Morgunblaðið - 29.04.1986, Side 48

Morgunblaðið - 29.04.1986, Side 48
48 MORGUNBLAÐIÐ, ÞRIÐJUDAGUR 29. APRÍL1986 Fríða Gísla- dóttir - Minning Hólmfríður Gísladóttir, frænka mín, hefði orðið 75 ára gömul þann 22. apríl síðastliðinn, en hún lézt í Borgarspítalanum þann 17. þessa mánaðar eftir mjög stutta sjúk- dómslegu. Fríða, eins og hún var jafnan kölluð, var mikil atorkukona og hefði ekki verið henni að skapi að dveljast lengi á stoftiun né í sjúkra- • húsi. Fríða var málvönd og hafði gott skopskyn. Hún hafði eigin skoðanir á lífinu og tilverunni og komst oft skemmtilega að orði um sjálfa sig og aðra. Nei, hún þurfti sko ekki endilega að vera samþykk öllu sem hinir sögðu. Hún var frábær. Fríða var stolt af uppruna sínum og var betur að sér um gömlu góðu dagana og forfeður en flestir aðrir, nama þá að undanskildum Óskari Clausen rithöfundi og Axel Ciausen stórkaupmanni með meiru, en þeir voru móðurbræður hennar. Foreldrar Fríðu voru Gísli Gísla- son verzlunarmaður í 57 heil ár hjá verzlun Geirs Zoega við Vestur- ’ götu í Reykjavík. Gísli var líka kallaður litli baróninn þvf að sem unglingur var hann valinn til að- stoðar baróninum á Hvítárvöllum er hann skemmti borgarbúum með orgel-spili í gamla Iðnó. Baróninn kostaði hann ennfremur til garð- yrkjunáms á Scarlet-óðalinu fyrir utan Edinborg í Skotlandi. Móðir Fríðu var Ragnheiður Clausen dóttir Holgers P. Clausen stórkaupmanns og alþingismanns fyrir Snæfellinga, en hann bjó * lengst af í Stykkishólmi. Það var kannski engin tilviljun að fyrir 2 mánuðum var Fríða í matarboði hjá foreldrum mínum í Garðabæ þar sem hún gaf okkur ljósrit úr bók, sem segir frá lang- afa hennarj Hans Arrebo Clausen, fæddum á Islandi árið 1806, nánar tiltekið Ólafsvík. Hann var jafnan kallaður Clausen etazráð. Afí Fríðu, Holger P. Clausen, rak verzlun í Stykkishólmi en var auk þess með verzlun að Búðum, Snæfellsnesi, Ólafsvík og á Borðeyri við Hrúta- flörð. I þá daga lögðu menn land undir fót á hestum og var þá gjaman komið við á Reynistað í Skagafirði en þar áttu heima ættingjar Clausen fólksins. Það er öruggt að Fríða vildi koma þessum fróðleik til sér yngri manna þeim til uppörvunar og ræktarsemi við það sem liðið er. Systkini Fríðu eru Holger P. Gíslason rafvirkjameistari, giftur Guðrúnu Sæmundsdóttur, og Olga Benediktsdóttir, dóttir Ragnheiðar af fyrra hjónabandi. Olga var gift Ama Amasyni stórkaupmanni sem átti Vöruhúsið. Fríða giftist Haraldi Halldórssyni 1934 en hann dó árið 1969. Þau eignuðust 3 böm. Þau eru: Halldór Haraldsson píanóleikari, kennarí og tónlistarmaður. Hann er giftur Susan Haraldsson og eiga þau 2 böm. Ragheiður Guðfínna Haralds- dóttir, ávallt kölluð Ranný. Ranný er meinatæknir og gift Herði Arin- bjamar verzlunareiganda. Þau eiga 2 böm. Þriðja bam Fríðu hét Hildur en hún dó aðeins 2ja ára gömul. Verzlun var Fríðu og Halla í blóð borin og ráku þau svo lengi sem ég man blandaða verzlun og þá sér- staklega með bamaföt allskonar, sem þau ýmist fluttu inn en oftast sniðu og saumuðu sjálf af einstakri smekkvísi. Fríða var glæsileg kona á sfnum yngri ámm, bar höfuðið hátt og fas hennar allt hið tignarlegasta. Hún var góður gestgjafi, matreiddi og bakaði af mestu snilld. Ég ætla bara að vona að sumar uppskriftim- ar týnist ekki og leyndarmálið haldi áfram að vera til. Við samhryggjumst bömum og bamabömum og biðjum ykkur öll vel að lifa. Guðsblessun fylgi ykkur. Gísli Holgersson Fríða Gísladóttir fæddist 22. apríl, 1911, í Reykjavík. Foreldrar hennar voru Gísli Gíslason, verzlun- armaður, og Ragnheiður Clausen. Gísli faðir hennar var sonur Gísla Tómassonar, en þeir feðgar störf- uðu báður hjá Geir Zoga, kaup- manni, er rak verzlun við Vestur- götu í Reykjavík. Ragnheiður, móð- ir Fríðu, var föðursystir þess er kveðjuorð þessi ritar. Hún var dóttir Holgers Clausen, alþingismanns, sem lengi rak verzlun í Stykkis- hólmi, og konu hans Guðrúnar Þorkelsdóttur Eyjólfssonar, prests á Staðastað á Snæfellsnesi, og var Guðrún systir Jóns foma. Langafí Guðrúnar var sér Jón á Bægisá. Fríða var gædd góðum gáfum og listrænum hæfíleikum, og því var ekki að furða þótt listrænir hæfíleikar gengju í arf til bama hennar. Á uppvaxtarárum sínum eignað- ist Fríða marga vini og hélzt sú vinátta allt til dauðadags. Foreldrar hennar bjuggu lengst af á Vestur- götu í Reykjavík, þar sem hún fæddist og ólst upp og eignaðist sína vini. Á þeim tímum var sjaldgæft að fólk færi til útlanda. Fríða varð þó þeirrar gæfu njótandi að fara til náms í verzlunarskóla í Hamborg ásamt beztu vinkonum sjnum, þeim Rögnu Leví og Nönnu Ágústsdótt- ur. Þegar Fríða kom heim frá námi hóf hún störf í Vöruhúsinu í Reykja- vík. Eigandi þess var Ámi Ámason, sem kvæntur var Olgu Benedikts- dóttur, hálfsystur Fríðu. í Vöruhúsinu kynntist Fríða eig- inmanni sínum, Haraldi Halldórs- syni, sem þar starfaði sem verzlun- armaður og síðar verzlunarstjóri. Þau gengu í hjúskap 1935 og eign- uðust 3 böm, þau Halldór, píanó- leikara, Ragnheiði, meinatækni, og Hildi, sem dó 2 ára gömul. Hjónaband Halla og Fríðu var afar farsælt, enda vom þau mjög samrýnd og unnu saman alla tíð, einnig utan heimilisins. Ég gat þess fyrr, að listrænir hæfíleikar Fríðu hefðu gengið í arf til bama hennar. Á því leikur lítill vafí og segja má að þau Fríða og Halli hafí uppskorið ríkulega fyrir allt, sem þau lögðu á sig og fómuðu til að styðja böm sín, enda ómældar þær ánægjustundir, sem þau höfðu af að hlusta á son sinn, Halldór, leika á píanóið. Hæfíleikar Halldórs sem píanó- leikara em svo miklir og hann slíkur snillingur, að manni verður á að hugsa hvílík synd að hann skyldi Íiurfa að fæðast í svo litlu landi sem slandi. Hæfíleikamenn á borð við Halldór fæðast sjaldan. Þegar ég man fyrst eftir Fríðu var ég smádrengur, en hún full- vaxta stúlka, enda aldursmunurinn 18 ár. Móðir mín hefur sagt mér að Fríða hafí verið heimagangur hjá foreldmm mínum á fyrstu hjú- skaparámm þeirra, enda bjuggu þau í miðbænum. Fríða var afarvin- sæl hvar sem hún kom, enda hafði hún frábæra og óvenjulega kímni- gáfti. Ég minnist þess alltaf þegar ég fór með móður minni að sjá kvik- myndina Saga Borgarættarinnar. í einu atriði myndarinnar sjást tvær litlar telpur í kirkju. Önnur þeirra var Fríða. Þetta þótti mér afar merkilegt, að Fríða skyldi hafa leik- ið í þessari merku kvikmynd, þótt hlutverkið væri ekki stórt. Á mínum yngri ámm átti ég ófá- ar ánægjustundir á heimili Halla og Fríðu. Kímnigáfa þeirra beggja var slík, að engum gat leiðst í ná- vist þeirra. Mann sinn missti Fríða 1969 og það var mikið áfall fyrir hana, svo samrýnd sem þau vom. Eftir lát Haraldar rak Fríða verzlun þeirra í Hafnarstræti um tíma, en hætti því síðan og vann mest við framleiðslu á bamafatnaði eftir það. Auk Olgu, hálfsystur Fríðu, sem nú er látin, átti Fríða einn bróður, Holger P. Gíslason, rafvirkjameist- ara, sem er á lífi. Það er með miklum söknuði, sem ég kveð Fríðu, um leið og ég votta fjölskyldu hennar samúð mína og minnar fjölskyldu. Öm Clausen Sigurgarðar Sturlu- son - Minning Fæddur 15. janúar 1923 Dáinn 21. apríl 1986 Löngu fyrir aldur fram er horfínn af sjónarsviðinu tengdafaðir okkar, Sigurgarðar Sturluson. Hann var kvaddur á brott úr þessum heimi ? fyrirvaralaust. Sigurgarðar var sonur hjónanna Sturlu Kristóferssonar og Ólafíu Kristínar Sigurðardóttur. Fæddist í Amarfirði 15. janúar 1923, en ólst upp að Tungumúla á Barðaströnd. Ungur fluttist Sigurgarðar, eða Gæji eins og hann var kallaður, til Reykjavíkur þar sem hann kynntist eftirlifandi eiginkonu sinni, ínu Böðvarsdóttur. Gæji var óvenju fjölhæfur til flestra starfa og ósérhlífínn við vinnu, með dugnaði og eljusemi framfleytti hann stórri fjölskyldu sinni. Árið 1966 misstu þau hjónin hluta af eigum sínum þegar hús þeirra við Suðurlandsbraut varð eldi að bráð. Þar kom þrautseigja hans sér vel. Þau gáfust ekki upp við mótlætið, heldur hófust handa við að reisa myndarlegt hús við Hraun- tungu 8 í Kópavogi, þar sem ávallt var ánægjulegt að koma, enda var Gæji skemmtilegur maður sem átti auðvelt með að sjá spaugilegu hlið- amar á tilverunni. Á tímamótum efndu þau hjónin gjaman til fagnaðar með sínum nánustu og var jafnan veitt af þeim höfðings- og myndarbrag sem ein- : kenndi þau ávallt. Lífsgleði Gæja naut sín best á ferðalögum, sér í lagi ef förinni var heitið á æskustöðvar hans vestur á « Barðaströnd, enda voru fá sumrin sem hann fór ekki þangað. Það var ánægjulegt að ferðast með honum, þá kom í ljós hversu fróður hann var um landið og sögu þess. Hann -umgekkst okkur öll sem jafningja og kynslóðabil var ekki til i huga hans. Við sem þekktum Gæja nutum ríkulega þeirrár hjálpsémi sém hann bjó yfír. Þá kynntumst við verklagni hans og útsjónarsemi. Þau vom fá vandamálin sem hann leysti ekki úr þegar við leituðum til hans. Við horfum ekki aðeins á bak tengdafoður, heldur og góðum fé- laga og vini. í huga okkar lifír minningin um hressan og lífsglaðan mann sem var alltaf tilbúinn að taka þátt í athöfnum okkar og áhugamálum. Því megum við vera þakklát fyrir þau kynni sem við höfðum af Gæja. Þau hafa kennt okkur að kraftur, dugnaður og já- kvætt hugarfar er eitt það besta sem menn hafa í fari sínu. Því kveðjum við öll Gæja með söknuði. Hafí hann þökk fyrir allt. DiddL Halli, Hanna, Jón, Olöf, Ómar. Skilnaður A þessum degi hefst vor hinzta ferð. Nú hjálpar engin bæn né sáttargerð. Við stillum hvorki stormana né rokið. En nú skal bergð hin beiska kveðjuskál. Vor borg er hrunin, samvistunum lokið, og flúinn brott hver fleygur sumargestur. Þú beinir þínum flota austur ál — égeinuskipi—vestur. DavíðStefánsson Ár eftir ár fyllist hjarta manns af gleði yfír vorgróandanum. Og sál manns vaknar af vetrardvala og tilhlökkun yfir væntanlegum sólskinsstundum. Skyndilega dreg- ur dimman skugga yfír er kær vinur fellur frá. Fyrirvaralaust, eins og kaldur vindblær er þýtur í tijánum. Svo óvænt kom sú helfregn. Allt í einu er vinur manns orðinn mynd í safni hugans. Er ég hugsa til baka yfír kynni ljölskyldunnar við Sigurgarðar finnst mér alltaf hafa verið sólskin á okkar sam- verustundum. Þær eru orðnar æði margar ferðimar á milli húsanna og oft er búið að vera glatt á hjalla í garðinum okkar á góðum dögum. Þá glöddumst við saman einsog tsönr---------i-- Sigurgarðar sýndi okkur alveg einstaka alúð frá upphafí okkar kynna. Aldrei heyrði ég hann tala illt orð um nokkum mann. Hann hafði ætíð einstaklega létta kímni og var hnyttinn og orðheppinn maður, enda mjög vel greindur. Einnig var hann sérstaklega verk- laginn. Gott var að leita til Sigur- garðars, því ávallt var hann tilbúinn að rétta öllum hjálparhönd og dró aldrei af sér. Hann var ætíð hinn sanni, góði nágranni eins og best er hægt að hugsa sér. Það verður sjónarsviptir hér í götunni að sjá ekki lengur hvíta hárinu hans Gæja bregða fyrir og heyra ekki lengur fallega mál- róminn hans. Við eigum eftir að sakna hans sárt. Elsku ína mín, megi sá sem öllu ræður styrkja þig og bömin á þess- ari erfíðu stundu. Við vottum ykkur okkar dýpstu samúð og þökkum fyrír kæran við og nágranna. Það var eins og himnamir hefðufærtsignær. Hvaðan komu fuglamir, sem flugu hjá í gær? (Davíð Stefánsson Stefanía, Sverrir og fjölskylda Jenny Natschitz, Israel — Minning Látin er í ísrael frú Jenny Nasc- hitz, eiginkona Fritz Naschitz, aðalræðismanns íslands í ísrael. Hún fæddist í Ungveijalandi (Búda- pest) 21. janúar 1903, dóttir Louisu og Amolds de Hann. Faðir hennar var aðstoðamtanríkisráðherra og var aðlaður af Franz Joseph keisara fyrir störf sín. Sem ung stúlka lagði hún stund á tungumál og aðrar menntir og náði valdi á heimsmál- unum auk hebresku, en ungverska var móðurmál hennar. Haustið 1931 gengu þau Fritz Naschitz í hjónaband í Búdapest. Um hríð bjuggu þau í Transsylvan- iu, en 1940, er auðsætt var hvert stefndi um hag gyðinga í Evrópu, fluttust þau til Palestínu og settust þar að. Þar stundaði maður hennar verslunarstörf. Þau hjónin eignuðust einn son, Peter Gad, sem er lögfræðingur, og tók fjölskyldan öll þátt í félags- lífí og menningarlífí. Einkum urðu umsvifin mikil, er Fritz Naschitz gerðist aðalræðismaður íslands á þeim ámm er allmikil verslunarvið- skipti vom milli landanna og heim- sóknir tíðar. Við opinberar heim- sóknir margra ráðamanna okkar lands og sendiherra til Israels ávann Jenný sér vináttu og traust. En einnig sýndu þau hjón mikla hjálp- semi einstaklingum og hópum, er til ísraels komu. Er ég einn úr hópi þeirra mörgu íslendinga sem nutu gestrisni og góðvildar Jennýar Naschitz og heilluðust af henni. Fundumst við fyrsta sinni sumarið 1956 í Tel Aviv og í síðasta sinn, er við hjónin heimsóttum þau Fritz og Jenný og nutum gestrisni þeirra vorið 1978. Umræðuefnin vom mörg, því áhugamálin spönnuðu vítt svið, enda fékkst húsbóndinn við ljóðagerð, heimspekirannsóknir (einkum Martin Buber) og margvís- leg bókmenntastörf í frístundum sínum, og húsfreyjan las mikið um menningu og bókmenntir. Jenny Naschitz lagði sig fram um að kynna land vort og þjóð með erindaflutningi í Israel. Hún var hlý kona og gædd miklum persónu- töfmrn. Hún var glæsilegur og hugþekkur fulltrúi horfíns heims frjálsrar menningar Mið-Evrópu frá því fyrir fyrri heimsstyijöld. Er hún var ung kona, bmtust út gyðingaof- sóknir í hinu volduga nágrannarfki, sem áttu eftir að fella hramm sinn yfír þjóðir æskustöðva hennar. Til allra heilla komust þau hjónin undan og hófu nýtt líf. Verður Jenný Naschitz minnisstæð okkur öllum sem áttum því láni að fagna að kynnast henni. Blessuð sé minning hennar. Þórir Kr. Þórðarson

x

Morgunblaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.