Morgunblaðið - 29.04.1986, Qupperneq 58

Morgunblaðið - 29.04.1986, Qupperneq 58
58 MORGUNBLAÐIÐ, ÞRIÐJUDAGUR 29. APRlL 1986 Indriði Jónsson á Toyota í innanbæjarakstrinum, 55,5 km voru eknir innanbæjar, en 177,6 á þjóðvegum. Þessi bíll vann 1301—1600 cc-flokkinn. Morgunblaðið/Gunnlaugur Rognvaldsson Allir flmm bílamir í minnsta vélarflokknum eyddu minna en flmm litrum á hundraðið. Tveir voru frá Suzuki og þrir frá Daihatsu. Keppni milli þessara bOtegunda var hnifjöfn. Sparakstur BÍKR og Skeljungs: Fimm með minni en fimm lítra Þorbergur Guðmundsson kemur sérstökum bensíntanki fyrir i Suzuki-bfl sínum, sem eyddi minnstu bensíni í keppninni. I bak- sýn mæla starfsmenn BÍKR bensínið á annan keppnisbfl. Bensíneyðsla, lítrar á 100 km vélar- villur heildar- rúmtak cc innanbæjar utanbæjar eydshaukn. eydsla eyðslu Bílar Gunnlaugur Rögnvaldsson „Þetta var tvímælaiaust erfið- asta sparaksturskeppni sem hald- in hefur verið. Þetta sýndi mjög raunhæfar eyðslutölur bílanna, sem voru með í keppninni. Ég er náttúrulega hæstánægður að minn bfll náði minnstu eyðslunni," sagði Þorbergur Guðmundsson ökumaður Suzuki Swift, en hann ók bflnum sem eyddi minnsta eldsneytinu í sparaksturskeppni BÍKR og Skeljungs á laugardag- inn. Var keppt í §órum flokkum, eftir vélarstærð en bfll Þorbergs eyddi minnstu yfir heildina; 4,31 lítrum á hundrað km. Mesta spennan var í flokki bfla með 0—1000 cc vélar, Daihatsu- umboðið sendi þijá bfla í þann flokk, en Suzuki tvo. Þessi umboð hafa barist um sigur f þessum flokki á undanfömum árum. Inn- anbæjar óku keppnisbflamir sem allir voru óbreyttir 55,55 km, miklar krókaleiðir og voru öku- menn m.a. skyldaðir að stöðva við öll biðskyldumerki. Eftirlitsmenn frá BÍKR voru í hveijum keppnis- bíl af þeim sökum. Vegalengdin utanbæjar var 177,6 km og var m.a. ekinn Þingvallahringurinn. „Það þurfti að halda miklum meðalhraða, þetta var ekkert dól, heldur eðlilegur umferðarhraði," sagði Þorbergur. „Fólk þarf því ekki að efast um útkomuna. Það var hnífjöfn keppni í minnsta flokknum milli Suzuki og Dai- hatsu og úrslitin réðust raun- verulega á lokasprettinum. Okkur tókst að meija sigur og er þetta í fímmta skipti, sem Suzuki-bfll nær minnstu eyðslu í sparaksturs- keppni hérlendis," sagði Þorberg- ur. Allir fímm bflamir í minnsta flokknum eyddu undir fímm lítr- um á hundraðið, Siguijón Ólafs- son á Daihatsu Cuore varð annar með 4,34 1/100 km, Úlfar Hin- riksson á Suzuki þriðji með 4,40, síðan Egill Jóhannsson og Jóhann Jóhannsson báðir á Daihatsu Cuore með 4,50 og 4,57. í næsta flokk fyrir ofan voru bilar með 1001—1300 cc vélar, Toyota Ind- riða Jónssonar kom best út með 4,70 lítra á hundraðið, Fiat Uno Ingva Magnússonar var með 6,20 lítra eyðslu og Mazda Halldórs Úlafarssonar 6,52 lítra. Síðan kom Citroén Axel Ingjalds Ast- valdssonar með 6,70 lítra og Skoda 130 Kristmundar Rafns- sonar með 7,01 lítra. í flokki bfla með 1301—16600 cc véla var Peugeot 205 Sigurþórs Margeirs- sonar eyðslugrennstur, með 6,56 lítra, en Sigþór Guðmundsson á Citroén BX var með 7,01 lítra. í flokki 1601—2000 cc vann Guð- brandur Elíasson á Chevrolet Monza, bfllinn eyddi samtals 7,99 á hundraðið. Flestir bflanna voru frá bílaum- boðum, að undanskyldum Toyota, Lada og Mazda-bílum, en þá bfla sendi BÍKR í keppni, þar sem umboðin tóku ekki þátt. A með- fylgjandi töflu sést eyðsla bflanna, innan- og utanbæjar, en heildar- útkoman fæst ekki fyrr en refsing fyrir brot á keppnisreglum hefur verið reiknuð með. Var refsing veitt ef keppendur stöðvuðu ekki á biðskyldu eða héldu ekki til- skyldum meðalhraða. Sumir keppnisbílanna fóru illa út úr þessu. G.R. Flokkur 0—1000 cc 1. Suzuki Swift 988 2. Daihatsu Cuore 847 3. Suzuki Swift 988 4. Daihatsu Cuore 847 5. Daihatsu Cuore 988 Flokkur 1001-1300 cc 1. Toyota Corolla 1295 2. FiatUno 1116 3. Mazda 323 1296 4. CitroénAxel 1129 5. Skoda 130 L 1297 6. Lada 1298 7. EscortLaser 1117 Flokkur 1301-1600 cc 1. Peugeot205 1360 2. Citroén BX 1360 Flokkur 1601-2000 cc 1. Chevrolet Monza 1796 4,82 4,12 2% 4,31 4,68 4,23 4,34 4,54 4,28 2% 4,40 4,54 4,49 4,50 4,86 4,48 4,57 6,41 5,56 2% 5,79 5,87 5,24 10% 6,26 7,83 6,11 6,52 7,49 6,41 2% 6,70 7,49 6,41 8% 7,01 7,83 6,72 2% 7,04 5,56 5,02 50% 7,77 7,34 5,53 10% 6,56 7,90 6,60 4% 7,01 9,36 6,94 10% 7,99 Hafsteinn Aðalsteinsson var á árum áður framarlega í rall- keppnum hérlendis. í ár tekur hann upp ökumannshanskana á „Líkari skrímsli en bíl“ - segir Hafsteinn Aðalsteinsson um far- kost andstæðinga sinna í rallkeppni í Wales nýjan leik af fullri alvöru. Hann ók þessum bíl í Belgiu í fyrra og var það eiginlega undanfari þess sem hann gerir í ár. Morgunblaðið/Martin Holmes Meðal andstæðinga Hafsteins í Wales er Bretinn Dai Lcwellin á þessum Mini Metro. Hann sigraði i irska rallinu í apríl. „Líkari skrímsli en bíl,“ segir Hafsteinn um Metro-bílinn í viðtalinu. „ÉG KEPPI nú aðallega þama til að kynnast nýjum keppnisbíl, sem ég kem síðan með til keppni á íslandi. En auðvitað fer ég með því hugarfari að ná sem lengst, ætli 20,—25. sæti sé ekki raun- hæfur möguleiki,“ sagði Haf- steinn Aðalsteinsson í samtali við Morgunblaðið. Dagana 3.-5. maí keppir hann í alþjóðlegri rall- keppni í Wales ásamt Birgi Viðari Halldórssyni. Er það 900 km löng rallkeppni, sem gefur stig til Bretiandsmeistaratitils. „Bíllinn sem ég keppi á er 260 hestafla Ford Escort RS og er hann leigður frá Phil Collins Cars, sem er þekkt leigufyrirtæki í Bretlandi. Ég er búinn að skoða hann og prófa lítillega, en keppnin verður frumraun mín á bílnum," sagði Hafsteinn. Hann er þó ekki ókunnugur ámóta bíl því árið 1982 sigraði hann tvívegis í keppni hér á landi á samskonar bfl og á tímabili varð hann oft í einu af efstu sætunum í rall- keppni. í fyrra ók Hafsteinn Escort RS frá Phil Collins í Belgíu en varð fyrir óhappi og hætti keppni. Hann hyggst keppa eftir Islands- meistaratitlinum á nýja bílnum og fær bflinn til íslands fljótlega eftir keppnina í Wales. „Þetta er mjög góður bíll á íslenskan mæli- kvarða," segir Hafsteinn. „Hvort vel gengur í íslandsmótinu bygg- ist töluvert á heppni, þeir sem komast áfallalaust gegnum tíma- bilið munu standa vel að vígi að leikslokum. Það er náttúrulega minn draumur eins og annarra að verða íslandsmeistari, en það er ekki þar með sagt að það takist. Það eru margir um hituna og keppnin í ár verður grimmari en nokkum tímann áður, þótt marga góða ökumenn vanti." Allir helstu ökumenn Bretlands mæta í rallkeppnina í Wales, 121 er skráður auk tveggja fyrrum heimsmeistara, Finnans Hannu Mikkola á Audi Quattro, og Stig Blomqvist á Ford RS 200. Auk þss er tiltölulega nýr 400 hestafla fjórhjóladrifínn Metro meðal keppnisbíla, honum aka Bretamir Jimmy McRae og Dai Lewellin, sem hefur forystu í bresku meist- arakeppninni. „Þetta em engir smábílar. Ég sá fyrir nokkru Metro-bíl á æfingu á skógarveg- um í Bretlandi. Þetta er eins og hávær skriðdreki, æðir um skóg- ana á ógnarhraða. Er líkari skrímsli en bfl,“ sagði Hafsteinn. G.R.

x

Morgunblaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.