Morgunblaðið - 21.05.1986, Side 45
MORGUNBLAÐIÐ, MIÐVIKUDAGUR 21. MAl' 1986
45
Tveir drengir hætt komnir
á Arnarnesvogi á sunnudag
TVEIR drengir, 11 og 14 ára, voru hætt komnir er litlum
plastbát þeirra hvolfdi á Arnarnesvogi á hvítasunnudag.
Menn sem voru á skútu á svipuðum slóðum komu drengjunum
til bjargar og voru þeir þá orðnir mjög kaldir, sérstaklega
sá eldri. Þeim varð ekki meint af volkinu.
Frændurnir Jóhannes Friðrik
Matthíasson, 11 ára, og Sigurður
Sævar Proppé, 14 ára, voru á
leið í land eftir að hafa verið á
siglingu um Arnamesvog í um
eina og hálfa klukkustund þegar
óhappið varð.
„Bátnum hefur oft hvolft hjá
mér áður,“ sagði Jóhannes í
samtali við Morgunblaðið í gær,
„líka í þessari ferð en við gátum
alltaf snúið honum. En eftir að
bóman brotnaði gátum við ekki
rétt bátinn við. Við hefðum ekki
getað siglt eftir það svo við viss-
um að þetta var alveg vonlaust.“
- Hverniggerðistþetta?
„Við ætluðum að lensa í land
og það var mikið rok svo báturinn
var kominn á mikla ferð. Þegar
siglt er svona undan vindi er
mikil hætta á að bátnum hvolfi
og það gerðist einmitt þama og
við það brotnaði bóman. Okkur
var orðið mjög kalt, sérstaklega
Sigga. Ég var í blautbúning, en
hann var í ullarfötum. En blaut-
búningurinn var hættur að halda
á mér hita.“
- Hvað leið langur tími þangað
til ykkur var bjargað?
„Það liðu svona 15 til 20 mín-
útur frá því að bóman brotnaði
þangað til að skúta sem var þarna
á siglingu kom til okkar. Við
vomm mjög fegnir að sjá hana.“
Jóhannes sagði að þeir frænd-
ur hefðu orðið mjög hræddir, en
þrátt fyrir þetta ætlaði hann að
halda áfram að sigla. „En það
þarf að fara varlega. Mér líður
bara vel núna, ég hef ekki einu
sinni kvefast,“ sagði hann að
lokum.
„Ég hélt tvisvar sinnum að ég
myndi deyja, en mér finnst eins
og einhver fylgist með okkur,“
sagði Sigurður Sævar Proppé,
frændi Jóhannesar. Sigurður
sagði að það væri margt sem
þeir frændur hefðu reynt saman
og þetta væri eitt að því sem
þeir hefðu upplifað saman.
„Mér var orðið ofsalega kalt.
Það var aðalvandamálið. Læknir-
inn sagði að ég hafi verið nokkuð
hætt kominn. Okkur var búið að
vera kalt eiginlega allan tímann
sem við vomm á siglingu. Þegar
bátnum hvolfdi svo og bóman
brotnaði lenti ég í sjónum og
þurfti að synda. Þá gleypti ég
mikinn sjó og hélt satt að segja W
að ég væri að deyja.
Svo komum við x>kkur fyrir
ofan á bátnum þar sem hann var
á hvolfi í sjónum. Ég hef aldrei
fyrr gert mér grein fyrir að
maður gæti dáið úr kulda. Okkur
datt ekki í hug að svona gæti
komið fyrir þegar við lögðum af
stað. Ég varð mjög feginn þegar
skútan kom,“ sagði Sigurður.
Gódan daginn!
<
(/>
&
Veijiö tréverkið á fallegan og varanlegan hátt
GORI 88 er notuð sem yfirborðsvörn og til
viðhalds á viði sem áður hefur verið
meðhöndlaður með olíuleysanlegri viðarvörn.
GORI88 er sérlega vatnsfælin
og mjög endingargóð.
Nú er rétti tíminn til þess að huga að tréverkinu
SAMBAND^Ð !B¥0(rIM*-LAVÖDUD
GORI88 fæst í 26 mismunandi litum sem má
blanda saman — þannig verða litamögu-
leikarnir ótrúlega fjölbreyttir.
GORI þekur einstaklega vel en felur þó ekki
viðaræðarnar.