Morgunblaðið - 21.05.1986, Síða 66
66
MORGUNBLAÐIÐ, MIÐVIKUDAGUR 21. MAÍ1986
MorgunbhM/V«Mhnr Krtstiiimon
Hart var barist í flestum greinum kappreiða og hér koma hnífjöfn í mark í 350 metra stökki frá hœgri
talið Spóla, knapi Erlingur Erlingsson, Úi, knapi Jón Ólafur Jóhannesson, Lótus, knapi Róbert Jónsson,
og Tvistur, knapi Anna Dóra Markúsdóttir.
Hvítasunnumót Fáks:
Glæstir gæðingar
oggóðirtímar
Sigurvegari i yngri flokki unglinga, Róbert Pedersen, á hinum
glæsUega Stelk frá Traðarholti, við hlið hans stendur formaður
Fáks, Birgir Gunnarsson.
Sölvi frá Glæsibæ vann það einstæða afrek að vinna farandbikar
þann sem veittur er efsta hesti i B-flokki gæðinga tíl eignar, knapi
er Gunnar Amarsson.
Að sitja í þægUegri áhorfenda-
brekku, rýóta veðurblíðunnar um
leið og fylgst er með keppni
giæstra gæðinga og getumikilla
kappreiðahross er einn af há-
punktum hestamennskunnar. Á
Hvftasunnumóti Fáks »»m helgina
þjálpaðist allt að til að gera
þennan árlega viðburð eftir-
minnUegri en fyrri mót félagsins.
Mótið hófst á fimmtudagskvöld
með dómum á B-flokksgæðing-
um, síðan var haldið áfram föstu-
dagskvöld með dómum í
A-flokki. Á laugardag spreyttu
unglingarnir sig og haldin var
töltkeppni. Síðast á dagskrá
laugardagsins voru svo undan-
rásir í stökkgreinum og báðir
sprettir í 300 metra brokki og
150 metra skeiði. Á mánudag
annan i hvítasunnu var svo há-
punktur mótsins með úrslitum í
gæðingakeppni, verðlaunaaf-
hendingu og úrslitum í kappreið-
um.
Islandsmet öllum
áóvart
Heldur var meira lagt í þetta
mót en fyrri mót félagsins og má
þar nefna að nú var boðið upp á
úrslit í gæðingakeppni, keppni
unglinga og töltkeppni. Veðurguð-
imir gengu að þessu sinni í lið með
Fáksmönnum eftir að hafa sýnt
þeim fálæti á undanfomum ámm
þegar þessi mót hafa verið haldin.
En af mörgu góðu sem þama gerð-
ist ber hæst nýtt íslandsmet Leists
Fulitrúar Fáks i A-flokki gæðinga á landsmótinu i sumar frá hægri talið, sigurvegarinn Sókron og
Hreggviður, Heljar og Albert, Ljúfur og Ragnar, Smári og Hafliði, Gormur og Sigurbjörn, Djákni og
Ragnar og Glanni Ómar og Kristján.
frá Keldudal í 250 metra skeiði sem
bætti núgildandi íslandsmet um eitt
sekúndubrot. Átti enginn von á að
þetta myndi gerast því mjög fátítt
er að íslandsmet séu bætt í upphafi
keppnistímabilsins. Knapi á Leist
var nú sem áður Sigurbjöm Bárðar-
son sem nú er að hefja sitt 20.
keppnistímabil í kappreiðum. Er
það óneitanlega skemmtilegt fyrir
Sigurbjöm að ná þessum góða
árangri á þessum tímamótum.
Fimm_ hross náðu tíma undir 23,0
sek. í öðrum greinum kappreiða
náðist einnig góður tími og má þar
nefna árangur Neista frá Hraunbæ
í 300 metra brokki 32,6 sek. Ekki
er ósennilegt að Neisti eigi eftir að
gera harða hrfð að íslandsmeti
Fengs frá Ysta-Hvammi sem er
31,0 sek. í 350 metra stökki sigraði
Spóla frá Máskeldu á 24,3 sek. en
hún mætir nú leiks eftir árs frí
vegna folaldseignar og í 250 metra
stökki sigraði óþekkt hiyssa, Gas-
ella, á 17,9 sek. sem er ekki amaleg
byijun hjá ungu hrossi. Reyndar
hljóp önnur óþekkt hiyssa, Þota, á
sama tfma en var dæmd sjónarmun
á eftir.
Sölvi vann bikarinn
til eignar
Jafnframt því sem þama var
keppt um hin venjulegu verðlaun í
gæðinga- og unglingakeppni var
þetta úrtak Fáks fyrir Landsmótið
f sumar en Fákur sendir 7 hesta í
hveijum flokki. Auk þess voru vald-
ir þrír varahestar fyrir hvem flokk.
Hleypti þetta meiri spennu í keppn-
ina og hefúr vafalaust ýtt undir
þátttöku. í B-flokk voru 54 skráðir
til leiks, 43 í A-flokki, 24 í yngri
flokk unglinga og 18 í eldri flokk.
Mæddi mkið á dómumm í gæðinga-
keppninni og mátti t.d. ekki tæpara
standa með að tækist að ljúka dóm-
um f B-flokki gæðinga fyrir myrkur.
Þrátt fyrir mikið álag á dómumm
í forkeppninni kom ekki fram í
umræðum manna eftir að dómum
lauk að misræmi hafi verið mikið.
Hinsvegar töldu margir sem með
fylgdust að einn dómari hafi sýnt
áberandi hlutdrægni í dómum á
B-flokksgæðingum. Ljótt er ef satt
er.
Það verður að teljast góður
árangur að vinna bikar til eignar í
gæðingakeppni hjá Fáki þar sem
keppnin er jafii hörð og raun ber
vitni um. En þessum ágæta árangri
náði Sölvi frá Glæsibæ sem nú
sigraði í þriðja skiptið í röð. Knapi
á Sölva var nú sem áður Gunnar
Amarsson. í A-flokki sigraði svo
Sókron frá Sunnuhvoli en knapi á
honum var Hreggviður Eyvindsson.
Báðir þessir hestar vom einnig
efstir eftir forkeppnina og héldu
þeir sfnum sætum í úrslitunum.
Smávægilegar breytingar urðu á
röð þeirra sjö hesta sem vom í úr-
slitum í báðum flokkum.
í unglingaflokkunum var keppni
einnig jöfn og skemmtileg. Var
óneitanlega ánægjulegt að sjá
hversu margir fylgdust með úrsiit-
um unglinganna og var það athygli
sem þeir svo sannarlega verðskuld-
uð. Sérstaka athygli vakti sigurveg-
arinn í yngri flokki Róbert Petersen
sem keppti á stórglæsilegum hesti,
Stelk frá Traðarholti.
Framkvæmd til
fyrirmyndar
Það er einkum tvennt sem gerir
útslagið með það hvort vel tekst til
með mótahald eður ei. Annarsvegar
er það veðrið og hinsvegar fram-
kvæmd mótsins. Bæði þessi atriði
vom í góðu lagi enda á þetta mót
vafalaust eftir að ylja mörgum í
endurminningunni. Innan Fáks er
til urmull af góðum starfsmönnum
með mikla rejmslu að baki. Gekk
allt vel fyrir sig og var dagskráinni
á síðasta degi mótsins t.d. lokið
rúmlega fimm. Um aðstöðuna á
Víðivöllum þarf ekki að fara mörg-
um orðum því hún er í einu orði
sagt frábær.
En hér fara að síðustu úrslit í
öllum greinum mótsins. í gæðinga-
og unglingaflokki fara eins ogáður
sagði sjö hestar í hveijum flokki
en auk þeirra fylgja með þrír vara-
hestar fyrir hvem flokk. Einkunnir
eru úr forkeppni.