Morgunblaðið - 25.06.1986, Qupperneq 2

Morgunblaðið - 25.06.1986, Qupperneq 2
2_____________ Iðnaðarbankinn MORGUNBLAÐIÐ, MIDVIKUDAGUR 25. JÚNÍ1986 Tilraun með nýja afgreiðsluhætti Þorbjörg Jónsdóttir aðstoðarmarkaðsstjóri Iðnaðarbankans og Jón Þórisson markaðsfulltrúi standa hér við skilti, þar sem viðskiptavinir eru beðnir um að standa í biðröð. Deila Flugleiða við flugafgreiðslufólk: „Ekki ánægður með þessa töf undanfarnar vikur“ — segir Magnús L. Sveinsson, VR NÆSTI fundur i launadeilu Flugleiða og Verslunarmannafélags Reykjavíkur fyrir hönd flugafgreiðslufólks verður á föstudag. Að sögn Magnúsar L. Sveinssonar formanns VR hefur ekkert gerst i viðræðunum síðan um miðjan febrúar. „VR samþykkti beiðni Flug- leiða um að fresta viðræðunum fram yfir samninga félagsins við flugmenn og flugfreyjur. En ég er ekki ánægður með þessa töf undanfarnar vikur.“ Sagði Magnús að starfsmannastjóri flugfélags- ins hefði dvalið erlendis og hefðu engar efnislegar viðræður verið um samningana í fjarveru hans. IÐNAÐARBANKINN er um þessar mundir að gera tilraun til að skapa biðraðamenningu i afgreiðslu sinni við Lækjargötu. Tilraun þessi hófst síðastliðinn mánudag, og lýsir sér í því, að viðskiptavinir standa í biðröð á gólfi afgreiðslusalarins og bíða þar til einhver gjaldkeranna losnar. Með þessu móti er aðeins einn viðskipta- vinur í senn hjá gjaldkera, meðan aðrir bíða í biðröð. Þessi afgreiðsluháttur hefur að sögn Þorbjargar Jónsdóttur aðstoð- armarkaðsstjóra tvo kosti í för með sér; í fyrsta lagi þann, að viðskipta- vinir losna við hugsanleg óþægindi af því að aðrir viðskiptavinir geti í raun fylgst með viðskiptum þeirra við bankann og í öðru lagi greiðir þetta fyrir því, að viðskiptavinir fái allir jafn hraða afgreiðslu. Tildrög þessa afgreiðsluháttar eru þau, að starfsmenn bankans töldu sig verða vara við óánægju viðskiptavina með það að geta ekki gert sín viðskipti við bankann í einrúmi; þetta hefði m.a. komið fram í stóraukinni notkun tölvu- bankans þrátt fyrir það að þjónusta hans væri ekki eins persónuleg og í sjálfu útibúinu. Hvarfið í Noregi: Leitinni hætt Leitinni að íslensku stúlkunni sem hvarf í Noregi var hætt á mánudaginn. Ekkert hefur fund- ist, þrátt fyrir mikla leit, sem getur gefið vísbendingar um afdrif hennar. Einstaklingar munu þó halda áfram að svipast um eftir henni. Lögregla hefur enga hugmynd um hvað af stúlkunni varð en ekkert bendir til að hún hafi orðið fómar- lamb afbrotamanna. Að sögn Þorbjargar hefur þessi háttur mælst mjög vel fyrir meðal viðskiptavina fram að þessu og þeir fúslega staðið í biðröð. Þessi tilraun á að standa í a.m.k. hálfan mánuð, og gefíst hún vel, mun slíkt af- greiðslukerfi verða tekið upp, þegar afgreiðslusalurinn verður endur- skipulagður, en innan tíðar mun verða byggt við núverandi húsnæði bankans, þar sem bætast munu við rúmlega 130 fermetrar við af- greiðsluhúsnæði. Rannsókn á máli Guðmundar J.: Rannsókn flýtt sem kostur er „ÞAÐ ER miðað að því að ljúka rannsókn fljótlega,“ sagði Þórir Oddsson, vava- rannsóknarlögreglustjóri, þegar hann var inntur eftir gangi rannsóknar á máli Guðmundar J. Guðmundsson- ar. Þórir kvað Guðmund hafa gefið skýrslu fyrir helgi og hefði þá áður verið búið að yfirheyra fýrram forstjóra Hafskips og fyrrum stjómarformann félags- ins. Sagði Þórir að nú væri unnið að gagnaöflun, en ekki hefðu fleiri verið kallaðir til yfir- heyrslu, eftir að Guðmundur gaf skýrslu sína. Stefnt væri að því að rannsókn lyki sem allra fyrst, en ekki gat Þórir sagt til um hvort niðurstöðu væri að vænta nú í vikunni. Magnús sagði að samningar fé- lagsins við flugliða myndu án efa hafa mikil áhrif á viðræðumar. „Þar var að sjálfsögðu farið langt út fyrir þann ramma sem samið var um í vetur. Vinnuveitendur gefa þá ástæðu að samningurinn sé til- kominn vegna aukins vinnuhagræð- is. En við bendum á að undanfarið hefur verið brotið blað í hagræðingu hjá skrifstofu- og afgreiðslufólki t.d. með tilkomu tölvunnar. Það er ástæða til að fagna því að vinnuveit- endur skuli viðurkenna þetta atriði og ég vona að tekið verði tillit til þess í samningum okkar.“ Magnús vildi ekki spá um niðurstöðu samn- inganna, sagðist aðeins vera bjart- sýnn. Meginkröfur flugafgreiðslufólks- ins era að fá aukið vaktaálag. Er þar tekið mið af samningum við hlaðmenn og flugvirkja sem búa við mun betri launakjör. „Þetta fólk vinnur hlið við hlið og ætti að búa við sömu kjör“ sagði Magnús. „Raunar hefur það dregist allt of lengi að fá leiðréttingu á vaktaálag- inu. Við höfum ýtt vandanum á undan okkur síðan 1980, þótt vinnuveitendur jafnt sem verkalýðs- félög viðurkenni að það er löngu tímabært að gera eitthvað í mál- inu.“ Formaður útvarpsráðs svarar ummælum varafréttastjóranna: „Ályktun ráðsins fjallar um ffrundvallaratriði ‘ ‘ — segir Inga Jóna Þórðardóttir „ÞAU UMMÆLI Kára Jónassonar, að útvarpsráð hafi ekki hirt um að afla sér upplýsinga um fréttaflutning af málefnum Guð- mundar J. Guðmundssonar eru röng. Að sjálfsögðu hafði útvarps- ráð öll tiltæk gögn undir höndum þegar fjallað var um málið á föstudag, þar á meðal hljóðupptökur af fréttatímum, ljósrit af fréttaskeytum og fleira. Ég veit ekki betur en að Kári hafi aðstoð- að við að safna þessum gögnum saman,“ sagði Inga Jóna Þórðar- dóttir formaður útvarpsráðs þegar ummæli þeirra Páls Magnús- sonar og Kára Jónassonar, varafréttastjóra sjónvarps og hljóð- varps, í blaðinu í gær voru borin undir hana. Inga sagði að það væri misskilningur Páls og Kára að útvarpsráð ætlaði sér að gagnrýna að fluttar hefðu verið fréttir af málinu, heldur hvemig þær voru fram settar. „Alyktun okkar fjallar um grundvallarat- riði en ekki einstök smáatriði. Mér sýnist að þeir skilji þetta ekki.“ Inga sagði að útvarpsráð hefði margsinnis gagnrýnt fréttaflutn- ing ríkisfjölmiðlanna að undan- fömu. Ályktun ráðsins kæmi í beinu framhaldi af þeirri umræðu. „Við teljum brýnt að menn gæti sín betur í fréttaflutningi. Það hafa margir út á fréttareglur út- varpsins að setja. Þó þær séu komnar nokkuð til ára sinna, eru þær enn í fullu gildi og á meðan svo er ber mönnum skylda til að fara eftir þeim." Inga sagði að mál Guðmundar hefði vissulega verið frétt, en útvarpsráði hefði alls ekki líkað hvemig hún var sett fram. „Ég legg áherslu á að ábyrgur Qölmiðill verður að sann- reyna fréttir áður en þær era birtar. Menn verða eftir fremsta megni að leggja mat á hvað stenst. Fréttastofumar fóra hins vegar af stað eftir að ýmsu hafði verið haldið fram í erlendum fréttaskeytum, sem byggt var á framburði manna í lokuðu gæslu- varðhaldi. Hvemig er hægt að fá staðfestingu á því?“ spurði Inga. Vildi hún lílqa umfjölluninni við slúður, sem væri síst til þess fallið að auka traust almennings á fréttastofunum. „Slúður er engu betra þó það birtist í erlendum fréttaskeytum." Inga sagðist hafa lagt fram fyrirspum til útvarps- stjóra hvort það samrýmdist starfsháttum útvarpsins að frétta- maður þess væri jafnframt frétta- ritari Reuters. í þessu tilfelli hefði viðkomandi sent út fregnir sem Inga Jóna Þórðardóttir hann notaði aftur sem heimildir þegar þær komu til baka á fjarrit- anum. Haft var eftir Páli Magnússyni í blaðinu í gær að viðtöl sjón- varpsins við Guðmund hafí verið hvöss og ákveðin eins og sæmdi óhlutdrægri fréttastofu. Inga sagðist hafa ýmislegt út á viðtalið við Guðmund að setja sem birt var í seinni fréttum sjónvarpsins 16. júní sl. „í fyrsta lagi er það mjög óvenjulegt að viðtali sé skotið inn í seinni fréttir, gerist í rauninni aðeins ef eitthvað stór- kostlegt er á seyði. Mér fannst viðtalið hafa öll einkenni yfir- heyrslu. Ágengnin var of mikil, raunar langt umfram það sem eðlilegt er til að uppfylla upplýs- ingaskyldu þessa fjölmiðils. Mér líkar ekki þessi stíll." Sagði Inga að það væri mikil ábyrgð sem hvíldi á fréttastofunum hvaða fréttir þær birtu og hveijar ekki. í starfsreglunum segði að ef ástæða sé til að frétt verði ve- fengd verði að geta heimilda, og hefði það ekki verið virt. Einnig bæri fréttamönnum ávallt að leita til viðkomandi embætta, s.s. lög- reglu og saksóknara, eftir stað- festingu á fregnum, þegar fjallað er um mál sem era í rannsókn. Það var hins vegar ekki gert. Ákveðið hefur verið að efna til fundar með fréttastjórum hljóð- varps og sjónvarps og útvarps- stjóra til þess að ræða ályktun útvarpsráðs. Bjóst Inga við að varafréttastjóramir myndu sitja þann fund. „Finnst mér heppi- legra að ræða við þá á þeim vett- vangi," sagði Inga. Varðandi fréttareglur útvarpsins sagði hún að þær yrðu væntanlega endur- skoðaðar I framhaldi af setningu nýrrar reglugerðar um útvarpið sem mun liggja fyrir á næstu vikum. Útvarpsstjóri setur regl- umar, en þær era háðar samþykki útvarpsráðs. Norrænn heil- brigðis- og félags- málaráðherra- fundur í Reykjavík í DAG, miðvikudaginn 25. júní, hefst hér í Reykjavík árlegur fundur norrænna heilbrigðis- og félagsmálaráðherra. Stendur fundurinn í tvo daga. Fulltrúa- fjöldi verður á milli 50—60. Síð- ast var ráðstefna þessi haldin hér árið 1980. Tveir islenskir ráð- herrar, þau Ragnhildur Helga- dóttir heilbrigðis- og trygginga- málaráðherra og Alexander Stefánsson félagsmálaráðherra, taka þátt í fundunum. Fyrri daginn verður fjallað um ýmisleg sameiginleg málefni á sviði heilbrigðis- og félagsmála. Seinni daginn er svo umræðuefnið: „Hvað er verið að gera í málefnum aldr- aðra til aldamóta". Hótel Örk: Mikið um pantanir fyrstu gistinóttina FYRSTU gestir Hótel Arkar gista það n.k. sunnudagsnótt. Að sögn Jóhanns Sigurólasonar mót- tökustjóra er þegar mikið um pantanir, aðallega frá íslending- um. Nokkrir stórir erlendir hóp- ar eru bókaðir fyrstu næturnar. Hótel Örk bíður upp á 59 her- bergi. Ekki er útlit fyrir að hótelið verði fullt fyrstu nóttina, en Jóhann sagði að pantanimar hefðu hellst yfír. Áhuginn væri augsýnilega mikill.

x

Morgunblaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.