Morgunblaðið - 25.06.1986, Blaðsíða 44
44
MORGUNBLAÐIÐ, MIÐVIKUDAGUR 25. JÚNl 1986
Sund er íþrótt góð
Hvað gera böm á sumrin? Það
er sjálfsagt jafn margt og
misjafnt og börnin eru mörg. Um
daginn lögðum við leið okkar í
Vesturbæjarsundlaugina í
Reykjavík. Þar safnast saman á
hverjum morgni hópur af bömum
sem em að læra að synda.
„Kreppa, rétta . . .blása bólur ..
láta sig renna . . .kreppa," gellur
við í kennaranum. Kennari bam-
anna heitir Theodóra Emilsdóttir.
Hún hefur kennt sund í 25 ár.
Héma er hún í sumar frá því
snemma á morgnana og fram
yfir hádegi að kenna börnum
sund.
— Hvað em mörg böm í sund-
inu hjá þér?
Þau em um fimmtán í hverjum
hópi. Ætli þau séu ekki nálægt
130 í júní og svo koma aðrir hópar
íjúlí.
— Á hvaða aldri em börnin?
Flest em á aldrinum 7—8 ára
en svo em alltaf innanum bæði
eldri og yngri börn.
— Hvernig líkar þér við starfíð?
Það er gaman að kenna þessum
börnum. Vesturbæjarlaugin er
eiginlega byggð sem kennslulaug
og ég kann vel við þetta starf. Ég
hef verið svo heppin í sumar að
það hefur vérið lítil sól.
— Hvað meinarðu með þessu?
Þegar það er sólarlaust þá er
miklu meiri ró yfír bömunum og
ekki eins mikið um að vera í
lauginni að öðm leyti.
Við þökkum Theodóru fyrir
spjallið, en ekki er víst að allir séu
henni sammála um ágæti sólar-
leysis.
Hópurinn sem er í sundi unir
sér vel úti í iauginni. Þau -em
ýmist með eða án kúts og korks
eftir því hvað þau eiga að gera
hverju sinni. Ein úr hópnum er
Dagný Björk Siguijónsdóttir.
Dagný Björk er 7 ára og hvað
skyldíhenni fínnast um sundið?
Það er gaman í sundinu. Ég
hef mætt í alla tímana.
— Hvað gerirðu annað en að
fara í sund?
Oft leik ég mér úti við hina
krakkana í götunni. Stundum er
ég inni hjá mömmu. Afi minn gaf
mér svo mikið dót um daginn. Það
er gaman að leika með það.
— Ferðu eitthvað í frí í sumar,
kannski í sveit?
Nei, ég á enga sveit. Ef til vill
fömm við til Akureyrar.
— Nú lýkur sundnámskeiðinu í
þessari viku, heldurðu að þú hald-
. ið áfram að fara í sund?
' A •
JSStm'
•Sfe* ' ' " ^ - -
Jón Davíð með sundgleraugu. Dagný Björk vandar sig.
Ég ætla að reyna að fá afa
minn til að fara með mér í sund
seinna í sumar.
Um leið og við kveðjum
Dagnýju snúum við okkur að Jóni
Davíð Ásgeirssyni sem er 6 ára.
Hann er eini strákurinn í þessum
hóp í sundinu, en það er sjaldnast
svo ójafnt skipt í hópana.
Jóni fannst eins og flestum
krökkunum gaman í sundinu.
— Hvað gerir þú annars á
daginn?
Ég leik mér bara.
— Við hvað leikurðu þér?
Við emm í fótbolta.
— Horfím á fótboltann í sjón-
varpinu.
Já, mér finnst gaman að því.
Þar með er Jón farinn að huga
að heimferð eins og flestir aðrir
sem vom með honum í sundinu.
Það em greinilega margir sem
vilja nýta sé allar þessar fínu
laugar sem til em í borginni og
víða um land. Af þeim Qölda
einum sem sækir sundnámskeið í
Vesturbæjarlauginni má ráða að
það er hátt hlutfall bama í þessum
yngsta aldurshóp sem nota suma-
rið til Sundiðkana. Og segja má
að því sumri sé vel varið sem fer
í að læra að synda.
Myndagátan
6
Sara Björg Ólafsdóttir var ein
af þeim sem höfðu rétt svör
við myndagátunni á síðustu Bama-
síðu. Rétt svar var auðvitað glerbrot
af gosflösku. Sara á heima á Sel-
tjarnarnesinu, en mörg bréf bámst
víðs vegar af landinu. Það er gaman
að fá bréf frá ykkur. Segið mér ef
það er eitthvað sérstakt sem þið
viljið fá á Barnasíðuna.
Hérna fáið þið svo enn eina mynd
að reyna ykkur við. Svör sendist
sem fyrst. Heimilisfangið er:
Barnasíðan,
Morgunblaðinu,
Aðalstræti 6,
101 Reykjavik.
Hláturinn lengir lífið
Hildur Guðjónsdóttir er ein af
þeim sem sent hafa Barnasíð-
unni bréf. Hún stakk uppá að á
síðunni væm brandarar og sendi
þrjá með bréfínu. Þessi árstími er
greinilega í uppáhaldi hjá Hildi því
flugur og fleira því um líkt er henni
hugleikið:
Þjónn, það er fluga í súpunni.
Jæja, þú verður að ná henni
uppúr, ég er ósyndur.
Þjónn, það er fluga að busla í
sósunni.
Já, hún byrjar ekki í salatinu
fyrr en í næstu viku.
Þjónn, það er kónguló í súpunni.
Kónguló? Það eru 30 krónur
aukalega.
Við þökkum Hildi fyrir skemmt-
unina.
F egrun
Þegar ég var að opna bréfin
með svörunum við mynda-
gátunni þá var þar á meðal eitt
frá Ingibjörgu Sveinsdóttur í
Grindavík. Ingibjörg er ekki
ánægð með að einhver hafi hent
gosflöskunni frá sér á víðávangi.
Hún vill minna á að öllu þvílíku
á að henda í ruslið. Og hún vill
benda á fcgrunarvikurnar sem
haldnar hafa verið, t.d. í Reykja-
vík. Ingibjörg sendi Barnasíðunni
kvæði eftir sjálfa sig. Það heitir
Fegrun.
Fegrun eréitt
sem maðurgetureinn
rusl í körfu
rusl hérogþar
rusl og fegrun alls staðar.
Alltafskalhenda
í ruslakörfumar
eneittskalábenda
aðþúogég
við gerum ekki allt sem gera skal.
Séð yfir hópinn sem var á þessu námskeiði. Á bakkanum er Theodóra Emilsdóttir sundkennari.
Kapphlaup
RS
51e-
L
[7±
LznJ
l
lAj
m
Hver er fyrstur með sitt rusl í fötuna?
Abréfinu hennar Ingibjargar,
sem getið er um annars
staðar á síðunni, má glöggt sjá
börnin hugsa um umhverfið. í
sutnar má gera ráð fyrir að flestir
ferðist eitthvert. Náttúmverndar-
ráð hefur gefíð út reglur sem
kallaðar eru Liigmál ferðamanns-
ins. Fyrstu tvær reglurnar eru
svona:
1) Göngum ávallt frá áningar-
stað eins og við viljum koma að
honum. 2) Hendum ekki rusli á
víðavangi. Ef allir krakkar sam-
einast um að fara eftir þessum
tveim reglum þá má búast við að
smám saman eignumst við hreint
og fagurt land. Hérna er smá-
þraut. Þessir fjórir krakkar ætla
að henda ruslinu sínu í ruslaföt-
una sem er á miðri myndinni.
Hvert þeirra skyldi verða fyrst?