Morgunblaðið - 25.06.1986, Qupperneq 21
MORGUNBLAÐIÐ, MIÐVIKUDAGUR 25:JÚNÍ 1986
21
Holland:
Sjómenn veiða
umfram kvóta
Wageningen. Frá Eggert H. Kjartanssyni, fréttantara Morgunbladsins í Hollandi.
INNAN Efnahagsbandalagsins eru hollenskir sjómenn og útgerðar-
menn ötulastir við að sprengja þann kvóta sem þeim hefur verið
úthlutaður. Framkvæmdaráð EB hefur fengið sig fullsatt af ofveiði
þeirra og hótar nú að draga þá fyrir dómstól EB í Luxemborg.
Þetta kemur fram í skýrslu sem
birt var af framkvæmdaráðinu fyrir
skömmu og tekin verður til umræðu
í Luxemborg í dag, miðvikudag.
Ráðherrar EB landanna sem fjalla
um fiskveiðistefnu bandalagsins
munu þá gera upp sameiginlega
stefnu síðustu þriggja ára og árang-
ur hennar.
Fyrir um það bil tveim árum síð-
an uppgötvuðu eftirlitsmenn EB
tilvist svonefnds „grá-markaðar“ í
Hollandi. Á þeim markaði gekk
fiskur kaupum og sölum sem hvergi
var skráður í bækur fiskmarkað-
anna, hvað þá ráðuneytisins. Sjáv-
arútvegsráðuneyti Hollands var
gert viðvart og síðan þá hefur smátt
og smátt verið hert á eftirliti.
Skemmst er í því tilfelli að minnast
þess, að öllum fiskiskipaflota Holl-
ands var lagt síðustu vikurnar
1985, þar sem kvótinn hafði verið
fylltur og rúmlega það.
MacMillan
veikur
London, AP.
HAROLD MacMillan, fyrrver-
andi forsætisráðherra Breta,
sem orðinn er 92 ára gamall,
varð að afboða komu sina á hátíð-
arfund í háskólanum í Oxford á
þriðjudag, þar sem hann hafði
fengið slæmt kvef.
MacMillan hefur verið aðlaður
og er nú yfirleitt nefndur Stockton
lávarður. Hann er heiðursrektor
Oxford-háskóla og átti að stjóma
þar fundi sl. þriðjudag, þar sem
afhenda átti heiðursviðurkenning-
ar. Barnabam hans, Alexander
MacMiIlan, sagði að læknar hefðu
sagt, að afi hans væri ekki alvarlega
veikur, en á hans aldri yrðu menn
að fara vel með sig.
Hollenskir útgerðarmenn fjár-
festu mikið í nýjum skipum á sjö-
unda áratugnum. Stærri og full-
komnari skip hafa ekki aðeins
aukna möguleika til þess að draga
meiri fisk úr sjó, heldur og einnig
stóraukinn kostnað í för með sér.
Margir útgerðarmenn eiga því um
fátt annað að velja en að leggja
bátunum fyrir fullt og allt eða að
ýta reglugerðunum til hliðar og
„einbeita sér að veiðunum".
Framkvæmdaráð EB ætlar sér
greinilega að ná betri tökum á fiski-
markaði bandalagsins. Hollenskum
yfirvöldum hefur verið gert ljóst að
það verði fylgst mun betur með
aðgerðum útgerðarmanna og að
þess sé vænst af eftirlitsmönnum
sjávarútvegsráðuneytisins að þeir
fylgist vel með því sem er að gerast
varðandi veiðarnar. Minnt er á að
enn sé allt of lítið eftirlit, t.d. var
landað 90.650 tonnum af makríl í
Hollandi 30. apríl 1984 en ekki
nema 27.550 tonn færð í bækurnar.
I öðrum löndum bandalagsins er
víða pottur brotinn varðandi eftirlit
með þeim afla sem berst á land.
T.d. hafa frændur okkar og fyrrum
nýlenduherrar, Danir, ekki tekið
skrásetningu aflans nógu föstum
tökum. Þannig hafa hollenskir út-
gerðarmenn uppgötvað og nýtt sér
að það er engum vandamálum háð
að landa afla eigin skipa í Dan-
mörku og senda aflann sðan með
kælibílum til Hollands. Við landa-
mærin er engin tollskoðun og aflan-
um er síðan ekið beint til heildsal-
anna en ekki á fiskimarkaðina. Við
þetta minnkar eftirspurnin á mörk-
uðunum í mörgum tilfellum og það
þýðir lægra verð fyrir annan fisk.
Á þennan hátt er hægt að halda
verðinu lægra en í nágrannalöndun-
um, því hér er um töluvert magn
að ræða ef þær tölur sem gefnar
eru upp eru réttar.
Sala á People
Express íhuguð
Newark, New Jersey, AP.
BANDARÍSKA flugfélagið People Express, sem olli byltingu í flug-
samgöngum í Bandaríkjunum með lágum fargjöldum sinum, tilkynnti
á mánudag að það kannaði nú möguleika á sölu félagsins alls eða
á hluta þess.
Talsmenn félagsins neituðu að
ræða mögulega sölu þess frekar,
en sögðu að yfirlýsingin væri gefin
út vegna sögusagna um fjárhags-
erfiðleika félagsins og vegna mikill-
ar sölu á hlutabréfum í félaginu.
Félagið er fímm ára gamalt og flýg-
ur einkum á leiðum innanlands, auk
flugs til Lundúna og Brussel.
Á fyrstu þremur mánuðum þessa
árs var hallinn á félaginu 58 milljón-
ir Bandaríkjadala, eða tæpir 2,4
milljarðar isienskra króna. Það jafn-
gildir því að eigandi hvers hluta-
bréfs hafi tapað 2,33 dölum. Tals-
maður félagsins fullyrti að félagið
hefði yfir að ráða nægu fjármagni
til að mæta skuldbindingum sínum.
Hann bætti við að lækkanir á far-
gjöldum félagsins undanfarið hefðu
aukið mjög bókanir, verð á fargjöld-
um nú er svipað og var síðastliðið
sumar. Segir í yfirlýsingu félagsins
að líkur séu á að sumarið verði
hagstætt.
Verksmiðjuhrun á Indlandi:
Ottast er að 60
manns hafi farist
Bombay, AP.
Tíu lík hafa fundist í rústum
vefnaðarverksmiðju í Taloja,
sem hrundi nú um helgina.
A.m.k. 60 verkamanna er enn
saknað og er óttast að þeir hafi
allir látist.
Verksmiðjan hrundi í kjölfar
mikilla rigninga, sem hafa hetjað á
Maharashtra-fylki að undanförnu.
Þær hafa einnig tafið björgunar-
starfið mjög. Lögregluyfirvöld
sögðu að eigendur verksmiðjunnar
hefðu fengið áminningu vegna
vanrækslu, en ekki er víst hvað olli
hruninu.
Fregnir stangast enn á um
hversu margir hafi verið í verk-
smiðjunni þegar hún hrundi, en talið
er að þeir hafi verið á bilinu 60-130.
Óvissu veldur að ekki er vitað hvort
einhvetjir sluppu ómeiddir eða með
minniháttar meiðsl. Samkvæmt
öruggum heimildum eru sex í
sjúkrahúsi vegna slyssins.
Sea Shephard, skip hvalfriðunga, við komuna til Þórshafnar sl. fimmtudagskvöld.
Hvalfriðungum vísað
burt frá Færevjum
Kaupmannahöfn, frá fréttaritara Morgunbladsins, H. J. Hansen og AP.
SKIPSTJÓRANUM og fimm öðrum úr áhöfninni á skipi hvalfrið-
unga, „Sea Shepherd“, var í gær vísað á brott frá Færeyjum. Skýrði
Jens Möller, ráðuneytissljóri danska utanríkisráðuneytisins, frá þessu
ígær.
Möller sagði að honum og mönn- í Þórshöfn síðan á fimmtudaginn
unum fimm, sem verið höfðu í haldi var, hefði verið gefinn kostur á
Suður-Afríka:
„Kirkjan má ekki
taka beina afstöðu“
— segir Buthelezi á kirkjuþingi
Jóhannesarborg, AP.
FULLTRUAR á ársþingi suður-
afriska kirkjuráðsins samþykktu
á þriðjudag, að halda áfram að
ræða hin viðkvæmu deilumál í
landinu, eins og til stóð, enda þótt
þessi ákvörðun gæti valdið brot-
um á ákvæðum neyðarástand-
slaganna.
Samkvæmt neyðarástandslögun-
um eru yfirlýsingar af ýmsu tagi
bannaðar, þ.á.m. kröfur um við-
skiptaþvinganir á S.Afríku.
Við setningu þingsins var beðið
fýrir öllum fómarlömbum kyn-
þáttaátakanna í landinu, án tillits
til litarháttar þeirra.
Forseti kirkjuráðsins, lúterski
biskupinn Buthelezi, sagði í ávarpi
sínu, að kirkjudeildimar gætu ekki
leyft sér að taka beina afstöðu í
átökunum í landinu.
„Nú, þegar dimm ský hvíla yfir
landi okkar, verður ljós kirkjunnar
að skína alls staðar og minna okkur
á loforðið um fyrirheitna landið",
sagði biskuDÍnn m.a.
Stærsta verkalýðssamband
S.Afríku, sem aðallega hefur
blökkumenn innan sinna raða, mót-
mælti því harðlega í gær, að meiri-
hluti leiðtoga þess og fjöldi
óbreyttra liðsmanna hefðu verið
handteknir undanfarna daga.
Handtökurnar vom sagðar stofna
í voða margra ára uppbyggingar-
starfi samtakanna.
Tvær sprengjur spmngu með
stuttu millibili í miðborg Jóhannes-
arborgar í gær, 17 slösuðust. Yfir-
völd kenna venjulega skæmliðum
afríska þjóðarráðsins um slík til-
ræði, en samtökin segjast beina
spjótum sínum að hernaðarlega og
pólitískt mikilvægum skotmörkum.
Háttsettur fulltrúi bresku stjórn-
arinnar átti í gær fund með Oliver
Tambo, forseta Afríska þjóðarráðs-
ins. Fram til þessa hefur Thatcher-
stjórnin neitað að ræða við fulltrúa
ráðsins á þeim forsendum, að
skæmliðar þess væm hryðjuverka-
menn.
því að fara frá Færeyjum annað
hvort með flugvél eða halda á brott
á skipi sínu.
Skipstjóranum, Bandaríkja-
manninum Paul Watson, var bann-
að að koma til Færeyja í þtjú ár
og hinum fimm í eitt ár. Sagði Jan
Möller, að þessi ákvörðun hefði
verið tekin til þess að koma í veg
fyrir frekari tmflanir af hálfu hval-
friðunga á hefðbundnum grind-
hvalaveiðum Færeyinga.
Sea Shephard er í eigu alþjóð-
legra umhverfisverndarsamtaka,
sem bera sama nafn og skipið. Það
kom til Færeyja í síðustu viku
gagngert í þeim tilgangi að mót-
mæla grindhvaladrápi Færeyinga.