Morgunblaðið - 21.05.1986, Blaðsíða 65
MORGUNBLAÐIÐ, MIÐVIKUDAGUR 21. MAÍ 1986
65
„Gengur ekki að svona sé
kássast ofan í búskapinn“
— segir Páll Axel Halldórsson í Syðri-Gróf í Fióa sem er að ljúka við
mjólkurkvótann en rúmir þrír mánuðir enn eftir af framleiðsluárinu
Morgunblaðið/HBj
Páll Axel Halldórsson í Syðri-Gróf var að valta nýrækt þegar blaða-
mann bar að garði.
„ÉG mótmæli því að til sé
skömmtunarskrifstofa suður í
Bændahöll sem hafi rétt til að
úthluta mönnum misjafnlega
mikilli mjólkurframleiðslu,"
sagði Páll Axel Halldórsson
bóndi í Syðri-Gróf í Villinga-
holtshreppi í samtali við blaða-
mann Morgunblaðsins. Páll Axel
er einn af þeim bændum sem er
að ljúka við að framleiða upp í
úthlutaðan mjólkurkvóta, lýkur
því í mánuðinum, þó enn sé rúm-
lega fjórðungur framleiðsluárs-
ins eftir.
Óþolandi mismunun
Páll Axel kvaðst hafa verið með
30-35 kýr í mörg ár en núna fengið
úthlutað rúmlega 80 þúsund lítrum
sem samsvaraði framleiðslu 20-23
kúa. Hann sagði að ástæðan fyrir
slæmri útkomu sinni væri líklega
sá að hann hefði verið með tiltölu-
lega lítið jarðarbúmark. Hann hefði
ekki talið ástæðu til að flýta sér
við að fá aukningu en svo þegar
hann hefði sótt um hana hefði hann
fengið synjun. Þá hefðu viðmiðun-
arárin vegna búmarksins verið
rosaár á Suðurlandi.
„Svonalagað er auðvitað von-
laust,“ sagði Páll Axel og benti á
dæmi um „oþolandi mismunun á
milli manna". „Það er verið að
draga menn í flokka og mismuna
þeim með úthlutun. Við höfum allt-
af getað snúið á veður og tíðarfar,
en verra er við að eiga þegar höfuð-
stöðvar bænda f Reykjavík eru að
ráðskast með okkar mál.“
„Það gengur ekki að verið sé að
kássast svona ofan í búskapinn hjá
mönnum, án þess þeir sem það
gera beri nokkra fjárhagslega
ábyrgð. Annaðhvort er að stjóma
landbúnaðarmálunum af ábyrgð
eins og gert er í hinum ríkisrekna
landbúnaði austantjaldslandanna
eða sleppa því alveg að vera að
kássast í þeim. Sá sem tekur fram-
leiðslurétt af bónda verður auðvitað
að sjá honum fyrir lífsframfæri. Það
gengur aldrei að hræra saman sós-
íalisma og einkaframtaki eins og
gert er hér á íslandi," sagði Páll
Axel.
Ekki eins og inngjöf á
dráttarvél
Hann sagðist ekki hafa átt neitt
val þegar tilkynning um mjólkurk-
vótann barst í vetur. „Á miðjun
vetri með skepnumar í fullum af-
köstum er ekki gott við því að gera.
Átti ég kannski að skera þriðjung-
inn af beljunum, hvemig sem á
stóð? Það er reginn misskilningur
hjá ykkur þéttbýlismönnum og full-
trúum okkar í Bændahöllinni að
hægt sé að draga úr og auka fram-
leiðsluna eins og með inngjöf á
dráttarvél. Það er auðvitað hægt
að draga úr fóðurgjöfínni og þurrka
beljumar þannig upp og setja í
hor. Nei það þýðir ekki, búskap
verður að reka með fullum afköst-
um, þannig að það fáist út úr hveij-
um grip sem hægt er með þokka-
lega góðu móti, eða leggja búskap-
inn niður. Með þessum samdrætti
hér á Suðurlandi er verið að setja
okkur niður í hallærisárin enda má
búast við að mjólkurkvótinn gangi
af búskapnum hér dauðum og svo
og svo margar jarðir fari í eyði. Ég
get ekki séð að það sé ódýrara að
framleiða mjólkina annars staðar
og varla verður það ódýrara fyrir
Reykvíkinga að sækja hana norður
í land.“
Breytir engn þó mjólkin
fari í skurðinn
Páll Axel sagðist ekki vera búinn
að átta sig á því hvað hann gerði
þegar kvótinn væri endanlega bú-
inn. „Ég get ekki sagt til um það
á þessu stigi hvað ég geri. Mér
skilst að þeir ætli að greiða eitthvað
smáræði fyrir þessa mjólk. En ég
veit að það er vonlaus staða að
þurfa að reka bú án tekna í þijá
mánuði svo ég verð að fara að gera
mér grein fyrir því hvort ég á að
halda áfram að hokra í búskap sem
maður ræður ekki sjálfur.
Ég get ekki séð að það breyti
neinu þó að ég láti mjólkina renna
út í skurð, en það gæti kannski
haft einhver áhrif ef allir sem sem
eins er ástatt fyrir taka sig saman.
Því auðvitað þarf að sprengja þetta
kvótakerfí, þetta getur ekki gengið
svona. Allir verða að sitja við sama
borð og ef nauðsynlegt er að setja
hömlur á framleiðsluna verður að
gera það með öðrum hætti. Það er
hins vegar ekki við því að búast
að samstaða náist um aðgerðir því
margir fljóta ofaná, menn sem eru
búnir að koma hlutunum þannig
fyrir að þeir eru gulltryggðir, og
eru þar af leiðandi ekki tilbúnir til
aðgerða. Þetta er breyting frá því
sem verið hefur því alltaf hefur
verið góð samstaða í bændastéttinni
þegar á hefur reynt. Ég get nefnt
það sem dæmi að á fyrstu búskap-
arárum mínum var innviktunar-
gjaldi á mjólk mótmælt svo kröftug-
lega að það var afnumið. Þá var
góð samstaða - en innviktunargjald-
ið var líka lagt á alla en ekki suma,
sá er munurinn.
Það er skuggaleg aðstaða sem
við erum í þessir karlar úti í sveit.
Við erum bundnir í sveitinni og
getum ekki kallað á lögfræðinga
til að útrétta fyrir okkur, þó það
standi skýrum stöfum í stjómar-
skránni að ekki megi leggja hömlur
á atvinnufrelsi manna,“ sagði Páll
Axel Halldórsson.
^1814^
HUTSCHENREUTHER
©
DE PARIS
MAXIM’S
sameinar snilld listamannsins PIERRE CARDIN
og handbragð HUTSCHENREUTHER,
sem er eitt af virtustu framleiðendum postulíns í veröldinni.
MAXIM'S
hefur hlotið alþjóða lof fyrir frábæra hönpun
og einstaka framleiðslu.
Þess vegna hefur SILFURBÚÐIN
valið MAXIM'S frá HUTSCHENREUTHER
sem postulín fyrir þá vandlátu.
SILFURBUÐIN
LAUGAVEG 55 SÍMI 11066