Morgunblaðið - 21.05.1986, Blaðsíða 22
22
MORGUNBLAÐIÐ, MIÐVIKUDAGUR 21. MAÍ1986
Tekst að auka dilkakjöts-
neyslu í Bandaiíkj uniim?
Átak fjárbænda gefur góðar vonir
eftirlvar
Guðmundsson
New York:
Amerískt dilkakjöt hefir átt erf-
itt uppdráttar á undanförnum
árum. Neyslan hefir farið minnk-
andi ár frá ári. Sú var þó tíðin,
að lambakjöt var vinsæll matur
í Ameríku, þótt aldrei næði það
hylli nauta- og svinakjöts. A ár-
unum um og eftir 1940 komst
dilkakjötsneyslan í 7,3 pund að
maðaltali á hvern einstakling
árlega. En hrapaði niður í 4,9
pund 1963 og hefir ekki náð sér
síðan. 1979-80 var neyslan 1,5
pund. Til samanburðar má geta
þess, að þegar nautakjötsneyslan
var mest fyrir tveimur árum
komst hún upp í 77 pund á mann
að jafnaði. Fiskneyslan í Banda-
rikjunum er nú 12—13 pund.
En nú er talið gott útlit fyrir,
að aukning sé í vændum á dilka-
kjötsmarkaðnum vegna ráðstafana
Qárbænda, sem hafa hafið sókn til
aukinnar neyslu lambakjöts. Átak-
ið, sem unnið er að, er tvíþætt,
annarsvegar er unnið að því að
framleiða betri og betur útlítandi
matvöru og hinsvegar er hafín
auglýsinga og upplýsingaherferð
af miklum móð meðal almennings.
Minnkandi neysla lambakjöts í
Bandaríkjunum stafar ekki ein-
göngu af því að fólk hefír leitað
annað til matfanga, heldur og
vegna erfiðleika fjárbænda sökum
veðurfars í helstu fíárræktarhéruð-
um landsins. Þurrkar í Texas, sem
er fjárflesta ríkið í Bandaríkjunum;
hríðarveður um sauðburðinn í
Wyoming, Colorado og Suður-
Dakota í fyrravor. En það er fyrst
og fremst í Vestur- og Miðríkjunum,
sem fjárbúskapur þrífst að nokkru
ráði. Þá hafa amerískir Qárbændur
átt við samkeppni að stríða frá Nýja
Sjálandi og Astralíu, sem síauka
lambakjötsinnflutning sinn til
Bandaríkjanna. T.d. jókst innflutn-
ingur á lambakjöti frá þessum þjóð-
um um 46 prósent á fyrstu 11
mánuðum 1985. Tið viðbótar var
hágengi dollars þess valdandi að
amerísk ull seldist ekki, þar sem
margar þjóðir keyptu ódýrari ull
annarsstaðar og framleiddu úr
henni vörur, sem voru ódýrari en
ullarvörur framleiddar í USA.
Árið 1984 var slátrað 6.549
milljón dilkum í Bandaríkjunum, en
1985 dróst dilkastlátrunin saman
um 10%. I Bandaríkjunum eru nú
alls taldir 116.000 fjárbændur.
Nýjar slátrunaraðferð-
ir og aðrar endurbætur
Fyrir rúmlega ári ákváðu am-
erískir fjárbændur, að annað hvort
væri að duga eða drepast, ef fjár-
búskapur ætti ekki að leggjast úr
af með öllu. Þeir völdu að duga og
gera þær ráðstafanir sem þyrfti til
viðreisnar fjárbúskap í landinu.
Ný sláturhús hafa verið reist og
nýjar slátrunaraðferðir teknar í
notkun.
Forsíða bæklingsins sem minnst
er á í greininni.
Aðalbreytingin í slátruninni
sjálfri er sú, að í stað þess að
hengja skrokkinn á afturlöppunum
þegar gærunni er flett af, þá er
skrokknum snúið við og gærunni
er flett að framan og aftur úr.
Talið er að þessi aðferð veiji verð-
mestu bita skrokksins frá hnjaski
og auk þessi þurfí ekki að hnífskera
gæruna eins mikið og við gömlu
aðferðina, en þegar gæran var
skorin vildi það oft skemma skinnið
og draga úr verðmæti þess.
Ný sjálfvirk tæki til að fletta
gærunni hafa verið fengin frá Nýja
Sjálandi og þykir það hafa gefist
vel og auðveldað gæruflettinguna
til muna. Þá hafa og nýjar aðferðir
verið teknar upp við skrokkskurðinn
sjálfan. Fleiri nýjungar við slátrun
eru taldar til bóta og spamaðar.
Tölvutækni er og að sjálfsögðu
notuð við greiningu skrokkanna og
þungavigt. En vigtargreining
skrokkanna er þýðingarmikil þar
sem skrokkarnir eru seldir í fimm
mismunandi þyngdarflokkum, frá
20 kg í 35 kg.
Amerískum dilkum er venjulega
slátrað þegar þeir eru 5—6 mánaða
gamlir. Gemlingar eru að sjálfsögðu
í sérflokki. Dilkakjöt af lömbum,
sem öll eru á náttúrufóðri, grasi
og korni er eina kjötið, sem kemst
í opinberlega viðurkenndan úrvals-
kjötflokk (Choice).
Magnrt, létt
og ljúffengt
Samtök amerískra fjárbænda,
Ameríska Dilka-ráðið hefur hafíð
átak til að kynna lambakjöt og
hvetja til neyslu þess. Kjörorðið er:
„Magurt, létt og ljúffengt". Þetta
er vitanlega í samræmi við tískuna
í mataræði hér vestra, allt sem
borðað er þarf nú að vera „létt“,
jafnvel bjór er „Lite“ nú á dögum,
eða léttur.
Ráðið hefír gefíð út myndskreytt-
an bækling þar sem nýja skurðinum
er lýst í orðum og litmyndum. Þar
eru einnig uppskriftir og leiðbein-
ingar um matargerð.
Nýi bitaskurðurinn er talinn vera
frumlegur og til þess gerður að nýta
kjötið sem best. Gera það um leið
handhægara til matargerðar og
auðvelda að það sé framborið á sem
smekklegastan hátt þegar á diskinn
er komið. í stuttu máli sagt, nýi
bitaskurðurinn er hannaður í þeim
tilgangi, að það náist sem flestir
úrvalsbitar úr skrokknum. T.d. er
fuliyrt að frambartar og hryggbitar
verði betur fallnir en áður til fram-
leiðslu í veitingahúsum. í bæklingn-
um er fjöldi bita nefndur með nöfn-
um, sem minna á hin gömlu, en
önnur virðast ný af nálinni og hafa
ekki, að því er best verður séð,
verið birt á matarskrám eða í
matreiðslubókum fyrr.
Næringarf ræði
Greinilegar upplýsingar um
næringargildi dilkakjöts eru birtar.
T.d. fáum við að vita, að í þremur
únsum af dilkakjöti eru 138 hitaein-
ingar. Einn dilkakjötsréttur veitir
40% af daglegu eggjahvítuefni, sem
menn þurfa til að þeir þrífíst vel.
Þeir, sem eru haldnir skorti B 12
fjörefni, geta fengið 79% af því úr
lambakjötsmáltíð. í „kaupbæti" eru
svo í dilkakjötinu ýmsir málmar og
sölt, sem manninum er talið nauð-
synlegt.
Síðan er fjölda sérmáltíða lýst
og hvemig þær skuli matreiddar.
Menn eru varaðir við að sjóða eða
steikja dilkakjöt of mikið, en það
er talin nokkuð algeng villa.
ÞEGAR RIGNIR A PRESTINN
Þessi fregn um tilraunir amerískra fjárbænda var skrifuð í þeirri
trú, að það sé mikið rétt í gamla máltækinu, sem segir, að „þegar
rignir á prestinn þá drýpur á djáknann". Því takist amerískum fjár-
bændum að endurvekja til muna áhuga almennings í Bandaríkjunum
á dilkakjöti gæti svo farið að fleiri nytu góðs af en þeir sjálfír, því
markaðurinn er takmarkalaus ef hann opnast. Það er að segja, ef
við nennum að sinna slíku tækifæri og gerum það einu sinni eða í
fyrsta skipti á réttan hátt.
Sólheimar í Grímsnesi:
Fyrsta skóflustungan tek-
in að nýjum visteiningum
Lionsklúbbsins Ægis í Reykjavík, heimilinu óskað heilla með bygg-
sem um áraraðir hefur veitt heimil- ingaframkvæmdimar og því bárust
inu ómetanlegan stuðning. Var gjafir og stuðningsyfírlýsingar.
Siglufjörður:
Mikið að gera
í fiskvinnslunni
MÁNUDAGINN 12. maí tók
Þorsteinn Pálsson fjármálaráð-
herra fyrstu skóflustungu að
bygTgingu tveggja nýrra vistein-
inga á Sólheimum í Grímsnesi.
Húsin eru um 190 fermetrar að
flatarmáli hvort, teiknuð af arki-
tektunum Áma Friðrikssyni og Páli
Gunnlaugssyni. í hvoru húsi er rúm-
góð vistarvera fyrir 6 vistmenn, auk
lítillar starfsmannaíbúðar. Húsin
munu leysa af hólmi eldra húsnæði
sem ekki stenst lengur þær kröfur
sem gerðar eru til meðferðarhús-
næðis fyrir vangefna.
Það er nýstofnaður Styrktarsjóð-
ur Sólheima sem stendur að bygg-
ingu húsanna, en hlutverk sjóðsins
er að styðja starfsemi Sólheima og
stuðla að uppbyggingu heimilisins.
Fjöldi manns var viðstaddur
athöfnina sem fór fram í mildu
vorveðri. Meðal þeirra voru fulltrúar
Foreldra- og vinafélags Sólheima,
Hjálparstofnunar kirkjunnar,
hreppsnefndar Grímsneshrepps og
Siglufirði.
ÞAÐ hefur verið mikil atvinna
hér við höfnina undanfama
daga. Hákon landaði á föstudag
27 tonnum af rækju og Skjöldur
17 tonnum. Sæljónið kom með
lOtonnígær.
Sveinborg kom inn í gærmorgun
með 80-90 tonn af físki og Stálvík
er væntanleg með 100—110 tonn.
Hér er unnið í öllum fískvinnslu-
stöðvum, bæði í rækju og öðru, og
fólkið sér yfirleitt ekki fram úr
verkefnunum.
Hér fór fram skíðamót öldunga
í gær og keppni hófst í.-2. deild
íslandsmótsins í knattspymu. KS
tók á móti Völsungum frá Húsavík.
Veður er mjög gott, 8 stiga hiti,
og hefur ekki verið betra vikum
saman.
— Matthías
Nýr veitingastaður
opnaður1
Hvammstanga.
NÝTT veitingahús er tekið til
starfa í Víðigerði í Vestur-
Húnavatnssýslu.
Tvenn hjón úr Reykjavík, þau
Valur Kristinn Jónsson, Jóna Lóa
Sigþórsdóttir, Dagbjartur Már
Jónsson og Jómnn Jóhannesdóttir
keyptu seint á árinu 1985 húsnæði
og rekstur Halldórs Jóhannessonar
sem hefur búið þar.
í febrúar sl. hófust þau handa
með gjörbreytingu á húsakynnum.
Nú í maíbyijun opnuðu þau veit-
ingastað undir nafninu Veitinga-
Viðigerði
skálinn Víðigerði. Þar er matsalur
fyrir um 50 manns, 8 gistiherbergi
fyrir 16 manns, ferðamannaversl-
un, bensínsala og bifreiðaverkstæði.
Þann 10. maí buðu hinir nýju
eigendur sveitungum sínum í veislu
og var hún vel sótt.
Matreiðslumaður er ráðinn Sig-
mundur Jónsson og hefur hann
m.a. unnið í Þýskalandi. Segist
hann munu leggja áherslu á heimil-
islegan mat og velgjörning. Óskum
við Húnvetningar aðstandendum
Veitingaskálans alls hins besta.
Karl
Úr sal hins nýja veitingastaðar i Víðigerði.
Fjölmargir gestir sóttu veislu sem boðið var til er veitingastaðurinn
opnaði.