Morgunblaðið - 25.06.1986, Síða 33

Morgunblaðið - 25.06.1986, Síða 33
MORGUNBLAÐIÐ, MIÐVIKÚDAGUR 25^ JÚNÍ1986 Minning: Guðmundur Þórðar- son skipstjóri í dag er til moldar borinn frá Fríkirkjunni Guðmundur Þórðar- son, skipstjóri, Hringbraut 111. Guðmundur fæddist 3. janúar 1903 í Sperðlahlíð í Geirþjófsfirði, sonur hjónanna Ragnheiðar Ólafs- dóttur og Þórðar Þorsteinssonar er þarbjuggu. Tíu ára gamall fluttist Guðmund- ur til Hafnarfjarðar og er hann hafði þroska til hóf hann að stunda sjómennsku, sem var helzta at- vinnugreinin fyrir unga og duglega menn á þeim árum. Í Hafnarfirði kynntist og kvænt- ist Guðmundur fyrri konu sinni, Guðrúnu Bjamadóttur, og eignuð- ust þau tvö böm, Benjamín vél- gæzlumann í Ólafsvík og Jenny, sem búsett er í Bandaríkjunum. Guðrún andaðist árið 1928. Á þessum ámm stundaði Guð- mundur sjósókn og aflaði sér fjöl- þættrar reynslu í öllu, er snéri að sjómennsku opg veiðiskap, enda varð hann síðar stýrimaður og skip- stjóri í mörg ár. Guðmundur kvæntist síðari konu sinni, Hrefnu Einarsdóttur, Þor- kelssonar, skrifstofustjóra Alþingis, árið 1934. Fyrstu búskaparár sín bjuggu þau í Hafnarfirði, en fluttu síðan til Reykjavíkur þótt Guðmundur héldi áfram sjósókn á Hafnaríjarð- artogurum eftir það. Þeim Hrefnu og Guðmundi varð ekki bama auðið. Hrefna andaðist 1955. Ég, sem þessar línur rita, kynnt- ist Guðmundi um sama leyti og konu minni Gyðu, dóttur Hrefnu og því stjúpdóttur Guðmundar. Það var auðvelt að kjmnast Guðmundi. Hann var hreinn og beinn, skrafhreifinn um sín áhuga- mál, ef svo bar undir, og tókst með okkur góð vinátta þótt hann væri á þessum ámm langdvölum á sjón- um. Hann var góður heimilisfaðir og gætti þess, að það skorti ekki neitt. Bömum okkar Gyðu reyndist Guðmundur góður afi og hafði mikla ánægju af að vera með þeim þegar tækifæri gafst til. Einum eiginleika Guðmundar má ekki gleyma. Hann var gjaffús svo af bar og ekki smátækur í þeim efnum þegar skyldmenni og vinir áttu í hlut. Eins og áður er að vikið, var sjó- mennskan ævistarf Guðmundar. Þótti hann sýna bæði kunnáttu og öryggi við skipstjóm og naut trausts undirmanna sinna. Það ber því vitni að Guðmundur var ódeigur á sjó, að hann sigldi öll stríðsárin með físk til Bretlands, ýmist sem stýrimaður eða skip- stjóri. Þegar Guðmundur hætti sjó- mennsku og siglingum gerðist hann fískimatsmaður. I því starfí, sem og öðmm, sýndi hann sína með- fæddu vandvirkni og samviskusemi. Heyrði ég sagt, að sumum útgerð- Minning: Flosi Jónsson á Hörðubóli Flosi Jónsson, fyrrum bóndi á Hörðubóli í Miðdölum í Dalasýslu, lést 19. júní sl. Útför hans verður frá Bústaðakirkju í dag, miðviku- daginn 25. júní kl. 13.30. Flosi fæddist í Snóksdal 10. ágúst 1898. Hann var því nærri 88 ára er hann lést. Foreldrar hans vom Jón Bergsson og Sigurfljóð Ikaboðsdóttir, bæði ættuð úr Dölum vestra. Flosi var ungur tekinn í fóstur af hjónunum á Hörðubóli, Guðmundi Jónssyni og Sigurrósu Hjálmtýsdóttur. Það var mikil hamingja fyrir hinn unga svein að njóta aðhlynningar þessara góðu hjóna og alast upp á þessu myndarheimili. Sá sem þessar línur ritar ólst að mestu upp á þessu heimili. Ég kom þangað fímm ára gamall. Þá mun ég hafa séð Flosa frænda minn í fyrsta sinn. Síðan em nú liðin 72 ár, svo þetta em orðin löng kynni og margs að minnast. En nú er komið að leiðarlokum. Flosi var mikill gæfumaður í einkalífi. Þann 18. desember 1925 kvæntist hann Ingibjörgu Hannes- dóttur, ættaðri frá Stykkishólmi, hinni mestu myndarkonu. Þau bjuggu á Hörðubóli til ársins 1952, er þau fluttu til Reykjavíkur. Þar áttu þau heimili síðan, síðast á Bústaðavegi 75. Ingibjörg lést á síðastliðnum vetri. Þá höfðu þau verið rúm 60 ár í hjónabandi. Þau eignuðust tvo sonu, Sigurð, bif- reiðastjóra í Kópavogi, og Hannes, tónlistarkennara og tréskurðar- meistara í Reykjavík. Þá ólu þau upp bróðurson Flosa, Guðmund Jónsson bónda á Emmubergi á Skógarströnd. Flosi naut nokkurrar menntunar umfram það sem algengast var á uppvaxtarámm hans. Hann fór í Hjarðarholtsskólann og síðan í Samvinnuskólann. Kosinn var hann til fjölmargra starfa fyrir sveitarfélag sitt, enda trúr og traustur og greind í besta armönnum hafi þótt meira en nóg um þessa starfskosti hans. Eftir lát síðari konu sinnar bjó Guðmundur einn síns liðs í mörg ár, unz hann var svo lánsamur að kynnast konu aðeins yngri en hann, Sólrúnu Sigursteinsdóttur. Tókst með þeim vinátta, er leiddi til sambúðar þeirra, þar til Guðmundur lézt. Mun sambúðin hafa orðið báðum til blessunar, einstæðingsskapur beggja rofnaði, og þau fengu það góða hlutskipti að annast hvort annað. Þegar heilsu beggja fór að hnigna kom bezt í ljós hvað um- hyggja og umönnun aldraðs, þrosk- aðs fólks er því mikils virði. Fyrir sinn góða þátt í sambúð þeirra verður Sólrúnu aldrei fullþakkað. Megi guð styrkja hana og leiða á ókomnum ámm. Öllum ættingjum og vinum hins látna sendum við hjónin hjartanleg- ar samúðarkveðjur. Egill Bjarnason lagi. Eftir að hann hætti búskap gerðist hann kennari og kenndi á ýmsum stöðum um árabil. Margt er orðið breytt frá því að ég var að alast upp í Dölum vestur. Mér er sagt að Hörðuból, æskuheimili okkar Flosa, sé nú í eyði. Nú er komið að leiðarlokum. Langferðamaðurinn hefur lokið göngu sinni. Ég kveð frænda minn með söknuði og þakka löng kynni. Sonum hans og nánum aðstand- endum votta ég samúð mína. Ágúst Vigfússon Minning: Halldora Gests- dóttir, Ólafsfirði Fædd 9. mars 1924 Dáin 17. júní 1986 Kveðja frá Sinawiksystrum í dag er borin til grafar ástkær vina okkar og félagi, Halldóra Gestsdóttir frá Ólafsfírði. Flestar okkar þekktu, Höddu, eins og hún var kölluð, lítið fyrr en við stofnuð- um okkar litla klúbb, Sinawikklúbb Ólafsfjarðar, fyrir rúmum sex árum. Var Hadda ein af stofnendum klúbbsins og brautryðjandi í flestri starfsemi hans, enda hlífði hún sér hvergi, hvort sem var í starfí eða leik. Er við lítum til baka, þá minn- umst við ótal margra ánægjustunda sem við áttum saman og var Hadda þá oftast hrókur alls fagnaðar. Hún var mjög glaðvær og hafði unun af söng, enda eru þær ófáar stund- imar sem við sungum saman. í öllu félagsstarfí tók hún virkan þátt, uns veikindi fóru að steðja að, enda mjög traust og heilsteypt mann- eskja. Ekki taldi hún það eftir sér að fara ein til Qalla, að tína grös og selja fyrir klúbbinn og voru öll hennar verk á þann veg, ósérElífín og sjálfsögð. Nú er lífsdagur hennar á enda, en minning hennar mun lifa meðai okkar um ókomin ár og verður seint hægt að fylla hennar skarð. Við viljum að lokum þakka Höddu fyrir allt, hennar óeigin- gjama starf og góða félagsskap um leið og við sendum ástkæram eigin- manni hennar, Sæmundi Jónssyni, sonum, aldraðri móður og öllum aðstandendum, okkar innilegustu samúðarkveðjur og biðjum góðan Guð að styrkja þau öll. Sinawiksystur, Ólafsfirði. Minning: Erlendur Paturs- son lögþingsmaður, Nýlega lést í Færeyjum Erlendur Patursson, lögþingsmaður, á sjö- tugasta og þriðja aldursári. Með honum er horfínn af vettvangi svip- mikill stjómmálamaður, sem ekki aðeins var áhrifavaldur í eigin landi heldur og um Norðurlönd öll á vettvangi norrænnar samvinnu. Erlendur átti sæti í Norðurlanda- ráði, sem kjörinn fulltrúi frá 1970 til 1974 og síðan óslitið frá 1976 til dauðadags. Hann var jafnan í menningarmálanefnd ráðsins og var þar ekki aðeins elstur að áram heldur og átti hann þar lengsta setu. Þar lágu leiðir okkar saman nú nokkur undanfarin ár. Um margt verður Erlendur Pat- ursson samferðamönnum sínum minnisstæður. Hann átti sér hug- sjónir, sem hann barðist ótrauður og sleitulaust fyrir og notaði hvert tækifæri til að koma á framfæri. Skoðanir hans áttu ekki ævinlega, og kannski raunar sjaldnast, meiri- hlutafylgi á heimaslóð, en hann barðist samt. í menningarmálanefnd Nörður- landaráðs var hann óþreytandi tals- maður smáþjóðanna, Færeyinga, Sama, Grænlendinga og íslendinga, sem á stundum geta átt undir högg að sækja í menningarlegu tilliti. Fyrir menningarmálanefndinni liggur nú tillaga frá honum um að komið verði á fót í Færeyjum nor- rænni stofnun til rannsókna á menningu þjóðanna við Norður- Atlantshaf. Hann hreyfði því fyrst- ur í Norðurlandaráði, að ég hygg, að reist yrði norrænt hús í Færeyj- um, þegar í ljós var komið hversu vel Norræna húsið í Reykjavík gegndi sínu hlutverki. Norðurlanda- húsið í Þórshöfn, glæsileg lista- og menningarhöll, verður ævinlegur minnisvarði um áhuga og atorku Erlendar. Ég býst ekki við að hugmyndin um slíkt hús í Færeyjum hafí átt mikinn stuðning í fýrétu lotu, en málið vannst með góðra manna stuðningi. Það þarf engum að koma á óvart að eitt af áhugamálum Erlendar var að koma á stórum nánara samstarfi Færeyinga, Grænlendinga og ís- lendinga. Þar stefnir nú allt í réttar áttir. Samvinnan fer hraðvaxandi og á síðastliðnu hausti var formlega .. stofnað Vestnorræna þingmannar- áðið, ekki síst fyrir áhuga hans og þrautseigju. Þar verður nú svip- minna yfír í sumar, er ráðið kemur saman til fundar hér á landi. Erlendur lauk stúdentsprófí frá stærðfræðideild Menntaskólans í Reykjavík vorið 1933. Hann var tíður gestur hér, fylgdist vel með mönnum og málefnum, keypti jafn- an íslensk blöð og talaði lýtalausa íslensku, var enda Austfírðingur í móðurætt. Komdu sæll og blessað- ^ ur, sagði hann ævinlega er við hitt- umst. Það var jafnan hressandi að hitta hann, því Érlendur var ómyrk- ur í máli og þurfti oft margs að spyija um pólitíkina hér. Þótt hann væri áskrifandi að Morgunblaðinu er ég ekki alveg viss um að hann hafi trúað mjög nákvæmlega öllu, sem þar var fært í letur. Nú við leiðarlok votta ég eftirlif- andi eiginkonu og afkomendum samúð og þakka samstarf og sam- vistir við minnisstæðan mann. Eiður Guðnason Haraldur Agnars- son — Minning Fæddur 6. mars 1953 Dáinn 17. júní 1986 Mjög er um tregt tungu að hræra, sagði Egill Skallagrímsson eftir sinn sonamissi og er mér nú tregt sem aldrei fyrr, en þó langar mig að segja hér nokkur fátækleg orð um minn besta vin, sem nú er allur. Fyrstu kynni mín af Haraldi Agnarssyni vora þau, að við þreytt- um báðir lestrarpróf til inngöngu í bamaskólann á Flúðum í Hrana- mannahreppi ásamt fleiram, þá 8 ára gamlir, og eflaust hefur árang- ur verið nokkuð misjafn eins og gengur. Á þessum skólaárum okkar þarna á Flúðum varð til sá kunn- ingsskapur og sfðar vinátta, sem aldrei rofnaði, heldur styrktist æ meira eftir því sem árin liðu. Það fór að vonum, að eftir mörg og misjafnlega gáfuleg uppátæki tán- ingsáranna fóram við ti! starfa hvor sína leið. Haraldur gekk til sam- starfs við foreldra sína í þeirra bú- skap og þar fann hann sjálfan sig og sínum hæfileikum þá útrás, sem allir menn þyrftu að ná, en hlotnast ekki öllum í þessu lífi. Mig langar til að kveðja minn gamla vin með hlýrri endurminningu um allar okkar góðu samverastundir f stuttu ljóði eftir Jóhannes úr Kötlum: „Nú skil ég stráin sem fönnin felur ég fann þeirra vetrarkvíða þeir vita það best sem vin sinn þrá hve vorsins er langt að bíða. Að haustnóttum sá ég þig sigla burt og svo kom hinn langi vetur þó vald hans sé mikið veit ég þó að vorið, það má sln betur." Foreldram, unnustu, frændum og vinum votta ég mfna samúð og hluttekningu. Sigurður Guðmundsson, Birtingaholti.

x

Morgunblaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.