Morgunblaðið - 11.06.1986, Side 54

Morgunblaðið - 11.06.1986, Side 54
3HGI ItrffH.I I flUOAfníWVrífM ÖtÖAJðHIÍÓWrfM MORGUNBLAÐIÐ, MIÐVIKUDAGUR11. JÚNÍ1986 fclk f fréttum Hóffý og Hófi, glaðar á góðri stund. Morgunbiaðíð/JÁS Hófí og Hóffý í hófi Frá Jóni Ásgeiri Sigurðssyni, fréttarit- ara Morgunblaðsins f Bandarilgunum. Um þessar mundir er Hólm- fríður Karlsdóttir frægust íslenskra kvenna innan lands sem utan. Hún var nýlega á ferð í Bandaríkjunum þeirra erinda að ljá góðum málstað lið, til dæmis fískútflutningi íslendinga. Svo sem siður er um þekkt og vinsælt fólk, var Hófí boðið á mannmót af ýmsu tagi, þar á meðal 75 ára afmæli American Scandinavian Foundation (ASF), sem haldið var á Park Plaza- hótelinu í New York í mars síðast- liðnum. Þar urðu fagnaðarfundir með þeim náfrænkum Hólmfríði og Hólmfríði, en þær eru systra- dætur. Hófí fegurðardrotting er Karlsdóttir en Hóffý, hin fagra, er Steingrímsdóttir og býr í New York ásamt eiginmanni og böm- um. ASF er amerísk-norræn stofn- un, sem reiðir sig einkum á, fjár- framlög einstaklinga og hefur frá fyrstu tíð reynt að efia menning- ar- og menntatengsl Norðurlanda og Bandarílqanna meðal annars með fjárstuðningi við gagnkvæm- ar heimsóknir námsmanna. A ár- unum 1982—1984 gekkst ASF fyrir rúmlega 400 listsýningum, leiksýningum og annarri kynn- ingu á norrænni list í Bandaríkj- unum. Islendingar hafa notið góðs af velvild ASF, sem lét 325.000 dollara renna til hjálparstarfs Rauða krossins vegna eldsum- brotanna í Vestmannaeyjum árið 1973. Stórstirnið Whoopie Goldberg rátt fyrir að Whoopie Goldberg hafí ekki hreppt Óskarsverð- laun fyrir frumraun sína á hvita tjaldinu, leik sinn í kvikmyndinni „The Color Purple", hefur myndin eigi að síður opnað henni nýjan heim, veröld fulla frægðar og frama. Eftir frábæra frammistöðu sína í þessari Spielberg-mynd rignir tilboðum yfir hana og hefur hún nú þegar samþykkt tvö þeirra. Annarsvegar hefur hún þegið hlut- verk í myndinni „Burglar" og hins- vegar fallist á að leika á móti John Travolta í „Public Enemy“, þar sem hún mun bregða sér í líki lögreglu- konu. Hin 35 ára gamla Goldberg er þó enginn nýgræðingur á leiklistar- brautinni. Hún hefur frá 8 ára aldri farið með fjölda aukahlutverka í leikhúsum vestan hafs, án þess að hafa nokkum tíma vakið neina sér- staka athygli. Til dæmis eru ekki nema tvö ár síðan Whoopie hætti að þiggja styrki frá hinu opinbera til að geta framfleytt sjálfri sér og dóttur sinni Alexandreu — var á bænum, eins og sagt er. Dótturina „Ég nýt frægðarinnar fram í fingurgóma,“ segir Whoopie Goldberg. átti hún með fyrrverandi eigin- manni sínum, sem starfar sem sér- fræðingur um fíkniefnamál. Um þessa skyndilegu velgengni sína segir Goldberg í fullri einlægni: „Frægðin er enn svo ný fyrir mér, að ég nýt þess fram í fíngurgóma að keyra um í fínum bílum og gefa eiginhandaráritanir á báða bóga.“ — Og skyldi engan undra, því leið hennar á toppinn hefur verið bæði löng og ströng. Katia Ricciarelli söngkona Arið 1986 mun verða sópran- söngkonunni Katiu Ricciarelli minnisstætt fyrir margra hluta sakir. Auk þess sem hún mun syngja hér á íslandi á Listahátíð nk. föstudag gekk hún í hjónaband fyrr á þessu ári. Sá lukkulegi heitir Pippo Baudo og er mjög þekktur í heimalandi sínu, Italíu, fyrir sjón- varpsþáttagerð. Hjónavígslan fór fram í heimabæ brúðgumans, Milit- ello á Sikiley, og voru víst bæjar- búar, allir sem einn, viðstaddir athöfnina. Eftir brúðkaupið stungu hin nýbökuðu hjón síðan af, í brúð- kaupsferð til Sovétríkjanna. Katia Ricciarelli ásamt eiginmanni sínum, Pippo Baudo. Myndin var tekin á sjálfan brúðkaupsdaginn, þann 18. janúar. Hugmyndaflug og áræðni er nokkuð, sem hún Troy Beyer hefur nóg af. Ung kona á uppleið Hugur ræður hálfum sigri, stendur einhvers staðar skrifað — og nýjasta dæmið því til sönnunar er uppátæki hinnar 21 árs gömlu Troy Beyer. Eftir að hafa gengið með þann draum í maganum frá blautu bamsbeini að verða leikkona, fékk Troy lítið hlutverk fyrir ári í „Knots Landing". Aður hafði hún að vísu komið fram í auglýsingum, en þetta hiutverk gerði Troy það endanlega ljóst að ekki varð aftur snúið, hún varð að fá starf sem alvöru leikkona. Hún brá því á það ráð að skrifa framleiðendum Dynasty-þáttanna bréf, þar sem hún fór fram á að fá að leika \ í I / I dóttur Diahann Carrol í þáttun- um. Það skipti hana engu máli þó Carroll ætti, samkvæmt hand- ritinu, engin böm — því var auð- veldlega hægt að bjarga fyrir hom. Reyndar hafði Esther Shap- iro, öðrum framleiðanda þáttanna, dottið sá skemmtilegi skandall í hug að láta dóttur Carroll, sem enginn hefði vitað um, koma skyndilega fram á sjónarsviðið. Og hápunkturinn á hneykslinu átti að vera hinn hvíti hörundslitur föðurins, en Diahann Carroll er nefnilega dökk á brún og brá. Það skipti því engum togum — Troy var drifín í prufuupptöku og ráðin með það sama. Troy ætti heldur ekki að vera í neinum vandræðum með að túlka þetta hlutverk, þvi móðir hennar er svört en faðirinn hvítur, svo vandamál kynblend- ingaþekkirhún vel. „Eg er í rauninni afskaplega þijósk," viðurkennir Troy, „ef mig langar í eitthvað, þá hætti ég ekki fyrr en ég fæ það“. Þijóskan, sem venjulega telst þó til lasta, hefur í þessu tiifelli. margborgað sig, því nú hefur Troy skrifað undir fímm ára samning við fyrir- tækið auk þess sem hún fær 5.000 dollara í laun fyrir hvem þátt af Dynasty, sem hún leikur í. Ævi- saga Troy er hinsvegar í stuttu máli sú, að foreldrar hennar skildu er hún var tveggja ára gömul. Hún ólst upp hjá móður sinni til tólf ára aldurs og létti undir með henni með því að koma fram í auglýsingum. Síðan flutti hún til föður síns, sem búsettur er í Idaho, gekk þar í menntaskóla sem eini svarti nemandinn í skól- anum og mátti því una því að vera kölluð „litli súkkulaðimol- inn“. Eina svarið sem hún kunni við viðumefninu var að leggja allan sinn metnað í námið — standa sig betur en hin hvítu bekkjarsystkini. Það tókst — hún dúxaði og fékk styrk til áfram- haldandi náms. Ekki nýtti hún sér þau forréttindi heldur sneri sér á ný að auglýsingum, auk þess sem hún reyndi fyrir sér í leiklistinni, með fyrrgreindum afleiðingum. Hún segist alsæl með lífíð, hefur nýlega fest kaup á einstaklings- íbúð í Hollywood, og virðist með- vituð um hæfileika sína, sem og hættumar sem í Hollywood leyn- ast. „Ég er vel á varðbergi," segir hún „Hollywood hefur enn ekki brennt mig — og mun ekki fá að meiða mig á nokkum hátt.“

x

Morgunblaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.