Morgunblaðið - 21.05.1986, Side 50

Morgunblaðið - 21.05.1986, Side 50
50 MORGUNBLAÐIÐ, MIDVIKUDAGUR 21. MAÍ1986 Morgunbladid/Kjartan Jónss. Svipmynd úr fullorðinsfræðslubekknum í Mabokoni. Misjafnlega gengur að ráða hin torskildu tábn bókanna. — Konurnar eru flestar klæddar í litrík klæði, Kanga. Dígóþj óðflokkurinn eftir Kjartan Jónsson íslenskt kristniboð á meðal múhameðs- trúarmanna „A, e, i, o, u, ...“ heyrist sagt taktfast í margradda kór, hvað eftir annað um leið og kennarinn bendir á sérhljóðana á litlu töflunni, sem hangir í bandi á moldarveggnum í skólastofunni. Allir eru samtaka og ákafír að láta sína rödd ekki vanta. Síðan lætur kennarinn einn og einn nemenda fyrir sig segja stafína um leið og hann bendir á þá á töflunni. Ein af eldri konunum er ekki alveg viss og segir: „e ...“ þegar kennar- inn bendir á „a“, en hristir síðan höfuðið í uppgjöf og segir upp- burðarlítil: „Þetta er svo erfitt, ... ég er orðin svo gömul." Þetta eru orð að sönnu, því að þessi upprifjun hefur farið fram í marga mánuði, en samt er erfítt fyrir sumar af elstu konunum að henda almenni- lega reiður á þessum torkennilegu táknum, enda eru fá tækifæri til að æfa sig heima og stóru bömin eru löt að hjálpa mæðmnum, þegar þau koma heim úr skólanum. Sumir hinna yngri flissa og líta hveijir á aðra. Kennarinn segir góðlátlega og hughreystandi: „Þetta kemur, gefstu bara ekki upp.“ Síðan fær nemandinn að vita, að stafurinn heitir „a“ og að lokum tekst honum að bijótast í gegnum alla stafína með aðstoð kennarans, sem vonar að þessi eftirsóknarverði og mikil- vægi fróðleikur tolli nú loksins í kolli nemandans. Kennarinn er Valdís Magnús- dóttir, kennari og kristniboði frá íslandi, eiginkona greinarhöfundar. Kristniboð á meðal Dígó-manna Það var sumarið 1985, að við Valdís vomm beðin um að taka að okkur norska kristniboðsstöð í landi Dígó-manna í eitt ár vegna mann- eklu hjá Norðmönnum. Samband íslenskra kristniboðsfélaga (SÍK) hefur um áratuga skeið haft mjög náið samstarf við Norska lútherska kristniboðssambandið (NLM), sem er stærsta lútherska kristniboðs- félag í heimi, með yfír 500 kristni- boða á sínum vegum í 10 löndum. Við íslendingar höfum tekið að okkur að reka eina kristniboðsstöð inni á starfssvæði þeirra hér í Kenýa, Chepareria í Pókot-héraði, sem er í um 500 km fjarlægð N-V af höfuðborginni, Nairóbí. Sama Mabokoni-hrepps um að koma á útifund hjá þeim, sem fjalla átti um menntunarmál hreppsins. Er þang- að kom, vorum við boðin sérstak- lega velkomin og spurð hvort við gætum hjálpað til við að efla mennt- un í hreppnum, sérstaklega fullorð- insfræðslu, vegna þess að flestir hreppsbúar voru ólæsir og óskrif- andi og allar tilraunir til úrbóta í þeim efnum höfðu runnið út í sandinn. Við lofuðum að hjálpa til eftir bestu getu. Ólæsi er mikið vandamál í Kenýa eins og í mörgum öðrum löndum Afríku og mikið er gert til þess að minnka það. Nokkuð hefur áunnist, en langt er í land að því verði út- lýmt. Kirkjur og kristniboðsfélög hafa lagt mikið af mörkum í þessu starfi. Fullorðinsfræðsla er mjög sér- stakt starf. Nemendurnir byija námið fullir af áhuga og vilja til að innbyrða næstum allan vísdóm heimsins í einu. Þeir urðu heldur óhressir, er við samþykktum að hafa skóla einungis tvisvar í viku í stað 5 daga, eins og þeir fóru fram á. En við vissum af fenginni reynslu, að úthaldið er ekki alltaf mikið. Námskeiðið hófst og nemendurn- ir troðfylltu litlu skólastofuna, sem var byggð á Dígó-manna vísu, með moldarveggjum og þaki úr pálma- greinum. Þó var gólfíð með nýtísku sniði, því það var steypt, svo að bekkirnir stæðu betur og brotnuðu síður undan þunga nemendanna. Það var mikil stemmning í bekkn- um, er Valdís lét allan hópinn segja fyrstu stafína í kór. Það jók mjög á alvöru námsins, að sérhver nem- andi fékk lestrarbók, blýant og stílabók til að skrifa í, enda er ekki hægt að tala um að menn stundi alvarlegt nám án þess að skrifa eitthvað! „Þetta er svo erfitt, ... ég er orðin svo gömul.“ Þetta eru orð að sönnu, þvi þessi upprifjun hefur farið fram í marga mánuði, en samt er erfitt fyrir sumar af elstu konun- um að henda almenni- lega reiður á þessum torkennilegu táknum, enda eru fá tækif æri til að æfa sig heima og stóru börnin eru löt að hjálpa mæðrunum, þegar þau koma heim úr skólanum.“ 6. grein fyrirkomulag hefur verið haft á í Eþíópíu, en þar höfum við rekið kristniboðsstarf í Konsó í rúm 30 ár. Þegar á hefur þurft að halda höfum við Islendingar hjálpað Norð- mönnum og öfugt, enda erum við kristniboðarnir hér úti sem ein heild, einn starfshópur, sem berum sameiginlega ábyrgð á öllu starfinu. Dígó-þjóðflokkurinn er einn af mörgum litlum þjóðflokkum Kenýa. Heimkynni hans eru við strönd Indlandshafsins fyrir sunnan Mom- basa og ná nokkuð suður í Tanzan- íu. Þessi þjóðflokkur hefur þá sér- stöðu, að vera eini þjóðflokkur landsins, sem telst allur vera mú- hameðstrúar. Þetta er merkilegt, þegar það er haft í huga, að fyrstu kristniboðamir komu til strandar- innar, en erfítt loftslag, slæm mal- aría o.fl. varð þess valdandi, að þeir héldu fljótt inn i land, þar sem loftslag er heilnæmara. Af þessum sökum var lítið kristniboðsstarf stundað á ströndinni. Nú á síðustu árum hafa ýmis kristniboðsfélög hafíð starf á þessum slóðum. NLM ereittþeirra. Kristniboðsstarf á meðal mú- Morgunbladið/Valdís Magnúsd. Greinarhöfun.dur talar á útisamkomu í Dígólandi. Hinn kristni boðskapur er nýr þar, en athyglisverður. Skólahús fullorðinsfræðslunnar er í baksýn. Á eftir lestrinum voru skrift og reikningur kennd. Við reynum einn- ig að koma annarri hagnýtri fræðslu að eftir því, sem tækifæri gefast. Óskir hafa komið um leið- beiningar í landbúnaði og við höfum kennt heilsufræði með því að sýna inuiguiiuiauiu/iw. Olæsi er mikið í Kenýu. Valdis Magnúsdóttir leiðbeinir ungri móður í fullorðinsfræðslubekknum í Mabokoni. Litla nýfædda barnið lætur sér fátt um finnast og fær sér mjólkurtár á milli dúra. hameðstrúarmanna er að mörgu leyti frábrugðið kristniboðsstarfí annars staðar. Það er erfítt því að andstaða er miklu meiri þar en á flestum öðrum menningarsvæðum og fylgjendum Múhameðs er inn- prentuð tortryggni gagnvart krist- indómnum. Norsku kristniboðamir hafa ein- beitt sér að kristnifræðikennslu í menntaskólum, þar sem kristin fræði hafa verið kennd sem val- grein. Beðin um að koma Við vorum ekki búin að vera lengi í Dígó-Iandi, er boð komu frá ibúum

x

Morgunblaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.