Morgunblaðið - 29.04.1986, Page 33

Morgunblaðið - 29.04.1986, Page 33
MORGUNBLAÐIÐ, ÞRIÐJUDAGUR 29. APRÍL 1986 33 Stykkishólmur: Siglingamálasljóri á fundi með sjómönnum Stykkishólmi. Siglingamálasfjóri Magnús Jó- hannesson, og Páll Guðmundsson frá Siglingamálastofnun ríkisins héldu á föstudag fund hér í Lionhúsinu með sjómönnum og öðrum áhugamönnum. Var þessi fundur vel sóttur. Finnur Jóns- son stjórnaði fundinum. Öryggismál sjómanna og skoðun skipa var aðalumræðuefnið og skýrði siglingamálastjóri í yfir- gripsmiklu erindi stöðu þessara mála í dag og kom í ljós að margar umbætur bæði í rekstri og útbúnaði öllum eru á döfinni. Skýrði frá nýj- um lögum sem varða þessi mál, ræddi um viðurkenndan útbúnað í skipum og reynslu undanfarinna ára. Það sýndi sig strax að menn höfðu mikinn áhuga á þessum mál- um og margar fyrirspurnir fundar- manna komu fram og var þeim svarað. Ræddar voru athugasemdir Siglingamálastofnunar sem komið höfðu fram vegna undangenginna skoðana og hvernig úr þyrfti að bæta. Eins og áður er vitað hafa skipaskoðunarmenn verið á hveij- um útgerðarstað, þegið lítil laun fyrir og kom fram að nú væri komið í lög að skipaskoðunarskrifstofa ætti að vera í hveiju kjördæmi og myndi ráðherra velja henni stað í samráði við Siglingamálastofnun og þar myndi stjóma skipaskoðun- armaður sem sæi þá um skoðun allra báta í umdæminu. Ýmislegt annað kom fram og virtist siglingamálastjóri mjög áhugasamur um að koma útbúnaði skipa í sem best horf og að vinna sem best í samráði við viðkomandi aðila að öryggismálum sjómanna. Var því fundur þessi bæði fróðlegur oggagnlegur. Málfundafélag félagshyggjufólks: Opinn fundur um verkalýðs- hreyfinguna STJÓRN Málfundafélags félags- hyggjufólks boðar í kvöld al- mennan fund þar sem fjallað verður um málefni verkalýðs- hreyfingarinnar og ber fundur- inn yfirskriftina „sterkari verka- lýðshreyfing, hvernig?“ Málshefjendur verða Guðrún Arnadóttir framkvæmdastjóri BSRB, Jón Karlsson formaður verkalýðsfélagsins á Sauðárkróki, Tryggvi Þór Aðalsteinsson fram- kvæmdastjóri MFA og Ögmundur Jónasson fréttamaður. Hvorki er ætlunin að fordæma né lofsyngja verkalýðshreyfinguna á fundinum, segir í fréttatilkynn- ingu fundarboðanda, heldur er ætlunin að ræða málefni verkalýðs- hreyfingarinnar á jákvæðan hátt með eflingu hennar að markmiði. Fundurinn verður haldinn á Hótel Borg kl. 20.30 í kvöld og er opinn öllu félagshyggjufólki. Minningarsjóður Þorgerðar: Styrkir veittir við skólaslit Tónlistar- skólans á Akureyri STYRKIR úr Minningarsjóði Þorgerðar S. Eiríksdóttur verða veittir við skólaslit Tónlistarskól- ans á Akureyri, en sl. 8 ár hafa 18 tónlistarnemendur hlotið styrki úr sjóðnum, sem er í vörslu Tónlistarskólans. Rétt til að sækja um þennan styrk hafa þeir nemendur sem stundað hafa nám við Tónlistarskól- ann á Akureyri og hafa hug á eða eru byijaðir í háskólanámi í tónlist. Umsóknarfrestur er til 1. maí og þurfa umsækjendur að greina frá námsferli og námsáformum. Sjóð- urinn aflar tekna með móttöku minningarframlaga og árlega er efnt til tónleika til styrktar sjóðn- Úr fréttatilkynning^i Selma Guðmundsdóttir, Laufey Sigurðardóttir og Sigríður EUa Magnúsdóttir. Tónlist tékkneskra tónskálda TÉKKNESK-íslenska félagið gengst fyrir tónleikum í Selfosskirkju þriðjudaginn 29. apríl kl. 20.30, Grindavíkurkirkju, fímmtudaginn 1. maí kl. 17.00 og Norræna húsinu í Reykjavík, sunnudaginn 4. maí kl. 16.00. A efnisskránni eru verk eftir nokkur þekktustu tón- skáld Tékka: Bedrich Smetana, Antonín Dvorák, Leos Janácek og Josef Suk. Flytjendur eru Selma Guðmundsdóttir, Laufey Sigurðar- dóttir og Sigríður Ella Magnúsdóttir. 0 Verslunarráð Islands: Erindi um einkafram- tak og almenningsálit MORGUNBLAÐINU hefur borist eftirfarandi fréttatilkynning frá Verzlunarráði íslands: „í fyrramálið, miðvikudaginn 30. apríl, kl. 8.15 mun Antony Fisher formaður Atlas Economic Research Foundation í San Francisco halda erndi í Átthagasal Hótels Sögu. Nefnist erindið „Einkaframtak og almenningsálit." Fisher er Breti og var orrustu- flugmaður í flugher hennar hátign- ar þar til 1948. Samkvæmt ráðlegg- ingum Friedrich Hayek, hins kunna austurríska hagfræðings, ákvað hann að helga sig útgáfu rita um hagfræðileg málefni. Til þess þurfti fjármagn, svo Fisher stundaði við- skipti um árabil. Árið 1955 stofnaði hann „Institute of Economic Affa- irs“. Núverandi formaður þeirrar stofnunar er Lord Harris, sem var gestur á viðskiptaþingi Verzlunar- ráðs íslands árið 1985. Fisher hætti í viðskiptum 1975 og hefur síðan þá stundað formennsku í stofnunum sem starfa á sama grundvelli og IEA, í Kanada og Bandaríkjunum. Antony Fisher Bækur þær sem þessar stofnanir hafa gefíð út, skipta nú orðið hundr- uðum og eru lesnar í yfír 40 löndum. Sagt er að þær sé jafnt að fínna á borðum nemenda sem og helstu ráðamanna í þjóðfélaginu. Fundurinn á Hótel Sögu er öllum opinn. Þátttaka tilkynnist sem fyrst í síma 83088. Morgunverður kostar kr. 450.-“ Islensk-sænska félagið heldur Valborgarblót Á Valborgarmessu, sem er á morgun, 30. april, heldur íslensk- sænska félagið Valborgarblót eins og undanfarin ár. Samkoman verður í skíðaskálanum i Hvera- dölum. Ámi Bjömsson læknir flytur ávarp, Marianne Eklöf óperusöng- kona og Stefán Bojsten píanóleikari flytja nokkur lög og að loknu borð- haldi leikur Reynir Jónasson á harm- onikku. Þá er ætlunin að tendra nokkurn bálköst til að fagna sumri og annast Rúnar Bjamason slökkvi- liðsstjóri bálvörsluna. Þeir sem vilja taka þátt í skemmt- uninni þurfa að tilkynna það fyrir- fram í skíðaskálanum eða í Veislu- miðstöðinni. Rútur fara frá Hlemmi kl. 19.00 á morgun og heim aftur á miðnætti. MULTI0FFSET FYRIR SAM- HANGANDITÖLVUPAPPÍR Prentarar! Takið eftir Nú má fá Multi offset-vélar til prentunar á samhangandi tölvupappír. Henta fyrir mlnni háttar upplög. Prenta í einum eða tveimur litum. Þið, sem eruð á leiðinni á Drupa-prent- iðnaðarsýninguna, sjáið þær og aðrar Multi-vélar í sýning- ardeild Am International: 5 D 26 skála5. Veltum nánari upplýsinear. Otto B. Arnar Umboðsverzlun Bolholti 6, Reykjavík símar(91)31631 & 31699 I ..... JtT RÖNNING &

x

Morgunblaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.