Morgunblaðið - 25.06.1986, Qupperneq 34

Morgunblaðið - 25.06.1986, Qupperneq 34
34 MORGUNBLAÐIÐ, MIÐVIKUDAGUR 25. JÚNÍ1986 Hugleiðingar um flugmálin eftirJón Kristjánsson Flug og flugöryggismál eru mjög í umræðunni hérlendis um þessar mundir. Þessi umræða hófst með ■* hörmulegu slysi á Snæfellsnesi á síðastliðnu vori þegar flugvél fórst í leiguflugi frá Vestfjörðum, og endumýjaðist nú vegna þess að við lá að stórslys yrði yfir íslenska flugstjómarsvæðinu nú fyrir skemmstu, er við árekstri lá milli tveggja stórþotna yflr Austurlandi. Eg ætla ekki að blanda mér í umræður flugumferðarstjóra, en öll þessi umræða leiðir hugann að ástandi flugmáia almennt hér á landi, og vildi ég koma nokkrum orðum á framfæri varðandi þau. Alg-engur ferðamáti Þróun í flugi hefur orðið gífur- ' lega hröð á síðustu áratugum, og er flugið nú algengur ferðamáti alls almennings. Nýjar hraðfleygar, þægilegri flugvélar og betur búnar tækjum en áður hafa komið til sögunnar. Tækjakosti við umferð- arstjóm í lofti hefur fleygt fram ásamt öryggisbúnaði flugvalla. Við íslendingar höfum tileinkað okkur þessa samgöngutækni, og emm háðari henni en flestir aðrir, ef við eigum að halda uppi nútíma lífsháttum. Nær allir farþegaflutn- > ingar til annarra landa em flugleiðis og heilir landshlutar byggja að langmestu leiti á fluginu í sam- göngum við höfuðborgarsvæðið og aðra landshluta. Vestfírðir og Aust- urland hafa sérstöðu í þessum efn- um. Einkennilegt tómlæti Það verður að segja eins og er að einkennilegt tómlæti hefur ríkt um uppbyggingu flugmála í landinu á undanfömum ámm. Einkum á þetta við um flugvelli og búnað þeirra. Þessi uppbygging hefur alls ekki lylgt eftir örari samgöngum flugleiðis og batnandi flugvélakosti. Framlög til framkvæmda á flug- völlum, þar innifalin farþegaskýli, aðflugstæki, flugbrautir, vélakostur og tækjageymslur em á árinu 1986 61 milljón króna. Þetta er brot af því sem varið er til vegamála, þótt þrýstingur almenningsálitsins um auknar fjárveitingar sé stómm meiri á þeim vettvangi. Auk þessa framlags tekur ríkið lán til fram- kvæmda við flugstöð í Keflavík upp á 300 miiljónir króna á árinu 1986. Þar er vissulega um stórverkefni að ræða, sem greitt er að stómm hluta af erlendum aðilum. Það má vissulega deila um hvort flugstöð í Keflavík hefur verið á réttum stað í framkvæmdaröðinni, og vera má að þessu fé hefði verið betur varið í stórátak í uppbyggingu flugvalla og öryggismál. Hitt er staðreynd að þessu verki lýkur á næsta ári og þar með er farþega- flugið komið út fyrir girðingu her- stöðvarinnar sem er mikill og ánægjulegur áfangi. Það skiptir því mestu máli að gera sér ljósa grein fyrir því hver næstu skref eiga að vera í uppbyggingu flug- mála hérlendis þegar séð er fyrir endann á þessu stórverkefni. Atak í uppbyggingn flugmála Nú er rétti tíminn til þess að taka ákvörðun um stórátak til uppbyggingar í flugmálum, sem stefnir að því að öryggi flugfarþega, og samgönguöryggi sé sem best tryggt. Þar þarf að fylgjast að gott skipulag við flugstjóm og besti fá- anlegi tæknibúnaður, og auknar framkvæmdir við uppbyggingu á flugvöllum og allri aðstöðu við þá. Nauðsynlegt er að menn geri sér grein fyrir forgangsröð í þessum efnum, og höfuðnauðsyn er að málaflokkurinn í heild færist ofar í forgangsröð opinberra fram- kvæmda en verið hefúr. Mér er það fullljóst að ekki verða allar óskir uppfylltar á skömmum tíma í þess- Gríndavík. UM SL. mánaðamót var opnuð ný umboðsskrifstofa í Grindavík. Skrifstofan heitir „Flakkarinn- Bæjarbót", en auk umboðsskrif- stofunnar hefur blaðið Bæjarbót aðsetur í húsinu. Hjá Flakkaranum eru umboð fyrir Flugleiðir, Úrval, Polaris og Ferða- skrifstofu ríkisins og þar fást far- seðlar og nauðsynlegar upplýsingar um hótel, bílaleigur o.fl. Þetta er fyrsta skrifstofan af þessu tagi sem opnuð er í Grindavík og að sögn Bjöms Birgissonar, sem rekur Flakkarann og gefúr Bæjarbót út, hefúr fóik tekið Flakkaranum vel og gat hann þess sömuleiðis að til stæði að útvega ný umboð á öðmm sviðum. Flakkarinn er opinn milli kl. 14:00 og 18:00, en einnig er hægt að hafa samband á morgnana ef starfsmaður er á staðnum. um efnum eins og ástand ríkisfjár- mála er nú. Flugmál á Austurlandi Ég get ekki lokið þessum hug- Ieiðingum án þess að fara nokkmm orðum um ástand flugmáia þar sem ég þekki best til, en það er á Aust- urlandi. Starfs míns vegna þarf ég mikið á flugsamgöngum að halda og hef farið ótaldar ferðir með flugvélum milli Egilsstaða og Reykjavíkur á öllum árstímum, auk ferða flugleiðis á aðra flugvelli austan lands. Stærð Austurlands og lega er slík að flug hlýtur ávallt að verða mjög snar þáttur í samgöngukerf- inu hér. Þar að auki liggur lands- hlutinn næst flugvöllum nágranna- þjóðanna. Á Austurlandi em þrír flugvellir sem Fokker-vélar Flugleiða fljúga á. Þar af sker Egilsstaðaflugvöllur sig úr með umferð, en hann er einn af mestu umferðarflugvöllum landsins, og sá eini utan Reykjavík- ur og Keflavíkur þar sem reglulegt millilandaflug er stundað, þ.e. til Færeyja. Auk þessara flugvalla era fímm minni vellir sem Flugfélag Austurlands heldur uppi reglulegu áætlunarflugi til, og hafa þær samgöngur þegar sannað gildi sitt sem nauðsynlegur þáttur í sam- göngunetinu hér eystra. Egilsstaðaflugvöilur Á árinu 1985 fóra um Egilsstaða- flugvöll 50.548 farþegar og hefur verið jöfn og sígandi aukning um- ferðar þar síðustu árin. Flugvöllur- inn er miðpunktur flugsamgangna í fjórðungnum og lykilatriði er að hann sé öraggur og vel búinn. Völlurinn er bækistöð fyrir þær sjúkravélar sem ávallt era tiltækar hjá Flugfélagi Austurlands og flugu 319 flugtíma í sjúkraflugi árið 1985. Ástand þessa flugvallar er algjör- lega óviðunandi. Hann er malarvöll- ur á veiku undirlagi og verður ófær vegna aurbleytu við viss skjlyrði, auk þess sem lega hans býður ekki uppá besta aðflug. Völlurinn var yfírkeyrður fyrir tveimur áram til Jón Kristjánsson „Nú er rétti tíminn til þess að taka ákvörðun um stórátak til upp- byggingar í flugmálum, sem stefnir að því að öryggi flugfarþega, og samgönguöryggi sé sem best tryggt.“ þess að vinna bug á aurbleytunni, en brátt sækir í sama farið aftur. Ég hef orðið vitni að því að flug- menn Fokker-véla Flugleiða hafa átt í erfiðleikum vegna aurbleytu, og þurft að fá sér vatnsslöngu og skola viðkvæman hjólabúnað vél- anna fyrir flugtak á Égilsstaðaflug- velli. Slíkt er ekki við hæfí miðað við þær kröfur sem nú era gerðar. Samgönguráðherra hefur marg- sinnis lýst því yfír að endurbygging Egilsstaðaflugvallar verði næsta stórverkefni í flugmálum hér. Þess- um skilningi ber að fagna því Egils- staðaflugvöllur er mikilvægur í innanlandssamgöngunum auk þess sem hann hefur möguleika sem millilandavöllur og varavöllur fyrir vélar af miðlungsstærð sem notaðar eru í millilandaflugi. Miðað við þær áætlanir um upp- byggingu vallarins sem til era mundi hann endurbyggður og mal- bikaður geta þjónað þotum af gerð- inni Boeing 727 sem varavöllur. Því ber nú að stíga þar skref á næsta ári að hefja uppbyggingu Egilsstaðaflugvallar. Þá lýkur flug- Að hengja bak- ara fyrir smið Aðsetur Flakkarans og Bæjarbótar í Grindavík, við hliðina á Kaup- félaginu. Grindavík: Flakkarinn - Bæjarbót - ný umboðsskrifstofa eftirPál Bergþórsson Ýmsum þótti það maklegt, þegar útvarpsráð fordæmdi einróma starfsaðferðir í fréttaflutningi sjón- varps og útvarps af alkunnu tilefni. Mér fínnst þó, að við þá samþykkt sé ýmislegt að athuga. Það er of mikil einfoldun að kenna fréttastof- unum einum um þetta meinta mis- ferli. Hér er um að ræða nýja stefnu, nýjan stíl í fréttaflutningi, takmarkalitla ágengni að amerískri fyrirmynd, og ég tel að útvarpsráð sjálft, útvarpsstjóri og raunar aðrir valdameiri aðilar, beri meginábyrgð á þessari stefnubreytingu. Það er staðreynd að það era einkum hinir nýrri starfsmenn fréttastofanna, sem hafa tamið sér þessar aðferðir, einmitt þeir sem hafa verið ráðnir af núverandi útvarpsráði og út- varpsstjóra, hvort sem samkomulag hefur verið um þá embættaskipun eða ekki. Þyngri ábyrgð hvílir reyndar á útvarpsstjóra, þar sem hann hefur síðasta orðið um ráðn- ingu þessara starfsmanna, stundum svo að athygli hefur vakið. Og í framhaldi af þessu vaknar sú spum- ing, hvort ekki beri að kalla til nokkurrar ábyrgðar þann ráðherra, þann stjómmálaflokk og þá ríkis- stjóm, sem kom núverandi útvarps- stjóra í embætti sitt. Um marga kosti hans og hæfileika þarf ekki að efast. En það er bókstaflega erfítt að búast við fyllstu réttsýni af manni sem hefur verið í innsta hring harðrar og tillitslausrar stjómmálabaráttu, eins og nú tíðk- ast til dæmis í Reykjavíkurborg. Sú var áreiðanlega hugsun Gylfa Þ. Gíslasonar, þegar hann skipaði jafn óumdeildan sómamann og Andrés Bjömsson í embætti út- varpsstjóra, verðugan eftirmann Vilhjálms Þ. Gíslasonar. Þetta rifj- aðist óþægilega upp, þegar Markús Öm Antonsson áréttaði í síðustu sveitarstjómarkosningum pólitískar hneigðir sínar með því að taka sæti á framboðslista Davíðs Odds- stöðinni í Keflavík og tímabært er að taka fyrir næsta verkefni. Um þetta verkefni er algjör ein- ing hér á Austurlandi, þó auðvitað bíði einnig hér mörg verkefni úr- lausnar í lengingu flugbrauta og auknum öryggisbúnaði á öðram flugvöllum í flórðungnum. Herflugvellir Hingað til hefur það verið svo að Bandaríkjamenn og Bretar hafa kostað stórframkvæmdir í flug- málum hérlendis að mestu. Þetta hefur haft þau áhrif að vamarmál blandast ávallt í umræðuna um stórframkvæmdir við flugvelli. Menn verða hér að átta sig á því grandvallaratriði að NATO mun ekki undir neinum kringumstæðum leggja fé í flugvöll nema hann verði notaður að staðaldri sem bækistöð, verði þar með herflugvöllur. Það er grandvallaratriði að menn viti að hveiju er gengið í þessum efnum. Varavellir Ýmsir aðilar reyna að þrýsta á framkvæmdir í flugvallarmálum með því að skírskota til þarfarinnar fyrir varavöll fyrir millilandaflug. Vissulega er þörf fyrir varavöli, vegna reglna um eldsneyti, en lík- umar fyrir því að völlurinn sé notað- ur að marki era ekki miklar, því hægt er að lenda í Keflavík í nær hvaða veðri sem er. Enda hefur sannast sagna ekki verið þungur þrýstingur um varavöll frá flug- rekstraraðilum. Með uppbyggingu Egilsstaða- flugvallar era slegnar tvær flugur í einu höggi. Einn mikilvægasti völlur innanlandsflugsins er byggð- ur upp, og um leið hentar hann sem varavöllur fyrir hluta millilandaflot- ans, ef þær vélar þurfa að lenda annars staðar en í Keflavík einu sinni til tvisvar á ári. Þama er stigið fyrsta skrefíð í uppbyggingu vara- vallanna. Auðvitað verður síðar haldið áfram þeirri uppbyggingu. Þessa framkvæmd ættum við Is- lendingar að ráða við einir. Öryggi í flugi Mér hefur orðið tíðrætt um flug- vallarmálin, en ég vil ljúka þessum hugleiðingum með því að undir- strika það að einskis má láta ófreistað til þess að fullkomið ör- yggi ríki í flugumferð og skipulag þeirra mála sé með þeim hætti að viðunandi sé. Þetta er grandvallar- atriði sem allir þeir aðilar sem málum ráða verða að sjá til að sé uppfyllt. Höfundur er alþingismaður Fram- sóknarflokksins fyrir Austur- landskjördæmi. Páll Bergþórsson sonar. Það liggur við að hann hafí með því afsalað sér trúnaði annarra en flokksmanna sinna. Allt þetta tel ég að útvarpsráð hefði átt að taka til athugunar áður en það varpaði fullri sök á lægra setta embættismenn hjá sjónvarpi og út- varpi, áður en það hengdi bakara fyrir smið. Höfundur er veðurfræðingur.

x

Morgunblaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.