Morgunblaðið - 11.06.1986, Page 27

Morgunblaðið - 11.06.1986, Page 27
ftxöi ÍHtn. f 1 flUDAflUSIVfllM .(tftfAja^iínMOM MORGUNBLAÐIÐ, MIÐVIKUDAGUR11. JÚNÍ 1986 27 New York Times: Nýjasta plata Arna Egilssonar valin jassplata vikunnar NÝLEGA kom út í Bandaríkjun- um hljómplata með bassaleikar- anum Arna Egilssyni, „Fantastic Voyage“. Óhætt er að segja að viðtökurnar vestra hafi verið góðar, m.a. valdi stórblaðið New York Times hana jassplötu vik- unnar 23. maí sl. Ámi gat sér fyrst frægðar sem klassískur bassaleikari og hefur komið fram í Englandi, Sviss, Þýskalandi, írlandi og Bandaríkjun- um. Það var í lok sjöunda áratugar- ins sem Ámi kom til Bandaríkjanna fyrir tilstuðlan sir Johns Barbiorolli og kom þar m.a. fram með André Previn og gat sér þá þegar mjög gott orð sem bassaleikari. Fyrsta plata hans, „Bassus Erectus", fékk ágæta dóma og var meðal annars á lista Billboard yfir jassplötur sem mælt var með. Upp á síðkastið hefur Ámi verið búsettur í Los Angeles en þar er hann mjög eftirsóttur sem hljóð- færaleikari, m.a. við upptökur á kvikmyndatónlist. Nýja plata Áma Árni Egilsson er gefin út af útgáfufýrirtæki í Los Angeles, Amaeus Music. Á plötunni leikur bassaleikarinn Ray Brown með Áma og rætist þar ævilangur draumur Áma, en Brown hefur ávallt verið í miklum metum hjá honum. Stýrimannafélag íslands: Gagnrýnir setningu bráðabirgðalaga Á aðalfundi Stýrimannafélags Islands var samþykkt gagnrýni á setningu bráðabirgðalaga til að binda enda á verkfall Skip- stjórafélags íslands og Sjó- mannafélags Reykjavíkur. Fund- urinn samþykkti einnig að hvetja til þess að skip, sem stunda reglu- bundnar siglingar til og frá landinu, verði í eigu íslendinga og mönnuð íslendingum. í frétt frá félaginu kemur fram að fundarmenn hafí litið á lagasetn- inguna sem sönnun þess að laun- þegar búi við skertan samningsrétt vegna þess að atvinnurekendur geti treyst á íhlutun stjómvalda í vinnu- deilum. Enn fremur mótmælti fund- urinn því sjónarmiði sem fram hefur komið, að það samrýmist ekki lög- um um landhelgisgæslu að starfs- menn Landhelgisgæslunnar taki þátt í starfí stéttarfélaga. Á fundin- um kom fram að á árinu 1985 hafí 6 farskip verið seld úr landi en 2 keypt til landsins og að þeir flutn- ingar, sem þessi skip hafi annast, séu nú að mestu í höndum erlendra leiguskipa með erlendum áhöfnum. Göngubrúin á Krossá. Settir voru upp brúarbitar um helgina og einungis eftir að ljúka við brúar- gólfíð. Unnið að uppsetningu útigrills. Grillið er mjög stórt og geta margir grillað I einu. Nýtt salemishús rís af granni í stað þess sem brann 30. mai sl. Ferðafélagið býður upp á bætta aðstöðu í Þórsmörk RÚMLEGA 40 manns unnu í sjálfboðavinnu á vegum Ferða- félags íslands í Þórsmörk um síðustu helgi. Meginverkefni hópsins voru þrjú: Göngubrú yfir Krossá, göngustígagerð og smíði saleraishúss í stað þess er brann 30. maí sl. Einnig tóku nokkrir sérfræð- ingar sig til og hlóðu útigrill skammt frá sæluhúsinu. Lengi hefur verið þörf á slíkri aðstöðu þar sem oft hefur reynst erfítt að halda uppi eftirliti með því fólki sem grillar átjaldstæðunum. Gert er ráð fyrir því að þessum framkvæmdum í Langadal ljúki um næstu helgi og geta þá sumar- leyfísgestir nýtt sér þessa bættu aðstöðu sem Ferðafélagið býður upp á í Þórsmörk. GOÐAR FRETTIR: < I Óvænt aukasending af Volvo 1986. SUÐURLANDSBRAUT 16 — SÍMI 35200 Enn áttu kost á nýjum Volvo 1986. Okkur hjá Velti tókst að útvega nokkra Volvobíla af öllum gerðum. Þú átt sem sagt enn kost á nýjum Volvo á ótrúlegu verði. Hafðu strax samband við okkur í Volvosalnum. VOL VOSUMAR ER GOTT SUMAR.

x

Morgunblaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.