Morgunblaðið - 21.05.1986, Side 17
MORGUNBLAÐIÐ, MIÐVIKÚDAGUR 21.MÁÍ 1986
17
„Strax“ slær
í g-eg-n í Kína
— segir í skeyti frá AP fréttastofunni
Árni Sigfússon ávarpar hinn fjölmenna fund i Jónshúsi í Kaupmannahöfn.
„Mikíll stuðningur við
Sjálf stæðisf lokkinn“
— segir Árni Sigfússon um fundi með námsmönnum erlendis
HLJÓMSVEITIN Strax, öðru
nafni Stuðmenn, sem er þessa
dagana í tónleikaferð um Kina,
hefur haldið fjölda tónleika þar í
landi, ávallt fyrir fullu húsi.
„Strax“ hefur hlotið einróma lof
gagnrýnenda i Kina og hefur
hljómsveitin, þurft að halda auka-
hljómleika þar sem færri hafa
komist að en viljað hafa. Fólk á
öllum aldri hefur sótt tónleikana
en „Strax“ er ein fyrsta erlenda
rokkhljómsveitin sem fær svo góð-
ar viðtökur frá yfirvöldum, t.d.
sýndi sjónvarpið sl. laugardag tiu
mínútna upptöku frá hljómleikum
„Strax“ i Shanghai i fréttatima.
óperuhöllinni voru vegalengdir land-
anna á milli ekki svo ýkja langar í
hugum manna. Tónleikar sjö-menn-
inganna samanstóðu af sterkum
hljóðfæraleik, góðri sviðsframkomu
og miklum röddum og nutu áheyr-
endur rokks, popptónlistar og ís-
lenskrar tónlistar alls í senn en þó
með austrænum blæbrigðum. „
„Strax" hóf feril sinn fyrir tíu
árum. Hljómsveitinni var boðið til
Kína á vegum vináttusamtaka Kín-
verja við önnur lönd. Hljóðfæraleik-
aramir komu á sviðið með hljómborð,
þijá gítara, trommusett og fluttu
þrumandi tónlist. Söngkonan vinsæla
Ragga og söngvarinn Aggi birtust
„VIÐ LÖGÐUM áherslu á sterkan flokk við stjórn í stað fimm sundur-
leitra smáflokka," sagði Arni Sigfússon, sem skipar sjöunda sætið
á framboðslista Sjálfstæðisflokksins til borgarsljórnar, í samtali við
Morgunblaðið um fundi þá, sem hann og Friðrik Sophusson efndu
til með íslenskum námsmönnum á Norðurlöndunum sl. tvær vikur.
Að sögn Áma gekk ferðin vel
og vom umræður á fundinum mjög
málefnalegar. Fyrsti fundurinn var
haldinn í Óðinsvé og sá síðasti í
Osló en alls héldu þeir Friðrik og
Árni sex fundi.
Árni sagði, að yfir tvöhundmð
manns hefðu sótt fundina í heild
og væri það langmesta fundarsókn
á fundum stjórnmálaflokkanna með
námsmönnum erlendis nú fyrir
sveitarstjómarkosningar. Fjöl-
mennasti fundurinn hefði verið
haldinn í Jónshúsi í Kaupmanna-
höfn en þar hefðu yfir fímmtíu
manns mætt.
Árni sagði, að efni fundanna
hefði verið nokkuð breytilegt, bæði
hefði verið rætt um borgarmál en
einnig hefðu málefni Lánasjóðs ís-
lenskra námsmanna mikið verið til
umræðu. Skiptar skoðanir hefðu
verið um lánasjóðinn en flestir
hefðu þó talið mestu máli skipta
að sjóðnum væri skapað meira
öryggi. Einnig hefði verið nauðsyn-
legt að leiðrétta ýmislegt, sem hefði
mátt misskilja hjá menntamálaráð-
herra.
„Af viðræðum við fólk fann ég
mikinn stuðning við Sjálfstæðis-
flokkinn. Námsmenn skilja það
mjög vel, að með faglegum vinnu-
brögðum og góðum undirbúningi
er hægt að fá miklu áorkað og
þess vegna á Sjálfstæðisflokkurinn
stuðning margra úr þeirra röðum,"
sagði Árni að lokum.
Stuðmenn, sem nefna sig Strax í Kína.
Dagblaðið Hangzhou Moming
Post segir m.a. eftir fyrstu tónleika
„Strax" sem þeir félagar kalla „ís-
land-Kína": „Þau komu frá landi íss,
en færðu okkur hlýja vináttu. Þær
hugmjmdir sem Kínveijar gera sér
um ísland í fljótu bragði eru að
landið er langt í burtu, svo til óþekkt
þeim og kalt. En á meðan „Strax“
hélt sína fyrstu tónleika í Peking-
Framleiðnisjóður landbúnaðarins:
Veittar 10 til 15 milljónir
kr. til mjólkurframleiðslu
Landbúnaðarráðherra hefur
staðfest samþykkt stjórnar
Framleiðnisjóðs landbúnaðarins
um fjárhagslegan stuðning við
mjólkurframleiðendur. Stuðn-
ingurinn er annars vegar fólginn
í greiðslu 10% af grundvallar-
verði mjólkur umfram fullvirðis-
rétt, en innan búmarks, eins og
fram hefur komið i Morgun-
blaðinu og hins vegar í verð-
ábyrgð vegna aukins fullvirðis-
réttar á þremur svæðum sem
orðið hafa illa úti vegna niður-
skurðar á fé vegna riðuveiki.
Mjólkurframleiðendur á mjólkur-
samlagssvæðum samlaganna á
Patreksfirði, Norðfirði og Djúpa-
vogi fá með þessari samþykkt
Framleiðnisjóðs viðbótarmjólkur-
kvóta upp á um 307 þúsund lítra.
í frétt frá Framleiðnisjóði segir að
bændur á þessum svæðum séu í
vanda staddir vegna niðurskurðar-
ins og að þeir hafi verið hvattir til
að auka mjólkurframleiðsluna tíma-
bundið og verið undanþegnir verð-
skerðingu, en síðan farið illa út úr
skiptingu fullvirðisréttar vegna
þess að búmark þeirra hafi verið í
miklu ósamræmi við mjólkurfram-
leiðsluna. Þá segir að þessi ráðstöf-
un gildi aðeins fyrir yfirstandandi
framleiðsluár en tryggi ekki á neinn
hátt fullvirðisrétt á næstu árum.
Gert er ráð fyrir að þessi sérstaka
verðábyrgð kosti Framleiðnisjóð um
7,7 milljónir kr.
Viðbótargreiðsla Framleiðnisjóðs
vegna umframmjólkurinnar er
áætluð 2,50 krónur á hvern innlagð-
an lítra og kemur hún til viðbótar
3,75 kr. sem gert er ráð fyrir að
mjólkursamlögin greiði. Þannig fá
bændur samtals 6,25 krónur fyrir
hvern lítra umfram fullvirðisrétt,
en þurfa að greiða flutningskostnað
að samlagi og sjóðagjöld, þannig
að þeir fá ef til vill um 5 krónur
útborgaðar. Gert er ráð fyrir að
framleiðslan umfram fullvirðisrétt
verði 1-3 milljónir lítra. Verði það
mun þessi ákvörðun kosta Fram-
leiðnisjóð 2,5 til 7,5 milljónir kr.
Framleiðnisjóður rökstyður þessa
ákvörðun sína með því að vísa til
þess óhagræðis sem bændur hafa
orðið fyrir vegna þess hve seint
reglugerð um skiptingu mjólkur-
framleiðslunnar kom. Báðar þessar
samþykktir eru gerðar á grundvelli
fyrirheits landbúnaðarráðherra um
að hann beiti sér fyrir því að útvega
fé til að koma til móts við útgjalda-
auka sjóðsins vegna þeirra.
fljótlega, syngjandi og dansandi auk
þess sem þau brugðu á leik á gaman-
saman hátt fyrir troðfullan áheyr-
endasalinn. Flutt voru 25 lög og
hámarki náði stemmningin þegar
„Strax“ flutti lagið „Kína" sem samið
var sérstaklega í tilefni fararinnar
auk kínverska lagsins „Great Wall“
sem sungið var á kínversku.
Liberation Moming Post segir
m.a.: Islenska hljómsvetin Strax
gerði yfir 1.500 Shanghai-áheyrend-
um kleift að njóta léttrar tónlistar,
jazz- og rokktónlistar frá N-Evrópu.
Meðlimir hljómsveitarinnar hafa að
bera miklar raddir og hreyfingar
allar á meðan á tónleikunum stóð
voru afar skemmtilegar, snöggar og
litríkar. Jakob Magnússon lék kafla
á hljómborð sitt er hann sjálfur
nefndi mynd af íslensku landslagi
og Ásgeir trommuleikari fékk góðar
viðtökur fyrirtrommusóló sinn.
Þau sungu um ást, náttúru og
fegurð lífsins og túlkuðu með dynj-
andi tónlist. Söngvaramir, Ragga og
Aggi, voru flörmikil á sviðinu og
stóðu sig með prýði þrátt fyrir
ókunnugt umhverfi og ókunnuga
áheyrendur. Aðeins mátti sjá óöryggi
þegar þau sungu kínverska textann
- enda ekki að undra þó þau hafi
verið lítið eitt hrædd um að gera
mistök í meðför textans.
„Viðurkenni að þetta er viss
undansláttur frá s1jórnuninni“
— segir Jóhannes Torfason formaður Framleiðnisjóðs
„ÞAÐ verður að viðurkennast
að þetta er viss undansláttur
frá reglugerð um stjórnun
mjólkurframleiðslunnar, en rök-
in fyrir þessu eru annars vegar
ótti manna við að ekki takist að
hafa næga mjólk á dagvöru-
markaðnum í ágústmánuði og
hins vegar að koma til móts við
háværar raddir bænda um
skaðabætur vegna þess hversu
mjólkurreglugerðin kom seint,"
sagði Jóhannes Torfason, for-
maður stjórnar Framleiðnisjóðs
landbúnaðarins um samþykkt
stjórnar sjóðsins um greiðslu á
10% verði mjólkur umfram út-
hlutaðan mjólkurkvóta.
— Hefiir þú trú á að þessi
greiðsla dugi til að fá bændur til
að leggja mjólkina inn í samlögin?
„Já, ég held það. Það verður að
hafa í huga að mjólk sem framleidd
er á sumrin er mjög ódýr í fram-
leiðslu, litlu þarf að kosta til öðru
en beitinni. Menn eru búnir að fá
fullt verð útborgað fyrir alla aðra
framleiðslu og því ætti það að vera
betra fyrir þá að þiggja þetta frekar
en að hella mjólkinni niður. Ég get
ekki séð að aðrir kostir, svo sem
heimaframleiðsla á afurðum eða
nautakjötsframleiðsla úr mjólkinni,
séu vænlegri kostir."
— Getur þessi greiðsla þá ekki
orðið framleiðsluhvetjandi og orðið
til að birgðir aukist?
„Á því á ekki að vera mikil
hætta því 15% greiðsla mjólkur-
samlaganna er áætlað útflutnings-
verð þeirra vinnsluvara sem til falla
vegna umframmjólkur og 10%
viðbótin í rauninni uppbót á það
verð til bænda. Annars ætti frekar
að spyrja Mjólkursamsöluna í
Reykjavík og Framleiðsluráð að
þessu, því þeir lögðu mikla áherslu
á þetta til að tryggja nægjanlegt
framboð dagneysluvara á mark-
aðnurn í allt sumar. Sjálfur hef ég
vissar efasemdir um að þetta
vandamál sé jafn mikið og af er
látið því margir bændur munu ekki
framleiða upp í sinn framleiðslurétt
og auðsætt að mikil mjólk ínun
berast frá þeim allan ágústmánuð.
Það getur líka vel komið til greina
að flytja mjólk á milli landshluta
til að leysa tímabundin vandamál
á markaðnum."
— Hvemig rökstyður stjóm
sjóðsins þessar greiðslur. Er það
ekki aðalhlutverk hans að sinna
atvinnuuppbyggingu í stað sam-
dráttar í hinum hefðbundnu bú-
greinum?
„Sjóðurinn hefur heimild til að
leggja peninga í flárhagslega end-
urskipulagningu á búrekstri og
teljum við að þetta geti fallið undir
það hlutverk. Því er hins vegar
ekki að leyna að þama er farið á
tæpasta vaðið. Mikið er leitað til
sjóðsins með ýmis mál og hefur
alltaf verið erfitt að draga mörkin.
Þetta var þó ákveðið sem neyðar-
lausn á vanda sem upp er kominn,
en hún verður ekki endurtekin,
enda verður að leysa vandamál
framleiðslustjómunarinnar við
setningu reglugerðar fyrir næsta
verðlagsár, enda em þessar að-
gerðir byggðar á fyrirheiti land-
búnaðarráðherra um viðbótarfé til
sjóðsins þegar á þessu ári.“