Tjamarskóli fór tiltölulega seint af stað sl. haust.“ — Það er oft talað um að erfítt sé fyrir böm að skipta um skóla þessi síðustu ár grunnskólans. Hver var reynsla ykkar af því að vera með heilan skóla af bömum sem era að byrja á nýjum stað? „Það má segja að mikil orka krakkanna hafí farið í það að kynn- ast hvert öðra fyrstu vikumar. Sumir krakkanna sakna gömlu skólafélaganna, þeir fímm sem hafa hætt vildu ekki skilja við gömlu félagana. En í heild hefur þetta gengið mjög vel.“ — Heldurðu að það hefði ekki jákvæð áhrif á starfíð í grannskól- um að skólamir yrðu smærri í snið- um? Jú, ég held það sé almenn skoðun að stóra skólamir séu mjög ógn- vekjandi, sérstaklega fyrir yngstu nemenduma. Samvinna milli kenn- ara verður líka allt önnur í stóra skólunum. — Tjamarskóli er einkaskóli, þið fáið að vísu húsnæði hjá borginni og laun 3,6 kennara. Hvemig hefur ykkur gengið að reka skólann? „Þétta hefur gengið ágætlega. Við eram ekki með skóla sem er fullbúinn tækjum, en ætlum að reyna að koma upp þeim tækjakosti sem þarf á næstu fímm áram. Við gerðum fjárhagsáætlun áður en starfíð hófst í haust, upphaflega ætluðum við að hafa 100 nemendur, en þar sem húsnæðið gaf ekki til- efni til þess, fækkuðum við nemend- um um eina bekkjardeild, og róður- inn hefur þar af leiðandi verið erfið- ari fyrir okkur í vetur. Skólagjöld TJARNARSKÓLI var mikið í sviðsljósinu sl. haust er hann hóf starfsemi sína og voru skoðanir skiptar um ágæti hans. Að frátöldum blaðaskrif- um um skólann í upphafi skóla- árs hefur ekkert verið skrifað um hann þetta fyrsta skólaár, enda segjast skólastjórarnir, Margrét Theodórsdóttir og María Héðinsdóttir, hafa viljað koma skólanum á legg áður en þær opnuðu hann fjölmiðlum. Nú eru ekki eftir nema nokkrar vikur af þessu skólaári og þar sem Morgunblaðinu lék forvitni á að vita hvernig starfið hefði gengið í vetur var skólinn sótt- ur heim fyrir skömmu. Nem „Smæð skólans \ áhríf á skólastai

x

Morgunblaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.