Morgunblaðið - 26.07.1986, Side 12

Morgunblaðið - 26.07.1986, Side 12
12 MORGUNBLAÐIÐ, LAUGARDAGUR 26. JÚLÍ 1986 GARÐA- SKOÐUN Garðaskoðun? - hvað er nú það mun margur spyija. Til þess að leiða lesendur í allan sannleika um hvað sé átt við stæ ég upp í Garðyrkjuritinu 1985 en þar er birt ágrip af 100 ára sögu GÍ eftir Einar Inga Siggeirsson og þar stendur á bls. 142: „Á stjómarfundum vorið 1966 kom fram sú hugmynd að GÍ gengist fyrir garðaskoðun fyrir félagsmenn. Fyrsta skoðunarferð- in var farin sumarið 1967 og flest sumur síðan. Sérstök garðaskoð- unamefnd hefur verið kosin og í hana valist margt dugandi fólk. Meginverkefri nefndarinnar hefur verið að velja garða á Reykjavík- ursvæðinu, sem eitthvað hefðu til síns ágætis, og fá eigendur garð- anna til þess að leyfa félögum GÍ að skoða þá. Ævinlega hafa garðeigendur tekið málaleitan þessari vel, sýnt gestum garða sína með glöðu geði og veitt þeim margskyns upplýsingar, bæði um byggingu garðanna svo og um ræktun ýmissa tijáa og jurta, og hafa ekki fengist um það þótt einhver átroðningur hafí hlotist af. Hafa ber í huga að skrúðgarð- yrkja er allt í senn: list, hagnýt vísindi og handverk. Þar nýtur listrænt viðhorf ræktunarmanns- ins sín vel. Að loknu dagsverki BLÓM VIKUNNAR 13 Umsjón: Ágústa Björnsdóttir getur hann notið hvíldar í garðin- um og eins þegar á ævina líður og starfsorkan dvínar þá verður garðurinn ákjósanlegur hvíldar- staður þar sem ræktunarmaður- inn getur notið sköpunarverks síns, sem e.t.v. hefur valdið hon- um miklum heilabrotum meðan á framkvæmdum stóð. í garðaskoðun hefur margan nýliðann óað við latnesku plöntu- nöfnunum og frekar kosið að nota þau íslensku. En latnesku nöfnin eru alþjóðleg heiti á plöntum og þegar ræktunarmaðurinn er far- inn að venjast þeim geta þau orðið Frá garðaskoðun í Kópavogi sumarið 1984 honum að miklu gagni og furðu töm. Aðalkosturinn við garða- skoðun er sá, að fólk fær hugmyndir um byggingu garða, plöntutegundir og annað varðandi garðyrkjulistina. I fjölmörgum til- fellum hafa garðaskoðendur getað hagnýtt sér hugmyndir sem þeir fengu í ferðinni." Svo mörg voru orð Einars Inga. Og á morgun, sunnudaginn 27., júlí er garðaskoðunardagur GI þetta árið. Leyfi hefur fengist til þess að skoða 6 garða í Garðabæ og eru þeir allir taldir upp í síðasta fréttabréfi, Garðinum (3. tbl. - júlí 1986). En gott fólk! Garðaskoðun þarf ekki endilega að vera bundin við GI og eiga landsmenn marga kosti í þessu efni. Við hér á Reykjavík- ursvæðinu eigum t.d. þennan líka dásamlega Grasagarð í Laugar- dalnum. Frá honum var sagt hér í þættinum 12. þ.m. og er hann opinn almenningi á hveijum degi yfír sumartímann. Vítt og breitt um landið eru bæði einka- og al- menningsgarðar sem fólk á kost á að skoða, jafnvel götur og svæði sem við daglega göngum um - og allt er þetta núna í sínu feg- ursta sumarskrúði. Væri því ekki ráð að flýta sér hægt og huga að jurtum og trjám? Kannske komum við þá auga á eitthvað sem hentugt væri að fá í garðinn að vori. Og þá er um að gera að vera búinn að fá upplýsingar um nöfn, helst af öllu þau latnesku - það mun gera okkur auðveldara að fá skjóta og góða afgreiðslu í gróðrarstöðvunum þegar þar að kemur. Ums. Ný frímerki á 200 ára afmæli Reykj avíkur Frímerki Jón Aðalsteinn Jónsson Ekki hefur það getað farið fram- hjá nokkrum, að Reykjavíkurborg verður 200 ára á þessu ári. Svo margt hefur þegar verið rætt og ritað um þann merkisatburð í sögu borgarinnar. Af því tilefni gefur Póst- og símamálastofnunin út Qög- ur frímerki 18. ágúst nk. en þá er sjálfur afmælisdagurinn. Hinn 18. ágúst 1786 var gefin út konungleg tilskipun eða auglýs- ing, sem í meginatriðum Qallaði um viðreisn efnahags- og atvinnulífs á íslandi. M.a. var gefið fyrirheit um verzlunarfrelsi, en það höfðu lands- menn þráð lengi eftir einokunar- verzlun Dana frá 1602. Vissulega var verzlunarfrelsið einskorðað við þegna Danakonungs og öðrum þjóðum bannað að eiga viðskipti við Islendinga. Engu að síður var þetta merkur áfangi í sögu íslands. Eitt atriði í tilskipuninni 1786 var um stofnun sex kaupstaða á íslandi, en með henni var ætlunin sú að safna saman verzlun og þjón- ustu á fáum stöðum. Reykjavík var einn þessara staða, en hinir voru Grundarfjörður, Ísaíjörður, Akur- eyri, Eskifjörður og Vestmannaeyj- ar. Smám saman voru kaupstaðar- réttindi allra staðanna afturkölluð nema Reykjavíkur, svo hún er því elzti kaupstaður landsins. Svo telst til að innan takmarka hinnar fyrirhuguðu kaupstaðarlóð- ar, sem var ekki ákveðin fyrr en árið eftir, væru 167 heimilisfastir menn. En ef næsta umhverfi kaup- staðarins, sem taldist til Reykjavik- ursóknar, er talið með, voru íbúamir 302. Á öllu landinu voru þá 38.363 íbúar. Á 200 ára afmæli Reykjavíkur eru íbúar hennar merki mynd af Borgarleikhúsinu í Reykjavík, sem verið er að reisa í nýja miðbænum við Kringlumýrar- braut. Er stefnt að því að leikhús þetta taki að fullu til starfa haustið 1988. Myndefni þessara fjögurra frímerkja eiga þannig að tengja saman fortíð og nútíð Reykjavíkur. Þá er á þeim öllum hið stílhreina afmælismerki borgarinnar, sem menn kannast orðið vel við og Tryggvi T. Tryggvason teiknaði. Hann hefur einnig teiknað þessi nýju frímerki, og er það frumraun hans á þessu sviði. Frímerkin eru djúpprentuð hjá Joh. Enschedé en Zonen í Hollandi, en sú prentsmiðja hefur áður prent- að nokkur íslenzk frímerki og er þekkt fyrir mjög góða vinnu. Þá eru tvö frímerkjanna grafín í stál- 89.868 og samtals á öllu landinu 242.089. Frímerki, að verðgildi 10 kr., sýnir fyrsta innsigli Reykjavíkur, en það var opinberlega staðfest 1815. Er á því áletrunin Sigillum Civitatis Reykjavicae og sýnir það mann í hversdagsfötum tómthús- manns á þeim tíma. Heldur hann á krókstaf í annarri hendi, en Merk- úrsmerki í hinni. Frímerki, að verðgildi 12 kr., sýnir útsýnið frá Reykjavíkurtjörn yfir hluta miðbæjarins árið 1856. Er myndin sniðin eftir mynd í franskri bók, sem út kom árið 1857 og lýsir ferð Napóleons Frakkaprins um Norðurhöf sumarið 1856. Frímerki, sem er að verðgildi 13 kr., sýnir konur við þvott í laugun- um í Laugardal. Sagan hermir, að landnámsmenn, sem þekktu ekki gufúhveri úr heimahögum sínum, hafí álitið þetta vera reyk og þess vegna kallað staðinn Reykjarvík, eins og hann nefndist í upphafi. Einmitt fyrir þá sök fer þetta mynd- efni vel á afmælismerki Reykjavík- ur. Hæsta verðgildi í þessari af- mælisútgáfu eru 40 kr. og er á því stungu af Czeslaw Slania, en hann er heimsþekktur fyrir frábæran frímerkjagröft sinn. Að venju verður notaður sér- stimpill á útgáfudegi með afmælis- merki Reykjavíkur. Bæði hann og hin væntanlegu frímerki má sjá á myndum þeim, sem hér eru birtar. V estur-í slendingnr á frímerki Magni R. Magnússon hefur sent frímerkjaþættinum úrklippu úr bandarísku frímerkjablaði, Linn’s Stamp News, þar sem þess er get- ið, að 28. maí sl. hafi komið út í Bandaríkjunum fjórblokk með 22 centa frímerkjum til minningar um fimm heimskautafara. Komu merki þessi fyrst á markað í North Pole í Alaska. Einn þessar manna, sem banda- ríska póststjómin heiðrar með þessum hætti, er hinn víðkunni heimskautafari, Vilhjálmur Stef- ánsson. Um hann segir m.a. svo í nefndu blaði: Vilhjálmur Stefáns- son, sem oft var nefndur „spámaður norðursins" var fæddur 3. nóv. 1879 í Ámesi í Manitóba og af íslenzku bergi brotinn. Hann dvald- ist áriangt meðal Eskimóa 1906-07 til þess að kynnast náið tungu þeirra og siðvenjum og sýna um leið fram á, að Evrópumenn gætu lifað í heimskautalöndum, ef þeir tækju upp lifnaðarhætti Eskimóa. Síðan segir nánar frá ferðum Vil- þjálms og rannsóknum meðal Eskimóa, en þarflaust er að rekja það hér, svo þekktur sem Vilhjálm- ur er meðal Islendinga austan hafs og vestan. Hann lézt 1962. Sjálf- sagt var að vekja athygli á þessum viðburði í heimi frímerkjanna, enda er það að vonum sjáldgæft, að er- lendar póststjómir heiðri íslenskan mann með þessum hætti.

x

Morgunblaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.