Morgunblaðið - 29.04.1986, Qupperneq 57
MORGUNBLAÐIÐ, ÞRIÐJUDAGUR 29. APRÍL 1986
57
Hamborgarhöfn er ein sú stærsta í heimi.
Arnarflug 10 ára:
Flýgnr nú í fyrsta
sínn tíl Hamborgar
Móttökumar á Hamborgarflugvelli voru hlýlegar þegar vél Arnar
flugs Ienti þar i fyrsta sinn.
Borgin býður upp á fjölda veitingastaða í fögru umhverfi. Hér er
einn slíkur með ráðhúsið í baksýn.
Á 10 ára afmæli sinu, 10. apríl
sl., hóf Amarflug áætlunarflug
til Hamborgar en i ár heldur
Hamborgarflugvöllur, Fuhls-
biittel, upp á 75 ára afmæli sitt.
Langþráður draumur þeirra
Arnarflugsmanna um Hamborg-
arflug er svo til jafngamall fyrir-
tækinu að þeirra sögn enda
Hamborg staður, sem hefur
margt uppá að bjóða fyrir ferða-
manninn.
Borg verslana
og viðskipta
Hamborg, sem telur nú rúmlega
1,6 milljónir íbúa, hefur frá alda
öðli verið þekktust sem verslunar-
og viðskiptaborg, allt frá tfmum
Hansakaupmanna til dagsins í dag.
Borgin er fagurlega staðsett við ána
Elbu, 100 km inni í Iandi frá Norð-
ursjónum. Það tekur skipin fimm
til sex klukkustundir að sigla upp
ána til Hamborgar og er höfnin ein
af Qölfömustu höfnum Evrópu. Um
16.000 flutningaskip fara þar um
á ári hverju með samtals um 50
milljón tonn af vamingi ýmiss
konar. Nálægt 50.000 manns hafa
atvinnu af höfninni beint og annar
eins fjöldi óbeint.
Vinsælasta verslunarhverfí
Hamborgar stendur í miðborginni,
breið og vel skipulögð göngugata,
Mönckeberg-stræti. Við annan enda
hennar má sjá ráðhúsið og við hinn
aðaljámbrautarstöðina. Götupopp-
arar, listamenn og aðrir skemmti-
kraftar setja mikinn svip á mannlíf
miðborgarinnar með söng, dansi og
öðrum uppákomum. Þá má finna
ijölda veitingastaða og kráa sem
bjóða upp á fjölbreytni bæði í mat
og drykk, ekki bara þýska heldur
líka gríska, franska, japanska, ít-
alska, indverska, suður-ameríska
og víetnamska matargérð. Verðlag
á fatnaði er e.t.v. ekki svo ólíkt
því sem gengur og gerist hér á landi
en fjölbreytnin mun margbreyti-
legri, eftir því sem blaðamaður
komst næst.
Lestir í allar áttir
Um jámbrautarstöðina við enda
Mönckebergrstrætis fara daglega
810 lestir og þaðan liggja leiðir í
allar hugsanlegar áttir. Þá fara
yfir 300 lestir frá Hamborg til
annarra borga á meginlandinu svo
sem Kaupmannahafnar, Feneyja,
Moskvu, Stokkhólms, Belgrad,
Mflanó, Rómar, Ziirich, Genf, París-
ar, Bmssel og Amsterdam.
Hamborg -
græna borgin
Hamborg er meira en verslun og
samgöngur. Hamborg er falleg.
Víða um borgina má sjá slagorðin
„Hamborg er græn borg“ og em
þau orð engar ýkjur. Skóglendi,
garðar og aðrir skipulega grónir
blettir og útivistarsvæði em fleiri í
Hamborg en gengur og gerist
annars staðar. Hamborg á einnig
Evrópumetið í brúarsmíði, en biýr
þar í borg em samtals 2.300 talsins
á meðan Berlín fylgir í kjölfarið
með 1.000 brýr, Amsterdam 600
og Feneyjar aðeins 400.
Lífsg'laða Hamborg
Óhætt er að fullyrða að Hamborg
sofi aldrei. Næturlíf borgarinnar
hefst um leið og skyggja tekur og
stendur þangað til birta fer af degi.
Helsta skemmtihverfi borgarinnar
kallast Reeperbahn og má þar finna
allt frá saklausum pylsusölum til
gleðihúsa, enda slík viðskipti lögleg
í þessari gleðiborg.
Islendingar þeir sem hyggja á
Hamborgarferð í sumar hafa
eflaust úr nógu að moða er þangað
kemur, en fyrir utan verslunar- og
næturlíf borgarinnar má nefna
fjölda útirokk-hljómleika, sinfóníu-
hljómleika, balletta, skemmtigarða,
einnig kvikmyndir, mynd- og leik-
list.
Yfir 1,5 milljónir ferðamanna
sóttu Hamborg heim árið 1983 og
af þeim var um þriðjungur útlend-
ingar. Sænskir ferðamenn komu
flestir, 56.000. Þá komu 46.000
Bretar, 42.000 Bandaríkjamenn,
35.000 Danir, 31.000 Norðmenn
og síðast en ekki síst 26.000 Japan-
ir.
Að sögn þeirra Arnarflugsmanna
er ætlunin að fljúga til Hamborgar
tvisvar í viku í sumar en líklega
ekki nema einu sinni yfír vetrartím-
ann til að byija með.
Texti:
Jóhanna Ingvarsdóttir
TER YLENEB UXUR
NÝKOMNAR
Mittismál80— 120sm. Kr. 1.195.
Flauelsbuxurkr. 745.
Gallabuxur kr. 825.
Skyrtur, nærföt o.fl. ódýrt.
Andrés,
Skólavörðustíg 22a, simi 18250.
Sumaigjöf
- hvenær sem erl
Kóngar í ríki sínu, bráðskemmtileg bók, Ronja
Ræningjadóttir, Blómin á þakinu og tólf
ódýrir og skemmtilegir bókapakkar eru gjafir sem
hressir krakkar kunna vel að meta.
Sniðugar gjafir í sumargjöf, í sveitina, í sumar-
bústaðinn eða tjaldferðalagið - hvenær sem er.
Ódýrar gjafir sem fást í öllum bókabúðum.
Barnabókapakki 1
Tilboðsverð 798,-
Svei attan Einar Askell
F|yttu þér Einar Askell
att 9ott Einar Askell
öorn eru líka fólk
Leikvöllurinn okkar
a*>ó'taPq8^
BjT*bÓkaPakk> 4
yilboðsverð 3Sq _
Barbabót 'af
Mál og menning
// "
&