Morgunblaðið - 21.05.1986, Síða 7

Morgunblaðið - 21.05.1986, Síða 7
MORGUNBLAÐIÐ, MIÐVIKUDAGUR 21. MAÍ 1986 7 Morgunblaðið/V aldimar Kristinsson Að lokinni verðlaunaafhendingu tekur Sigurbjörn Leist til kostanna með annarri hendi en hampar sigurlaununum í hinni. Hvítasunnumót Fáks: Leistur frá Keldudal á nýju Islandsmeti í skeiði VEKRINGURINN Leistur frá Keldudal kom heldur á óvart þegar hann bætti núgildandi íslandsmet í 250 metra skeiði um eitt sekúndubrot á Hvítasunnu- móti Fáks um helgina. Ekki þó svo að skilja að Leistur hafi ekki þótt líklegur til að selja met á þessu keppnistímabili heldur er ekki almennt búist við slíkum afrekum á fyrstu kappreiðum keppnis- tímabilsins. Tími Leists var 21,4 sek. en núverandi methafi er Villingur frá Möðruvöllum en hann skeið- aði í fyrra á 21,5 sek. en Leistur jafnaði það met reyndar deginum eftir. Til þess að þetta teljist gilt met þarf stjóm Landssambands hestamannafélaga að staðfesta árangurinn en þess má geta að vindmæling var gerð strax að loknum spretti og reyndist vind- urinn vera 2,8 vindstig, en má vera mest 3 vindstig. Leistur gat sér fyrst frægð á kappreiðum 1983 er hann setti íslandsmet í 150 metra skeiði, 13,8 sek., og stendur það met enn í dag. Síðan hefur hann verið í fremstu röð kappreiðavekringa og ekki ósennilegt að hann eigi eftir að bæta þennan árangur þar sem hann er aðeins 9 vetrai Sjá bls. 66 og 67. Glæstir gamall sem þykir ekki hár aldur gæðingar og góðir tím- á þessum vettvangi. Ekki var ar. Morgunblaðið/HG Leistur einn að verki því Sigur- bjöm Bárðarson var knapi en hann er nú að heíja sitt 20. keppnistímabil á kappreiðum. Ef þetta met hlýtur staðfest- ingu sem telja verður líklegt mun þetta einnig teljast heimsmet því þessi íþrótt er stunduð víða um Evrópu á íslénskum hestum. Besti tími sem náðst hefur erlendis af erlendum knöpum er rúmri sek- úndu lakari tími en þessi árangur Leists. Reyndar er mjög fátítt að hestar skeiði á tíma undir 23,0 sekúndum ytra. Hrafnshreiður í herflugrél Öftast nær verpa hrafnar fjarri mannabyggð og á óaðgengilegum stöðum, en undantekningar eru til á öllu. Það sannar hrafninn á Sólheimasandi. Hann er líklega eini hrafninn á landinu og þó víðar væri leitað, sem gerir sér hreiður í flugvél. Á Sólheimasandi stendur gömul herflugvél og hefur krummi gert sér hreiður í flugstjórnar- klefa hennar við víðar útgöngudyr. Hvort þessi hreiðurstaður á eftir að hafa áhrif á flughæfni unganna, sem á myndinni teygja ginið á móti myndavélinni, skal ósagt látið, en líklega verða þeir fleygir innan tiðar. Peysur í mörgum litum, stærðir 2—14. Verð frá kr. 290,- Buxur, flestar stærðir. Verð frá kr. 395,- Strigaskór nr. 25—36. Verð frá kr. 299,- Stígvél nr. 30—33. Verð frá kr. 290,- Mittisblússur á unglinga. Verð frá kr. 290,- Nærfatnaður. Verð frá kr. 65,- Sokkar. Verð frá kr. 25,- Vonim að taka upp nýjar sendingar Stórar klukkupijónspeysur, tískulitir, kr. 795—990,- Herrabuxur, stórar stærðir, kr. 490—995,- Gallabuxur í nr. 30—46, kr. 995,- Mikið úrval af kvenskóm. Lakkskór m/háum og lágum hæl kr. 395,- Strigaskór, margir litir, stærðir nr. 35—45, kr. 890,- íþróttaskór, háir og lágir, leður, stærðir 40—44, kr. 990,- Fyrirþærsem eru duglegarað sauma, fataefni —gluggatjalda- efni. Tískulitir. Gott verð. ENNFREMUR Ungbarnagallar kr. 285,- Barnabuxur kr. 298,- Drengjaskyrtur frá kr. 145,- Jogging- og ullarpeysur kr. 250. Vatteraðir mittisjakkar kr. 2.400,- Stuttermabolir, stærðir S—M—L frá kr. 195—535,- Herranær- föt, stærðir S—M, kr. 195,- Sumarjakkar í tískulitunum, stærðir S—M—L, kr. 990,- Dragtir kr. 950,- Kuldaúlpur kr. 1.990,- Barnajogg- inggallar nr. 6—10 kr. 1.190,- Herraskyrtur, mikið úrval, kr. 490,- Herrasokkar frá kr. 85,- Bikini kr. 240,- Handklæði frá kr. 145—395,- Sængurverasett frá kr. 840,- Hespulopi 100 gr kr. 20,- Hljómplötur, verð frá kr. 49—299,- Áteknar kassettur kr. 199.- Þvottalögur sótt- hreinsandi á kr. ÍO,- Þvottabalar frá kr. 319—348,- Opnunartími: Mánud.—fimmtudag. Föstud. Laugard. Greiðslukortaþjónusta 10-18 10—19 10—16

x

Morgunblaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.