Morgunblaðið - 21.05.1986, Qupperneq 19

Morgunblaðið - 21.05.1986, Qupperneq 19
MORGUNBLAÐIÐ, MIÐVIKUDAGUR 21. MAI1986 19 Lestin brunar ... Kvikmyndir Sæbjörn Valdimarsson AUSTURBÆJARBÍÓ: FLÓTTALESTIN - RUNAWAYTRAIN ★ ★ ★>/2 Leikstjóri Andrei Konchalov- sky. Framleiðendur Golan, Globus. Handrit Djordje Milicevic, Paul Zindel, Edward Bunker, byggt á kvikmynda- handriti e. Akira Kurosawa. Kvikmyndataka Alan Hume. Klipping Henry Richardson. Tónlist Trevor Jones. Aðal- hlutverk Jon Voight, Eric Rob- erts, Rebecca DeMornay, Kyle T. Heffner, John P. Ryan, Kenneth McMillan. Bandarísk. Cannon 1985.111 mín. Runaway Train er knúin áfram af tröllauknum, samur- aiskum fítonskrafti sem meistari Kurosawa mætti telja sig full- sæmdan af. Reyndar er myndin að mestum hluta byggð á kvik- myndahandriti e. Kurosawa, um tvo afbrotamenn sem stijúka úr fangelsi einhversstaðar í freðmýr- um Alaska. Sá eldri, Voight, er forhertur tugthúslimur með tvær, mislukkaðar stroktilraunir að baki. Nú á að duga eða drepast. Sá yngri, skítseyðið Roberts, lítur með aðdáun upp til hins ófor- betranlega illmennis, sem sönnu úrhraki sæmir. Eina von þeirra til að sleppa til byggða er að felast í járnbraut á suðurleið, en brautarstöð er nærri fangelsinu. Eftir ævintýra- lega undankomu tekst þeim að felast um borð í einni lestinni en þá vill svo kaldhæðnislega til að stjómandi hennar fellur frá og lestin brunar stjómlaust eftir snævi þaktri auðninni. Fangelsis- stjórinn kemst á spor þeirra og upphefst hatrammur eltingarleik- ur. Það er liðinn ár og dagur síðan sýnd hefur verið jafn óhugnanlega og hrollköld spennumynd. Engu Iíkara en maður sé að fylgjast með fordæmdum í helvíti. Um- hverfið, persónurnar, hugsunar- hátturinn og ekki síst hin svarta dísiiófreskja sem æðir öskrandi og óstöðvandi með mannhundana innanborðs um frostkalda auðn- ina, allt hjálpar þetta til að gera myndina að ógnvekjandi reynslu. Svo er að sjá sem „frelsið" sem fangamir leita eftir, sé ekkert frekar að finna utan múranna. Þar ræður stjómleysið og þeir eru sem af tröllum teknir. Konchalovsky á bersýnilega ýmislegt uppí erminni, hér kemur Jon Voiglit hefur ekki verið í aðra tið betri en í Flóttalestinni, nema ef vera skyldi Midnight Cowboy. hann með mynd gjörólíka hinni rómantísku og ljóðrænu Maria’s Lovers, sem var þrungin mann- legum tilfínningum. Hér minnir stíll hans eilítið á Kurosawa, dísil- skrímslið brýst áfram, óstöðvandi og ógnvekjandi líkt og samurainn, og höfuðpaurinn Voight, sver sig óneitanlega í ætt við þá. Yfir vötnunum svífur austrænn dular- óður um fordæmdar sálir sem sigla hraðbyri til heljar. Rússinn magnar upp þau gráköldu áhrif sem ríkja í myndinni, jafnt í hrottalega raunsæislegum fang- elsisatriðum sem í fangbrögðum mannanna við lestaróvættinn og umhverfið þegar út er komið. Konchalovsky nýtur aðstoðar frábærra listamanna. Kvik- myndatökumanns sem svo sann- arlega kann að gera sér mat úr myndrænu • efninu. Klippara sem á ríkan þátt í óhugnanlegri spenn- unni og undirstrikar þá ískyggi- legu veraldarsýn sem ætíð blasir við augum í Flóttalestinni. Og þá er tónlistin heldur ekki lítill hluthafi í heildaráhrifunum. Leik- ur Jon Voights er kynngimagnað- ur, hann hefur ekki verið betri allar götur aftur til Midnight Cowboy. Með einni grettu máir hann af sér öll grátkerlingarhlut- verkin sem hafa þjakað hann á undanfömum áratug. Maðurinn skapar fágætan hundingja í kvik- myndasögunni, úrþvætti sem lætur ekkert stöðva sig til að ná settu marki. Það er sem hvíli á honum eilíf útskúfun, Abab skip- stjóri kemur upp í hugann. Rob- erts leikur smáskítinn af gamal- kunnri (Star 80, The Pope of Greewich Village) innlifun og John P. Rayan skapar eftirminni- lega illvígan og óárennilegan fangelsisstjóra. Og Konchalovsky skilur mann að lokum hálf-lamað- an eftir, þegar á enda er runnið hrottaleg og æsispennandi ferða- lag um ísilagða velli hinna útskúf- uðu, þar sem ekkert gott grær eða þrífst. Morðin hennar M.M. Kaye Bókmenntir Jóhanna Kristjónsdóttir M.M. Kaye: Death in Kashmir Útg. Penguin 1984 og M.M. Kaye: Death in Zanzibar Útg. St. Martins Press 1984 Sú fyrrnefnda bók hér er ný af nálinni, aftur á móti er Dauðinn í Zanzibar uppskrifuð að nokkru, að því er höfundur segir, og var meðal fyrstu bóka höfundarins og hét þá Skuggahús. Síðan M.M. Kaye upp- götvaði og ekki síður útgefendur hennar, hvað titill sem byijar annað hvort á „dauði“ eða „rnorð" gengur vel í lesendur hefur dauðinn á mjög svo hræðilegan og óeðlilegan hátt stungið sér niður í hinum ýmsu heimshornum í túlkun M.M. Kaye. Ymsar bækur hennar eru kunnar og nokkurra hefur verið getið í þessum dálkum, svo sem Death in Cyprus og Death in Kenya. M.M. Kaye hefur á síðustu árum einatt verið líkt við Agöthu Christie og sögur þeirra eru ekki með öllu ólík- ar, þótt „nútímalegar” aðferðir við að fyrirkoma fólki hafi verið teknar í notkun í bókum Kaye og hún er sömuleiðis töluvert djarfari í lýsing- um á samskiptum kynjanna, þótt það sé svo snyrtilegt, að enginn getur hneykslast. M.M. Kaye á það einnig sameig- inlegt með Agöthu, að venjulega er einhver ákveðinn hópur saman- kominn á einum stað. Þessi hópur hefur ekki safnast saman fyrir til- viljun, heldur vegna þrautskipu- lagðra áforma einhverra glæpa- manna annars vegar og hins vegar vegna góðu náunganna og leynilög- reglumanna sem bregða sér í önnur gervi og eru að reyna að hafa upp á nefndum ódæðismönnum. Sá hængur er á, að allir eru í svo góð- um gervum, að það veit enginn hver hver er og þess vegna verður spennandi þegar til aðgerða fer að draga hvort réttir menn myrða nú rétta eða öfugt. „Dauðinn í Zanzibar" er sýnu skemmtilegri bók að mínum dómi og spennandi frá fyrstu blaðsíðum. Ung brezk stúlka er á leiðinni að hitta móður sína sem býr í Zanzibar með nýjum eiginmanni sínum sem er frægur rithöfundur. Stúlkan verður fyrir dularfullri áreitni á hótelinu í London, og vegabréfinu hennar er stolið og það er leitað í föggum hennar. Hún hittir á hótel- inu gest sem reynist vera útgefandi rithöfundarins og hann er að drekkja sorgum sínum vegna svika unnustu sinnar og ákveður snarlega að útbúa stúlkuna sem rítara sinn, svo að hún komist á leiðarenda. Síðan er lagt upp í ferðina. Blaða- maður, elskulegur og vænn er í förinni, svo og nokkrir ættingjar og vinir. Einkaritari rithöfundarins á að taka á móti þeim á flugvellin- um, en tefst því hann var hjá tann- lækni (afdrifaríkt það). Og svo er stöðugt verið að leita eftir lífi ungu stúlkunnar og ekki einleikið. Hún hlýtur að hafa eitthvað í fórum sín- um, sem er svona eftirsóknarvert ellegar búa yfir einhverri vitneskju, sem gæti orðið hættuleg. En auðvit- að hefur hún eins og sönnum sak- leysingja sæmir ekki græna glóru um, hvað það gæti verið. Þau komast á leiðarenda, en þá hefur einn verið gerður höfðinu styttri og svo fer að saxast á liðið. Það má engu muna í lokin, en allt fer þó „vel“ og bókin er bráð- skemmtileg aflestrar, fyrir utan að lýsingar á eynni Zanzibar eru í meira lagi fýsilegar og vel gerðar. Dauðinn í Kashmir er í sjálfu sér veigameiri bók sem slík. Sem saka- málasaga fer hún þó afskaplega hægt af stað og það er ekki auð- hlaupið að því að skilja „plottið" fyrr en seint og um síðir. Þar er stúlka einnig aðalpersónan eins og raunar í öllum þeim bókum eftir M.M. Kaye sem ég hef lesið. Hún heitir Sarah Parrish og fer að gamni sínu á skíði í Kashmir. Þetta er rétt um það leyti. Bretar eru að fara frá Indlandi. Og það er spumingin: getur verið að það sé starfandi einhvers konar „frelsishreyfing“ í Kashmir eða að minnsta kosti lítur út fyrir að ein- hveijir aðilar ætli að tryggja sér yfirráð í Kashmir. Gæti verið að það væru nágrannamir í norðri? Það er alveg lífsnauðsynlegt að bijóta upp þessi samtök en því er nú verr að alls konar slyngir aðilar hafa reynt að komast að því sanna, en áður en þeir hafa komið frá sér vitneskjunni eru þeir drepnir - þangað til Charles kemur á vett- vang og tekur til óspilltra málanna. Sarah hefur þá blandast inn í málið vegna samskipta sinna við stúlkuna Jane sem reyndist vera njósnari og var kálað þegar hún var í skíðaferð- inni. Þegar á líður bókina verður hún meira spennandi og flækjumar ekki eins óskiljanlegar og hún er einnig fróðleg frásaga um þennan hluta Indlands á síðustu mánuðum brezkra yfirráða. ER BÍLLINN f LAGI Original japanskir varahlutir í flesta japanska bíla. BÍLVANGURsf HÖFÐABAKKA 9 SÍMI 687300 M EINKAUMBOÐ FYRIR DEXION Á ÍSLANDI DEXION Fyrir vörugeymslur, verslanlr, iðnfyrirtæki og heimili HILLUR, SKÁPAR, SKÚFFUR, REKKAR, BAKKAR, BORÐ LANDSSMIÐJAN HF. SÍM191-20680 V^terkurog haglcvæmur auglýsingamiðill! Vildi færa framboðs- dagskrána MORGUNBLAÐINU hefur borizt eftirfarandi yfirlýsing frá Áma Björnssyni útvarpsráðsmanni: „Vegna fréttar í laugardagsblaði Morgunblaðsins af fundi útvarps- ráðs daginn áður vil ég taka fram, að ég lagði til að framboðsfundur í sjónvarpi á annan í hvítasunnu yrði færður til þannig að hann yrði á milli klukkan 18 og 20. Þessi tillaga hlaut ekki stuðning annarra útvarpsráðsmanna." handverkfærí atvinnumannsin Níðsterk og endingarmikil verkfæri eru undirstaða atvinnumannsins Hazet-verkfæri til allra ver □sQasfeöno QdGo Ármúla 34 Símar: 34060-: 34066
Qupperneq 1
Qupperneq 2
Qupperneq 3
Qupperneq 4
Qupperneq 5
Qupperneq 6
Qupperneq 7
Qupperneq 8
Qupperneq 9
Qupperneq 10
Qupperneq 11
Qupperneq 12
Qupperneq 13
Qupperneq 14
Qupperneq 15
Qupperneq 16
Qupperneq 17
Qupperneq 18
Qupperneq 19
Qupperneq 20
Qupperneq 21
Qupperneq 22
Qupperneq 23
Qupperneq 24
Qupperneq 25
Qupperneq 26
Qupperneq 27
Qupperneq 28
Qupperneq 29
Qupperneq 30
Qupperneq 31
Qupperneq 32
Qupperneq 33
Qupperneq 34
Qupperneq 35
Qupperneq 36
Qupperneq 37
Qupperneq 38
Qupperneq 39
Qupperneq 40
Qupperneq 41
Qupperneq 42
Qupperneq 43
Qupperneq 44
Qupperneq 45
Qupperneq 46
Qupperneq 47
Qupperneq 48
Qupperneq 49
Qupperneq 50
Qupperneq 51
Qupperneq 52
Qupperneq 53
Qupperneq 54
Qupperneq 55
Qupperneq 56
Qupperneq 57
Qupperneq 58
Qupperneq 59
Qupperneq 60
Qupperneq 61
Qupperneq 62
Qupperneq 63
Qupperneq 64
Qupperneq 65
Qupperneq 66
Qupperneq 67
Qupperneq 68

x

Morgunblaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.