Morgunblaðið - 11.06.1986, Page 15

Morgunblaðið - 11.06.1986, Page 15
MORGUNBLAÐIÐ, MIÐVIKUDAGUR11. JÚNÍ 1986 15 Sumarást, 1974. KARL KVARAN Gult form, 1978. Framlag Lástasafns íslands til Listahátíðar 1986 er yfírlits- sýning á verkum hins þekkta málara Karls Kvaran. Þarna er á ferð merk sýning, sem beðið hefur verið með eftir- væntingu, einkum og sér í lagi af þeim, sem gert hafa sér grein fyrir gildi þeirra verka, er Karl Kvaran hefur sýnt á undan- fömum áratugum og unnið af mikilli kostgæfni og þeirri elju, sem honum er lagin. Það er löngu vitað mál, að Karl Kvar- an hefur lagt íslenzkri myndlist skerf, sem er bæði einstæður og merkilegur. Hann hefur til- einkað sér mjög öguð vinnu- brögð, og stundum hefur mönn- um jafnvel þótt nóg um, hve þröngan stakk hann hefur snið- ið verksviði sínu. En þegar slík- ur dómur er felldur, verður að taka með í reikninginn, að ekkert, sem gildi hefur, fæst nema með þrautseigju og per- sónulegri fóm í baráttu við fleti, línur og form. Það er til lítils að fíkta þar við hlutina og narta í tízkustefnur, hveiju nafni sem nefnast. Vinna og aftur vinna, ögun og endur- skoðun á eigin hug og getu er það eina, sem getur skapað það öryggi og framkallað þau við- brögð, sem orsaka gott og gilt listaverk. Þetta kemur skýrt fram á sýningu Karls, sem er vitni um fjörtíu ára vinnubrögð hjá listamanni, sem hefur flýtt sér hægt, en náð settu marki, ef svo mætti að orði kveða. Hér á ég auðvitað við þann mikla árangur sem við blasir á yfírlitssýningunni í sölum Listasafns Islands um þessar mundir. Á seinustu þrem eða fjórum áratugum hef ég hvað eftir annað ritað um list Karls Kvar- an hér í blaðið og fátt fundið verkum hans til foráttu. Auð- vitað eru þau nokkuð misjöfn á köflum, en Karl hefur verið staðfastur í trúnni og haldið sig við fmmkraft málverksins. Það er formið, línan og liturinn, sem öllu ráða í verkum hans, hvort heldur hann vinnur klippmyndir eða vinnur í gouache eða olíu. í mörg ár snerti Karl vart annað efni en gouache liti og náði feikna árangri á því sviði, síðan skipti hann yfír í olíumál- verk og kom þá greinilega í ljós, hvað hann hafði lært af fyrri myndgerð. Allt var hnitmiðað og úthugsað á mjmdfletinum. Strangleiki og einfaldleiki sátu í fyrirrúmi. Myndbyggingin varð með hveiju ári heillegri og sterkari, öll smáatriði út- þurrkuð, en hið þrönga við- fangsefni endurtekið í sífellu, þar til möguleikamir voru tæmdir og eftir stóð óaðfínnan- legt verk. Takmarkið í listsköp- un Karls Kvaran er aðeins eitt, fullkomnun, og með einbeitni og óhemju þreki hefur hann haldið sínu striki allt fram á þessa stund. Það hefur nokkuð verið farið niður í saumana á þessari sýningu á öðrum vett- vangi, og hef ég engu þar við að bæta, en það má gjaman minnast á þá einstæðu listrænu upplifun, sem ljómar af þessum verkum. Enginn sá, sem er móttækilegur fyrir myndlist á annað borð, getur komizt hjá því að verða fyrir áhrifum af verkum Karls Kvaran. Þau eru auðvitað mjög persónubundin, og hæfír hveijum og einum sitt sjónarsvið. Enginn gagnrýn- andi getur leiðbeint öðrum í því efni. Þessi yfírlitssýning á verkum Karls Kvaran er stórkostlegur listrænn viðburður hér í borg, og sómir sér vel á sama tíma og verk eftir meistarann Pic- asso eru sýnd í fyrsta skipti hér á landi að Kjarvalsstöðum, en fólk athugi, hve gerólíkir listamenn eru hér á ferð. Það er raunar önnur saga, sem ekki verður rakin hér. Sá, er þessar línur ritar, hefur fylgzt með framvindu listar Karls Kvaran í áratugi eins og áður er vikið. Það er því lítil nýjung fyrir mig að sjá sum þeirra verka, sem nú eru í Listasafni íslands, en að sjá þeim saman safnað á einn stað er mér mikil upplifun og verður vonandi flestum gestum sýningarinnar. Ég vil að lokum þakka Lista- safni íslands fyrir þetta merki- lega framlag, og einnig vil ég vekja athygli á sérlega vandaðri og fallegri sýningarskrá, en Bera Nordal á mestan heiður af því verki. Það hefur borið nokkuð á aðfínnslum við Lista- safn íslands að undanfömu í pressunni hjá okkur, en nú er sannarlega tími til kominn að bera mikið lof á þetta ágæta safn okkar allra. Jafnréttisráð 10 ára JAFNRÉTTISRÁÐ er 10 ára um þessar mundir, en helsta verk- efni þess er að sjá til þess að ákvæðum laganna um jafnrétti kynjanna sé framfylgt auk þess að vera stefnumótandi aðiii í þeim efnum, Ráðið hefur einnig það hlutverk að vera ráðgefandi gagnvart stjómvöldum og stuðla að góðri samvinnu samtaka at- vinnurekenda og launafólks. í könnun sem Hagvangur gerði nýlega fyrir Jafnréttisráð á þekk- Aðalfundur Múrarameist- arafélags- Reykjavíkur Á aðalfundi Múrarameistarafé- lags Reykjavíkur urðu stjómar- skipti og var Friðrik Andrésson kjörinn formaður. í frétt frá félaginu segir að frá- farandi formaður, Þórður Þórðar- son, hafí ekki gefíð kost á sér til endurkjörs og hafí honum verið þökkuð störf hans í þágu félagsins. Á fundinum kom fram ánægja með afkomu félagsins. Auk Friðriks munu eftirfaldir skipa stjóm félags- ins: Bjöm Kristjánsson, varafor- maður, Páll Þorsteinsson, ritari, Viðar Guðmundsson, gjaldkeri, Einar Einarsson, meðstjómandi. I varastjóm vom kosnir Þórarinn Hrólfsson, Gylfí Ó. Héðinsson og Guðjón Þorvaldsson. BÍLDSHÖFÐA 16 SÍMI:672444 Sleypu- hrœrivékir Fyrir flestar geröir dráttarvéla. 3501., - henta vel fyrir bændur og smærri verktaka. UMBOÐS- OGHE1LDVERSLUN Sis&zsmzsr Fróðleikur og skemmtun fyrir háa sem lága! ^^terkurog k-/ hagkvæmur auglýsingamiðill! ingu almennings á ráðinu kom í ljós að einungis um helmingur að- spurðra vissi hvert hlutverk Jafn- réttisráðs væri. Fjórðungur vissi að ráðið væri opinber aðili og helming- ur að reynslan af starfí ráðsins væri góð. Einungis 6,5% töldu að svo væri ekki. Undanfarið hefur Jafnréttisráð einbeitt sér að könnunum og er nú á döfinni að vinna úr úrslitum nýaf- staðinna sveitastjómarkosninga með tilliti til kynja, kosningaþátt- töku o.fl., einnig er ráðgert að halda ráðstefnu í haust um stefnumörkun í jafnréttismálum fram til ársins 2000. Núverandi framkvæmdastjóri Jafnréttisráðs er Elín Pálsdóttir Flygenring, lögfræðingur, en aðrir starfsmenn ráðsins em þau Ingi- björg Jóhannsdóttir, fulltrúi og 01- afur Jónsson, þjóðfélagsfræðingur. Ráðið hefur opna skrifstofu að Laugavegi 116 og síminn þar er 27420. OC ALFA-LAVAL VARMA SKIIMAK LANDSSMIÐJAN vekur athygli a ALFA-LAVAL varmaskiptum til notkun- ar viö upphitun á vatni til neyslu og fyrir mióstööv- arkerfi. ALFA-LAVAL er sænsk gæóavara. Um þaö eru allir sammála sem reynt hafa. Helstu kosti ALFA-LAVAL varmaskipta teljum við vera: X Þeireruvirkirogeinfaldir X Plöturnar úr ryðfriu stáli sem tærast ekki við öll venjulog skilyrði X Hreinsun auðveld X Þrýstiþol mikió X Breytingarauðveldar X Þeirtaka lltið pláss X Nýtingin mjög góð LANDSSMIÐJAN hefur einkaumboð fyrir ALFA- LAVAL a Islandi. og get- ur vottað um aó áratuga löng reynsla á hitaveitu- svæðum um allt land hefur sannað ágæti þessara varmaskipta. Viö veitum allar tækni- legar upplýsingar, svo og hvers konar upplýs- ingar aörar um ALFA- LAVAL varmaskiptana. LANDSSMIÐJAN HF. SÍMI (91) 20680 VERSLUN ÁRMÚLA 23 SIMI 91-688880

x

Morgunblaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.