Morgunblaðið - 21.05.1986, Page 28
28
MORGUNBLAÐIÐ, MIÐVIKUDAGUR 21. MAÍ1986
Sinfóníuhlj ómsveit í slands
þyrfti að vera stærri
Morgunblaðið/Emilfa.
— segir Jean-Pierre
Jacquillat, sem
stjórnar síðustu tón-
leikum sínum sem
aðalstjórnandi ann-
að kvöld
SÍÐUSTU áskriftartónleikar
Sinfóníuhljómsveitar íslands á
þessum starfsvetri verða haldnir
annað kvöld, fimmtudagskvöld.
Jafnframt verða þetta siðustu
tónleikar Jean-Pierre Jacquillat
sem aðalstjórnanda hljómsveit-
arinnar, en því starfi hefur hann
gegnt síðan 1980.
Jean Pierre Jacquillat fæddist f
Versölum árið 1935. Að loknu tón-
listarnámi í Hiher Tónlistarháskól-
anum í París var hann ráðinn sem
aðstoðarhljómsveitarstjóri við Sin-
fóníuhljómsveit Parísar. Hann
stjómaði íjölda tónleika í Frakk-
landi og víðar auk þess sem hann
hóf að hljóðrita franska tónlist,
starf sem hann hefur sinnt af
miklum áhuga síðan.
Árið 1970 var hann ráðinn aðal-
hljómsveitarstjóri Sinfóníuhljóm-
sveitarinnar í Anger og ári seinna
aðalhljómsveitarstjóri Operunnar í
Lyon og Rhone-Alpes hljómsveitar-
innar. Árangurinn af starfí hans
við óperuna í Lyon leiddi til þess
að honum var boðið að stjóma
ópemuppfærslum víða um heim, í
Evrópu, Suður-Ameríku, Banda-
ríkjunum og Austurlöndum nær.
Árið 1975 fluttist hann aftur til
Parísar og gegndi um tveggja ára
skeið starfí tónlistarráðgjafa hinnar
frægu Lamoureux hljómsveitar.
Undanfarin ár hefur Jean-Pierre
verið eftirsóttur sem gestastjóm-
andi víða um heim, bæði austan
tjaldsog vestan.
Á íslandi hefur Jacquillat stjóm-
að 23 íslenskum verkum, 25 verkum
eftir frönsk tónskáld, fjórum óper-
um í konsertuppfærslu auk annarra
óperutónleika og 109 öðrum verk-
um eftir 49 tónskáld á 94 tónleik-
um. Auk þess hefur hann hljóðritað
fjölda verka. Þá fór Sinfóníuhljóm-
sveitin í tónleikaferð til Frakklands
sl. sumar fyrir tilstilli Jacquillat.
í sumar mun hann sljóma þrenn-
um tónleikum hljómsveitarinnar á
Jean-Pierre Jacquillat
Listahátíð og verður auk þess
gestastjómandi hér næsta starfsár.
Næsta vetur er hann ráðinn sem
tónlistarstjóri við Saint Etienne
óperuna í Frakklandi og framundan
eru ferðalög til Rússlands, Japan,
Kína, Tyrklands, Ítalíu og Belgíu.
Fyrir tónleikana annað kvöld
hefur Jacquillat valið verk úr sjóði
franskra tónbókmennta. Á efnis-
skrá eru þijú verk. Verkin era
Pavane fyrir látna konungsdóttur
eftir Maurice Ravel, balletttónlistin
Dafnis og Klói, en í hinu síðar-
nefnda syngur 97 manna sameinað-
ur kór Hamrahlíðarkórsins og Kórs
Menntaskólans við Hamrahlíð undir
stjóm Þorgerðar Ingólfsdóttur, og
síðasta verkið á efnisskránni er
Symphonie Fantastique eftir Hector
Berlioz. Hljómsveitin hefur verið
stækkuð til muna fyrir þessa tón-
leika og verða 94 hljóðfæraleikarar
á sviðinu að þessu sinni í stað 65
eins og verið hefur. „Æskilegt væri
að Sinfóníuhljómsveit íslands væri
þetta stór - bestu hljómsveitimar
eriendis era yfírleitt af stærðar-
gráðunni 90-100 manns," sagði
Jacquillat.
„Tónlistarlíf á íslandi er fjöl-
skrúðugt og sífellt eitthvað um að
vera á því sviði. Að mínu mati er
því hæfílegt að halda sinfóníutón-
leika tvisvar í mánuði þar sem
áheyrendafjöldinn er takmarkaður.
Þó tel ég að gera megi fleiri hljóm-
plötur með leik sinfóníuhjómsveit-
arinnar þannig að hægt sé að færa
tónlistina inn á hvert heimili. Þá
mætti sjónvarpið sýna hljómsveit-
inni meiri áhuga, sérstaklega þar
sem það má taka upp 120 mínútur
endurgjaldslaust fyrir utan frétta-
kynningar - en það hefur ekki nýtt
sér það tækifæri til þessa, telur sig
ekki hafa nægilega góðan tækja-
búnað.
Síðan ég kom til íslands hefur
hljómsveitin leikið þó nokkuð af
frönskum verkum - aðallega þeim
eldri eða frá fyrri öld. Hinsvegar
hef ég mikið dálæti á sumum ís-
lenskum nútímatónskáldum - sér-
staklega þeim Jóni Nordal, Þorkeli
Sigurbjömssyni, Atla Heimi Sveins-
syni og Karolínu Eiríksdóttur. Atli
Heimir fínnst mér þó hvað mest
nútímalegur í sínum tónsmfðum. Ég
hef ekki notað íslensku tónverkin
erlendis ennþá en geri fastlega ráð
fyrir að pakka nokkram þeirra niður
með mér. Mér fínnst alltaf svolítið
meira spennandi að vinna við óperar
heldur en sinfóníur. Maður kemst
í snertingu við svo margt í einu í
óperanum," sagði Jacquillat.
Maurice Ravel (1875-1937) var,
ásamt Claude Debussy, merkasti
brautryðjandi hinnar nýju tónlistar
í Frakklandi. Bæði þessi tónskáld
vora undir áhrifum austurlenskrar
tónlistar sem barst til Parísar í
tengslum við Heimssýninguna
miklu 1889, en Ravel varð Ifka fyrir
áhrifum af jazz og oft má heyra
dansáhrif f verkum hans eins og í
báðum verkunum sem flutt verða á
þessum tónleikum. Hann var frá-
bær píanóleikarí og era mörg hljóm-
sveitarverka hans upphaflega sam-
in fyrir píanó, sem hann síðar út-
setti fyrir hljómsveit. Pavane fyrir
látna konungsdóttur var samið fyrir
píanó 1899 og umritað fyrir h'jóm-
sveit 1910. Pavaneerdans af ftölsk-
um upprana, hægur og virðulegur
og sagt er að hann hafí tíðkast við
spönsku hirðina á sorgarstundum.
Ballettinn Dafnis og Klói var
saminn 1909-1911 að beiðni Serge
Diaghilef. Hann fjallar um forn-
grísku ástarsöguna um hirðingjann
Dafnis og ástmey hans Klói. Stór
hljómsveit og kórsöngur án orða
mynda litríkan og hrífandi dans sem
talar beint til áheyrandans.
Hector Berlioz (1803-1869) var
eitt stórbrotnasta tónskáld sem
Frakkar hafa átt. Þegar hann var
24 ára gamall og nemandi í Tónlist-
arháskólanum í París fór hann á
sýningu á Hamlet og varð strax
ástfanginn af írskri leikkonu sem
lék Ófelíu, Henriette Smithson að
nafni og þau giftust síðar. Hún var
kveikjan að Symphonie Fant-
astique, sem ber undirtitilinn
„Þættir úr lífí listamanna". Verkið
er í fímm þáttum og bera þeir
nöfnin Draumar - ástríður, Dans-
leikur, í sveitinni, Á leið til aftöku-
staðarins og Nomadans. Symph-
onie Fantastique vakti mikla athygli
þegar hún var framflutt í París árið
1830 og nýtur enn vinsælda. Flutn-
ingur verksins tekur 50 mínútur.
Lögmannafélag
í slands 7 5 ára
TÍMARIT lögfræðinga, 4. hefti
35. árgangs, er nýlega komið út.
Það er að nokkru leyti helgað
lögmönnum í tilefni af 75 ára
afmæli Lögmannafélags Islands,
sem er í ár.
Jón Steinar Gunnlaugsson hrl.
ritar forystugrein í ritið um lög-
menn og stöðu þeirra gagnvart
almenningi og fjölmiðlum, minnst
er látinna lögmanna, Jónatan Þór-
mundsson prófessor skrifar langa
grein um hlutverk og réttarstöðu
veijenda og Ragnar Aðalsteinsson
hrl. skrifar um fjölföldun vemdaðra
verka.
Þá skrifar Lára Júlíusdóttir hdl.
um dóm um rétt til launa í veikind-
um, birt er skýrsla stjómar LMFÍ
fyrir sfðasta starfsár, Hjördís Há-
konardóttir sýslumaður skrifar um
Amnesty Intemational og Bjöm Þ.
Guðmundsson prófessor skrifar um
nýja stjómsýslulöggjöf í Danmörku.
Ritsfjóri Tímarits lögfræðinga er
Jónatan Þórmundsson en Lögfræð-
ingafélag íslands gefur það út.
„Sauðkindin situr í
öllum kúltúr nefndum4 ‘
Alfreð Flóki sýnir 30 listaverk 1V estmannaeyj um
Alfreð Flóki við eina mynda sinna sem hann sýnir í Eyjum, en
nú leitar listamaðurinn m.a. fanga i ljóðum Daviðs og Jóhanns
Gunnars.
Alfreð Flóki opnar sýningu
á liðlega 30 nýjum myndum
eftir sig í AKOGES-húsinu í
Vestmannaeyjum föstudaginn
23.maí nk. Listamaðurinn mun
sjálfur fylgja sýningunni til
Eyja ,en við spurðum hann nán-
ar um myndimar. „Þetta verða
rúmlega 30 myndir, penna,
krítar, rauðkrítar og svartkrít-
armyndir," sagði Flóki, „þarna
verða myndir við Ijóð og þjóð-
sögur, Ijóð stórmeistaranna og
fijálsar fantasíur. Einstakar
myndir eru við Ijóð eftir Davíð
Stefánsson og Jóhann Gunnar
Sigurðsson og svo er slatti af
madonnumyndum að sjálf-
sögðu og auðvitað eru einnig
myndir sem munu verða þess
valdandi að Vestmanneyingar
munu setja hnykk i að auka kyn
sitt á næstunni.“
„Jú, ég hef einu sinni sýnt í
Vestmannaeyjum áður, hafði litla
sýningu þar árið 1974 en komst
ekki sjálfíir af ýmsum ástæðum,"
sagði Flóki og kvaðst hlakka
mikið til að koma til Vestmanna-
eyja í fyrsta skipti. Aðspurður um
myndefnið og efnisval tengt ljóð-
um sagðist Flóki alltaf hafa gert
íslensk motiv innan um og saman
við og kvaðst ekki frá því að hann
mjmdi gera meira en áður af slfku
í framtíðinni.
Alfreð Flóki kvaðst vera brattur
og hress, frekar planlaus í augna-
blikinu, hugsanleg væri þátttaka
í samsýningum erlendis næstkom-
andi haust, en þetta yrði allt að
ráðast. Þetta er allt breytingum
undirorpið, ég er hættur að reykja
og drekka og láta mynda mig
því ég er ekki eins sætur og sjarm-
erandi og ég var, þeir ljúga ekki
speglamir. Nei, ég er ekki að
hugsa um mína heilsu, heldur
velferð íslensku þjóðarinnar.
„Hefur þú trú á íslensku þjóð-
inni ennþá?"
“Maður hefur trú á henni,
auðvitað, eins og blessaðri sauð-
kindinni.Það er merkilegt, sauð-
kindin er allsráðandi í íslenskum
bókmenntum og sönglistinni,
hlustaðu á karlakór á plötu og
þar er hún komin og hún situr í
öllum kúltúmefndum sem ég
þekki til.“
„Jú, ég hlakka til að fara til
Vestmannaeyja, ég hef aldrei
komið þangað og það er ekki
hægt að fara í sína kistu án þess
að hafa komið til Vestmanna-
eyja.“
Við fóram að skoða myndir
Flóka og ég hafði orð á því hvað
þær væra spennandi. „Já,“ svar-
aði Alfreð Flóki um hæl, „ég er
alltaf að rembast við að segja
fólki að ég sé snillingur, en það
hlustar ekki á mig fyrr en eftir
100 ár þegar krítíkerar framtíðar-
innar tilkynna það og allir standa
á öndinni." Við hófum nú að
undirbúa myndatöku af iista-
manninum og þegar ég bað hann
að lyfta öðram fætinum upp á
stðlbrík til þess að fá góða sveiflu
í líkamann fyrir mynd, þá greip
Flóki andann á lofti og sagði að
ég mætti ekki mynda á honum
hnéð, því þá seldi hann ekki eina
einustu mynd, „og þó,“ bætti hann
við, „ég veit að Vestmanneyingar
era svo helvíti kúltúrískir að þeir
láta það ekki stöðva sig.“
- á.j.