Morgunblaðið - 25.06.1986, Side 4

Morgunblaðið - 25.06.1986, Side 4
£_____________________ Smiðjuvegsmál: Hæstiréttur stytti fang- elsisvist HÆSTIRÉTTUR hefur dæmt í máli Sigurðar Adolfs Frederik- sen, sem í héraði var sekur fund- inn um manndráp og íkveikjur. Það var í marz árið 1985 að Jósef Liljendal Sigurðsson fannst myrtur á trésmíðaverk- stæði við Smiðjuveg í Kópavogi. Honum höfðu verið veittir áverk- ar með skrúfjárni og eldur bor- inn að honum. Var Sigurður Adolf úrskurðaður í gæsluvarð- hald hinn 15. marz 1985 og var í Sakadómi Kópavogs dæmdur í 17 ára fangelsi. Hæstiréttur stytti fangelsisvistina um 1 ár, og dæmdi því Sigurð til 16 ára fangelsisvistar. Gæsluvarðhald hans kemur til frádráttar. Auk manndráps og íkveikju í Kópavogi var Sigurður dæmur til refsingar fyrir að kveikja í bát sem lá við bryggju og stofna þannig lífi bátverja í hættu. Mál Sigurðar dæmdu hæstarétt- ardómaramir Magnús Þ. Torfason, Guðmundur Skaftason, Halldór Þorbjömsson og Sigurgeir Jónsson og Sigurður Líndal, prófessor. Mál Þorgeirs Þorgeirssonar Rithöfundar telja dóminn fáránlegan STJÓRN Rithöfundasambands íslands hefur sent frá sér eftir- farandi ályktun vegna dóms Sakadóms Reykjavíkur í máli ríkissaksóknara gegn Þorgeiri Þorgeirssyni út af blaðaskrifum hans um lögregluna. „Stjóm RSÍ telur dóm þennan fáránlegan, og álítur að hann sé áminning um hversu úrelt lagaá- kvæði um meiðyrði eru hér á landi. Það verður að teljast óvíðunandi að ákæruvaldið skuli taka að sér málshöfðun gegn einstaklingi sam- kvæmt slíkum ákvæðum, jafnvel fyrir hönd heilla stéttarfélaga eins og nú hefur gerst. Stjómin telur að ritfrelsi í landinu sé í hættu ef vænta má slíkra aðgerða gegn skrifum sem í engu snerta æru nafngreindra einstakl- inga.“ Yfirlýsing frá Þorgeiri Þorgeirssyni Morgunblaðinu hefur borist svohljóðandi yfirlýsing frá Þor- geiri Þorgeirssyni: „Reykjavík 24. júní 1986. Vegna þeirrar kindarlegu yfirlýs- ingar sem stjóm Rithöfundasam- bands íslands hefur nú endanlega látið útaf sér ganga varðandi afskipti ríkisvaldsins af ritstörfum mínum vil ég taka fram eftirfarandi: Málið sem dæmt var í Sakadómi Reykjavíkur þann 16. júní sl. er vitaskuld óviðkomandi meiðyrðalög- gjöfinni. Enda hefði mál útaf meið- yrðalöggjöf komið fyrir einkadóm- stól. Yfirlýsingar sem koma frá samtökum sem ekki hafa mátt vera að því að láta lögfræðing sinn kynna sér einusinni HVAR verið er að reka mál gegn rithöfundi eru fjarskalega léttar í vasa. Enda hefi ég aldrei beðið forystulið RÍ að gera neitt hlé á smjaðri sínu fyrir stjómmálaþurs- um og sjóðagjaldkerum til að sinna þessu máli mínu. Því veld ég einn, héðanaf sem hingaðtil, og fyrir því er forystu rithöfunda óhætt að skríða aftur upp í gömina á næsta stjómmálajöfri, og dvelja þar æ síð- an — mín vegna. Þorgeir Þorgeirsson, rithöfundur" MORGUNBLADIÐ, MIÐVIKUDAGUR 25.JÚNÍ 1986 Morgunblaðið/Sigurgeir Sigurfari VE kemur í fyrsta sinn til heimahafnar í Vestmannaeyj- um fyrir skömmu, en það var bakborðsmegin við grindverkið fyrir aftan brúna sem Benóný skrikaði fótur þegar hann féll útbyrðis. Áhöfnin á Sigurfara í Friðarhöfn í Vestmannaeyjum í gær. Frá vinstri: Magni Jóhannsson stýri- maður, Friðrik Ragnarsson kokkur, Stefán Einarsson, Jón Árni Jónsson, Óðinn Kristjánsson 1. vélstjóri, sænski skipstjórinn Jan og Grímur Magnússon 2. vélstjóri. ■■ 011/» Morgunblaðið/Sigurgeir „Við snerum þá við á fullu með trollið úti“ — giftusamleg björgun skipstjórans á Sigurfara VE „ÉG FÉKK þá trú að ég mundi hafa þetta af þegar ég sá að bátnum var snúið á punktinum með trollið úti, því þá vissi ég að strákarnir höfðu tekið eftir að ég var ekki um borð,“ sagði Benóný Færseth skipstjóri á Sigurfara VE 138 í samtali við Morgunblaðið þar sem hann lá á Sjúkrahúsi Vestmannaeyja um miðjan dag í gær, en í gærmorgun hafði hann fallið útbyrðis af bát sínum á togveiðum vestan Vestmannaeyja eins og kemur fram í viðtali við Benóný á baksíðu Morgunblaðsins í dag. „Kuldinn var að drepa mig,“ sagði hann,“ mér varð rosalega kalt þegar ég datt i sjóinn, en síðan hugsaði ég lítið um kuldann, ég ætlaði mér að ná bátnum. Ég var siðan furðu fljótur að ná mér um borð þótt kuldinn héngi eitthvað í mér. Þegar við ræddum við Benóný á Sjúkrahúsi Vestmannaeyja var eiginkona hans, Stella Jónsdóttir, hjá honum en þau eiga þijá syni, 11 ára, 7 ára og 2ja ára. Sigurfari er nýjasta skip Eyja- flotans, kom fyrir skömmu til lands- ins og var í fyrsta róðri. Benóný er í hópi yngstu og efnilegustu skipstjómarmanna Vestmannaeyja og sjómenn sem eru vanir að draga snarlega ályktanir höfðu á orði í bryggjuspjalli í gær að vonandi sannaðist það í þetta sinn að fall væri fararheill. Þegar Morgunblaðið var að ræða við Magna Jóhannsson stýrimann á Sigurfara um borð í bátnum síð- degis í gær kom Bjami Sighvatsson, annar útvegsbóndi Sigurfara um borð með bók í hendi. „Ég kom með þessa bók, það fylgir henni mikið lán,“ sagði hann, „hún er úr Kristbjörginni gömlu og ég set hana niður í káetu." Það var gömul og snjáð Biblía sem Bjami kom með um borð, en Kristbjörg var sett í úreldingu til þess að innflutnings- leyfí fengist fyrir Sigurfara. Þannig bregðast vanir sjómenn við á sinn hátt, en Bjami er gamalkunnur skipstjóri í Eyjaflotanum. „Með okkur um borð í þessum honum, eiginlega allir um leið og við sáum að hann veifaði einu sinni. Við vorum þó alls ekki öruggir um að við myndum ná honum, því það virtist verulega af honum dregið, en við náðum honum síðan um borð um dyr á bakborðshlið skipsins. Okkur letti stórlega þegar við sáum Benóný á sundi, en þá fyrst var farginu létt þegar hann var kominn um borð aftur eftir um það bil 40 mínútur í sjónum sem hefur verið 5—6 gráðu heitur samkvæmt mæl- ingu sem við höfðum gert skömmu áður en óhappið varð. Ég held að það hafi ekki mátt muna miklu að við næðum í tæka tíð og það er mikið afrek að halda sér á sundi allan þennan tma í sjónum eins köldum og hann er.“ -á.j. fyrsta túr var sænskur skipstjóri og útgerðarmaður sem átti Sigur- fara erlendis," sagði Magni Jó- hannsson stýrimaður. „Svíinn hafði ætlað að leggja sig, en hætti við það einhverra hluta vegna og fór upp í brú. Þar var þá mannlaust, en um leið og Benóný hafði brugðið sér út úr brúnni hafði Friðrik kokk- ur, sem einnig var í brúnni, farið niður í fiskaðgerð. Jan, sænski skipstjórinn áttaði sig á því að eitt- hvað var öðru vísi en það átti að vera, því það var farið að strekkjast á trollinu. Við gáðum í skyndi um allt skip, en það var ljóst að Benóný var ekki um borð. Við snerum þá við á fullu með trollið úti og keyrð- um til baka um leið og hlerar voru hlífðir úr sjó og trollið upp undir yfirborð. Við náðum Benóný nær einum kílómetra eftir að við snerum við, en þegar við höfðum áttað okkur á hvað hafði skeð tókum við nákvæmlega sömu stefnu til baka og vorum allir á útkikkinu. Hann var nokkur hundruð metra fram- undan þegar við sáum kollinn á Herjólfur borgar tjón á 15 bílum ÞAÐ ÓHAPP varð um borð i Heijólfi, laugardaginn 14. júní, þegar skipið var á leið frá Vestmannaeyjum, að nokkrir bílar runnu til um borð í skipinu með þeim afleiðingum að 15 bílar skemmdust lítil- lega. Að sögn Jóns Eyjólfssonar, skip- stjóra Heijólfs, voru þeir komnir um 30 sjómílur af 40 þegar hnútur skall á skipinu og runnu þá bílamir til. Það væri að vísu vani að binda bíla ef hætta er talin á veltingi en í þetta skipti gerði því miður enginn ráð fyrir að þess væri þörf. Bílamir eru ekki mikið skemmdir, Gunnar Felixson hjá Tryggingamið- stöðinni, sem annast málið af hálfu Heijólfs telur hálfa milljón króna ekki fjarri lagi. Trygging skipafé- lagsins bætir því ekki tjón af þessu tagi en álitamál er hvort tiygginga- félög þeirra bíla sem eru með kaskó- tryggingu bæta þær bifreiðir. Lík- lega verður þó Heijólfur hf. einnig að borga skemmdir á þeim bílum til þess að eigendur þeirra verði ekki af afslætti sem þeir kunna að hafa áunnið sér fyrir tjónlausan akstur. Hjá Skallagrími hf. sem rekur Akraborgina fengust þær upplýsing- ar að þeir hefðu til skamms tíma ekki verið tryggðir fyrir tjóni af þessu tagi en væru það núna. Óhöpp af þessu tagi væru fátíð hjá þeim enda væri sjóleiðin sem þeir sigla mun auðveldari og styttri en sú sem Heijólfur færi. Einungis einu sinni hefði þurft að grípa til tryggingar- innar, þegar jeppi á keðjum hefði fyrir slysni runnið á Volvo bifreið. Sjálfsábyrgð væri að vísu talsverð enda væri vart hægt að komast hjá því að bílar nudduðust saman við og við í þrengslum sem þessum.

x

Morgunblaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.