Morgunblaðið - 21.05.1986, Síða 37

Morgunblaðið - 21.05.1986, Síða 37
MORGUNBLAÐIÐ, MIÐVIKUDAGUR 21. MAÍ 1986 37 Morgunblaðið/Emilía DÆLUR úr ryðfríu stáli • 1 og 3ja fasa. • Til stýringar á vatnsrennsli. • Einstök gæöi, góð ending og fágaö útlit. = HÉÐINN = VÉLAVERSLJUN, SÍMI 24260 SÉRFRÆÐIÞJÓNUSTA-LAGER Fiskiðnaðarskólinn: Homsteinn lagður að nýju verknámshúsi Matthías Á. Mathiesen utanríkisráðherra og Sigurður Haraldsson skólastjóri Fiskiðnaðarskólans. Fiskiðnaðarskólanum í Hafn- arfirði var slitið sl. föstudag-. Jafnframt lagði Sverrir Her- mannsson menntamálaráðherra hornstein að nýrri og glæsilegri byggingu fyrir verknám skólans. Skólinn verður 15 ára á þessu ári og hefur hann útskrifað 220 fiskiðnaðarmenn og fjórðungur þeirra hefur auk þess lokið fisk- tæknanámi. Nemendur skólans hafa verið eftirsóttir til starfa í fiskiðnaðinum segir í frétt frá skólanum og starfa þeir flestir sem verkstjórar eða eftirlitsmenn. Skólinn hefur frá upphafí verið í leiguhúsnæði, fyrst í Reykjavík og síðan í Hafnarfiði. í frétt frá skólanum segir m.a. „Fyrst var farið að huga að byggingamálum skólans árið 1978 og verkfræðingur var þá fenginn til að gera frumtillögur. Litlar undirtektir fengust þá en þó var heimilað að athuga kaup á eldra húsnæði. Ýmsir möguleikar voru kannaðir, en enginn reyndist hent- ugur. Þá var það fjárveitinganefnd Alþingis sem tók af skarið haustið 1980 og ákvað að byggt skyldi nýtt hús fyrir skólann í Hafnarfirði og ráðstafaði hún nokkru fé í því sambandi. Bygginganefnd var þá skipuð (febr. 1981) og lagði hún fram til- lögur sínar í júlímánuði 1981, þar sem lagt var til að hefja, sem fyrst, byggingu mannvirkja fyrir verknám Fiskvinnsluskólans við Hvaleyrar- braut í Hafnarfirði. í jan. 1982 var arkitekt ráðinn til verksins, Óli G.H. Þórðarson, og síðar aðrir hönnuðir. Útoðsgögn voru tilbúin í maí 1983 og var þá vænst að bygging hússins yrði heimiluð og útboð gæti farið fram. Svo var þó ekki. Nú þurfti að biða í tvö löng ár, en að lokum kom grænt ljós, og Inn- kaupastofnun ríkisins gat boðið verkið út í maí 1985. Það sem byggja átti var súlulaus salur, 55 metra Iangur og 24 metra breiður, með um 5 metra lofthæð. Við hlið hans kemur þjónusturými, 6 metra breitt, að hluta til á tveimur hæðum. í salnum sjálfum mun verklega kennslan fara fram, t.d. í frystingu, söltun og síldverkun. Innréttingum verður þannig fyrir- komið að auðvelt verði að breyta fyrirkomulagi eftir þörfum og breyttum viðhorfum. Ötveggir og þak er úr forsteyptum einingum. Alls verur rúmmáJ hússins tæpir 10.000 m8. Útboðið náði til þess áfanga að fullgera verknámshúsið að utan og ganga frá afmörkuðum hluta lóðar- innar. Sjö tilboð bárust og það lægsta kom frá Hagvirki hf. að upphæð kr. 26.250.000. Þessu til- boði var tekið og hófust fram- kvæmdir þann 27. júlí 1985. Verk- inu skal lokið 1. sept. í haust. Húsaleigusamningur við Hval- eyri hf., rennur út í febr. næsta vetur. Þar er um að ræða þá aðstöðu sem skólinn hefur haft fyrir kennslu í frystingu frá því hann fluttist til Hafnarfjarðar. Þessi samningur verður ekki endumýjaður og verður því lögð áhersla á að geta tekið hluta nýja hússins í notkun einmitt um líkt leyti og skólinn þarf að flytja úr húsi Hvaleyrar hf.“ JO FÆRIBANDA- M0T0RAR • Lokaðir,olíu- kældir og sjálfsmyrj- andi • Vatnsþétting- IP 66 • Fyllsta gang- öryggi, lítið viðhald = HÉÐINN = VÉLAVERSLUN, SÍMI 24260 SÉRFRÆÐIÞJÓNUSTA-LAGER Frá bær strönd með fjölbreyttu skemm tanalífi Nú er að verða síðasta tækifærið að tryggja sér ódýra ferð til Rimini. Góðir gististaðir og vel staðsettir, nálægt ströndinni og örstutt frá öllum helstu veit- inga- og skemmtistöðum Rimini. Verð frá kr. 24.1 OO.- Góð greiðslukjör. Kvöld- og helgarsími 82489. Laugavegi 28,101 Reykjavík. Símar 29740—621740.

x

Morgunblaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.