Morgunblaðið - 21.05.1986, Qupperneq 32
32
MORGUNBLAÐIÐ, MIÐVIKUDAGUR 21. MAÍ1986
Morðið á Olof Palme:
Nefnd skipuð til
eftirlits með lög-
reglurannsókninni
Stokkhólmi. AP.
SERSTÖK nefnd verður skipuð í þessari viku til að hafa
eftirlit með lögregiurannsókninni vegna morðsins á Olof
Palme forsætisráðherra, að því er tilkynnt var á mánudag.
Sten Wickbom dómsmálaráð-
herra gerði tillögu í síðasta mánuði
um að koma slíkri nefnd á laggirn-
ar. Nefndin á einnig að huga að
öryggismálum og fleiri sviðum,
sem tengjast morði forsætisráð-
herrans 28. febrúar sl.
Lögreglan hefur látið í ljós ugg
um, að rannókn nefndarinnar geti
orðið starfí lögreglunnar fjötur um
fót.
„Nefndin mun í upphafí einbeita
sér að málum, sem ekki tengjast
lögreglurannsókninni beint - í því
skyni að valda sem minnstum
truflunum," sagði Harald Falth,
fulltrúi í dómsmálaráðuneytinu.
Um þessar mundir, þremur
mánuðum eftir að morðið var
framið, hefur hvorki tekist að
finna morðingjann né morðvopnið,
og enginn er í vörslu lögreglunnar
vegna gruns um aðild að málinu.
Sl. föstudag hreinsaði saksóknar-
inn í Stokkhólmi eina manninn,
sem vitað er um, að sætt hafí
alvarlegri rannsókn.
Lögreglustjórinn í Stokkhólmi,
Hans Holmer, sem stjómað hefur
lögreglurannsókninni, hefur lýst
því yfír, að ekkert lát sé á leitar-
starfínu. Og í síðustu viku sagði
hann, að „ótímabær skipun rann-
sóknarnefndar" gæti spillt fyrir
árangri af starfi lögreglunnar.
Wickbom dómsmálaráðherra
bar fram tillöguna um skipun
nefndarinnar 16. apríl sl., er lög-
reglurannsóknin hafði sætt harðri
gagnrýni.
England:
Karlmaður kjörinn
fegurðardrottning
AP/Símamynd
„Sæll pabbi“. Andrei, 15 ára sonur sovéska kvikmyndagerðarmannsins Andreis Tarkovskís, hringir í
föður sinn eftir að hann tók við Gullpálmanum fyrir hans hönd. Á vinstri hönd hans stendur sænski
kvikmyndatökumaðurinn Sven Nykvist og til hægri er framleiðandi myndarinnar „Fórnin“ Anna-Lena
Wibom.
Kvikmyndahátíðin í Cannes:
Bretinn Roland Joffe
hreppti Gullpálmann
Fórn Tarkovskís hlaut sérstaka viðurkenningu
Cannes. AP.
MYNDIN „The Mission“ (trúboðsstöðin) eftir breska leikstjó-
rann Roland Joffe hlaut Gullna pálmann á 39. kvikmyndahá-
tíðinni í Cannes í Frakklandi á mánudagskvöld og var valin
besta myndin.
Selsey, Englandi. AP.
SPENNAN var í hámarki. Kynn-
irinn gekk fram og kynnti sigur-
vegara í fegurðarsamkeppninni
í Selsey á Englandi: Nicola Bar-
rett. En þegar Nicola gekk fram
til að taka við verðlaunum sínum
sagði hún: „Ég heiti Nikulás —
og ég er strákur."
Hinum sautján ára gamla Niku-
lási Lewis tókst að bleklq'a alla í
fegurðarsamkeppninni í sjávar-
þorpinu á suðurströnd Englands í .
sfðustu viku.
Hann kvaðst hafa verið manaður
til að taka þátt í keppninni. Vinir
hans hjálpuðu honum til að lita ljós-
ar rákir í hár sitt, hengdu í eyru
hans stóra lokka og settu fyrirferð-
armikið men um háls hans. Síðan
var Nikulás klæddur í aðskorinn
kjól.
Meira að segja vinur hans, ljós-
myndarinn Bill Crossan, bar ekki
kennsl á hann. „Ég tók myndir af
honum og tók viðtal við hann grun-
laus um hver væri bak við gervið.
Ég er gáttaður," sagði Crossan í
viðtali við blaðamann dagblaðsins
Daily Mirror. Fegurðarkonungurinn
prýddi forsíðu blaðsins.
Myndin segir frá tveimur jesúíta-
prestum (annar leikinn af Robert
de Niro) og gerist í Rómönsku
Ameríku á nítjándu öld. Fjallað er
um þrælahald, rómönsk-katólsku
kirkjuna og ánauð indjána undir
ægistjórn spánskra og portúgalska
nýlenduherra.
Kvikmyndaskriffínnar hafa
margir gagnrýnt að mynd Joffes
skuli hafa orðið fyrir valinu. Hún
sé reyndar slétt og felld og hnökra-
laus, en dómendur hafí augljóslega
ekki þorað að taka áhættu og fara
ótroðnar slóðir.
Bandaríski leikstjórinn Sydney
Pollack, sem var forseti dómnefndar
á hátíðinni, afhenti Joffe verðlaun-
in. Þetta er öðru sinni sem Joffe
hlýtur viðurkenningu fyrir kvik-
mynd. 1985 hlaut mynd hans „Kill-
ing Fields" (vígvellir) þrenn óskars-
verðlaun.
Bandarílq'amaðurinn Martin
Scorcese var útnefndur besti leik-
stjóri fyrir mynd sína „After Ho-
urs“. Gamanmynd um mann, sem
lendir í ýmsum ævintýrum og verð-
ur fyrir skakkaföllum á einni nóttu
á Manhattan eyju í New York.
Gengið var þvert á hefðir þegar
Noregur:
Fyrrum ráðherra játar á
sig falsanir og fjárdrátt
Osló. Frá Jan Erik Laure, fréttaritara Morgunbladsins.
ASTRID Gjertsen, sem var ráðherra í stjóm Káre Willoch, hefur
játað, að hún hafi falsað reikninga og þannið dregið sér 32.000
n.kr. (ríflega 180.000 ísl. kr.) af opinbem fé. Misferlið átti sér
stað öli fjögur árin, sem hún sat I ríkisstjón.
Frétt þessari laust eins og eld- ismönnunum frá ríkisendurskoð-
ingu niður í norskt samfélag á
mánudagskvöld. Astrid Gjertsen
var mjög vinsæll stjómmálamað-
ur, bæði meðan hún átti sæti í
minnihlutastjóm Hægriflokksins
og í þriggja flokka stjóminni, sem
nýlega fór frá völdum. Hún dró
sig út úr ríkisstjóminni aðeins
nokkrum vikum áður en Káre
Willoch baðst lausnar fyrir sig og
ráðuneyti sitt. Opinberlega var
sagt, að hún þjáðist af ofþreytu
ogyrði að taka sér hvfld um skeið.
Þriðjudaginn 15. aprfl sl. gengu
tveir embættismenn frá norsku
ríkisendurskoðuninni á fund
Astrid Gjertsen, sem þá gegndi
starfi neytendamálaráðherra. Þeir
lögðu fyrir hana reikninga, sem
hún hafði fengið greidda, og kváð-
ust hafa grunsemdir um, að hún
hefði falsað þá. Embættismenn-
imir höfðu farið yfír flölda reikn-
inga og komist að raun um, að
hún hefði fengið greiddar um
32.000 n. króna umfram það, sem
henni bar.
Gjertsen játaði sekt sína þegar
í stað; fyrst frammi fyrir embætt-
uninni og aftur seinna um daginn,
er hún gekk á fund Káre Willoch
forsætisráðherra og afhenti hon-
um lausnarbeiðni sína. Þá féll hún
algjörlega saman og var lögð inn
á sjúkrahús.
Gjertsen hefur ekki verið
ákærð. Willoch bað ríkisendur-
skoðunina að taka afstöðu til þess,
hvort höfða bæri mál á hendur
henni. Það mat liggur ekki fyrir
enn, en er væntanlegt innan fárra
daga.
Misferli Astrid Gjertsen komst
upp við úrtakskönnun ríkisendur-
skoðunarinnar, þar sem athygl-
inni var beint að ferðareikningum
þingmanna og ráðherra. Við rann-
sóknina fundust fyrmefndir
reikningar og þóttu ekki trúverð-
ugir. Gjertsen hafði ekki bfl til
umráða, þótt hún ætti sæti í ríkis-
stjóminni. Það hafði í för með sér,
að hún tók oftlega leigubfla. Við
það var ekkert að athuga, en sýnt
þótti, að allmargir reikningar frá
henni þar að lútandi höfðu verið
falsaðir.
Viðvaningslegur bragur var á
Astríd Gjertsen
verkinu. Upphæð á reikningi fyrir
leigubfl, sem kostað hafði 30
krónur, hafði verið breytt í 80
krónur, er reikningurinn var lagð-
ur fram. Ráðherrann hafði þannig
breytt tölunni 3 í 8. Þegar hún
keypti tvö dagblöð á samtals 8
krónur, hafði hún breytt reikn-
ingsupphæðinni í 18 krónur.
Fjárdrátturinn hafði viðgengist
öll fjögur árin, sem Gjertsen átti
sæti í ríkisstjóm, en náði hámarki
1984 og 1985. I fyrra dró hún
sér um 14.000 n. kr. (um 80.000
ísl. kr.).
Káre Willoch, fyrrum forsætis-
ráðherra, sagði í viðtali á mánu-
dagskvöld, að það væri persónu-
legur harmleikur, að Gjertsen
skyldi hafa látið leiðast út í við-
vaningslega fölsun fyrir svo lítinn
ávinning. Hann kvaðst vona, að
þetta yrði ekki til þess, að trú
almennings á stjómmálamönnum
biði hnekki.
Vitað er, að Gjertsen er gift
manni, sem er 12 árum eldri en
hún og fatlaður frá því í stríðinu,
auk þess sem hann er ofdrykkju-
maður. Gjertsen hefur farið eins
oft og hún hefur við komið til
eiginmanns síns, sem dvelst í
Tvedestrand í Suður-Noregi - til
þess að annast um hann. Þetta
hefur haft í för með sér mikið álag
fyrir hana og e.t.v. átt þátt í, að
freistingin bar hana ofurliði.
-Falsanimar eru svo viðvan-
ingslega af hendi leystar, að þær
koma manni fyrir sjónir eins og
hróp á hjálp, segja vinir Gjertsen.
Þeir fullyiða, að erfíðar §öl-
skylduástaeður hafí lagst þungt á
hana.
Gjertsen var á sjúkrahúsi á
mánudagskvöld. Hún hafði áður
dvalist á heimili sínu í nokkra
daga, en vinir hennar fóru með
hana á sjúkrahús, þegar það frétt-
ist, að málið mundi verða gert
opinbert.
kom að leikurum og voru tvenn
verðlaun veitt fyrir leik karls annars
vegar og konu hins vegar. Bob
Hoskins hlaut verðlaun fyrir leik í
„Monu Lisu" eftir Neil Jordan og
Frakkinn Michel Blanc var heiðrað-
ur fyrir leik í „Tenue de Soiree"
(kvöldklæðnaður) eftir Bertrand
Blier.
Vestur-þýska leikkonan Barbara
Sukowa var verðlaunuð fyrir leik í
mynd Margarethe von Trotta um
Rósu Luxembourg og hin brasilíska
Femanda Torres fékk verðlaun
fyrir leik í myndinni „Eu Sei Que
Vou Te Amar" (talaðu við mig um
ást) eftir Amaldo Jabor.
Andre Tarkovsky fékk sérstök
Grand Prix verðlaun fyrir myndina
„Fómin“. Tarkovsky hlaut sömu
viðurkenningu fyrir mynd sína
„Nostalghia" á kvikmyndahátíðinni
í Cannes fyrir tveimur ámm. „Fóm-
in“ var tekin í Svíþjóð og leika í
henni Susan Fleetwood, Erland
Josephson og Guðrún Gísladóttir.
Hún Ijallar um fjölskyldu, sem lifír
einangruðu lífí á strönd Svíþjóðar.
Sven Nykvist stjómaði kvik-
myndatökuvélunum í „Fóminni" og
hlaut hann sérstaka viðurkenningu
fyrir listrænt framlag sitt.
Veður
víða um heim
Læg&t 1 X
Akureyri 12 skýjað
Amsterdam 12 18 skýjað
Aþena 14 29 helðskfrt
Barcelona 23 alskýjað
Berlín 13 23 heiðskfrt
Brussel 10 23 helðskfrt
Chicago 9 13 skýjað
Dublin 9 17 skýjað
Feneyjar 26 helðskfrt
Frankfurt 14 19 rigning
Genf 16 25 heiðskfrt
Helslnki 10 16 skýjað
Hong Kong 25 28 skýjað
Jerúsalem 14 26 skýjað
Kaupmannah. 9 17 heiðskírt
Llssabon 13 23 heiðskírt
London 13 20 rigning
LosAngeles 18 30 skýjað
Lúxemborg 20 mlstur
Malaga 24 mistur
Mallorca 29 alskýjað
Miami 24 27 skýjað
Montreal 11 13 skýjað
Moskva 8 19 skýjað
NewYork 22 30 skýjað
Osló 7 19 heiðskírt
Parfs 16 22 skýjað
Peking 13 28 heiðskfrt
Reykjavfk 7 úrk.fgr.
RfódeJaneiro 19 32 skýjað
Rómaborg 12 32 hoiðskírt
Stokkhólmur 13 19 helðskfrt
Sydney 13 20 skýjað
Tókýó 16 21 rigning
Vfnarborg 14 24 skýjað
Þórshöfn 8 súld