Morgunblaðið - 29.04.1986, Qupperneq 45

Morgunblaðið - 29.04.1986, Qupperneq 45
MORGUNBLAÐIÐ, ÞRIÐJUDAGUR 29. APRIL 1986 45 Nokkrar spurningar um Rio Reyðarfjörð eftirKeneva Kunz Það hefur svo sem nógu oft áður komið sér illa fyrir mig að vera alin upp við trú á lýðræði. Bláeygð og einfeldningsleg held ég ennþá fast við þá sannfæringu mína að sæmilega vel upplýstur almenning- ur eigi að fá að segja álit sitt, janfvel að fá að ráða einhverju um hvernig farið er með líf og afkomu hans. Það þýðir að vísu að við, almenningurinn, verðum að hafa dálítið fyrir hlutunum; við verðum að fylgjast með, lesa okkur eitthvað til, jafnvel láta skoðanir í ljós af og til. Tökum sem sagt ábyrgð með ábyrgðarmönnum þjóðarinnar og veitum þeim samtímis aðhald. En til þess verðum við að hafa aðgang að upplýsingum, og þar bera fjölmiðlarnir mikla ábyrgð á að miðla okkur nægilegri vitneskju. Á síðastliðnu ári hefur stóriðjunefnd Alþingis staðið í samningum við fjölþjóðafyrirtæki, sem ber heitið Rio Tinto Zinc, um mögulegan rekstur kísilmálmverksmiðju á Reyðarfirði. Og þótt mörgum finn- ist eflaust að straumur upplýsinga frá útlöndum í fjölmiðlum sé yfir- drifið nógur, hefur furðu lítið komið fram hér um þetta fyrirtæki. Ef til vill leikur nokkrum forvitni á að vita eilítið um þennan fyrirhugaða samstarfsaðila okkar. Rio Tinto Zinc, oft skammstafað RTZ, er stærsta námufyrirtæki Bretlands. Það rekur starfsemi sína í 44 löndum í nafni yfír sjö hundruð fyrirtækja og hefur meira en 74 þúsund manns í vinnu. Gróði þess að frádregnum sköttum árið 1984, samkvæmt eigin ársreikningi, var yfír 211 milljónir punda — en það jafngildir yfír 13 milljörðum ís- lenskra króna, eða rúmum helmingi tekna ríkissjóðs árið 1985. Ifyrir- tækið hefur þar að auki áunnið sér vafasaman orðstír víða um heiminn. Það er sakað m.a. um: að hundsa rétt landeigenda með ásælni í málmrík landsvæði, að beita ríkis- stjómir margskonar þrýstingi, að reka starfsemi sína í trássi við alþjóðalög, að styðja við bakið á alræmdum stjómvöldum og að námuvinnsla þess sé með þeim hætti, að hún skilji eftir sig óbætan- lega evðileggingu, mengun og jafn- vel geislavirka auðn. Arið 1873 keypti hópur breskra og evrópskra auðmanna kopamámu á suð-vestur Spáni sem heitir Rio Tinto. Náman dregur nafn sitt af nærliggjandi á („Rio"), sem var orðin lituð („Tinto") af mengun frá námunni. Fyrirtækið efldist í takt við ört vaxandi þörf iðnríkja fyrir kopar á seinni hluta 19. aldar og á 20. öld. Fram yfir 1900 var þetta stærsta kopamáma heims. Eigendurnir uppskám ríkulegan ávöxt, sem var m.a. afrakstur lágra launa (sérstaklega verkakvenna) og einokunarverslunar á svæðinu. Brennisteinsmengun frá námunni lagði stórt landsvæði í kring í eyði. Eftir 1920 gáfu jarðlögin ekki eins mikinn kopar af sér og áður og fyrirtækið brást við því með kaup- um á nýjum koparnámusvæðum í Afríku og stofnaði kopareinokunar- samtök til að tryggja sér hátt há- markaðsverð. Á þriðja áratugnum fóm námumenn að mynda með sér samtök til að berjast fyrir réttindum sínum og réttindabarátta þeirra var talin ógna arðsemi fyrirtækisins. En „betri tímar fóm í hönd“, því eins og þáverandi forstjóri Rio Tinto, Sir Anthony Geddes, orðaði það: „Eftir að hermenn Francos lögðu undir sig svæðið heyra vinnu- deildur sögunni til. Námuverka- menn sem tmfla starfsemina em dregnir fyrir herrétt og skotnir." Eigendur Rio Tinto seldu 2/s af hlut sínum í fyrirtækinu 1954 fyrir 8 milljónir punda, sem þeir fjárfestu í ýmis konar námustarfsemi, meðal annars í risastóm kopamámusvæði í Suður-Afríku og úraníum-námum í Ástralíu og Kanada. Þetta gaf svo vel af sér að aðeins átta ámm seinna, 1962, vom eignir fyrirtæk- isins taldar nema. 116 milljónum pundum. Með tilkomu kjamorku og vaxandi þörf fyrir úraníum varð framtíð fyrirtækisins æ bjartari. Þetta ár gekk Rio Tinto til liðs við Consolidated Zinc, og nýja fyrir- tækið Rio Tinto Zinc rak nú um- fangsmikla starfsemi f Ástralíu, sérstaklega í gegnum dótturfyrir- tæki þess, Conzinc Rio Tinto Ástral- íu, CRA. Einn ljótasti blettur á „Það er víst eðli og markmið fjöiþjóðafyr- irtækja að hafa sem mest fyrir sinn snúð. En þeir tímarnir eru vonandi liðnir að slík fyrirtæki geti rekið starfsemi sína alveg án eftirlits eða takmark- ana.“ fyrírtækinu er meðferð sem eigend- ur málmríkra landsvæða hafa sætt af þeirra hendi. I Ástralíu hundsuðu CRA rétt fmmbyggja sem bjuggu á eyðimerkusvæði norður í Queens- land-fylki. í þessari eyðimörk fund- ust umfangsmikil báxít-jarðlög. Báxít-nám RTZ fer þannig fram, að efstu jarðlögunum er ýtt upp og báxít grafið upp. Eftir standa gap- andi gígar á stærð við Reykjanes- skaga og allt austur að Selfossi. RTZ neitaði að greiða nokkrar bætur, þrátt fyrir afar hagstæðan samning við fylkisstjómina um námuréttindin. Fmmbyggjamir höfðu áður en námureksturinn hófst þvemeitað að yfírgefa land sitt, land forfeðra sinna. Á einum stað lét RTZ brenna kofana ofan af fólk- inu og lögreglu reka það burt. En fólkið sneri aftur og heimtaði land sitt m.a. með málshöfðun þó enn sé það með litlum árangri. Allan sjöunda áratuginn stækk- aði fyrirtækið með ótrúlegum hraða. Árlegur arður af hlutafé nam að meðaltali um 30% og eignir þess vom orðnar 560 milljónir pund árið 1969. Árið 1970 hóf Rössing úran- ium, sem RTZ á 46,5% eignarhluta í, starf í Namibíu. Namibía hefur verið undir ólöglegri stjóm Suður- Afríku frá 1966, í trássi við sam- þykktir Sameinuðu þjóðanna og Alþjóðadómstólsins í Haag. Úra- níumvinnsla þar er brot á ályktun Sameinuðu þjóðanna númer 1, þar sem bann er lagt við rányrkju auðlinda Namibíu. Ekkert eftirlit er á námusvæðinu varðandi geisla- virkni, mengun eða meðferð á verkafólki (aðallega svertingjum) sem verða að búa á þessu hættulega svæði. Meirihluti svartra verka- manna fær greitt „lágmarks lífsvið- urværi“, samkvæmt upplýsingum fyrirtækisins frá 1984. Það á að nægja þeim fyrir brýnustu h'fsnauð- synjum, en dugir ekki fyrir mennt- un, afþreyingu eða fríum, svo dæmi séu nefnd. Áætlað var að stórbæta húsnæði verkafólks — mála það, leiða jafnvel vatn í húsin. Svertingj- ar hafa ekkert funda- eða ferða- frelsið; þeir mega ekki mynda nokkur samtök og verkfallstilraunir 1978 voru brotnar á bak aftur með táragasi og varðhundum, en einka- her er alltaf hafður til taks á svæð- inu ef þörf krefur. Fyrirtækið leggur allt kapp á að fullnýta námurnar sem fyrst, áður en sjálfstæði Namibíu verður að veruleika. Þetta er afkastamesta náma heims og úraníum þaðan mjög eftirsótt, ekki síst vegna þess að það er selt án skilyrða um notkun þess, t.d. við framleiðslu kjarnorku- vopna. Stjórn Suður-Afríku fékk 30 milljónir punda í skatttekjur frá Rössing-fyrirtækinu árið 1984, auk tekna stjórnarinnar af eigin eignar- hluta. Með þessum tekjum viðheld- ur stjóm Suður-Afríku kynþáttaað- skilnaðarstefnu og ofbeldi gegn íbú- um Namibíu. Á Nýja-Sjálandi byggði annað dótturfyrirtæki RTZ, Comalco, ál- ver til að nýta raforku frá stórvirkj- un sem þeir höfðu fengið ríkisstjórn Nýja-Sjálands til að byggja (og fóma þjóðgarði undir). Fyrir raf- magnið borguðu þeir, að því að best er vitað, 0,17 sent (eða um 4 mill) á kílówattstund. Á sama tíma borguðu neytendur 13 sinnum meira og bændur allt að 20 sinnum meira. Samkvæmt samningnum sem var til 99 ára mátti ríkisstjómin hækka verðið í mesta lagi um 1% áári. í Kanada hefur RTZ unnið úran- íum frá 1955, þegar það keypti námuréttindi umhverfis Elliot Lake, Ontario, og stofnaði fyrirtækið Rio Algom. Úrgangi frá vinnslunni var dælt út í vatnasvæðið sem í dag er orðinn risatór og vaxandi geisla- virk eyðimörk. Rio Algom skeyttu litlu um landspjöllin, enda telja þeir þetta vera „óbyggt" land. En þús- undir indíána misstu heimili sín og lífsviðurværi vegrna mengunar og margir veiktust. Nýjar virkjana- framkvæmdir að frumkvæði Rio Algom og BRINCO (annað afkvæmi RTZ) við James-flóa verða þær stærstu í heiminum. Þar stendur til að byggja stíflukeðju yfír 20 km á lengd, og við það fer landsvæði nokkm stærra en ísland undir vatn. Á þessu „óbyggða“ svæði búa nú um sex þúsund Cree-indíánar og inúítar. Þeir reyndu að stöðva fram- kvæmdirnar með lögbanni og máls- sókn 1973, en töpuðu málinu „vegna hagsmuna meirihluta íbúa fylkisins", eins og það var orðað í dóminum. Ekkert er látið uppi um hvað gera eigi við rafmagnið frá þessari nýju virkjun en sennilega mun Rio Álgom nýta það við hreins- un og auðgun úraníums. Það væri vandalaust að lengja þessa upptalningu, allt er á sömu bókina lært. Það er víst eðli og markmið fjölþjóðafyrirtækja að hafa sem mest fyrir sinn snúð. En þeir tímarnir eru vonandi liðnir að slík fyrirtæki geti rekið starfsemi sína alveg án eftirlits eða takmark- ana. Þessi heimur okkar hefur aðeins takmarkaðan fjölda auð- linda, og ekki er hægt að menga náttúruna óendanlega án afleið- inga. Starfsaðferðir RTZ hafa leitt til þess að margir hluthafar, bæði einstaklingar og samtök, hafa ákveðið að losa sig við hlutabréf í fyrirtækinu. Þar á meðal má nefna Oxford-háskóla, ensku biskupa- kirkjuna og Lundúnaborg. Spumingin fyrir íslendinga er hvort RTZ á að eignast stóran hlut í kísilmálmverksmiðju á Reyðar- fírði. Hvers vegna hefur einmitt þetta fyrirtæki, sem ekki hefur áður' komið við sögu kísilmálmvinnslu, svona mikinn áhuga? Af hverju þarf að veita erlendu risafyrirtæki svo stóra eignarhlutdeild ef rekstr- argrundvöllur er fyrir hendi? Er samvinna við slíkt fyrirtæki æskileg þegar vitað er um starfsaðferðir þess? Þetta eru spurningar sem koma okkur öllum við og við eigum rétt á að fá sem gleggst svör við þeim og upplýsingar um öll ákvæði fyrirhugaðs samnings. Meðal þeirra stofnana, sem hafa harmað eða fordæmt starfsemi RTZ, eru mörg samtök kristinna manna, þar á meðal Lútherska heimskirkjuráðið. Skyldi stóriðju- nefndin ætla íslendingum það vafa- sama hlutskipti að sanna enska málsháttinn sem segir „að fáfróðir hlaupa um þar sem englamir þora ekki að stíga niður fæti“? Hcimildir Rio Tinto Zinc, Annual Rcport 1984. Hooper, D. The Rio Tinto Zinc Corporation, Oslo 1977, Roberts, J. Massacres to Mining, Victoria 1981, Partizans, The Altemative RTZ Report 1983, London 1984. Höfundur er kennari við Flens- borffarskólann / Hafnarfirði. Silver-Reed rafeindaritvélarnarvoru mest seldu ritvélarnar á fslandi áriö 1985. Þær eru fáanlegar í 6 mismunandi gerðum og henta því jafn vel í skólann sem skrifstofuna. Silver-Reed ritvélarnar eru meö glugga og tölvuminni, sjálfvirkri miðjustillingu og sjálfvirku leiðréttingarminni (allt að 2 línum), diskdrifi og 5 mismunandi leturgerðum. Þrátt fyrir alla þessa kosti - og ýmsa fleiri - eru Silver-Reed rafeindaritvélarnar á einstaklegagóðu verði. Það er líklega ein af ástæðunum fyrir miklum vinsældum Silver-Reed. SKRIFSTOFUVELAR H.F. Hverfisgötu 33 - Sími 91 -20560 Helstu söluaðilar: Bókaversl. JónasarTómassonar Isafirði • Bókaversl. Þórarins Stefánssonar Húsavík • Bókval Akureyri • E.Th." Mathiesen Hafnarfirði • Fjölritun s.f. Egilsstöðum • Kaupfél. Árnesinga h.f. Selfossi • Kjarni Vestmannaeyjum • Penninn Hallarmúla SILVER-REED Rl VERÐ FRÁ ... KR. 1

x

Morgunblaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.