Morgunblaðið - 21.05.1986, Síða 24
24
MORGUNBLAÐIÐ, MIÐVIKUDAGUR 21. MAÍ1986
Atlaga Alþýðubandalagsins
að Hitaveitu Reykjavíkur
eftir Vilhjálm Þ.
Vilhjálmsson
Eitt helsta kosningamál Alþýðu-
bandalagsins eru máiefni Hitaveitu
Reykjavíkur. Reynt er að tortryggja
framkvæmdir hitaveitunnar á
Nesjavöllum og kaupin á Ölfus-
vatni, sem tryggja framtíðarhags-
muni Hitaveitu Reykjavíkur og þau
sögð þjónkun við „þekkta íhalds-
fjölskyldu í borginni". Máli sínu til
stuðnings beita frambjóðendur
Alþýðubandalagsins rangfærslum
og ósannindum eftir því sem þurfa
þykir. Frambjóðendur Alþýðuflokks
og Framsóknarflokks éta málflutn-
ing Alþýðubandalagsins hráan upp,
eins og svo margt annað í þessari
kosningabaráttu.
Framkvæmdir á
Nesjavöllum
Hitaveitan verður að fá aukið afl
og orku. Gert er ráð fyrir árlegri
aukningu afls og orku um 20 MW
og 95 GWst. Borgarskipulag
Reykjavíkur spáir því, að byggðar
verði u.þ.b. 700 íbúðir árlega. Einn-
ig verður að gera ráð fyrir svipaðri
rúmmálsaukningu í atvinnuhús-
næði svo og annarri óvissri notkun.
Annað atriði sem hafa verður í
huga þegar aflaaukning er áætluð,
er aflminnkun núverandi vinnslu-
svæða vegna lækkandi vatnsborðs
og innstreymis af köldu vatni.
Orka frá fyrsta áfanga Nesja-
vallavirkjunar (100MW) mun kosta
um 0,25 kr./kwst. og eru ekki í
sjónmáli aðrir kostir sem tryggja
munu bæði afl og orku jafn ódýrt
og með sama öryggi.
Framkvæmdir á Nesjavöllum eru
miðaðar við að þekking okkar á
svæðinu sé nægileg og ítarlegar
upplýsingar liggi fyrir þegar
ákvörðun er tekin. Alþýðubandalag-
ið vill fresta öllum framkvæmdum
í 10 ár, en það einkenndi reyndar
alla stjóm Alþýðubandalagsins á
málefnum Reykvíkinga frá
1978—1982 að fresta málum.
Alþýðubandalagið vill að Reyk-
víkingar treysti á umframorku frá
Landsvirkjun. í því felst engin
trygging fyrir notendur hitaveit-
unnar. Með því væri verið að tefla
öruggri þjónustu hitaveitunnar við
Reykvíkinga og aðra notendur í
tvísýnu, en Hitaveita Reykjavíkur
þjónar nú 130.000 manns.
Orkuverðið er nú 0,38 kr./kwst.
komið inn fyrir húsvegg. Hitaveitan
sparar hverjum Reykvíking a.m.k.
12.500 kr. á ári. Aðrir landsmenn
öfunda okkur af þessum gæðum,
allir nema frambjóðendur Alþýðu-
bandalagsins með ritstjóra Þjóðvilj-
ans í fararbroddi.
Vilhjálmur Þ. Vilhjálmsson
„Hver fermetri í þessu
landi var keyptur á kr.
3,67. Viðey var keypt
fyrir rúmar 40 kr. fer-
metrinn. Vinstri meiri-
hlutinn keypti 521 hekt-
ara af Reynisvatnslandi
árið 1979 og greiddi á
núvirði 5,30 kr. fyrir
fermetrann.“
Viðskilnaður vinstri meirihlut-
ans í borgarstjóm við Hitaveitu
Reykjavíkur var ekki gæfulegur.
Erlendar skuldir höfðu hlaðist
upp og viðhald lagna í lágmarki.
Sjálfstæðismenn hafa snúið
þessu dæmi við. I dag em erlend-
ar skuldir litlar, viðhald hefur
verið stóraukið og gjaldtaka er
lægri í dag en árið 1982.
Kaupin á Olfusvatni
Reykjavíkurborg hefur lengi haft
augastað á þessu landi. I skýrslu
Orkustofnunar um jarðhita á þessu
svæði voru borgaryflrvöld eindregið
hvött til að festa sér það, til þess
að geta séð fyrir jarðhita fyrir
höfuðborgarsvæðið til frambúðar.
Hver fermetri í þessu landi var
keyptur á kr. 3,67. Viðey var
keypt fyrir rúmar 40 kr. fer-
metrinn. Vinstri meirihlutinn
keypti 521 hektara af Reynis-
vatnslandi árið 1979 og greiddi
á núvirði 5,30 kr. fyrir fermetr-
ann.
Nesjavallaæð verður lögð um
iandið á næstu árum. Önnur not
af landinu eru ekki sjáanleg næstu
áratugina. Sjálfstæðismenn studdu
þessi kaup og töldu þau skynsam-
leg.
Reykjavíkurborg hefur ávallt
lagt á það áherslu að tryggja fram-
tíðarhagsmuni sína. Landakaup í
þágu orkuöflunar eða framtíðar-
byggðaþróunar borgarinnar eru
nauðsjmleg. Minna má á, að Korp-
úlfsstaðir voru keyptir á sínum tíma
af Reykjavíkurborg undir forystu
Bjama Benediktssonar, þáv. borg-
arstjóra. Þar var sýnd framsýni,
sem nú kemur sér vel, en á næstu
árum verður það svæði skipulagt
undir íbúðabyggð og útivistarsvæði.
í Ölfusvatnsmálinu og ýmsum
öðrum málum er ósannindavaðall
ritstjóra Þjóðviljans og frambjóð-
anda Alþýðubandalagsins, hreint
ótrúlegur. Hann heldur því blákalt
fram, að ekki megi nýta landið í
þágu borgarinnar næstu 50 árin.
Reykjavíkurborg getur þegar á
morgun byijað að nýta landið í
þágu ot kuöflunar.
Ósannindi Þjóðviljaritstjórans
skjóta upp kollinum í ýmsum öðrum
málaflokkum. Hann sagði t.d. í út-
varpsumræðum nýlega að enginn á
borgarstjómarlista Alþýðubanda-
lagsins hafi staðið að nýgerðum
kjarasamningum. Siguijón Péturs-
son, efsti maður á lista Alþýðu-
bandalagsins, og Guðrún Ágústs-
dóttir, þriðji maður á lista sama
flokks, greiddu atkvæði sitt með
þessum samningum á borgarstjóm-
arfundi í mars sl.
Ósannindi og rangfærslur þessa
manns eru með ólíkindum. Fleiri
dæmi mætti nefna en hér verður
látið staðar numið.
Höfundur er borgarfulltrúi Sjálf-
stæðisflokksins og skipar 5. sæti
i lista hans í Reykjavík.
Grunnskólanemar
buðu öldruðum
til skemmtunar
í TILEFNI af 200 ára afmæli
Reykjavíkur buðu nemendur
grunnskólanna eldri borgurum
til skemmtunar í Háskólabíói
laugardaginn 3. maí sl.
Að sögn Ragnars Georgssonar,
fræðslufulltrúa, var nær húsfyllir
í Háskólabíói og virtust ungir sem
gamlir skemmta sér konunglega
saman. Strætisvagnar Reyjavíkur
sáu um að flytja boðsgesti frá
öllum öldrunarheimilum borgar-
innar og heim aftyr eftir skemmt-
unina. '. ■ ■ ■
Á efnjsskránni kenndi margra
grasa, m.a. fluttu þrír kórar nokk-
ur lög hver, kór Melaskóla, Hóla-
brekkuskóla og Árbæjarskóla. Þá
kom flautusveit 8 ára bama frá
Árbæjarskóla, bamaflokkur frá
Þjóðdansafélagi Reykjavíkur,
lúðrasveitir Laugamesskóla og
Árbæjar og Breiðholts. Auk þess
var á skemmtuninni píanóleikur,
fiðluleikur og diskódans.
Bamaflokkur frá Þjóðdansafélagi Reylgavíkur.
Nær húsfyllir var í Háskólabíói.
Flautusveit 8 ára baraa frá Árbæjarskóla.
Kór Melaskóla. Stjórnandi Helga Gunnarsdóttir.