Morgunblaðið - 25.06.1986, Síða 46
46
MORGUNBLAÐIÐ, MIÐVIKUDAGUR 25. JÚNÍ1986
Undanúrslitaleikirnir á HM íkvöld:
Leika tvær Evrópuþjóðir
til úrslita á sunnudag?
eða getur enginn stöðvað Maradona?
NÚ þegar undanúrslit í heimsmeistarakeppninni eru að hefjast með
leikjum Frakklands og V-Þýskalands, og Argentínu og Belgíu, eiga
Evrópuþjóðir betri möguleika en nokkru ainni fyrr að vinna titilinn í
Ameríku. Argentfna er eini fulltrúi Ameríku f keppninni þegar fjögur
lið eru eftir og þó Argentfna eigi á pappírunum auðveldustu leiðina
í úrslitaleikinn munu þeir örugglega mœta þar Evrópuliði.
Eins og áður í heimsmeistará-
keppni hefur gengið á ýmsu í
Mexíkó að þessu sinni. Erfitt hefur
reynst að finna keppnisfyrirkomu-
lag sem allir geta sætt sig við.
Lengi voru sextán lið í úrslitum,
en á Spáni 1982 og í ár eru þau
24. í síðustu fjögur til fimm skipti
sem keppnin hefur veriö haldin
hefur ávallt verið reynt nýtt fyrir-
komulag, og líklegt er að næst
verði enn á ný reynt að finna annað
fyrirkomulag en nú er haft.
Gagnrýnendur — þjálfarar, leik-
menn og blaðamenn — hafa bent
á aö riðlakeppnin hafi tekið langan
tíma og þar sem aðeins átta lið
af 24 hafi fallið út eftir hana, þá
hafi margir leikir verið þýðingarlitlir
og leiðinlegir. Þá hefur það verið
gagnrýnt að þau lið sem stóðu sig
best í riðlunum, Danmörk, Sovót-
ríkin og Brasilía, hafi ekki notið
þess þegar lengra var komiö í
keppninni, á meðan lið eins og
V-Þýskaland og Belgía, sem aðeins
unnu einn leik meö naumindum í
riðlakeppni, eru nú komin í undan-
úrslit.
Bent hefur verið á að nær væri
að iáta fleiri lið falla úr keppni eftir
riðlakeppnina, og að lið ættu á
einhvern hátt að taka meö sér stig
úr riölunum í áframhaldið — líkt
og gert er í HM í handknattleikn-
um. Einnig er almenn óánægja
með það að þrjú af liðunum í
undanúrslitunum skuli komast í
þau án þess að sigra í átta liöa
úrslitum - heldur með því að vinna
vítakeppni.
ARGENTÍNA
- BELGÍA
Argentína er sú eina þessara
-t
Slmamynd/AP
• Frakkar verða f sviðsljósinu f kvöld er þeir mæta Vestur-Þjóðverj-
um. Margir tippa á þá sem næstu heimsmeistara enda ekki furða
eftir stóríeik þeirra og Brasiifumanna f 8 liða úrslitunum. Hér er Luis
Femandez með hörkuskot að marki ítala í sigurieiknum í 16 liða úr-
slrtunum. Fólagi hans, Dominique Rochetau og ftalski leikmaðurinn,
Antonio Cabríni, fylgjast með.
Morgunblaðiö/Símamynd/AP
• Vestur-þýska landsliðið æfði f Quertaro f gær, en þar leika þeir
einmitt gegn Frökkum f kvöld. Á myndinni eru frá vinstri: Beckenbauer
landsliðsþjálfari, Höness, Brigel, Rolff, Hergert, Rummenigge, Völler,
Eder og Matheus.
þjóða sem er í undanúrslitum án
þess að hafa þurft vítaspyrnu-
keppni til. Argentínumennirnir eru
sigurstranglegri í þessum leik á
sama hátt og Sovétmenn og Spán-
verjar voru sigurstranglegri á móti
Belgíu. Og bæði þau lið lutu í lægra
haldi fyrir Belgíu, því liði sem mest
hefur komið á óvart í keppninni.
Þjálfari liðsins, Guy Thys, hefur
reynst fremstur þjálfara í keppn-
inni í því að láta lið sitt leika skyn-
samlega. Á móti Sovétmönnum
beittu þeir skyndisóknum upp
miðjuna, þar sem sovéska vörnin
var veikust fyrir, og á móti Spán-
verjum, sem skoruðu 5 mörk gegn
Dönum, lék liðið ákaflega agaöan
varnarleik. En vandamál Thys er
stærra núna: Hvernig á hann að
stöðva Diego Maradona? Hinn 25
ára Argentínumaður er nú óum-
deilanlega orðinn maður þessa
móts, eftir að hafa slegið út Eng-
lendinga nánast upp á eigin spýt-
ur.
Bilardo, þjálfari Argentínu, hefur
sagt að þaö sé sama hve vel sé
reynt að gæta Maradona — alltaf
sleppi hann tvisvar til þrisvar í
hverjum leik — og það sé nóg fyrir
hann. Argentínumenn hafa leikið
mjög agaða knattspyrnu, þeir hafa
sterka vörn og hinir ungu miövall-
arleikmenn, Batista og Burruc-
haga, eru engir aukvisar.
Liðin mættust í síðustu heims-
meistarakeppni og þá unnu Belgar
með einu marki gegn engu. Leikir
þeirra hingað til í keppninni hafa
farið á þessa leiö:
Argentína — Suöur Kórea 3:1
Argentfna — Ítalía 1:1
Argentína — Búlgaría 2:0
Argentína — Uruguay 1:0
Argentína — England 2:1
Belgfa — Mexfkó 1:2
Belgla — frak 2:1
Belgla — Paraguay 2:2
Belgfa — Sovótríkln 4:3
Belgla — Spánn 6:6 (v)
FRAKKLAND — VEST-
UR-ÞÝSKALAND
Þessi lið mættust í undanúrslit-
unum í síðustu heimsmeistara-
keppni og í eftirminnilegum leik
sigruðu Þjóðverjar eftir vítaspyrnu-
keppni. Það var í þeim leik sem
Harald Schumacher braut svo
hrottalega á Battiston hinum
franska að hann var á sjúkrahúsi
með brotin andlitsbein og rifbein
og innvortis blæðingar, svo mán-
uðum skipti. Það var í þeim leik
sem Frakkar höfðu yfirburði lengst
af og komust í 3:1 í framlengingu,
Sfmamynd/AP
• Hið umdeilda mark sem Diego Maradona skoraði (með hendi) f
leiknum gegn Englendingum á sunnudagskvöld. Miklar umræður
hafa verið um þetta mark, en þessi mynd kemur upp um kappann,
það er enginn vafi.
en létu Þjóðverja jafna með tveim-
ur mörkum á síðustu mínútu. Og
það var í þeim leik sem Bossis,
miðvörður Frakka, brenndi af víta-
spyrnunni sem færði Þjóöverjum
sigur. Hann hafði fram að því verið
vítaskytta bæði lands síns og fé-
lagsliðs — síðan hefur hann ekki
tekið eitt einasta víti.
Það kemst því aðeins eitt að
hjá Frökkum: Hefnd. Á pappírun-
um eru þeir með mun sterkara lið
og miðjumennirnir þeirra frábæru,
Tigana, Giresse, Fernandez og
Platini, hafa eflst með hverjum leik
í þessari keppni. En ekki er allt sem
sýnist. Frakkar hafa nefnilega svip-
aða minnimáttarkennd gagnvart
Þjóöverjum í knattspyrnu og ís-
lendingar hafa gagnvart Svíum í
handknattleik — þeir trúa því varla
sjálfir að þeir geti unniö þá þegar
það skiptir máli.
Vestur-Þjóðverjar hafa sem
kunnugt er einstakt lag á því að
seiglast áfram í stórmótum, og eru
sem fyrr komnir langt þó þeir hafi
aðeins skoraö fjögur mörk í keppn-
inni til þessa. Vörn þeirra er hins-
vegar mjög sterk og Schumacher
er öflugur í markinu. Það sem
vinnur þó helst með þýska liðinu
er geysilegur líkamlegur kraftur.
Það sást í leiknum gegn Mexíkó —
þá lágu Mexíkanarnir meira og
minna á vellinum í framlengingunni
með krampa í fótum á meöan Þjóð-
verjarnir hlupu um sem óðir væru.
Og það þrátt fyrir hita og loftslag
sem hæfði Mexíkönum en ekki
þeim. Það býður því Frakkanna
erfitt verk í kvöld.
Leikir liöanna á HM til þessa
hafa farið á þessa leið:
Frakkland — Kanada 1:0
Frakkland — Sovétrfkin 1:1
Frakkland — Ungverjaland 3:0
Frakklaeand - Italla 0:2
Frakkland — Braaitfa 5:4 (v)
V-Þýskaland — Uruguay 1:1
V-Þýskaland - Skotland 2:1
V-Þýskaland — Danmörk 0:2
V-Þýakaland — Marokkó 1:0
V-Þýskaland — Mexíkó 4:1 (v)
Leikur Frakka og Þjóðverja hefst
klukkan 18 í dag og leikur Argent-
ínumanna og Belga klukkan 22.
Báðir verða sýndir í beinni útsend-
ingu í sjónvarpinu.
Símamynd/AP
• Það er ekki öll vitleysan eins. A krá einni í Antwerpen í Belgfu hafa veríð veðmál í gangi fyrir leiki
landsliðsins. Ekki eru peningar lagðir undir heldur hárið. Velgengni belgíska landsliðsins hefur kostað
92 menn hárið og hangir það í plastpokum uppi á vegg á kránni. Á mynd AP, sem tekin er af nokkrum
sem þátt tóku í veðmálinu, sóst að þeir til vinstri hafa greinilega tapað hári sínu og ef myndin prentast
vel má sjá hárpokana á veggnum fyrir aftan þá.