Morgunblaðið - 25.06.1986, Qupperneq 17
MORGUNBLAÐIÐ, MIÐVIKUDAGUR 25. JÚNÍ 1986
17
og var fært til skímar í Fljótshlíð.
Tóftir í Húsadal bera þessari byggð
glögg merki.
Ymsar þjóðsögur hafa myndast
í Þórsmörk. Sóttarhellir er norð-
vestan í Valahnúk. Eitt sinn gistu
í hellinum 18 gangnamenn. Um
kvöldið var glaumur og gleði í hell-
inum og tóku allir þátt í því nema
einn piltur. Hann var síðar sendur
eftir vatni, en þegar hann kom aftur
að hellinum, var einum félaga hans
kastað niður brekkuna. Var sá
dauður og skömmu síðar var öðm
líki hent. Pilturinn flúði í ofboði til
byggða og sagði frá. Liði var safnað
og var kirkjuklukkan á Stómmörk
tekin með til halds og trausts, og
var henni hringt stöðugt alla leiðina
inn eftir. Hefur þetta líklega vamað
vemnni í hellinum frá því að ráðast
á byggðamenn. Klukkan var hengd
upp í hellinum og farið með lfkin
að Stómmörk og þau greftmð þar.
Furðuleg vera á að sveima um
Þórsmörk á einum fæti. Einfætling-
urinn hrekkti flöiskyldumar sem
bjuggu í Húsadal í byijun 19. aldar,
en engum gerði hún mein.
Söguna um hellinn Snorraríki
þekkja flestir. Hellirinn er um þrjár
mannhæðir uppi í móbergsbjargi.
Þangað leitaði skjóls Snorri nokkur
undan fjölmörgum fjendum sínum.
Þeir ætluðu að svelta hann út, en
gáfust upp, þegar Snorri kastaði
sauðasíðu út. Héldu þeir þá að hann
hefði gnótt matar og hættu umsátr-
inu.
Gönguleiðir
Fjölmargar gönguleiðir em um
Þórsmörk og Goðaland, bæði leiðir
á fjöll og eins hringleiðir og leiðir
út af þessum svæðum. Merktar
gönguleiðir em aðeins tvær, og er
önnur gönguleiðin milli Þórsmerkur
og Landmannalauga. Hún liggur
norður upp Almenninga og Emstr-
ur.
Hin gönguleiðin er yfir Fimm-
vörðuháls, milli Goðalands og
Skóga. Sú leið er ákafféga fögur
og liggur upp frá Báum, með
Strákagili, upp á Morinsheiði og
Fimmvörðuháls og þaðan niður
Skógaheiði.
Af öðmm leiðum, en ómerktum,
má nefna fjölmargar og em þær
helstu merktar á meðfylgjandi
kort/mynd. Fiestar em þær stuttar,
allt frá 1 klst. upp í 6-8 klst.
Framtí ðaráform
Samkvæmt nýútkomnu frétta-
bréfí Ferðafélags íslands er ætlunin
að reisa göngubrú yfír Krossá til
hagræðis fyrir ferðamenn. Krossá
getur verið skaðræðisvatn, eins og
fram hefur komið, og margir vita.
Teikning hefur verið gerð af brúnni
og fyrirhuguð staðsetning hennar
er nokkm neðan við Skagafjörðs-
skála. í fréttabréfínu segir svo um
staðsetninguna:
„Heppilegasta brúarstæðið virt-
ist nokkru fyrir neðan Skagfjörðs-
skála, þar sem áin rennur í af-
mörkuðum farvegi upp að rótum
Valahnúks. (Venjulega fellur
Hvanná skammt frá í Krossá.) Styst
haf er þama á milli tveggja kletta,
sem að sögn kunnugra standa
uppúr við sumarrennsli í ánni.—
„Göngubrú yfir Krossá mun leysa
margan vandann. í fyrsta lagi yrði
óþarft að fara með bifreiðir í Krossá
nema í undantekningartilvikum. í
öðm lagi flyttust bifreiðastæðin frá
skálanum en oft er mikill ami af
þeim flota bíla, sem lagt er í
Langadal vegna þess erils. í þriðja
lagi yrðu gönguferðir um Merkur-
svæðið mun auðveldari en til þessa
hefur verið og brúin til stóraukins
öryggis. í ijórða lagi myndi brúin
gerbreyta aðstæðum í vetrarferð-
um, en þá hefur Krossá oft verið
erfið vegna ótraustra ísalaga og
mikilla skara."
Svo segir Höskuldur Jónsson,
forseti Ferðafélags íslands, í frétta-
bréfinu.
Víst er að göngubrúin myndi
gerbreyta aðstæðum, en meira þarf
svo ve! sé. Það er skoðun þess, sem
þetta ritar og margra annarra, að
breyta þurfti tjaldaðstöðu í Þórs-
mörk og Goðalandi með hliðsjón af
stórauknum ferðamannastraumi í
nánustu framtíð. Nú sækja nærri
20.000 manns Þórsmörk heim á
hveiju sumri og gistir stór hluti
þessa fólks. Ljóst er að gróursvæðin
standa ekki undir miklu meiri
fjölda, enda eru grasflatir illa famar
undan átroðningi eftir hvert sumar
og á vorin eru svæðin mjög sein
til.
Nauðsynlegt er að friða Þórs-
mörkina algjörlega, gera hana að
þjóðgarði undir umsjón Náttúru-
vemdarráðs. Uppbygging Þórs-
merkur og Goðalands mætti taka
mið af uppbyggingu þjóðgarðsins í
Skaftafelli. Þar hefur verið byggt
upp tjaldsvæði frá gmnni á aumum
fyrir neðan Skaftafellsheiði. Það
kemur örugglega sterklega til
greina að gera það sama á nokkmm
stöðum í Þórsmörk og Goðalandi.
Græða mætti upp áraurana fyrir
framan Húsadal, gróðursetja birki
og annan tijágróður til skjóls. Sama
mætti gera t.d. undir Alfkirkjunni
sunnan Langadals og mætti sá
staður og tjaldsvæðið í Húsadal
vera í umsjón ferðafélagsins. Norð-
an Bása mætti gera það sama og
væri það svæði t.d. í umsjón Útivist-
ar. Önnur tjaldsvæði myndu vera
lögð af og jafnframt komið í veg
fyrir akstur utan tjaldsvæða að
langmestu leyti. Fyrir vikið mætti
skipuleggja tjöldun mun betur og
koma málum þannig fyrir að hægt
sé að gera gróðri kleift að þroskast
og dafna án umtalsverðrar áníðslu.
Ferðamögnleikar
Fjölmargir aðilar bjóða ferðir inn
í Þórsmörk og Góðaland. Fyrst má
telja ferðafélagið Útivist sem býður
upp á ferðir jnn í Bása í Goðalandi,
Ferðafélag íslands er með ferðir í
Langadal og Austurleið hefur verið
með daglegar ferðir á sumrin inn
í Húsadal, þar sem fyrirtækið hefur
nýlega tekið í notkun glæsilegan
skála með flestum þægindum.
Hér er sérstaklega mælt með
ferðafélöguhum, en í þeim eru ávallt
kunnugir fararstjórar til leiðsagnar
og skipulagðar eru gönguleiðir um
þá staði í Þórsmörk og Goðalandi
sem hvað forvitnilegastir eru. Á
vegum áðumefndra þriggja aðila
er boðið upp á gistingu í húsum.
Höfundur var ritstjóri tímaritsins
Áfanga, en starfar nú sem blm.
og hefur undanfarið skrifað
greinar um ferðamáJ í Morgun-
blaðið.
'Œm
Snorraríki, hellirinn þarsem Snorri varðist.
Það er eins og innrétting þotunnar sé úr ævintýrinu 1001 nótt. Eik, marmari og þykk teppi í hólf
oggólf.
Islenskir atvinnuflug-
menn í heimsreisu með
bandaríska auðkýfinga
Þeir Kjartan Norðdahl flugmaður (t.v.) og Björn Guðmundsson flug-
stjóri eiga fyrir höndum, þegar þetta er skrifað, 10 daga reisu frá
Ameríku, um Evrópu og aftur vestur um haf. Á hveijum áfangastað
biða þeir eftir farþegum sínum, sem eru bandarískir auðkýfingar,
og enginn asi á ferðum eins og í áætlunarfluginu. Á myndina vantar
þriðja áhafnarmeðliminn, Stefán Jónsson.
Það er ekki á hveijum degi
sem íslenskum atvinnuflug-
mönnum býðst að fljúga lúxus-
þotum heimshornanna á milli en
það gerðist einmitt fyrir skömmu
þegar ein slík millilenti á Kefla-
víkurflugvelli með flugmenn frá
Flugleiðum við stjómvölin. Þessi
þota, af gerðinni Boeing 727-100,
er sams konar og minni Boeing
vél Flugleiða. Flugleiðavélin er
innréttuð með 131 sæti en Iúxus-
þotan hins vegar með iburðar-
mikla innréttingu og ætluð til
einkanota.
Flugstjóri um borð var Bjöm
Guðmundsson, flugmaður Kjartan
Norðdahl og flugvélstjóri Stefán
Jónsson. Þeir millilentu á Keflavík-
urflugvelli á leið frá Sviss til Banda-
ríkjanna. í borginni Betel í Massa-
chusetts ganga um borð bandarískir
auðkýfíngar sem leigja þotuna í 12
daga viðskiptaferð um Evrópu og
verður höfð 1-2 daga viðkoma í
borgum eins og París, Róm og
London.
Þessi íburðarmikla þota er í eigu
svissneska fyrirtækisins Jet Aviat-
ion en það býður lúxusvélar sínar
til leigu og em viðskiptavinimir
einkum þjóðhöfðingjar, auðmenn
og stórfyrirtæki.
Eins og fyrr segir er þotan sem
hér hafði viðkomu glæsilega inn-
réttuð með eik, marmara og þykk
teppi í hólf og gólf. Fyrir aftan
stjómklefann er stórt baðherbergi,
síðan kemur svefnherbergi, fjarrita-
herbergi og eldhús. Við vænginn
er borðstofa, sjónvarpskrókur,
skrifstofuaðstaða, bar og homsófa-
sett. í afturhlutanum er svo farang-
ursgeymsla, salemi og tveir af-
slöppunarkrókar.
En hvers vegna eru íslenskir flug-
menn á vél sem þessari?
Ástæðan er sú, að Flugleiðum
barst beiðni frá írsku Parc áhafnar-
leigunni um að útvega flugmenn
en Flugleiðir hafa átt gott samstarf
við fyrirtækið um áhafnarskipti.
A.m.k. einu sinni flugu flugmenn
frá Flugleiðum svipaða ferð, með
John Anderson forsetaframbjóð-
anda frá Bandaríkjunum.
Samkv. meðfylgjandi ljósmynd-
um ætti ekki að væsa um auðkýf-
ingana um borð hjá þeim Bimi og
félögum, en það skal hér látið ósagt
hvort áhöfnin fái að einhveiju leyti
notið þægindanna fyrir aftan
stjómklefann.
í auglýsingum frá Jet Aviation
segir ekkert um Ieiguverð svöna
vélar en væntanlegum viðskiptavin-
um er bent á að hafa samband við
Jet Aviation, því verðið sé trúnaðar-
mál í hvert sinn.
Líklega er það algjör óþarfí fyrir
okkur Frónbúa að vita símanúmerið
hjá þessu virta svissneska lúxus-
þotufyrirtæki.
, i, , , Morgunblaðið/Trausti Tómasson.
Svissneska luxusþotan er somu gerðar og nunni Boeing 727 vélin sem Flugleiðir nota á Evrópuleiðum
i og rúmar 131 farþega.